Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 7
. Sunnudagur 2. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN -- '(7 Um lönd og lýði Það er mikið vafamál að rétt sé að skiáfa um bækur, og fásinna að reyna að þýða þær bækur, sem bera ilm og hljóm síns heimalands í máli sínu. Það þýðir þær enginn. f þessari bók leggur hvergi fyrir ilm, þó sagt sé frá góð- um grösum mjög víða, það kemur af því að hverjum manni er tiltækara eltt skilning- arvit en annað, og þessum manni eru það augun, og það er í bókinni kliður eins og af bjöllum í kyrrðinni, með fjar- lægum undirtón af hafi, marg- vísleg birta ýmissa daga með ýmsum veðrum, skrautlegar f jallaþyrpingar höndulega teikn- aðar, líða fram, sviðið víkkar og ’ víkkar, prýkkar og prýkkar, og aldrei hverfur lónið úr sýn, spegilfagurt, hvítt af Ijósi, og hinn djúpi góði tónn al- Íífsins. með ifnaði sínum á alla vegu. Þér sem óttizt af- skekktar sveitir og haldið að tómleikinn muni þrúga yður þar, gáið að hvernig náttúran hefur leikið sp'ilið sitt undur- samlega á þennan streng; mjóan sveinstaula sem var ein- samall að ráfa þama og góna (og mæla). Það þýðir þe'tta enginn. Það er ekki alveg auðhlaup- ið að því að lesa þessa bók, þvi hún er hlédræg, lokkar ekki með hasa og kátínu, er ekki alveg laus við dramb. Hún lýkst ekki upp fyrir les- andanum nema hann gefi sér tóm til að skoða hana. Það hef ég reynt. Og sviðið er merkilega autt. Ein og ein lífðarvera er að Þórbergur Þórðarson skjótast þarna svo meiningar- laus að maður tekur varla eftir henni, það er getið um menn, en suma lítið meira en að nafninu, nei, það morar þarna ekki af fólki, fremur en í rauninni gerðist. Hvað mun -<*> Eítir ár og dag Þar barst þá loks í hendur manns bók, sem bragð er að! Þvílíkt og annað eins. Nú er að taka á sparihöndunum, og þó geri ég mér enga von um að geta gera þessu merkílega fyrirbæri nokkur skil. Höfundur bókarinnar, hin unga franska stúlka, Francoise - Francoise Sagan Sagan, hefur stigið eins og vígahnöttur upp á hinn óheiða frægðarhimin samtíðarinnar, eldingshratt, og bækurnar eru þýddar á öll tungumál, hvað megna vesöl Nóbelsverðlauna- skáld á móti slíkri kvenlegri hetju? Þegar hún drepur sig eða því sem næst með því að aka eins og brjálaður gikkur um veginn, koma stórletraðar fyrirsagnir á fremstu síðu i stórblöðunum, og stórar mynd- ir af ungfrúnni, síðan korna daglegar fréttir af líðaninni, allur heimurinn stendur á önd-«> inni, þangað til stúlkukindinni fer 'að skána. Einú sinni var maður sem skrifaði pósthúsinu löng bréf í sifellu, og allir héldu að maðurinn hlyti að vera brjál- aður, því það var ekkert vit í neinu, aðeins orð, flest rétt stafsett, og bútar úr setning- um, og þessu var öllu fleygt og enginn nennti að lesa það. Ég hlýt að kannast við, að mér gekk illa að finna sam- hengi milii setninga í bók- inni Eftir ár og dag, (hvað skyldi þessi bókartitill annars eiga að merkja?), þó var ekki örgrannt um að tvær og tvær vildu loða saman. Kannski er einhvers konar samloðun í bókinni allri, já, nú skal ég segja frá því. Sagan hefst á þvi að skáld- konan fylgir hjúum nokkrum til sængur, í sæng og úr, og síðan held ég þetta . þema sé haft á þönum aila bókina á enda, með ýmsum tilbrigðum., og með fáránlegu og flegðu- legu orðavali, allt snýst í hring, í hring og aftur í hring utan um þetta eina sanna nátt- úrunnar A og Ó. Það er hátt- ur ýmsra góðra manna að setja upp rígneglda þÖgn við Framhald á 10. síðu. vera á seiði? Koma kannski stórar prósessíur, gerist stórt drama með miklum leiklist- ártilburðum í næsta bindi, verður ópera sett á sviðið? — og klukkutónninn úr berginu, niðurinn þungi fyrir strönd- inni, verða þeir að víkja fyrir slíkum hávaða? Líklegast ekki. Samt er eins og eitthvað sé í vændum, þessi nákvæma teiknun leiksviðstjalda, þessi semingur, tiltíningur ýmsra smærri atburða, sýnist boða það. Það sést að vetri. Þá er að geta um aðal bók- arinnar og prýði, sem Jesús mundi hafa sagt að aldrei yrði frá henni tekin, en það er móðurmálið mitt góða. Svo mun þér virðast, lesandi, sem þetfa sé enginn stíll, heldur málið sem þú hugsar á og sem þig dreymir á, þegar hugsun- in líður fram óhindruð, og að þetta sé enginn vandi. Víst er það, að svona hefur verið hugsað og talað á íslandi frá öndverðu, og er slíkt undur- samlegt að vita, 'tær hafa ver- ið hin niðandi vötn minnar tungu fram að þessu. En samt gerlst það ekki án tamningar og þjálfunar, að skrifuð sé bók án þess nokkursstaðar beri á misfellu eða hatti fyrir, né öðru, sem benda megi á og segja: Þarna hefði mátt komast betur að orði. Það mætti reyna að bera þetta saman við hitt og þetta, sem sést á prenti, ekki úrkastið og miðlunginn, heldur t,d. ritsmíðar manna sem fengið hafa verðlaun úr dýrum og veglegum sjóðum innanlands fyrir fagurt mál og góðan stíl, og skrifar einn rök- Framh. á 11. síðu »í Atórnljóð að kosningum loknum Yfir fallandi vötnum næturinnar flýgur svartur fugl hjarta míns. Eylendan mín hvíta. Nú er hátíð í borginni. Það var eitur 1 blóði hins dæmda skógarmanns í Drangey. Nú ber gatan nafn hans, gatan þar sem lögreglustjórinn okkar fæddist. Komi, Eliot, andi þinn og landar þínir verndarar okkar. ,Ó, komið inn í skugga hins rauða bjargs', undir þak hússins þar sem lögreglustjórinn okkar fæddisf. Þeir, sem krossfestu andann, halda veizlu í borginni. Og eitrið rennur inn í blóð þeirra. Það er hátíð í borginni að kosningum loknum. íslendingur, bráðum ert þú ekki lengur • þú og átt ekkert land •til að selja. Yfir fallandi vötnum næturinnar flýgur svartur fugl hjarta míns. Gunnar Ðal. Skáldaþáttur Ritstjóri: Sveinbjörn Beinteinsson.r Mörgum hagyrðingum þykir lítið til þess koma að yrkja annað en hringhendur, ef þeir vilja festa eitthvað í vísu sem máli skíptir. Hringhendan er afbrigði af ferskeyttum hætti, með miðrími og öllum þessum töfrum sem fylgja dýrum hátt- um. Það mun koma mörgum á óvart hvað hringhendan er nýr liáttur, miðað við ýmsa aðra algenga rímnahætti. Elztu hringhendur sem ég þekki eru eftir Stefán Ólafsson í Valla- nesi. Örfáar liringhendur má finna á víð og dreif í rímum sautjándu aldar, og' virðast þær hafa orðið til meira af hendíngu en ásetningi. Fyrsti kvæðaflokkur sem ortur var með þessum hætti eru Þagnar- mál Þorláks Þórarinssonar, en þau eru talin ort 1728. Það varð mjög vinsælt kvæði. Þorvaldur Magnússon frá Húsavík (1670—1740) mun fyrst hafa ort heila rímu með hætti þessum, og skömmu síð- ar Árni Böðvarsson; síðan má finna hringhendar rímur víða. Samt var það ekki fyrr en í rímum og vísum nítjándu ald- ar sem hringhendan náði mest- um áhrifum, en í rímum Sig- urðar Breiðfjörðs eru margar rímur með þessum bragar- hætti, og það er ekki fjarri sanni að hrmghendur Sigurð- ar hafi skapað þær vinsældir sem hátturinn hefur notið síð- an. Flest skáld nitjándu aldar ortu meira eða minna með þessum hætti. í augum flestra þeirra nútímamanna sem um vísnagerð hugsa er hringhend- an fallegasta og glæsilegasta litbrigðið í óendanlegri fjöl- breytni þjóðlegra bragarhátta islenzkra, Enn í dag yrkja menn snjallar hringhendur og hljómur þeirra lætur vel i eyr- um þeirra sem kunna að meta fagra kveðandi. Enda þótt mafgar nýjungar komi nú fram í ljóðagerð okk- ar, sem betur fer, þá er eng- inn bilbugur á hinni rótgrónu heimavöxnu vísnalist. Það þarf ekki mikið að ýta við ýmsu ungu fólki til þess að það fari að yrkja vísur og læra kveð- skap. Nýlega hitti ég tvítugan pilt sem er í skóla, og' hann las yfir mér allmargar visur sem hann hafði fyri.r skömmu ort og félagi hans sumar. Þetta voru snjallar vísur og hressi- legar og nýjabragð að þeim þótt hættirnir væru úr rímum og stíllinn. Ég segi ekki frá þessu af því að það sé neitt fágæti; margir unglingar yrkja meira eða minna, ýmist með rími og stuðlum eða án þess. Það hafa verið dálítið erfið- ir tímar undanfarið hjá vís- um okkar og rímum, enda mörgu að sinna öðru. En nú er óðum að rætast úr fyrir þessum mikilsverðu listform- um enda full þörf að gefa þeim rúm á sviði þeirrar menningar sem hér er að mót- ast í byltingum aldarinnar. Það er núna mikill siður Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.