Þjóðviljinn - 08.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.02.1958, Blaðsíða 7
Dagsbrúnarmaður: Hver vill taka hræðslu~ bikarinn irá íhaldinu? --- Laugardegur 8. febrúar 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Bæj arstarfsmaðurinn sem misskilur hlutverk sitt Hinn guli sigur íhaldsins í Reykjavik hefur skyggt nokk- u ð á úrslit hæjarstjórnar- kosninganna á ýmsum stöðum úti á landi, en þau sýna Ijós- lega, að áhrif íhaldsins hafa óvíða aukizt en víðast hvar minnkað og sumstaðar veru- lega. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi: 1 Hafnarfirði hlutu vinstri menn 1885 atkv. á móti 1360 atkvæðum íhaldsins. Meiri- hluti vinstri flokkanna fram- yfir íhaldsflokkinn er nú 525 atkvæði en var árið 1954 468 atkvæði. Ihaldið hefur þannig tapað í Hafnarfirði frá því í bæjarstjórnarkosningunum 1954. t Kópavogi fengu vinstri menn nú 1491 atkv. á móti aðeins 523 atkv. íhaldsflokks- ins. Meirihluti vinstri flokk- anna fram yfir íhaldsmenn þar er nú 968 atkv. en var 779 atkv. árið 1955. fhaldið hefur því tapað í Kópavogi. Á Akranesi fá vinstri menn nú 956 atkvæði móti 732 at- kvæðum íhaldsmanna. Meiri hluti vinstri flokkanna þar er nú 224 atkv. en var árið 1954 148 atkv. íhaldið hefur því tapað fylgi á Akranesi. Á Siglufirði fá vinstri menn nú 938 atkv. á móti 389 atkv. íhaldsmanna. Meirihl. vinstri manna þar er nú 549 atkv. en var 1954 528 atkv. íhaldið fékk þar nú 32 atkvæðum minna en 1954 á sama tíma sem Alþýðubandalagið bætir við sig 66 atkvæðum. íhaldið liefur þannig stórlega tapað á Siglufirði. Á Seyðisfirði fá vinstri menn nú 246 atkv. en íhaldið aðeins 124 atkv. Meirihluti vinstri manna þar nú framyf- ir íhaldið 122 atkvæði en var árið 1954 aðeins 67 atkvæði. Ihaldið hefur því stórtapað á Seyðisfirði. I Neslcaupstað er íhaldið á- lirifalaust með öllu og hefur raunar alltaf verið það, lafir þar á einum bæjarfulltrúa og eru horfur þess þar sízt batn- andi, þar sem forusta Al- þýðubandalagsins er örugg. í Húsavík fá vinstri menn nú 540 atkv. á móti 122 atkv. íhaldsmanna. í Húsavík eru íhaldsmenn þánnig nær alveg áhrifalausir með einn bæjar- fulltrúa af 7. Á Selfossi fá vinstri menn nú 424 atkv. á rhóti 296 atkv. íhaldsmanna er voru þár áður í méirihluta, en hrökktust nú frá völdum með smánarlegum ósigri. Á Ákureyri hafa samtök vinstri flokkanna svift íhaldið úrslitaáhrifum í bæjarstjórn. Hefur höfuðstaður Norður- lands því heiðurinn af því að vera á undan Reykjavík með að hreinsa af sér hina gul- brúnu smán, sem yfirráð of- stækisfullra afturhaldsafla 1 tákna. Ef samstarf vinstri manna á Akureyri tekst jafn vel og t. d. á Akranesi koma áhrif þess að sjálfsögðu í ljós í auknu fylgi þeirra við næstu kosningar. I Bolungarvík hefur íhaldið verið í yfirgnæfandi meiri- hluta um áratugi. Nú brá svo við fyrir samstarf vinstri manna að íhaldið lafði á meirihluta með aðeins tveggja atkvæða mun. Þá má minna á hreppsnefndarkosningarnar. I þeim koma ósigrar íhaldsins jafnvel enn greinilegar í ljós. í eftirtöldum kauptúna- hreppum er íhaldið í vonlaus- um minnihluta og víða nær alveg áhrifalaust: í Sandgerði, Grindavík, Eyrarbakka, Stokkseyri, Flat- eyri, Bíldudal, Patreksfirði, Hellissandi, Ólafsvík, Borgar- nesi, Hólmavík, Blönduósi, Hofsósi, Hvammstanga, Eski- firði, Reyðarfirði, Höfn í Hornafirði og mörgum fleiri byggðarlögum. Svona mætti halda áfram að telja upp ósigra íhaldsins í nýafstöðnum kosningum víðsvegar um landið, ósigra, sem hafa notið minni eftir- tektar vegna hins svo kallaða sigurs íhaldsins í Reykjavík, sem það vann með ofstækis- fyllri lygaáróðri en þekkzt hefur áður í nokkru siðmennt- uðu landi og á sér aðeins fyr- irmynd í siðlausum ofbeldis- áróðri nazista á velmektarár- um þeirra í Þýzkalandi. Og þó væri aðstaða íhalds- ins enn aumari eftir þessar kosningar ef vinstri menn 'hefðu allsstaðar haft með sér fullkomið samstarf. Má þar nefna Keflavík, þar sem íhald- ið hefur nú meirihluta í bæj- arstjcrn í krafti. þess að meirihlutinn, vinstri menn, gengu skiptir til kosninganna. Það er því ekki undarlegt, þótt íhaldið leggi nú allt sitt fram, til þess að spilla fyrir því, að vinstri flokkarn- ir hafi samstarf á móti því. En spaugilegast er það, þegar íhaldið er að hvísla því að Alþýðuflokknum, að hann verði aldrei stór í vinstri samvinnu. Skyldi íhaldið óska sérstaklega eftir sterkum Alþýðuflokki ? Ekki varð ég var við þvílíkar óskir þess Al- þýðuflokknum til handa, með- an ég var í þeim flokki og bann var hér sterkur og vax- andi. En það er von að íhaldið sé hrætt við vinstra samstarf, því að slíkt samstarf þýðir Framhald á 11. síðu. Starfsmenn Reykjavíkur- bæjar hafa ekki orð á sér fyrir lipurð eða viðbragðs- flýti, ef alþýðufólk þarf á þeirra aðstoð að halda. Svein- bjcrn Hannesson var þó mjög þægilegur þegar ég náði loks tali af honum — ekki mánu- daginn 27. heldur þriðjudag- inn 28. janúar. Ég hafði ekki enn þorið upp erindið, þegar hann sagði mér í óspurðum fréttum, að sér þætti mjög leitt að göt- urnar í braggahverfunum yrðu stundum útundan þegar sandur væri borinn á göturn- ar vegna hálku. Hann kvaðst gjarnan vilja bæta úr þessu og spurði hvort ég hefði ekki orðið vör við sandbíl í Camp Knox-hverfinu ? Ég hafði orðið vör við sand- bílinn og allir krakkarnir eltu hann, því þeim þótti svo skrítið að sjá menn vera að moka sandi á göturnar í campinum. í morgun var ennþá gaman, því þá komu 'karlarnir með sandinn öðru sinni. Þess ber að geta sem gert er. Erindið við Sveinbjcm var það, að fá gert við niðurfall við bragga í B-þyrpingunni í Camp Knox. Þarna hagar þannig til, að braggarnir standa mun lægra en gatan. Stétt er undir allri bragga- röðinni, en engin niðurföll eru í stéttinni. Fyrrihluta síðast- liðinnar viku var þíða og rann vatnselgurinn þá yfir götuna, ofan á stéttina og beint undir braggana. Mest var vatns- rennslið að einum bragganum. Stuttu eftir samtal okkar Sveinbjarnar, kom vinnu- flokkur á staðinn. Þeir bætt- ust í hóp heimafólksins og fóru að gutla í vatninu með skóflum, en húsmóðirin og dætur hennar vom innivið og jusu vatninu upp af gólfunum með skálum. Hvort tveggja var jafn vonlaust verk í hlákunni og fóru mennirn'r við svo búið í kaffi og komu ekki aftur. Á miðvikudaginn 29. janúar náði ég svo tali af Ólafi Sveinbjörnssyni og lofaði hann að senda verk- beiðni inn í Áhaldahús, fyrir viimunni við að hindra þenn- an vatnságang. (I dag, 5. fe- brúar, kveðst skrifstofustjóri hafa sent verkbeiðnina þegar er um hana var beðið). Eftir hádegi 29. janúar hringdi ég enn til Sveinbjarnar og tjáði honum að verkbeiðnin væri fengin og lét hann vel yfir,. Ekki gat hann þess þá að verkinu væri lokið. Þessi vika leið svo að lokum, að ekki komu sveinar Sveinbjarnar, Á laugardaginn kom grann- Framhald á 10. síðu. Spútnik fyrsti Stúlkan héu á myndinni stendur við nákvæma eftirmynd af spútnik fyrsta, gervitunglinu sem sovézkir vísindamenn sendu á loft í október s.l. Líkön, svipuð þessu, hafa verið sýnd almenningi víðsvegar í Sovét- ríkjunum undanfarna mánuði. i < __________i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.