Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 1
 Sunnudagur 9. febrúar 1958 — 23. árgangur — 32. tölnblað Frartskar sprengjuflugvélar ráðast á bæ í Túnis og leggja hann í eyði 25 flugvélar tóku pátt í árásinni, upp undir 100 fórust, Atlasskeylið •1 i i i hefði . / barnaskóla komsf ekkert barn l!fs af í dögun í gær kom deild úr franska flughernum í Alsír yfir þorpið Sakhiet-Sidi-Youssef í Túnis, rétt við alsírsku landamærin, varpaði á það sprengjum og skaut úr vélbyssum á allt lifandi. Þegar flugvélarnar héldu á brott aftur, höfðu þær lagt tvo þriðju hluta þorpsins í eyði, drepið marga íbúa þess, þ.á.m. öll börn í skóla sem var um kílómetra frá þorpinu sjálfu. Um 1200 íbúar voru í þorp- inu og :í fréttum frá Túnisborg segir að talið sé að uppundir hundrað þeirra hafi beðið bana í árásinni, en fjölmargir aðrir særzt. Franska fréttastofan AFP seg- ir að meðal bygginga sem ger- eyðilögðust hafi verið pósthús- ið, lögreglustöðin og ýmsar aðr- . ar opinberar byggingar. Sprengju var varpað á skólahúsið sem áð- ur er nefnt og ékkert barnanna komst lífs af. Frönsku flugvélarnaí skutu úr byssum sínum á lest bif reiða sem greinilega voru merktar Rauða hálfmána (Rauða krossi) Tún- is og skemmdust þær eða eyði- lögðust með öllu. I einni þeirra var fulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Túnis, Hoffmann, en hann mun þó hafa sloppið ó- meiddur. Bifreiðarnar voru á leið til Sakhiet-Sidi-Youssef með Sjúkra- gögn og aðrar nauðsynjar til flóttamanna frá Alsír sem þarna hafast við. 25 flugvélar gerðu árasina Franska herstjornin gaf út til- kynningu um árásina í gær, f henni segir að ráðizt hafi verið á stöðvar í Túnis vegna þess að þaðan hafí verið skotið á franska könnunarflugvél sem var í alsírskri lofthelgi. Hafi hún orðið fyrir skoti og orðið að nauðlenda Alsírmegin landa- mæranna. Sen.dar voru 11 stórar sprengjuflugvélar af gerðinni B- 26, 6 af gerðinni Corsair ogr 8 orustuþotur af gerðinni MistraJ. Frakkar segja að í árásinni hafi tvö loftvarnastæði verið eyðilögð og það þriðja skemmt mikið. Um helmingur þeirra manna úr alsírska þjóðfrelsis- hernum sem hafizt hafi við í þorpinu hafi verið drepinn. Allur her verði fluttur burt Bourguiba, forseti Túnis kall- aði ráðherra sína saman á skyndifund í Túnisborg í gær, og jafnframt var sendiherra Túnis í París kallaður heim til viðræðna. Hann fór þess á leit Íf MateuP letgntrsouk %Kef c 50USS il Ðiémö irTOTi ÆaFsa -Sftax tjornarkjon i reiagi jarwar- lanna Ivkur klukkan í gær kusu 206 félagsmenn. Á kjörskrá eru um 400. .Kosning hefst aftur í úag kl. 10 f. h. og liikur kl. 6 í kvöld. Kosið er í skrifstofu félagsins a& Skólavórðustíg 3A 2. hœð. Eins og sagt var frá hér í Hannibal Helgason, Stálsm. blaðinu í gær eru 2 listar íl Þeir stuðningsmenn A-listans kjöri: A-Iistinn borinn fram af sem enn ekki hafa kosið eru stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og.B-listi með Sigur- jóni Jónssyni í formannssæti. , A-listinn er þannig skipaður: Stjórn: Formaður: Snorri Jónsson Varaformaður: Hafsteinn Guð- mundsson Ritari: Trygg\i Benediktsson, LanHsmiðjunni. Vararitari: Þorsteinn Guð- mundsson, Héðni. Fjármálaritari: Guðjón Jónsson Héðni. Gjaldkeri (utan stj,: Ingimar Sigurðsson Landsm. Tránaðarmannaráð (auk stjórnar). Eínar Siggeirsson, Hamri , Sigurjón Jónsson, Stálsm . Ingimundur Bjarnason, Héðni Erlendur Guðmundsson, B. Frederiksen. Varamenn: -Sveinn Jónatansson, Héðni Einar Magnússon, Sig. Sveinb. hvattir til að kjósa sem fyrst. $t*#! 0- Medenim faamTe&otnns \ 100 Kw ^k-. Kort af Túnis. — oÞrpið Sak- hiet-Sidi-Youssef er við Ianda- mæri Alsír sem næst beint vest- uraf Sousse. Flotastöðin Biz- erte sem Túnisstjórn krefst nú að Frakkar rými er nyrzt í landinu. snemma í gær að fá tal af Píneau, utanríkisráðherra Frakk- lands, en ekki var vitað hvort úr fundi þeirra hefði orðið. Seint í gærkvöldi barst til- kynning frá stjórn Túnis. í henni var sagt að sendiherra hennar í París hefði verið kallaður heim og var það skilið svo að hann myndi ekki fara þangað aftur. Þá krefst Túnisstjórn þess að allur her Frakka í Túnis, 25.000 menn, fari úr landi þegar í stað. Tekið er fram að það eigi einnig við um herliðið í flota- stöðinni í Bizerte, sem Túnis- stjórn hefur hingað til verið fús að láta Frakka hafa til frambúðar. í>á er tekið fram að stjórn Túnis muni leggja þetta mál fyrir Sameinuðu þjóðirnar, ef frapska, stjórnin verði ekki við kröfum hennar. í varnarskyni! Chaban-Delmas, landvarnaráð- herra Frakklands, sagði í gær að franski flugherinn hefði ekki gert annað en verja hendur sín- íar og hann hefði haft óvefengj- ánlegan rétt til að gera þessa árás. Frakkar gætu ekki þolað það að stöðvar í Túnis væru notaðar til árása á þá. Ekki í fyrsta skipti Þetta er ekki í fyrsta skipti sem franskar flugvélar ráðast á Framhald á 12. síðu Bandaríski flugherinn reyndi ; langdrægt flugskeyti Atlas-gerð í tilraunastöðinni á Cape Canaveral í Florida í fyrradag og var fyrst til- kynnt að tilraunin gengið að óskum. 1 gær neyddist flugherinn hins vegar til að viðurkenna að skeytið hefði sprungið eftir tæplega fjögurra mín- útna flug. Sprengingin varð um 50 kílómetra anstur af Floridaströnd. Reynt verður að ganga úr skugga um or- sakir sprengingarinnar að koma í veg fyrir að ann- að slíkt skeyti, sem er um 100 lestir á þyngd, eyðilegg- ist á sama hátt. til Sigyr koiRnnúnista ®Sgl§ElgiilH i i Frakklandi Kommúnistar unnu sigur I aukakosningum sem fram fóru í Marseille, annarri stærstu borg Frakklands, á miðvikudaginn. Þeir voru áður stærsti flokkusr borgarinnar, en bættu nú enni hlutfall sitt, fengu 38.8%' greiddra atkvæða, en höfðu 36,2 í síðustu almennum þingkosn- ingum í janúar 1956. Kosið verður aftur í Marseíile, þar sem enginn frambjóðandi hlaut hreinan meirihluta. /Ell illi Annað kvöld, mánudags* kvöld kl. 8.30, verður hald- inn ahnennur fundur um stjórnmálaviðhorfið og her« námsmálin. Brynjólfur Bjarnason og Jónas Árna« son hafa framsögu. Félag- ar em hvattir tíl að mæta vel og stundvíslega. Allmildii betri afli Kefla- víkurbáta nú en í fyrra Heildarafliim heíur aukizt töluvert, þótt bátum sem þar eru gerðir út haíi íækkað 1 janúar rem 29 bátar með línu frá Keflavík og 10 bátar með net, aðallega ýsunet. Línubátarnir 29 fóru sam- tals 440 róðra í mánuðinum og yar afli þeirra samanlagður 2018 lestir. Til samanburðar má geta þess að í janúar í fyrra reru 46 bátar frá Kefla- vík og fengu þá 1757 lestir, þannig að aflamagnið hefur orðið allmiklu meira í ár, þó að færri bátar verði nú gerðir út frá Keflavík en í fyrra. , Guðmundur Þórðarson fékk mestan afla í janúar, 123 lestir í 19 róðrum, og er þá miðað við óslægðan fisk. Netabátarnir 10 hafa farið 84 róðra og fengið samanlagt 191 lest. Nú í vikunni hefur afli verið misjafn í Keflavík. Á miðviku- dag var hann sæmilegur, en þá iíengu bátarnir 5—8 lestir, en á fimmtud. var aflinn 3,5—8,5 lestir. Aflahæsti báturinn 'var þá Reykjaröst með 12 lestir. Þrír f orystumeimn lækka í tign í Austnr-Þýzkalandi Wollweber og Schirdewan vikið úr mið- stjórn, Oelssner vikið úr framkvæmdaneínd Þrem kunnum forystumönnum Sameiningarflokks sósíalista ¦>. Austur-Þýzkalandi, þeim Ernst Wollweber, Karl Schirdewan og Fred Oelssner, hefur verið viki3 vir trúnaðarstörfum í flokknum. Wollweber og Schirdewan hef- ur verið vikið úr framkvæmda- nefnd og miðstjórn flokksins, en Oelssner hefur aðeins misst sæti sitt í framkvæmdanefnd- inni. Miðstjórnin samþykkti bi-ottvikningu þeirra einróma. Miðstjórnin samþykkti brott^ vikningu þeirra, eftir að hafa hlýtt á skýrslú um mál þeirra sem lesin var af Erich Honecker, sem um langt skeið var formað- ur æskulýðssambands flokksins, Þeir voru þar bomir ýmsum sökum, og skýrir málgagn flokks- ins Neues Deutschland, frá þeim í gæi\ Blaðið segir að sögn breska útvarpsins að Schirdewan, sem á síðari. árum hefur verið einn f remsti leiðtogi flokksins og stjórnað skipulagsstarfi hans, hafi verið forsprakki þessa and- stöðuhóps innan flokksstjórnar* innar. Hann og félagar hana! hafi þannig þegar uppreisnim varð í Ungverjalandi lagt tH að flokkurinn leitaði eftir sátt- um við andstæðinga sína i stað þess að bæla þá niður. Ef skoð- un þeirra hefði orðið ofan á, myndi hafa reynzt óhjákvæmS* legt að berja niður gagnbylfri ingu með vopnavaldi. Þá eru þeir sakaðir uni að hafa viljað fóma öllu fyrir sam- einingu Þýzkalands, fyrir að hafa vaðið í villu um stefnw Atlanzhafshandalagsins og gerti of lítið úr áhrifum borgara* legra hugmynda sem boriz^ hafi inn í flokkinn. Fréttaritari sænska útvarps« ins í Berlín sagði að Wollwebw er væri sérstaklega sakaður uwí Framhald á 12. síðu«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.