Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. febráar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓHIR WTSTJORl: FRlMANH HELCASOH Eysteinn Þórðarson 27. í stór- svigi - annar Norðurlandabúa Það eina sem.. frétzt hefur um skíðamenn okkar sem þátt tóku í heimsmeistaramótinu í Bad Gastein í Austurríki er iþað, að því er bezt verður vitað þegar þetta er skrifað, að Ey- steinn Þórðarson hafi orðið í 27. sæti í stórsviginu. Má sjá þetta i erlendum blöðum sem hingað hafa borizt. Við athug- un á þeim kemur 3 ljós að hann hefur verið í öðru sæti af þeim Norðurlandabúum sem þar luku keppni. Sá sem varð á undan honum var Norðmaðurinn Asle Sjaastad, sem var 17. í röðinni. Fyrsti Svíinn var næstur á eftir Eysteini, en það var Bengt Blanck og var tími hans 2,06, en tími Evsteins var 2,05,5. Josi Kieder varð heimsmeistari í svigi. — Japani var þriðji. Heimsmeistari í svigi varð hinn kunni Austurríkismaður Josl Rieder og var tími hans 1,55,1 og í öðru sæti var Toni Sailer á 0,7 sek. lakari tíma. í þriðja sæti kom svo Japaninn Chick Igaya sem fékk tímann 2,56,7 sek. Eftir fyrri umferð- ina var Igaya 1 sek. á undan Rieder og hafði 1,6 sek. betri tíma en sjálfur Sailer. I fjórða sæti kom svo Bandaríkjamaður- inn Buddy Werner á 1,58,8, 5. Svisslendingurinn Roger Staub á 2,01,9 og landi hans varð einnig i 6. sæti. Austurríkis- maðurinn Molterer varð i 9. sæti. Skilyrðin voru mjög góð. Keppt var í tveim brautum sem voru 562 m langar og höfðu 202 m fall. Um 20,000 manns sáu keppnina. Toni Sailer heimsmeistari í stórsvigi Eins og áður hefur verið sagt frá hér, varð Toni Sailer heims- meistari í stórsvigi. Timi lians í keppni var alveg ótnilegur að áliti sérfræðinga. Hann fór þessa 2400 m á 1 mín. 48,8 sek. og var hraði hans að meðaltali um 80 lan. á klukkustund. Hann neitaði að hafa öryggis- lijálm í keppninni, en þeir eru. stundum notaðir en þykja heldur tniflandi. Toni hafði rásnúmerið 5 af þeim 79 sem hófu keppnina og hann hafði sigurvegarann úr sviginu næst- an á undan sér, en Rieder varð 4 sek. á eftir Sailer í mark, Bandaríkjamaðurinn Bud Wem- er vakti mikla athygli með þvi að verða fjórði í þessari hörðu keppni á timanum 1,54,5. Er hann talinn vera bezti svig og brunmaður sem Bandaríkin hafa átt. Frakkinn Franscois Bonlieu og Svisslendingurinn Roger Staub hlutu tímann 1,53,9. Þeir urðu einnig jafnir Japan- inn Igaya og Austurríkismað- urinn Molterer. — Varð þessi litli og kattmjúki Japani sér- lega vinsæll í keppninni, hann hafði auk þess samúð vegna þess að hann kvaldist af slæmri tannpínu meðan á keppninni stóð og eins á undan. I þessari grein tóku þátt menn frá 24 þjóðum. Veðrið var mjög gott, og hart færi sem krafðist mikils styrks í fótum, að því að sagt er. í fimm efstu sætunum í stór- sviginu og sviginu vom sömu menn en svolítið breytt röðin. Gert er ráð fyrir að það verið milli þessara manna sem keppn- in verði um sigurinn i samein- uðu svigi og bruni. Oleq yontsjarenko Evrópu- meistari í skautahlaupi Um fyrri helgi fór Evrópu- meistarakeppnin í hraðhlaupi á skautum fram í Eskiltuna í Svíþjóð. Var keppnin hörð og lengi tvísýn. Var almennt gert ráð fyrir því að Knut Johanne- sen mundi takast að halda titli sínum, en hami náði ekki sínu bezta á 1500 m og var ekki rétt vel fyrir kallaður. Sovét- skautamennirnir vom sterkari en búizt var við og þeir hafa meiri „breidd“ en aðrar þjóðir, enda áttu þeir þrjá af 6 fyrstu mönnum samanlagt. Sigurvegari varð hinn kunni meistari Oleg Gontsjarenko, sem byrjaði á því að ná betri tima á 500 m, sem ekki er hans sterka hlið, en nokkum óraði fyrir. Hann varð 3. á 5000 m Dregur Norður-írland sig út úr HM og greiðir 800 pund Áður vár vikið að því hér á íþróttasiðunni að svo gæti farið ef Norður-Irland sigraði Italíu í úrslitaleiknum við ítal- íu, að þau yrðu að hætta við frekari þátttöku í lokakeppninni i Svíþjóð af trúarlegum ástæð- um, þar sem bannað er þar í landi að leikmenn keppi á sunnudögum. Nú er svo komið að þeir hafa náð því að komast í iirslitakeppnina, en þá stend- ur bannið við leikjum á sunnu- dögum enn í vegi fyrir því að þeir geti neytt þess réttar sem þeir hafa tryggt sér með sigri sínum. Sennilega hafa þeir orð- ið að gera upp við sig fyrir þessa helgi hvort þeir slaka eitthvað á þessari venju, og leyfa leikmönnum sinum að keppa á sunnudögum, eða greiða 800 pund í sekt fyrir að draga sig út úr keppninni eftir að ha;fa komizt í úrslit. Framkvæmdanefndin í Sví- þjóð hefur sagt að liún taki ekkert tillit til þessarar venju í Norður-írlandi. Leikirnir fara fram samkvæmt áætlun, og vilji írlendingarnir ekki leilca á sunnudögum, ef til kemur, verða þeir að sitja. heima. Rætt er um það í erlendum blöðum hvort ítalir muni koma inn í staðinn ef til kemur. Talið er I líklegt að til þess komi ekki | því ítalirnir eru mjög óánægðir með frammistöðu sína í keppn- inni, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þeir komast ekki í úrslitakeppnina í HM í knatt- spyrnu. Sennilegt er líka að Svíarn- ir séu ekki sérlega áhugasamir um það að Italirnir komi með í keppnina því að þá geta þeir ekki notað þá leikmenn sína sem leika með atvinnuliðum í ítalíu um þessar mundir. Aðrir halda þvi lika fram að ítalir komi ekki til greina, því að önnur lönd sem hafi orðið no. tvö í keppnishópum sínum hafi fengið fleiri stig en l>eir. Svo eru eim aðrir sem halda því fram að til þessa komi ekki, því að írslca knattspymu- sambandið muni a.m.k. í þessu tilfelli slaka á kröfunni um það að leikmemi þess leiki ekki á sunnudögum og um leið sleppa rið fjárútlát. Þetta skýrist í Hæstu viku, að öllum líkindum, því að um þessa helgi verður dregið um það hverjir leika saman í fyrstu leikjunum í HM í Sviþjóð í sumar. Um það ríkir eiimig mikil eftirvænting meðal margra þjóða. Happdrætti Sjúkrahúss Suðurlands Ósóttii vmitingar em: 27230 Flugfar Rvík—Kaupmannah.—Rrik — 11816 Farseðill Rvík—Kaupmannah.—Rvík — 3934 Lamb á ifæti — 2502 Bækur. Vélritunarstúlka Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til vélritunar- starfa frá 1. marz n. k. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu fýrir 20. þ. m. mcrkt: 780. Skákin Framhald af 4. síðu. 21. cxdö 22. Dxd5t Beti 23. Dxe5 Db7 (Gefur hvítum „tempó“ Oleg Gontsjarenko vann 1500 m og varð í 5. sæti á 10,000 m. I öðru sætinu var Rússinn Vladimir Sjilikovskí. Kepp- anda þennan vantar aðra hend- ina, missti hana þegar hann var 4 mánaða gamall. Þetta gerir honum erfiðara. fyrir i vissum tilfellum, en til þess að vega upp á móti þessu liefur hann náð óvenjulegri tækni. Hann hljóp með hinum snjalla norska hlaupara Knut Johannesen, 10,000 m og mátti ekki á milli sjá hvor ynni, en Knud. náði betri endaspretti og kom 2 sek. á undan í mark. Þetta er í annað sinn sem Gontsjarenko verður Evrópu- meistari i skautahlaupi. Úrslitin í einstökum greinum urðu: 500 m. 1. Gunnar Ström Svíþ. 44,5 2. Boris Sjilkoff Sovét 44,5 3. Robert Markuloff Sovét 44,8 4. D. Sakunenko Sovét 45,0 5. Kees Broekman Holland 45,3 6. H. Schuler A-Þýzkal. 45,4 eftir drottningarkaup væri staðan einnig vonlaús). 24. a6 Dd7 25. b7- He—e8 26. Dd4! ---- (Snoturlega leikið. Eftir 26. Dxd4 kæmi 27. b8D o. s. frv.). 26. ------- Bd5 27. Dxe8f!------------ (Einfaldasta og skemmtileg- asta vinningsleiðin. Jón liefur teflt skákina mjög sterkt allt frá byrjun). 27. — — Hxe8 28. Hxe8t Dxe8 29. Hbl ---- (Hvað skal nú iil varnar verða? Db8 strandar á c6 hót- andi c7 o.s.frv.). 29. ---- De4 (Jafngildir uppgjöf, en eng- um vörnum varð við komið lengur). 30. b8Dt Kg7 31. Rf3 Rf4 32. Hb7t og syartur gafst upp. 1500 m. 1. O. Gontsjarenko Sov. 2,18,9 2. Toivo Salonen Finnl. 2,21,7 3. Juhani Jávinen „ 2,21,8 4. Roald As Noregur 2,21,9 5. V. Sjilikovskí Sovét 2,21,9 6. Thorstein Sierstein Noregur 2,23,2. 5000 m. 1. Knut Johamiesen Nor. 8,32,4 2. V. Sjilikovskí Sovét 8,32,9 3. O. Gontsjarenko Sovét 8,45,2 4. T. Seierstein Noregúr 8,48,7 5. J. Járvinen Finnland 8,48,7 6. R Merkuloff Sovét 8.50,7 10.000 m. 1. K. Johannesen Nor. 17,27,7 2. V. Sjilikovskí Sovét 17,29,9 3. T. Seierstein Noregur 17,38,8 4. R. Merkuloff Sovét 17,43,0 5. O. Gontsjarenko Sov. 17,43,3 6. K. Tangen Noregur 17,48,9 Samanlögð stig: 1. Oleg Gontsjarenko Sovét 197,505 st. 2. Vladimir Sjilikovski Sovét 197,685 — 3. Knut Johannesen Noregur 198,125 — 4. Robert Markuloff Sovét 198,787 — 5. Thorstein Seiersteia Noregur 199,543 — 6. Tovio Salonen Finnlandi 199,823 — Deildaskipting í Stokkhólmskeppni í Stokkhólmi var í gær dreg- Ið um deildarskiptinguna í und- anúrslitum heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu sem fer þar fram í júní í sumar. 1. deild: Vestur-Þýzkaland, Argentína. Tékkóslóvakía og Norður-írland, 2. deild: Frakkland, Paraguay, Júgóslavía og Skotland, 3. deild: Svíþjóð, Mexíkó, Ungverjaland og Wales. 4. deild: Austurríki, Brasilía, Sovétríkin og Eng- land. Wheeler sigraði Kandadíska stúlkan Lucille Wheeler sigraði í gær í svigi kvenna á skíðamótinu í Bad Gastein. Hún hafði áður sigr- að í bruni. Sovézkar stúlkur sigra á skautum Sovézku • stúlkurnar voru síg- ursælar í heimsmeistarakeppni kvenná á skautum f• Svíþjóð í gær. Þær röðuðu sér í þrjú fyrstu sætin í 500 metra keppn- inni og í fjögur þau fyrstu í keppninnj á 1500 metrum. Fimm liggja enn í sjukrahúsi 1 gær komu til London sjö af þeim mönnum sem komust lífs af þegar flugvél Manchester United fórst við Múnchen. Fimm eru enn í sjúkrahúsi þar og eru enn ekki úr liættu. Sérfræðingar þeir sem rann- sakað hafa flak flugvélarinar telja að orsök slyssins hafi ver- ið ísing ofan á vængjunum. Skáidaþáttur Framhald af 6. síðu. þeim sem menn blétu hér í ár. Bárður leitaði úr fjölmenni. eins og Ásmundur og þannig var um marga svipmestu ein- staklinga allra tírna að þeir leituðu jafnvægis á fjöllum eða eyðimörkum. Hér verður söguþáttur þessi eicki lengra rakinn að sinni, en því var á hairn miimst að hann er merkilegur að mörgu og skýrt dæmi um þann skáldskap sem vex og þróast af sannindum en er ekki upp- loginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.