Þjóðviljinn - 13.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.02.1958, Blaðsíða 7
B%nmtudag«f' "LSi febrúar i9ö8' — ÞJ0ÐV1HJINN* — (7 Mni Kjartan Ólaísson: I fæðingarborg Kólumbusar Vitinn frægi Sjómanns- blóð íslendingur, sem lengi hefur dvalið margar þingmanna’.eiðir frá hverri úthafsströnd, þráir hafið. Einnig sá, sem lélegur er sjósóknari á sínu föðurlandi, saknar þess að geta ekki geng- ið á ströndinni og látið liti hafsins og blóma róa hug sinn og hjarta. Þegar Atlanzhafið er fjær þá er Miðjarðarhafið nær. Einn sólarhringur í lest — hv.að er það? Yfir Aipana, þar sem vetrar- gaddurinn hefur náð 20 stig- um til dala? — Jú, slíkt eru smámunir, þegar Miðjarðar- hafið bíður sunnan þessara al- ‘ræmdu fjalla. Miðjarðarhafið með sitt eilífa sumar, pálma- lundi og sól. Ferðalangur, sem kemur í ókunna borg síðla kvölds, þeg- ar myrkur ríkir, vaknar forvit- inn næsta morgun. Hvað er það, sem myrkrið huldi í nótt? Hvernig mundi sá staður líta út í björtu? Drögum tjöld og hlera frá gluggum og lítum út. Borgin á Kæðunum Borgin er Genúa. Hér hefur hún staðið í þúsundir ára á strönd Ligúríu. Lifað tíma vel- sældar og niðurlægingar. Alið hrausta sæfara og slynga verzl- rinarmenn. Nú er hún 4. stærsta um í þesskonar borg. Hér eru hæðirnar svo snar- brattar, að mikill fjöldi Genúa- manna verður að klifr.a upp nokkur hundruð tröppuþrep, til þess að komast heim til sín — svo taka innanhússtigarnir við. Mikill hluti af nýrri íbúðar- húsum er 10 — 12 hæða, og geta slíkar byggingar orðiið allhátignarlegar, þegar þeim er tyllt efst á háar hæðir. Framundan er hafið allt til stranda Norður-Afríku, en að bak við Appenninaf jöll, er skýla fyrir hverjum norðannæðingi, svo að hér verður eitthvert mildasta loftslag í Evrópu. Meðalhiti yfir árið + 16 st. á Celsius. í vestur er ströndin Riviera og frönsku landamær- in með kotríkinu Monaco, þar sem auðnulitlir milljónamær- ingar sitja trylltir við spila-^ borð Monte Carlo. Þannig er þessi mikla verzlunar- og hafnarborg í sveit sett. Frá hafi til Mest ber á bandarísku flugvéla- móðurskipi, sem liggur við fest- ar. Þetta er eitt ógurlegt bákn. Það leynir sér ekki að stríðs- mönnunum hefur verið hleypt í land. Þeir ráfa í hópum um hafnarhverfin. Þetta eru þess- ir venjulegu unglingar, sem hafa verið rifnir frá mæðrum sínum í annarri heimsálfu. Greinilega sjá þeir engan til- gang í veru sinni hér, augna- ráðið er sljótt og það eina, sem svip setur á andlitið eru hreyf- ingar kjálkanna, þegar þeir jórtra sína gúmmífæðu. Þessir framandi unglingar í einkennisbúningum falla ekki sama við umhverfið, enda þótt Genúa sé vön að hýsa menn af fjörrum þjóðum. Þeir hafa ekki þetta sjómannsyfirbragð, ,sem hér á við, enda þótt þeir séu vistmepn á stóru skipi. Við skulum ekki horfa á þá lengur. Komum vestur með ströndinni og sjáum meira. Söm eru brimin Þarna stendur vitinn sem lýs- ir upp innsiglinguna. Hann er gamall og mikið mannvirki. Hæðin 70 m. Sagt er að sér- hver Genúamaður, sem dvelur fjarri heimahögum sínum sakni þessa volduga ljóskastara. Enda er tign vitans mikil. Vestar með strandlengjunni er úthverfið Pegli. Á þessum slóðum gnæfa verksmiðjureyk- háfar, því að hér stendur iðn- aður Genúamanna fótum. Hér er hin byggða rönd við hafið enn mjórri enn inni í sjálfri aðalborginni. Áður var hér fiskimannaþorp, sem seinna óx saman við borgina. Hér nær vindurinn frá hafi sér betur á strik, og hvað er nú þetta? Brim — jú brim hér á Mið- jarðarhafinu, sem alltaf hefur veiúð talið að lægi kyrrt í bláu logni. Hvítfyssandi öldufaldarr.ir brotna með ógnarþunga á traustlegum stöplum húsanna, er standa sjávarmegin v:ð Strandgötuna. Ólögin ríða yf- ir. Álitamál hvort lendanöí væri á lagi. Mikill sjór. Heimamenn- sem gesikornend- ur staldra við og virða fyrir sér kraft og ógn hafsins. Þetta er mesta brim sem komið hef- ur á vetrinum. Gamlir sjómenn standa við báta sína á kambinum, og það má greina glímuskjálíta I augnaráðinu. Hafið sameinar þá, sem við það þurfa að glima. Það er verðugur mótstöðumað- ur stæltum mönnum og mikill gjafari. Kristófer Kolumbus, sonur vefarans. Hér stóð vagga þessa manns, sem frægastur er sæ- fara allra tíma. Hér litu augu hans haf í fyrsta sinn fyrir röskum fimm öldum. Hvernig mundi hug hans hafa verið farið, þegar hann stóð drengur á þessari strönd? Hvað er handan við þetta æð- andi haf — og öll höf? Enginn veit, sem ekki spyr; og enginn finnur sem ekki leitar. Þar sem vík myndast f ströndinni rennur lítil á til sjávar. Undir brúnni standa nokkrar þvottakonur og bogra við brettin sín. Það er lítill glæsibragur yfir rýjunum, en þær segja að vatnið sé gott. Þær kallast á yfir brimhljóðið og ein raular fyrir munni sér. Þetta er söngsins fólk. Særokið berst yfir Strand- götuna og pálmatrén hafa misst lit sinn við seltuna. Framhald á 10 síðu Pétur Laxdal fimmtugur Þarna sést lítið brot af strandlengjunni. borg ítaliu með tæplega eina milljón íbúa. Hún er fremsta hafnarborgin við Miðjarðarhaf. Hér sést fání sérhverrar þjóð- ar, sem land á að sjó. Höfnin er hin ákjósanlegasta af nátt- úrunnar hendi, og einmitt það hefur ráðið þvi að borgin er hér staðsett. Bæjarstæðið er sérkennilegt. Undirlendið er lítill skiki með- fram ströndinni, en stórborg- in hefur lagt undir sig brekk- ur og hæðir og breiðir nú úr sér fram í dali og hátt í hlíð- ar allt um kring sína merku höfn. Á slíkum stað er þröng- býlt. Ekki eytt miklu rými í breið stræti, en sund og stig- ar ætlaðjr göngufólki víða lát- |ð nægja. Þeir sem ekki geta sliticj sig frá sjálfrennandi bílum nútímans ná ekki að kynnast ýmsum leyndardóm- hafði fyrir hugsjón nýrra þjóð félagshátta. Heimilisfaðirinn ungi var sjálfkjörinn foringi og leiðbeinandi og kunni skil á ótrúlegustu hlutum. Seinna tók lífið og tilveran á sig ákveðnari form, þegar Pétur var kosinn i hrepps- nefnd 1934 af lista kommún- istaflokksins. Það voru sögu- legar kosningar. íhaldið missti meirihluta en „glundroða- flokkarnir“ voru leiddir til valda á Króknum. Allir, sem nokkra ábyrgðartilfinningu höfðu spáðu hruni. Þetta fór samt á annan veg. Fmmfara- tímabil hófst á Króknum. Á hátindi hinnar miklu heims- kreppu var mikið hafnar- mannvirki byggt, svo eitthvað sé nefnt. Hinir fátæku höfðu líka eignazt fulltrúa. Heimili Framhald á 10 síðu. hafs Þetta er á miðjum mörsug, þegar veðurguðirnir eru okkur Islendingum harðleiknastir, og okkar eilífa stríð við frost og snjóa leggst þyngst á sálirnar. Hér í Genúa ganga menn frakkalausir í 12 stiga hita. Sólin skín í heiði, en nokkur gola stendur af hafinu. Við skulum halda til strand- ar og skyggnast um. Hafið heilsar með kunnuglegu gjálfri. Þetta er Miðjarðarhafið. Við þykjumst eiga rétt á að færa því kveðju frá sínum stóra bróður —- Atlanzhafinu. — Það er þó okkar haf enda þótt Texasmenn, Tyrkir og aðrir fjarlægir þjóðflokkar kenni við það bandalög sín. Skipin í höfninni eru mörg og flest komin um langan veg. Það kom mér á óvart, þegar ég komst að því, að vinur minn Pétur Laxdal trésmiður væri fimmtugur í dag. En um það verður ekki deilt. Hann er fæddur á Gauksstöðum á Skaga í Skagafirði, 13. febr. 1908. Þar ólst hann upp hjá nafna sínum Björnssyni, sem þar bjó lengi en dvaldi síðustu ár æfi sinnar hjá þessum fóstursyni þá háaldraður. Það mun snemma hafa bor- ið á óvenjulegum gáfum hjá þessum pilti því mjög ungur var hann sendur til Akur- e.yrar til náms, sem fátítt hef- ur verið með lausaleikskrakka úr Skefilstaðahreppi á þeim árum. Eg kynntist Pétri ekki fyrr en hann var orðinn búsettur á Sauðárkróki. Mér verður ávalt minnisstætt er ég kom fyrst Pétur Laxdal heim á hið nýstofnaða heim- ili hans, sem þá strax var orðið samkomustaður álitlegs hóps ungs fólks, sem áhuga Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.