Þjóðviljinn - 13.02.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.02.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 ERNEST GANN: Sýður á keipum 37. dagtír ina á þessu máli, og hann vár farinn aö virða fyrir sér hvert einasta andlit í nágrenninu. Velgengm hans í svipuðum máium byggðist að mestu á starfi hans utan vinnutíma. Hann gerði sér vonir um að staifsfeiill hans opnaöi honum veginn á skrifstofu saksóknarans. Það gat svo sem verið að klukkan væri orðin fimm, en hann* átti enn eftir að fylla í nokkrar eyður. Þótt hann heföi ekki búizt við neinu, var hann dálítið vonsvikinn yfir andlitunum sem birtust á brekkubrúnunum. Þetta voru skattgreiðendur og það var tilgangslaust að gera sér aðrar hugmyndir. Ekk- ert af þessu fólki gæti leitt' hann 1 allan sannleika. Þegar slunginn maður kunni að fela sig, varð allt til að hjálpa honum, hugsaði Kelsey aremjulega. Og eftir öllu að dæma í Brúnó Felkin málinu, bæði skjalfestu og líklegu, var maðurinn mjög fær í sinni grein. Kelsey kveikti í nýjum vindli og gekk yfir götuna að nýlenduvörubúðinni, og þar beið hann bolinmóður þangaö til tvær konur voru búnar að liúka innkaup- um sínum. Þegar þær voru farnar svndi hann kaup- manninum lögregluskjöld sinn og tók síöan umslag með myndum unp úr vasa sínum. Honum hafði dottið í hug af tilviliun að fara inn í búðina. Sennilega var það ekki arnað en tímasóun. Það var afarólíklegt aö maður eins og Brúnó Felkin gerði mikið af bví að kaupa matvöru í búðum — en þó var aldrei að vita. Stundum var hmn endinn á spottanum hinum megin við næsta horn. Kelsey lagði myndirnar á borðið. „Hafið þér nokkurn tíma séð einhvern af þessum náungum?“ spurði hann. Honum til undrunar benti litli maðurinn íyrir innan búðarboröið næstum sam- stundis á mvndina af Brúnó. ,,Eg lief séð bennan,“ sagöi hann rólega. „Hveaær?“ „Nokkrum sinnum. Hann á vinkonu hipum megin við götuna. Unga stúlku.“ „Af hverju haldið þér það?“ „Hann sagöi mér það.“ I „Hvenær var það?“ „Fyrir nokkrum kvöldum. Hann náði í eitthvert snarl. I Pylsur og egg, minnir mig. Eg var rétt aö loka.“ K elsey beygði sig yfir myndirnar og reyndi að leyna eftirvæntingu sinni. Þessi kaupmáöur var næstum of viss í sinni sök. ---;--------------------------------------------® „Hafiö þér nokkurn tíma séð eitthvað af hinum and- litunum? Athugið málið núna.“ „Nei. Eg er alveg viss um það.“ „Hvenær lokið þér búðinni?" „Klukkan níu.“ „Og var þessi náungi hérna klukkan níu? Yður hlýt- ur að skjátlast um tímann.“ „Eg hef alveg óbrigöult úr og ég vinn enga eftir- vinnu. Og þegar klukkan er níu, þá veit ég vel aö hún er níu.“ Kelsey hafði tíma til; að velta fyrir sér vonbrigðum sínum, meðan viðskiptavinur 'kom inh og keypti kál- haus og nokkra tómata, Eins .pg allir i. sakamáladeild- inni varð Kelsey að reiöa sig á uppljóstrára. Þeim varö að treysta eða tveysta ekki eftir fyrri reynslu af þeim. j Ef uppljóstrararmr höfðu haft rangt fyrir sér? Ef Felk-1 in hefði veriö í Salt Lake City eða Memphis eða guð má vita hvar síðast liðinn mánuð? Það var sagt að Sam Aádleheim og honum hefði ekki komið sérlega vel saman, en það var engin sönnun þess að hann hefði drepið hann. Almenningur, dagblöðin og jafnvel yfir- mennirnir í ráðhúsinu áttu erfitt með að átta sig á aö það var reginmunur á því að gruna glæpamann og sanna sekt hans. Hálfkarað mál sem byggðist á glefs- um úr sönnunum og miklum getgátum var verra en ekkert mál gegn manni eins og Brúnó Felkin. Það gæfi honum tækifæri til að borða þrjár ókeypis máltíðir í fangeisinu og losna þaðan síðan hlæjandi út að eyrum. Símtalið var skráð klukkan átta fimmtíu og eitt. Ef sá tími var rangur heföi klukkan í skiptiborðinu átt aö vera vitlaus, en það var hún ekki. Felkin var í þess- ari búð klukkai. níu, eða svo sagði eigandinn. Allir uppljóstrarar höfðu sagt að Brúnó Felkin gætti þess aö aka aldrei bíl. Jæja þá? Hver ók honum? Connie? Eða setti Felkin á sig vængi til að komast frá Sam og hingaö? Þegar viðskiptavinurinn fór út, fór Kelsey aftur að búðarborðinu. „Hvaða kvöld var hann kunningi okkar hérna?“ spurði hann. Litli maðurinn klóraði sér í höfðinu og tók af sér gleraugun til að þurrka þau. „Tja, ég er nú ekki eins viss um það. Það hlýtur að hafa verið fyrir þrem eða fjórum kvöldum.“ „Sem sé á mánudag eða þriöjudag.“ „Það var þoka, ég man það.“ „ÞaÖ var þoka bæði á mánudaginn og þriðjudag- inn. Reynið að rifja þaö upp. Ef eitthvaö óvenjulegt eImS)i$þáttiir Ummyndun skyrtublússunnar Framhald á 9. síðá. lodriði Halldórss. •''ramhald af 9. síðu. þessu mikla grettistaki liefði aldrei verið lift nema með aðstoð okkar ágætu iðnaðar- manna, sem fyllilega þola all- an samanburð við iðnaðar- stéttir þeirra þjóða sem lengst eru komnar í iðnvæðingu sinni, íslendingar mega því vera stoltir af iðnaðarmönn- um sínum, og þeim þakklátir fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar. Indriði múrari er hæglátur maður, sem staðið hefur fyrir utan allar pólitískar þrætur og flokkadrætti, hann hefur metið meira að vera stéttvís í iðnfélagi sínu, enda þekktur af iðnfélögum sínum sem sannur verkalýðssinni. Kvæntur er Indriði Ölöfu Ketilbjarnardóttur, ættaðri úr hinum fögru byggðum Breiða- fjarðar. Eiga þau hjón 2 upp- komin börn, Halldór, sem ný- lega hefur lokið múraranámi og Kolbrúnu sem stundað hef- ur verzlunarstörf. Að síðustu vildi ég óska Indriða Halldórssyni og fjöl- skyldu hans hjartanlega til hamingju með fimmtugsaf- mælið. Megi fjölskyldan njóta gæfu og gengis í nútíð og framtíð. Árni Keíilbjamar frá StykkishólmL & SMPAUTG€RB RIKISINS HEKLA austur um land í hringferð 18. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur í dag og árdegis á morgun. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. Stundum er maður orðinn ljós að hægt er að gerbreyta j legt dropótt silkislifsi, sem dauðleiður á skyrtublússunni henni svo með litlum tilkostn-! stungið er gegnum tvær rauf- sinni löngu áður en hún er aði, að hún verður eins og ný ar sem koma í stað efstu slitin. Hún liggur kannski ó- notuð tímunum saman neðst í skúffunni — en svo kemur í flík. Hér koma nokkrar hug- myndir. 1. í stað kraga kemur glæsi- hnappanna. 2. Utan á kraga og líningar er sett falleg spachelblúnda. 3. Allt skrautið er risastór slaufa úr dropóttu músselini. 4. Blússan verður alveg ó- þekkjanleg ef ermar og kragi eru klipnt af og þeim breytt í skemmtilegt mjaðmabelti og kraga. í sama stíl. 5. Mjótt flauelsknýti og plis« eraður listi er mjög kvenlegt, 6. Kraginn er klipptur af og festi úr litlum bambusbútum er notuð í staðinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.