Þjóðviljinn - 18.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.02.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18f febrúar 1958 — ÞJÖBVILJINN' — (7 DuIMnir nazistar sækia nú urslitavalda í stæðisilokk Bjarni Benediktsson hóf stjórnmálaferil sinn á sameiginlegnni lista Sjálfstæðisflokksinsog ^ÞJóðernishreyfingar íslendinga^ vi a Jafnframf var samiS um innlimun nazisfahreyfingarinnar gegn sfœðisflokkurinn sveigSi i nazistaáff og nazisfar fengju völd og bezfu sfarfs- skilyr<Si innan S}álfsfœc$isflokksins og i þjóðfélaginu Morgunblaðsmenn reyna oft- ast að klóra í bakkann, þó málstaðurinn sé slæmur, og láta þá gjarna hávaða og blekkingar nægja í raka stað. Þó kemur fyrír að þeim vefst alveg tunga um tönn, og reyna að láta skömmustulega þögn skýla ávirðingum flokks síns og sjálfra þeirra. * Þora ekki að minn- ast á 9. nóv. og Ólaf Thórs Nýlega voru rifjaðir upp hér í blaðinu atburðirnir 9. nóvem- ber 1932, aðdragandi þeirra, á- rás bæjarstjórnarmeirihlutans á atvinnuleysingjana og við- brögð Sjálfstæðisflokksins, en þá vildí Ólafur Thórs láta fangelsa snemma morguns helztu forvígismenn verkalýðs- hreyfingarinnar í Reykjavík hundruðum saman og safna þeim í hússkrokk Sundhallar- innar. Þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík taldi að slíkar að- gerðir hlytu að þýða blóðbað í Reykjavík, og tókst að hindra framkvæmd þessarar viti firrtu nazistísku ákvörðunar. Morgunblaðsmenn þögðu, treystu sér ekki til að hagga neinu af því, sem Þjóðyiljinn færði fram um þetta atriði, enda frásögnin byggð öll á óyggjandi heimildum. * Þinghússbruni nazistanna kemur nú illa við Mogga I janúar var Morgunblaðið svo óheppið að játa það í fyrsta skipti að Hitler hefði látið kveikja í þinghúsinu í Berlín fyrir aldarfjórðungi, og kennt kommúnistum um. Af því tilefni rifjaði Þjóðviljinn upp ummæli Morgunblaðsins írá valdatöku Hitlers, þegar þetta aðalmálgagn Sjálfstæðis- flokksins varð sér svo rækilega til minnkunar að taka áróðurs- lygar þýzku nazistanna um þinghússbrunann og annað á- líka úr þeirri átt sem stað- reyndir, og reyna að nota lyg- arnar gegn stjórnmálaandstæð- ingum hér heima. Morgunblaðsmenn sögðu ekki orð. Þeir treystu sér ekki til að hagga neinu af því sem Þjóð- viljirm. færði fram. Sök Morg- unb'aðsins, sök Sjálfstæðis- flokksins lá svo Ijóst fyrir, að ekki varð. um víllzt. . , . * Samruni Sjálfstæð- isflokksins og , ,Þ j óðernishrey f ing- ar íslendinga*"" Undanfarna daga hefur Morgunblaðið með almennum orðum reynt að hamla gegn þeirri áleitnu ásökun, að ís- lenzkir nazistar hafi náð sterk- um tökum á Sjálfstæðisflokkn- um og móti nú í æ ríkara mæli starfsaðferðir og áróður flokksins. Auðvelt er lað færa rök að þeirri ásökun, m. a. með því að bera saman starfs- aðferðir og áróður Sjálfstæðis- flokksins áður en forvígismenn hans tóku að kynna sér áróður og starfsaðferðir Nazistaflokks- ins þýzka og eftir að valdarán Hitlers hafði gert þetta hvort tveggja að eftirbreytnisverðri fyrirmynd nazistískra og hálf- [nazistís^ra flokka yíða um heim. Þetta skal þó ekki rakið að sinni, heldur dvalizt við at- burði sem líklegt er að ráðið hafi úrslitum um það, að Sjálf- stæðisflokkurinn mótaðist í jafnríkum mæli og raun ber vitni af hugmyndum þýzkra nazista, einkum um áróður og starfsaðferðir. Þeir atburðir eru samruni Sjálfstæðisflokksins og íslenízka nazistaflokksins, Þjóðernishreyfingar íslendinga, í bæjarstjórnarkosningunum 1934, fyrir 24 árum. * Klofningur ógnar S j álf stæðisf lokknum Sjálfstæðisflokkurjrnn óttað- ist klofning ef upp risi öflugur nazistaflokkur á íslandi. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1934 hékk meirjhluti flokksins í bæj- arstjórn á einu atkvæði eins og löngum. En árið áður hafði verið stofnaður íslenzkur naz- istaflokkur með brauki og bramli, hafið blaðaútgáfu með áróðri eftir þýzkum fyrirmynd- um og reynt að skipuleggja kringum sig fylgi með funda- höldum víðsvegar um land. „Þjóðernishreyfing fslend'nga" en svo nefndi þessi nazista- flokkur sig, þóttist vanbúinn til kosninga sumarið 1933, bauð þó fram við lítinn orðstír Jón H. t>orbergsson í Suður-Þing- eyjarsýslu. En við bæjarstjórn- arkosningamar 1934 skyldi skriða til skarar og fylgi flokksins kannað. Nú skyldi sjást að þúsundir íslendinga fylktu sér um hina nýju hreyf- ingu, nú skyldi uppskorið það sem sáð hafði verið. * Bjarni Benediktsson kemur fram á sjónarsviðið Foringjar Sjálfstæð'sflokks- ins í Reykjavík óttuðust þessa þróun eins og sjálfan fjandann. Þeir reiknuðu dæmið þannig að ekki mætti miklu muna til þess að flokkurinn missti átt- unda mann sinn, og töldu lík- legt að nazistahreyfingin kynni að næla í þó nokkurn hluta þess fylgis sem fylgt hafði Sj álf stæðisf lokknum. Höfst nú samningaþóf milli forvígismanna Sjálfstæðis- flokksins og æðstu manna Þjóðernishreyfingar íslendinga, aðalráðs hreyfingarinnar, er þá var skipað þessum mönnum: 1. Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá fulltrúi 2. Gísli Sigurbjömsson kaup- maður 3. Guðmundur Jónsson skip- stjóri 4. Jóhann Ólafsson stórkaupm. 5. Lúther Hróbjartsson umsjón- armaður 6. Magnús Jochumsson póst- fulltrúi 7. Páll Ólafsson framkvæmda- stjóri 8. Sveinn Jónsson verzlunar- maður 9. Stefán Thorarensen lyfsali. Það mun hafa auðveldað samningana að Sjálfstæðis- flokkurinn beítti í þessum kosningum fyrir sig nýrri stjórnmálastjörnu, Bjarna Benediktssyni prófessor, og var hann settur í 2. sæti lista flokksins um það er lauk. Hafði Bjarni þá stundað „framhalds- nám" erlendis 1930 — 1932, „einkum við Berlínarháskóla". * Samið um innlimun nazista — og nazist- ísk áhrif í S j álf stæðisf lokknum Þjóðernishreyfing íslendinga vildi þó ekki láta sér, nægja neitt lítið. Hvernig sem að var farið, reyndist ekki hægt að semja uppá minna en það, að flokkarnir stæðu opinberlega saman um einn lista við bæj- arstjómarkosningarnar, og að Þjóðernishreyfing íslendihga fengi fulltrúa sína í eitt hinna öruggu sæta listans og 9. sæt- ið. Að þessu og öðrum skilyrð- um gekk Sjálfstæðisflokkurinn, og gekk til þessara bæjar- stjórnarkosnjnga í ppínberu kosningabandalagi við íslenzku nazistahreyfinguna, með einn fulltrúa hennar í öruggu sæti á-lista sínum og annán í sæti sem Morgunblaðið taldi bar- áttusæti listans, 9. sætið. i Leyniatriði samnings þess, sem gerður var eru enn ekki opinbert mál, en ekkj er ó- ósennilegt að í þeim hafi fal- izt raunveruleg imilimun ís- lenzku nazistahreyfingarinnar í Sjáli'steðisflokkinn, gegn þvi að flokkurinn tæki upp smám saman aðalstefnu og starfs- hætti nazistaflokks og tryggði nazistum aðstöðu til fulls starfs innau flokksins. * Opinbert kosninga- bandalag — nazistum fengið úrslitasætið , Opinberlega var hinsyegar þá þegar tilkynnt um samningana varðandi bæjarstjómarkosning- arnar: Aðalmálgagn Þjóðernis- hreyfingar fslendinga birti 3. janúar 1934 þessa yfirlýsingu um samstarfið, og jafnframt fordæmingu á lista ungra naz- ista, sem fram var kominn. YFIRLÝSING Aðalráð Þjóðerndshreyf^ ingar íslendinga lýsir hér með yfir því, að listi sá, sem nokkrir menn hafa lagt fram til næstu bæjarstjórn- arkosninga og kalla lista „Ungxa þjóðernissinna" er óviðkomandi aðalráðinu og framkominn án vilja þess og samþykkis. Skorar aðal- ráðið því á alla Þjóðernis- sinna í Reykjavík að kjósa hinn sameiginlega lista Þjóð- ernishreyfingarinnar' og Sjálfstæðismanna, þar sem Þjóðernissinnar eiga tvo fulltrúa, þá Jóhann Ólafs- son, stórkaupmann og dr. Hlldór Hansen læknir. í aðalráði Þjóðernishreyf- ingar íslendinga Gísli Sigurbjörnsson, Páll Ólafsson, Stefán Thoraren- sen, Magnús Jochumsson, Sveinn Jónsson, Lúther Hró- bjartsson, Guðmundur Jóns- son. ,¦ * „Sjálfstæðismenn", ^ „þeir róttækari", koma í kring innlim- un nazistanna ! # Nokkurrar feimni virðist hafa gætt í Sjálfstæðisflokkn- um vegna bandalagsins við nazista. Það er ekki fyrr en þremur dögum síðar, 6. janúar, að Morgunblaðið birtir yfirlýs- ingu „aðalráðsins", og séu yfir- lýsingamar bomar saman sést að svolítið er dregið úr. í yfir- lýsingunni í íslenzkri endur- æeisn var sagt fullum fetum að Þjóðernissinnar „eigi" tvo fulltrúa á listanum, en i Morg- unblaðinu segir að á listanum séu Jóhann Ólafsson og Hall- dór Hansen „sem báðir eru stuðningsmenn Þjóðernishreyf- ingarinnar." Undir yfirlýsing- unni í Morgunblaðinu stendur aðeins: Aðalráð Þjóðernishreyf- Ingar fslendinga, en lesendum hlíft við upptalningu nafnann^! Nazistunum þótti hinsvega* ástæða til að leggja þunga á- herzlu á opinbera samstöðu sína við Sjálfstæðlsflokkinn. 1 - kosningamánuðinum hefja þeir útgáfu nýs blaðs fyrir unga menn, „Þórshamar", til að vega móti „Ákærunni" sem nú ham- aðist gegn fyrri foringjum und- ir ritstjórn Helga S. Jónsson- ar, efsta manns E-listans. Þau fáu blöð Þórshamars sem út komu fjalla að langmestu leyti um kosningarnar og innan- flokksbaráttu nazista. f fyrsta blaði Þórshamars, 9. jan. 1934, er grein sem nefnist „Þjóðernishreyfingin og bæjar- stjórnarkosningarnar." Þar seg- ir m. a.: Sjálfstæðismenn, a. m. k. þeir róttækari, hafa ávallt sýnt málum Þjóðernishreyf- ingarinnar velvild, og fyrir atbeina þeirra tókst að fá tvo Þjoðernissinna iiui á lista Sjálfstæðisflokksins. Um það þarf ekki að deila að heppilegri fulltrúa en J6- Iiami Ólafsson var eigi hægt að fá fyrir Þjóðernishreyf- inguna inn á lista Sjálfstæð- isflokksins, þar sem Jóhann hefur setið í stjórh Þjóðern- ishreyfingarinnar um sex manaða skeið og reynzt þar sem annarsstaðar hinn dug- legasti og mætasti maður. Þjóðernissinnar mega yel Framhald á 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.