Þjóðviljinn - 18.02.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.02.1958, Blaðsíða 9
 Þriðjudagur 18. febrúar 1958 — ÞJÓÐVIUINN — (9 A ÍÞRÓTTIR gttTSTJÓRI: FRlMANS HELGASOK Laitdsliðin sigruðu Góð markvarzla Hjalta Einarssonar S. 1. fimmtudagskvöld fóru fram leikir milli landsliða og pressuliða í karla- og kvenna- flokki. Áhorfendur voru margir og virðist handknattleiksíþrótt- in eiga vaxandi fylgi að fagna meðal almennings, sem m. a. má marka af því, að þegar kl. 19.30 beið allstór hópur manna fyrir utan íþróttahúsið við Hálogaland. Iívennaf lokkur: Landslið — Pressa 15:8 (8íl) 7:7) Landsliðið sýndi mikla yfir- burði í fyrri liálfleik, náðu þær oft dágóðum leikfléttum sem þeim tókst að Ijúka með marki í krafti sinna sterku skot- manna. Einkum voru þær Gerða, Liselotte og Sigríður virkar í þessurn hálfleik sem og Rut í markinu, er vai’ði oft með ágætum. í síðari hálf- leik byrjaði landsliðið allvel og jók forskot sitt upp í 11—2, en úr því taka stúlkurnar í press- unni að leika af mun meiri krafti og áliuga og tókst þeim nú að minnka mjög bilið. Var staðan um tima 12:7 fyrir landsliðið, en landsliðið náði sér aftur nokkuð á strik, en þó ekki meir en svo, að síðari hálfleikur var jafn. Leikur þessi var ekki liarður að ráði, þó harðnaði hann nokkuð í síð- ari hálfleik, þegar „Pressan" hóf gagnsókn sína. í lieild verður ekki komizt hjá því að viðurkenna, að bæði liðin skorti úthald í síðari hálfleik. Beztar S landsliðinu voi'u Gerða, Sig- ríður, Heiga, Liselotte og Rut (sem lék þó aðeins annan hálf- leikinn). í liði „Pressunnar“ var María (markv.) tvímæla- laust bezt, einnig áttu þær Inga Lára, Ingibjörg Haukdal og Guðlaug allgóðan leik. Mörkin: Landsliðið: Gerða 4, Sigríður 4, Liselotte 3, Helga 2, Elín 1 og Ólína 1. Pressulið: Ingibjö’g Hauks- dóttir 3, Inga Lára 2, Guðlaug 2 og Ragna 1. Dómari var Magnús Péturs- son. Karlaflokkur: Landslið — Pressa 33:24 (19:12) 14:12) I upphafi leiksins virtist „Pressuliðið" mun ákveðnara en landsliðið, sem var vægast eagt nokkuð taugaspennt. Er 4 mínútur voru af leik var stað- an 2:0 „Pressunni“ í vil. Ekki tókst landsliðinu að jafna fyrr en á 9. mínútu (3:3), en „Pressuliðið" var þó ekki þar með brotiö á bak aftur, því að þeir höfðu frumkvæðið í leikn- um allt fram á 20. mínútu leiks- ins- og höfðu jafnvel 2 marka forystu (10:8) um tíma. Síð- ustu 10 mínútur hálfleiksins var landsliðið hinsvegar alls- ráðandi og skoraði þá 11 mörk en „Pressuliðið11 aðeins 2. Má ef til vill um kenna vafas^m- um skiptingum í „Pressuliðinu" á 21. mínútu liálfleiksins. í síðari hálfleik tókst „Press- unni“ mun betur upp. Höfðu þeir þá i fullu tré við lands- liðið allt fram á 25. mínútu hálfleiksins, en þá virtist út- haldið bresta og skoraði lands- liðið þá sex mörk á síðustu fimm minútum leiksins. Landsliðið sýndi oft ágætan leik, var hraðinn í leik þeirra oft geysimikill og virtist út- hald þeirra vera gott miðað við Hálogalandshúsið. Bezti maður landsliðSins var tví- mælalaust Einar Sigurðsson, er var ihná allan leikinn og var hann sameinandi kraftur í vörn og sókn. Ragnar, Bergþór-:.og Þórir voru elnnig ágætir. Hins vegar var leikúr markvarð- anna mjög slakur og langt fýr- ir neðan þá meðalgetu, er þeir hafa sýnt í haust. Pressuliðið átti góða spretti framan af báðum hálfleikjun- um, en virtist skorta nokkuð úthald á við landsliðið auk þess sem undirbúningstími þess fyrir leikinn var enginn, vegna þess hversu seint það var mögulegt að velja það. Helzt þyrfti að gefa blaðamönnum a. m. k. sjö daga frest til undir- búnings, þegar um slíkar keppn- ir er að ræða. Hjalti Einarsson var án efa bezti maður „Pressunnar“ varði hann af mikilli snilld þann tíma sem hann var með. Er leitt til þess að vita, að slíkur leik- maður skuli ekki liafa fengið fleiri tækifæri til að sýna getu sína, en raunin hefur orðið á undanfarið. Einnig voru þeir Hörður Felixson, Geir Hjartar- son og Pétur Sigurðsson á- gætir. Mörkin: Landsliðið: Birgir 6. Ragnar 5, Einar 4, Gunnl. 4, Karl 4, Þórir 4, Bergþór 3, Hermann 2 og Sverrir 1. Mörkin: Pressuliðið: Geir 7, Hörður 7, Pétur 3, Rejrnir 3, Guðjón 2 og Sigurður 2. Dómari var Frímann Gunn- laugsson. Áhorfendur voru eins og fyrr segir mjög margir c.r. Mörlán: Karlaflokkur Fyrri liálfleikur: Mín. L. P. 2 0 : 1 4 0 : 2 1 : 2 7 1 : 3 8 2 : 3 9 3 : 3 10 3 : 4 11 4 : 4 . 4 : 5 | 5 : 5 13 5 : 6 14 * ^ ‘ 6 : 6 15 6 : 7 7 : 7 16 7 : 8 17 7 : 9 8 : 9 18 8 : 10 19 9 : 10 20 10 : 10 11 : 10 21 12 : 10 23 13 : 10 24 14 : 10 25 15 : 10 26 15 : 11 16 : 11 27 17 : 11 w II " ' 18 : 11 28 19 : 11 29 19 : 12 Síðari hálfleikur Mín. L. P. 1 19 : 13 3 19 : 14 Framhald á 10. síðu Handknattlei^smótið Jafntefli railíi Fram og Þróttar í meisÉirafiokld Á sunnudaginn fóru fvam 6 leikir í Islandsmótinu og voru' margir þeirra skenimti]egir og jafnir. Fyrst.i leikurinn var milli Þróttar og Fram í'meistáraflokki kvenna og var hann sérstaklega er á leið jafn en Þróttarstúlk- urnar voru betri til að byrja með og höfðu forustuna. í hálf- leik stóðu mörkin 6:3 fyrir Þrótt, en eftir le.khlé skoruðu Fram-stúlkurnar 3 mörk í röð og jöfnuðu. Var sem Þróttur gæfi svolitið eftir á tímabili í leiknum en síðustu mínút- urnar voru jafnar og skoruðu þær á víxl og leikurinn endaði með jafn'tefll. Nákvæmlega á síðustu mínútunni fékk Fram vítakast á Þrótt en markmaður Þróttar varði skotið. Lið Fram virðist vera svipað og það var í haust, pg sumar stúlknanna þó í betri þjálfun. Aftur á móti er lið Þróttar mun sterkara nú en það var á Reykjavíkurmótinu í vetur. Hafa verið gerðar á því nokkrar breytingar og hafa þær breytt liðinu mikið. Af kvenna- lejk var ieikurinn kröftuglega leikinn og í honum mikið kapp án þess að leikurinn væri á nokkurn hátt ljótur, og fannst manni nærri stappa að hann væri harður á köflum. Annar flokkur karla B. Ármann—ÍR 9—9 Leikur þessara liða vrar á köfl- um fjörlega ieikinn og leit lengi svo út að ÍR mundi bera sigur af hólmi. í hálfleik höfðu þeir 7:5 en Ármanni tókst að jafna og skora fjögur mörk en ÍR að- Dagbók Önnu Frank — Leiksýning, sem íólk ætti að sjá — Skíðaferðir — Klæðaburðartízkan og hollustan. keimsmeístaii í Heimsmeistarakeppni í skauta- hlaupi var háð í Helsinki um helgina. Sigurvegari var Oleg Gontsjarenko frá Sovétríkjun- um, en hann sigraði sem kunn- ugt er einnig 1 Evrópumeist- arakeppninni fyrir skömmu. Annar varð Sjílikofskí, einnig frá Sovétríkjunimi. ... KUNNINGI minn einn stöðv- aði mig á götu í gær og sagði mér í óspurðum fréttum, að hann væri búinn að sjá Dag- bók Önnu Frank í Þjóðleik- húsinu. Var hann mjög hrif- inn af leikritinu og meðferð leikaranna á hlutverkum sín- um, og sýnilega hafði sýning- in ekki látið hann ósnortinn. Hann lét þess og getið, að pósturinn mætti gjarnan hvetja fólk til að sjá þetta leikrit og liugsa um efnj þess. Skal þetta hér með gert; og yfirleitt er pósturinn þess mjög hvetjandi að fólk fari í leikhús eins og efni og aðrar ástæður leyfa. Eg hugsa, að það sé miklu oftar, að leikhúsin hér sýni verk, sem í fleiri en einum skilningi borgar sig' að sjá. „AÐ FARA á skíði“, he'itir ein dægrastytting unga fólksins hér, og merkir það, að taka sér far með rútubil eitthvað upp á Hellisheiði, útbújnn eft- ir kúnstarinnar. eða öllu held- ur tízkunnar, regíum, og renna sér þar á skíðum. Nú ber víst flestum saman um, að skíðaíþróttin sé holl og góð íþrótt, og skal ekki á móti því bor;ð. En mér blöskr- ar pjattið og vesenið, sem fylg- ír því „að fara á skíði'1. Það er sem sé talin frágangssök ,að fara á skíði hérna upp í Hell- isheiðina, án þess að eiga sér- stakan útbúnað; sérstaka skó. sérstakar buxur, sokka, blússu, húfu, jafnvel vettllngarnir þurfa helzt að vera af ein- hverri sérstakri gerð. Nú er þessi skíðagalli vai’la notaður við önnur tækifæri en skíða- ferðir, en er hins vegar tals- vert dýr, að ég hygg. Nú skui- um við hugsa okkur pilt, sem kaupir sér allt, sem til þarf til að fara á skíði, fer síðan um miðjan dag á laugardag hérna upp í Skiðaskálann tíl þess að stunda holla íþrótt yfir helg- ina. Eg býst við, að það verði orðið svo framorðið, þegar uppeftir kemurj að honum fjnn- ist ekki taka því að fara neitt á skíði þann daginn, heldur e.'ns tvó. Þó hér hafi verið um að ræða B-lið þá voru nokkrir drengjanna góður efniviður og eru þegar búnir að ná töluverðri tækni og leikskynjun. Þrið.ji flokkur karla A A-riðiII FH—KR 20—9 Tíl að byrja með ógnaði manni sá hraði sem þessir ungu menn sýndu í leik sínum, og voru þar báðir sem létu að sér kveða. En það var samt FH sem hafði skotin fram yfir og skoruðu þeir ótrúlega því KR-ingar sýndu ekki það lakan leik að svo hefði þurft að fara. Þetta FH-lið í þriðja flokki fékk af stað mun meira leikandi leik en í leik liðs þess er lék t. d. við Hauka um dagínn. Það ■ var þessi samleikur þeirr,a sem KR fékk ekki við ráðið. Þó tóku þeir upp svlítið breitt leiklag í byrjun síðari hálfleiks og þó tókst þéim að verjast mörkum FH-inganna og tóku að skora sjálfir og það fjögur mörk í röð án þess að FH kæmist á blað, og svo sner- ist það ,aftur og FH tók leíkinn í sínar hendur og leikurinn end- aði 20:9. Það virðist sem hand- knattleikurinn sé þeim Hafnfirð- ingum í blóð borin, og þessir ungu Hafnfirðingar virðast engir eftirbátar hinna vöxnu miðað vjð aldur, og vissulega eru þeir betur leikandi en þriðju flokkar Hafnarfjarðar fyrir 6— 8 árum, svo Hafnarfjörður ætti ekki að þurfa að kvíða fram- tíðinni og svo þegar Haukar koma nú líka. Framhald á 11. síðu '*<s£r ...ra/wsjrasaa kaupi sér bara fimmtíu kr. máltíð og borgi 20 króna rúm- leigu og taki það sem sagt ró- lega. Á sunnudaginn gerir pilt- urinn svo alvöru úr því að vígja skíðaferðaútbúnaðinn sinn og rennir sér á skíðum í ca. 2—3 tíma. Segjum, að pilturinn fari tvær slíkar skíða- * ferðir yfir veturinn; mundi þá hollustan af ca. 6 tíma jðkuii skíðaiþróttar svara öllum þeim kostnaði, sem stofnað var til í upphafi, er útbúnaðurinn var keyptur? Eg held ekki. Aftur á móti held ég, að í vetrum éins og í vetur t.d. gætu fjöl- margir Reykvikingar farið á skíði sér til heilsubótar og hressingar því nær daglega. Eg held sem sé, að hollustan fari ekki aðallega eftir ein- hverri ákveðinni lengd skíða- brautar eða ákveðnum lit skíðabuxna, heldur sé það úti- veran, hreyfingin, áreyinsian, sem skapar hollustuna. En svo er það lika tíl að heil- ar fjölskyldur bregði sér á sunnudögum hérna rétt inn fyrir bæinn og hafi meðferðis magasleða ásamt. skíðunum, svo ynjgstu meðlimir fjölskyldn- anna geti rennt sér líka. Slíkar „skíðaferðir11 verða þátttakend- unuin áreiðanlega til mikillar hressingar, jafnvel þótt eitthvað talsvert skorti á, að' ströngustu kröfum tízkunnar um klæða- burð og annan útbúnað - sé fullnægt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.