Þjóðviljinn - 19.02.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1958, Blaðsíða 3
•'x \\■£* ;>> ■i '■' —■ N» 'ni »i».j - ' ^rr* Sjúkrahus Suðurlands á Selfossi er nú tekið til staría — Bjúkrarúm verða 12 — 15 Selfossj 16. febr. Frá fréttaritara Þjóðviljans Seinnihluta dagsins í gær var hið nýja sjúkrahús Suðurlands á Selfossi tilbúið til að taka á móti sjúklingum, og í tilefni þess var Kvenfélagi éelfoss boð- ið að skoða húsið. í dag var svo fréttariturum blaðanna boðið að skoða það. Núna fyrst um sinn verður það til húsa í læknisbú- staðnum, sem áður var, því bygg- ing hjms fyrirhugaða sjúkrahúss er ennþá ekki hafin. Var því horfið að því ráði að breyta dálítið til í húsinu og geta tek- ið þar á móti sjúklingum, þang- að til að nýja byggingin er til- búin, en það ve'rða sennilega nokkur ár. í húsnæði þessu eru 12 rúm fyrir fullorðna, en ráðgert er að þau geti orðið 15. Stofurnar eru mjög bjartar o'g hlýlegar, vita allar á móti suðri. Bjöllu- hnappur og útvarpslögn er við hvert rúm, en ekki eru heyrnar- tækin þó komin ennþá. Dálít- ið borð fylgir hverju rúmi, og eru þau mjög haganlega gerð, smíðuð eftir fyrirsögn yfirlækn- isinsj Bjarna Guðmundssonar og hjúkrunarkonunmar, Ásdísar Magnúsdóttur. Þess má geta að strax og farið var að breyta húsinu var hún með í ráðum, og hefur hún ráðið miklu um fyr- irkomuíag þess. Borðin eru Freðfiskurinn þríðjungur alls útflufnings í fyrra Á árinu sem leið var íreöfiskur þriöjungur alls út- flutnings landsmanna að verömæti til eöa. fyrir 325 millj. 256 þús., en alls voru fluttar út vörur fyrir 986 xnillj. 616 þús. kr. Næsthæsti útflutningsliðurinn var saltfiskur. Óverkaður salt- fiskur var seldur fyrir 87.9 millj, og er það töluvert minna en 1956 en þá var hann fluttur út fyrir 111,4 millj. kr.; þurrkað- ur saltfiskur fyrir 41.3 millj. (65 millj) og óverkaður salt- fiskur, seldur úr skipi fyrir 11,3 millj. sem er helmingi meira en árið áður, þá fyrir 5,8 miiij. Skreið var flutt út fyrir 93 millj. 354 þús. kr. (103 millj. 217 þús. árið 1956). Síld grófsölt- uð fyrjr 59 míllj 460 þús. (73 millj. 514 þús.), kryddsöltuð síld fyrir 12 millj. 32 þús., (7 millj. 902 þús.), sykursöltuð síld fyr- ir 25 millj. 442 þús, (24 millj. 8 þús.), síldarflök fyrir 4 þús. (65 þús.), freðsíld fyrir 15 mjjlj. 339 þús. (9 millj. 926 þús). Stúdentar mótmæla veitingu embætta ævi- skrárritara og þjóðskjala- varðar Á aðalfundi Mímis, félags stúdenta í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, 17. des- ember 1957 var svohljóðandi tillaga samþykkt einróma: „Aðalfundur Mímis, félags stúdenta í íslenzkum fræðum við Háskóla .Islands, haldinn 17. dés. 1957, mótmælir harð- lega þeim ráðstöfunum mennta málaráðherra, að veita embætti æviskrárritara og þjóðskjala- varðar mönnum, sem ekki hafa lokið embættisprófi í íslenzk- um fræðum. Telur fundurinn, að þau emb- ætti bæði hefði átt að veita mönnum úr hópi þeirra um- sækjenda einna, sem lokið hafa því prófi. Fundurinn álítur að með þessum embættisveitingum báðum, hafi ráðherra lýst van- trausti á heimspekideild Há- skóla íslands". Fiskimjöl var flutt út fyrh 59 millj. 667 þús. (49 millj. 806 þús.), síldarlýsi fyrir 26 millj. 946 þús. (17 mill. 88 þús.), karfalýsi fyrir 8 millj. 785 þús. (10 millj. 684 þús.), hvallýsi fyrir 11 millj. 27 þús. (9 millj, 617 þús.), síldarflök fyrir 20 millj. 586 þús. (4 millj. 763 þús.), karfamjöl fyrir 11 millj. 873 þús. (14 millj. 129 þús.), hvalkjöt fyrir 7 millj. 991 þús. (9 millj. 328 þús.). Kindakjöt fryst var flutt út fyrir 18 millj. 592 þús. (17 millj. 979- þús.), ull fyrir 13 millj. 719 þús. (18 millj. 397 þús.), gærur saltaðar fyrir 17 millj. 942 þús. (30 mjllj. 227 þús.). Þorskalýsi. var flutt út fyrir tæpar 32 millj., þar af kald- hreinsað fyrir 9 millj. 684 þús. (4 millj. 551 þús.) ókaldhreins- að fyrir 22 millj. 72 þús. (36 mjllj. 156 þús.). Hrogn, fryst, fyrir 4 millj. 555 þús. (5 millj. 794 þús.), mat- arhrogn, söltuð, fyrir 7 millj. 982 þús. (7 millj. 321 þús.), beituhrogn söltuð fyrir 3 millj. 284 þús. (3 millj. 485 þús.). smiðuð i trésmiðju K. Á. á Sel- fossi. Stólar sjúkrahússins eru smíðaðir hjá Stálhúsgögnum í Reykjavík, og eru mjög þægileg- i.v. Skurðstofa er- mjög björt og rúmgóð. Á neðri' hæð hússjns, (kjall- aranum) er íbúð hjúkrunarkon- unnar, lækningastofa héraðs- læknis, þv.ottahús með al-sjálf- virka þvottavél, géymsla og fyr- irhuguð rannsóknarstofa, ásamt klefa fyrir gegnumjýs^ngu og myndatöku. Ágætur dauðhreins- unarskápur er í húsinu. Þvotta- föt öll og þesskonar tæki eru úr ryðfríu stáli. Kvenfélag Selfoss hefur gefið öll sængurföt og allain rúmfatn- að í húsið, þrjá umganga á 15 rúm. Er- það mikil gjöf, og á félagið skilið hugheilar þakkir allra Sunnlendinga fyrir sitt mikla framlag til sjúkrahússmál- anna. Dálitill vísir að bókasafni er þegar til, um 6000.00 kr. virði. Vonandi á það eftir að vaxa seinna meir. Starfsfólk sjúkrahússins er ráðgert að verði fyrst um sjnn: 1 hjúkrunarkona, 1 vökukona, 2 stúlkur í eldhúsi og 3 ganga- stúlkur. Landlæknir og heilsugæzlu- stjóri hafa nýlega skoðað húsið og fyrirkomulag þess allt, og höfðu þeir talið það mjög gott. 8öei nifgítój;-tivó..;M "AVW..U'/(Xóí.-i ■' i i. ■ ' • Miðvikudagiir 19. fébrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Morgunblaðið og landhelgismálin Morgunblaðið spyr í gær í hverju ágreiningurinn um landhelgismálin innan ríkisstjómarinnar sé fólginn. Það er ekkert launungarmál. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- málaráðherx-a hefur fyrir löngu lagt fram fullunnar til- lögur um stækkun ’andhelginnar, en til þessa hefur ekki tekizt samk jmulag um framkvæmd þeirra. Hefur einkan- -lega staðið á Guðmundi í. Guðmundssyni sem hefur lagt til að beðið væri eft.ir einni alþjóðaráðstefnunni af ann- ari, nú seinast eftir ráðstefnu þeirri sem hefst í Genf í þessum mánuði. Hins vegar virðist hann nú vera kom- inn í síðustu víglínu, að því er segir í stjórnmálasam- þykkt flokkstjómar Alþýðuflokksins, en þar er komizt svo að orði: „Flokkstjórnin leggur áherzlu á, að ráðizt verði í stækkun landhelginnar þegar að aflokinni þeirri ráð- • stefnu, sem hefst í Genf 1 þessum mánuði“. Ætti því að mega vænta þess að tillögur sjávarútvegsmálaráðherra um stækkun landhelginnar komi til framkvæmda á þessu vori. En þótt Morgunblaðið spyrji, veit það alla málavexti. ‘ Forustumönnum Sjálfstæðisflokksins hefur verið gefinn kostur á að fylgjast með gangi þessara mála til þess að reyna að trj'ggja samstöðu allra stjórnmálaflokka. Hins vegar hefur áhugi þedrra verið af næsta skomum skammti, eins og vænta mátti. Flugmálastjóri heiðraður Flugmálafélag íslands sæmdi Agnar Kofoed Hansen flugmála- stjóra merki félagsins úr gulli á árshátíð á laugardaginn var, fyrir brautryðjandastörf í þágu íslenzkra flugmála. Ætlunin er að veita slíkar við- urkenningar á árshátíðum í framtíðinni, — þegar einhver er talinn slíkrar viðurkenningar verður. Árshátíðina á laugardag- inn sátu starfsmenn flugmála- stjórnarinnar, Flugmálafélags- menn og starfsmenn flugfélag- anna beggja. Barnaspítalasiéður Hringsins: Mðljónarf jórðungi safnað á 8 tnán- nðurn eða frá 19. júní síðast liðnum Kvenfélagið Hringurinn vill hér með beina þakklæti sin.u til almennings fyrir óvenjulega rausnarlegan stuðning við söfn- unina til barnaspítalans. Frá því Barnadeild Landspital- ans v.ar opnuð, 19. júní s.l., hef- ur Barnaspitalasjóðurinn aukizt um hér um bjl fjórðung milljón- ar, auk minningargjafa á tíma- bilinu. Meginhlutinn af fé þessu hef- ur safnazt í þrem áföngum. Fyrir jólin hafði félagið sölu á jólagrejnuni og skrauti, og námu tekjur af því um 65.000 krónum. Merkjasala var höfð í sam- Fastanefnd í „varnarmálum66 íslands Hlaut heiðurs- verðlaun Brima- borgar Nýlega afhenti sendiherra Sambandslýðveldisins Þýzka- lands Jóhannesi Jónssyni, vél- stjóra Hólmgarði 39 I Reykja- vík, lieiðursverðlaun Brima- borgar fyrir björgun. Þann 14. febrúar 1957 var Jóhannes staddur í Bremen- haven, Jóhannes var þá vél- stjóri á togaranum Akurey, og var staddur á stjórnpalli skips- ins þegar hann heyrði háreysti og skvamp í höfninni, er mað- ur féll af bryggjunni í sjóinn. Þetta var um kvöld, þegar dimmt var orðið, Jóhannes varpaði sér samstundis til sunds eins og liann stóð, og Framhald á 10. síðu. Að gefnu tilefni tekur utan- ríkisráðuneytið fram eftirfar- andi: í desember mánuði síðastliðn- um var endanlega gengið frá skipun fastanefndar þeirrar í vamarmálum íslands, sem gert var ráð fyrjr að sett yrði á fót samkvæmt samkomulagi ríkis- stjórna íslands og Bandaríkj- anna 6. desember 1957. Af hálfu íslands eiga sæti í nefndinni þeir Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra, formaður, Emil Jónsson, forseti sameinaðs Alþingis og Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. Fulltrúar Bandarikjanna í .nefndinnj eru: John J. Muccio, ambassador, formaður, John N. Irwin, aðstoðar landvamarráð- herra og Emest Mayer, for- stjóri Norður-Evrópu skrifstofu bandariska utanríkisráðuneytis- ins. Samkvæmt ákvæðum sam- komulags ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna er verkefni nefndarjnnar: I. Að ráðgast við og við um vamarþarfir íslands og Norður- Atlanzhafssvæðisins, og að at- huga hverjar ráðstafanir gera þurfi vegna þeirra og ,að gera tillögur tjl ríkisstjórna beggja í þeim efnum, með hliðsjón af hernaðarlegu og stjórnmálalegu viðhorfi á hverjum tíma. II. Að undirbúa, að svo miklu leyti sem hernaðarlegur viðbún- aður leyfjr, að íslendingar taki í ríkara mæli en áður að sér störf, er varða varnir landsins, á meðan yöl er á hæfum mönn- um til slíkra starfa, svo og að tryggja :að menn séu æfðir þessu skyni. III. Að vinna að lausn mála, er varða stefnuna í almennum meginati-iðum í samskjptum ís- lendinga og vamarliðsins. (Frá utanríkisráðuneytinu). bandi við opnun Barnádeildar- innar og aftur á kosningadaginn 26. janúar, og nam í fyrra skipt- ið 70.000 krónum og síðara skipt- ið um 75.000 krónum. Loks höfðu félagskanur símavörzlu á skrjf- stofu Sambands ísl. berklasjúk- linga nóttina sem atkvæði voru talin, 26.—27. janúar, og tóku á móti gjöfuni og áheitum. Söfn- uðust þá um 15.000 krónur. Enn eru gjafir að berast i sambandi við þá starfsemi. Sérstaklega þakkar félagið stjórn S.Í.B.S. fyrir ágæta fyrir- greiðslu og aðstoð, sem byggist á langri vináttu þessara sam- taka, sem starfa að svipuðum markmiðum. Félagið þakkar einnjg fyrir margháttaða aðstoð blaða og útvarps, sérstaklega dagblaðinu Tímanum, sem gaf ailan auglýsingareikning sinn. Félaginu er það mikil hvatn- ing í starfj sínu að finna hina einlægu vináttu alls aimennings. Það hefur enn sem fyrr fengið sönnun fyrir því, að samhugur almennings og framlög, stór og smá, munu áður en langt um líður koma miklu nauðsynja- máli heilu í höfn. Hjálpumst öll að því að búaj upp lltlu hvítu rúmin. BúnaðarþingiS sett á morgun Búnaðarþingið verður sett á morgun kl. hálfellefu. Það er nú haldið í bindindishöllinni, Fríkirkjuveg 11, í samkomu- sal templara í kjallaranum. Búna3arþingsfultrúar eru 25 talsins og voru ekki nema fáir komnir í gær en búizt er við flestum þeirra til bæjarins ij dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.