Þjóðviljinn - 23.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1958, Blaðsíða 7
-— Sunnudaguv 2$; M>r(m 1958 — ÞJÖÐVILJINN'. —¦ (7 • Enn- eru. efhahagsmálin á dagskrá. Stjórnarandstaðan heldur uppi þungum áróðri um það, að „öngþveitisástand" se ríkjandi í efnahagsmálunum og það svo mikið, að ríkisstjórnin fái ekki við neitt ráðjð. Einn dagjnn segja blöð stjórn- arandstöðunnar, að þjóðjn megi búast við að lagðar verði á nýjar álögur 200—300 mill- jónir króna, en hinn daginn er því haldið fram, að í ráði sé að samþykkja stórkostlega gengislækkun. Allur er áróðurinn miðaður við það, lað teija fólki trú um, að eitthvað „voðalegt" standi til. Auðvitað er málflutningur þessi alrangur. I efnahagsmálum okkar er ekki ríkjandi neitt „öngþveitis- ástand". Því fer víðs fjarri. Hér er ekkert atyinnuleysi, þvert á móti er hér næg at- vinna og mjög víða á landinu er unninn langur og mikill vinnudagur. Framleiðslutæki þjóðarinnar eru vel nýtt og þó betur á 8.1, ári, en nokkru sinni fyrr. Þá stunduðu fleiri bátar þorsk- veiðar, en áður og lengri tíma á árinu. Og þá tóku um 30% fleiri skip þátt í síldveiðunum. Fiskvinnslan fer sífellt vax- ¦ láridi óg aðstaðan í landi batnar jafnt'og þétt. Þjóðartekjur okkar eru mjög miklar hlutfalislega og líklega hærri á íbúa en í flestum öðr- um löndum. Eignamyndun í landinu hefur verið mjög mikil og allt bendir til, að hún hafi verið meiri á s.l. ári en nokkru sinni áður. Það er því hjn mesta fjar- stæða, að halda því fram, að „öngþveiti" ríkj í efnahagsmál- um landsins, eða eitthvað það ástand, sem gefi tilefni til gíf- uryrða um „voðalegar" ráð- stafanir. En er þá allt í stakasta lagi í efnahagsmálum okkar? Nei, ekki eru það mín orð. Vissulega er mér ljóst, að ýms erfið viðfangsefni blasa við í efnahagsmálum okkar, viðfangsefni, sem sk'ptar skoð- anir eru um hvernig hagkvæm- ast sé að bregðast við. En það er rangt og hættulegt að mikla þá erfiðleika fyrir sér og öðrum, og gætj lejtt til þess að flanað væri út í ráðstaf- anir sem þjóðarheildinni yrði síður en svo að gagni. Hver er aðalvandinn? Það vandamálið, sem oft- ast er rætt um í efnahagsmál- um okkar er það, að greiða þarf útflutningsfi-amleiðslunni styrki eða útflutningsuppbæt- ur. - Ástæðan er sú, sem allir vita, að hér er allt verðlag miklu hærra en í viðskiptaiöndum okkar. Hér er verð flestra hluta tvöfalt og þrefalt á við það sem annarsstaðar er al- gengast og hér er jafnframt kaupgjald miklu hærra en í nálægum löndum. Af þessum ástæðum höfum við þurft að greiða hverjum togara 50—60% hærra verð. fyrir aflann en útflutningsverð- jð gefur — og hverjum fiski- bát 60—70% hærra verð. Þessi vandi hefur verið ieyst-- ur með millifærsluleið til út- flutningsíns, þ. e. með útfíutn- ingsuppbótum. Hvaða aðrar leiðir koma til mála? -¦ Ein er sú, áð lækka beinlínis «allt kaup og verð á landbún- aðarvörum og þar með verð- lagið og framleiðslukostnaðinn í landinu. Enginn flokkur talar lengur opinberlega fyrir þeirri leið. Önnur leið er sú, að lækka gengi krónunnar og jafna met- in þanjg. Sú leið hefur verið reynd. Hún var farin 1950 og gafst þá verr, en nokkur hefði þorað að spá. Það ár varð hag- ur útflutningsins lakari, en nokkru sinni, og varð strax ár- ið eftir að grípa tíl bátagjald- eyriskerfisins, sem auðvitað var rnillifærsluleið, þ. e. upp- bætur til útflutnjngsins. Síðan hefur millifærsluleið- in verið farin, en þó í breyti- legu formj. Deilan um leiðir Miklar deilur hafa jafnan staðið um leiðir þær, sem valdar hafa verið til þess að bæta hag útflutningsframleiðsl- unnar. En raunverulega hafia allar þlær deftlur staðjið um það Hfð 'rétta er, að grundvallar- munur er á því, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert í þessum málum og því, sem áður var gert. I tíð íhaldsins var farin koll- steypuleiðin, sú le:ð, sem ó- hjákvæmilega leiddi af sér sí- hækkandi verðlag og sem gerði millifærsluvahdamálið sífellt vitaðT 'béint"~~ 5"" "géngTflaíRk'uri, því útilokað er að halda þann- ig áfram'Iéngi. Núverandi rík'sstjórn hefur ekk; far.ð þessa leið. Strax í upphafi ákvað hún aðra léið, þó millifærslulelð væri, leið sem i miðaði að því að stöðva hina óheillavænlegu - verðlágs- þróun. .r Lúðvík Jósepsson: hverjir ættu að greiða, eða hverjir ættu að greiða mest af því fé, sem færa þyrfti yfir til framleiðslunnar. Gengislækk- unarlejðin hefur miðað að því, að hækka að jöfnu hlutfalli verðlag á öllum vörum, þ. e. verð á nauðsynjum jafnt og verð á lúxusvörum og nota þá verðhækkun útflutningnum til bóta. Sú hugsun hefur líka legiði á bak við gengislækkunarleið- ina, að lækka beinlínis kaup- mátt launa ogi það jafnt hjá láglauna fólki sem liinu. Barátta verklýðssamtakanna gegn slíkri ieið hefur því verið ofur skiljanleg. Hitt er "svo annað mál að vissulega er hægt. að ákveða breytingu á gengisskráningu með mjsjöfn- um áhrifum fyrir launþega og alla aðila. Þar koma til greina ýmsar hliðarráðstafanir. Milli- færsluleið, sem gerð er á kostn- að kaupmáttar hinna almennu launa, er auðvitað einnig and- stæð launafólki. Það skiptir því auðvitað höfuðmáli, þegar miUifærsIuleiðiin ex valin, HVERNIG afiað er þess fjár, sem færa á yfir til styrktar framleiðslunni. Um það hafa líka deilurnar staðið á undanförnum árum. Kollsteypuleið íhald: í sms Áróðursmenn íhaldsins hafa haldið því fram, að núverandi ríkisstjórn hafi ekkert gert í efnahagsmálunumv annað en „að troða gamlar slóðir" og viðhalda sömu stefnu og áður. Fullýrðing þessi er .alröng. meira og meira. Virðum t. d. fyrir okkur síðustu aðgerðir fyrrverandi ríkisstjórnar í þessum efnum, en þær voru gerðar í janúarlok 1956. Þá var framleiðslusjóðsgjald- ið 9,9% og upp í 40% lagt á svo að segja allar vörur. Þann- ig voru lagðar á vegna fram- leiðslunnar um 170 milljónir króna, en auk þess voru sVo lagðjr á nýir skattar vegna ríkissjóðs að upphæð um 100 milljónir króna. Allar voru þessar álögur þaiuiiK, að Þær hlutu að koma fram í verðlaginu, enda engar tilraunir gerðar til þess að hindra hækkun á vöruverði. Hvert mannsbarn máttj því sjá fyrirfram, að ráðstafanir þessar hlutu að verða fram- leiðslu-iatvinnuvegunum að harla litlu gagni. Aðeins fyrstu mánuðina gat verið um að i*æða aðstoð, en úr því mundu verðhækkanir, og hækkandi kaupgjald gera að engu bæt- urnar til atvinnuveganna og í árslokin hlaut nýtt millifærslu- vandamál að liggja fyrir. Þannig fór þetta líka. Vísitalan sem var í janúar 1956 171 stig var komin upp í 184 stig 1. september og hefði farið yfir 200 stig um áramótin, ef allt hefði verið látið velta áfram eíns og ihaldsstjórnin hafði gert ráð fyrir. Þetta var koilsteypuleið í- haldsins. Súleiðin að taka eina kollsteypuna: af annarri og hækka í sífellu allt verðlag í landinu, öllum t;l tjóns, nema skuldakóngurn og>, stóreigna- mönnum. Þessi leið stef nir auð- Stöðvunarstefnan Ríkisstjórnin valdi stöðvun- arstefnuna. Strax í ágústmán- uði 1956 ákvað hún í samráði við vinnustéttimar, að stöðva um skeið allar verðhækkanir og allar kauphækkanir í land- nu. Þannig varð um 6 mánaða tímabil allt verðlag í Iandinu bundið fast. Með þessum ráðum tókst að halda framleiðslunni gangandi út árið, eða þar til nýjar ráð- stafanir voru gerðar. f ársbyrjun 1957 tók svo við nýtt millifærslUkerfi fyrir út- f lutningsatvinnu vegin a. Tekna var aflað með allt öðrum hætti, en áður hafði verið gert og allt miðað við það, að þær bætur, sem veittar yrðu kæmust óskertar til at- vinnuveganna, en hyrfu ekki í auknar verðhækkanir ejns og áður. Upp var tekið " víðtækt og strangt verðlagseftirlit m. a. í þeim tilgangi að -tryggja það, að yerzlunin og þá fyrst og fremst heildverzlunin tæki sinn fulla hlut af álögunum. Þá voru gerðár ráðstafanir t]l þess að olíufélögin og stærstu skipa- félögin tækju á sig verulegan hluta af millifærsluþunganum og jafnframt ákveðið að leggja stóreignaskatt á þá efnuðustu í landihu. Að þvi leyti, sem álögurnar voru látnar hvíla á vöruverði var reynt að gæta þess, áð lúxusvörur eða aðrar þær vör- ur sem minnst skipta máli í út- gjöldum verkafólks og annars lágláunafólks, væru skattlagð- ar mest. Þannig var nú miðað við þáð að afla . tekna vegna miili- færsluléiðarinnar, sem mest á kostnað hinna stóru og á kostn- að eyðslunnar, en hagsmunir láglaunastétanna hafðir i huga. Hér er því um að ræ&a í grundvallaratriðum aðra stefnu en áður, stefnu sein í- haldið hefði aldrei samþykkt, vegna þess, að hún var gegn Iiags)mi4nlum ýansra máttbiv stólpa Sjálfstæðisflokksins. Það er því h:n mesta fjar- stæða, að halda því fram, að stcfna nvvcrancM rikisstjórnar ha^i aðcins verið ,,r;ömlu í- haldsúrræðin" eða að enn hafi verið farnar „troðnar slóðir í- haldsins." Og hver hefur svo reynslan orð.ð af stefnu núverandj rík- isstjórnar? Reynslan af stöðvunarstefnunni í ársbyrjun 1957 var kaup- gjaldsvísitalan 178 stig, en í árslok var hún orðin 183 stig, eða hafði hækkað um 5 stig. Þannig hafði vísitalan hækk- að um 5 stig á IVst ári í tíð núverandi ríkisstjórnar, en á jafnlöngum síma í tíð íhalds- stjórnarinnar hækkaði vísital- an um 25 stig. Rétt er að hafa það í huga, í þessum efnum, að þessi 5 Stiga hækkun átti sér stað á þeim tíma, sem all-verulegar hækkanir urðu erlendis af völdum Súez-stríðsins. Þær verðhækkanir komu hér mjög hart við vegna mikillar hækk- uhar á frögtum, einkum á olíu, Þegar þess er jafnframt gætt, að þessi árangur náðist á fyrsta tímabilinu eftir þær gíf- urlegu hækkanir, sem áður höfðu verið og óhjákvæmilega hlutu að hafa áhrif áfram, verður að telja niðurstöðurnar góðar. Ef við líka berum saman þessa verðlagsþróun hér og %, d. í Svíþjóð á sama tíma, kem- ur í Ijós að þar hækkaði fram- færsluvísitalan um 8 stig frá júlí 1956 til ársloka 1957. Þá ber einn;g að hafa það i huga, að á árinu 1957 var gert miklu betur við framleiðsluna . en áður, og yfirfærslan til hennar því kostnaðarsamari. Og hvernig var svo aðstaðan þegar semja þurftj við fram- leiðsluna í lok ársins 1957? Jú aðstaðan var sú, að í ijós kom, að engar nýjar fjárhags- legar ráðStafanir: þurfii að gera vegna breytinga á framleiðsiu- kostnaði. Reynslan hafði með öðrum orðum sýnt, að stöðvunarstefn- an hafi heppnazt. Nú um áramótin var aftur gengið frá samningum við framleiðsluna um reksturs- grundvöll á árinu 1958. Þeir samningar voru í öllum aðalatriðum f ramlenging á samkomulaginu, sem gert var fyrir ári síðan. Þessar breytingar voru helzt- ar: 1. Nú var ákveðið að hækka kaup sjómanna á bátum og togurum um ea. 15. SftflBj. króna. 2. Auknar bætur til báta og togara um 10 milljónir króna. Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.