Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 10
 rt> 10) íívuuirviídt? — ÞJÓÐVILJINN kHiVíi: CTm X Tirasb*tesitji.I Laugardagur 1. marz 1958 ísland láti ekki innlima sig Framhald af 7. síðu með framleiðslu í svo stórum stíl, að þetta ríki framar >öll- um öðrum yrði að treysta á markaði alls staðar í heimin- um, líka hjá okkur. Við skul- um þess vegna hafa í huga að þó við séum á vissan hátt nokkuð háðir Vestur-Evrópu, og fáum þaðan ýmsar vörur, þá er Vestur-Evrópa háðari okkur um að selja okkur og öllum . cðrum þjóðum heims. Engin þjóðarsamsteypa, á eins mikið undir því eins og þessi þjóðarsamsteypa í Vest- ur-Evrópu að geta flutt inn hráefni og að geta selt vör- ur eins og einmitt hún. Þess vegna held ég, að þessi Vest- ur-Evrópa, hvað langt sem hún gengi í því jafnvel að verða eitt ríki, mundi hún hyggja allra mest á því að geta selt sem mest út fyrir sín vébönd, þannig að ég væri ekkert hræddur um þá samn- inga, sem við þyrftum að gera, hvort heldur við tolla- handalag eða fríverzlunar- svæði Evrópu í slíku sam- handi. Sannleikurinn er sá, að það eru fá lönd í veröldinni, sem mundu eiga eins erfitt með þa5 eins og þessi V.-Evrópu- Jþnd að vera sjálfum sér nóg. Það er bókstaflega ó- hugsandi fyrir þau og engin þeirra dreymir um þiað, þvert á móti dreymir þau um að verða sterkari í heimskeppn- inni, verða sterkari á heims- markaðinum, hæði í sam- keppninni við hina voldugu amerísku hringi og hin upp- vaxandi stóriðjuveldi austur frá. Ég held þess vegna, að að- staða okkar sé ekkert lak- ari, hvort heldur væri gagn- vart tollabandalagi eða frí- verzlunarsvæði Vestur-Ev- rópu, heldur en þeirra gagn- vart okkur. En þó verðum við að gá að öðru. Þó að við nokkra undanfarna áratugi höfum sérstaklega miðað við^ vörur frá Vestur-Evrópu, þá hefur þróunin orðið sú síð- ustu 15 árin hér á íslandi, að raunverulega höfum við miklu meira hvað snertir þær vör- ur og tæki, sem marka ýmis- legt í okkar heimilisháttum, orðið miklu háðari ameríska markaðinum, amerísku vörun- um heldur en þeim vestur- evrópsku. Ég býst við, að ef við spyrðum t.d. kvenfólkið um slíkt, þá mundi það jafn- vel hugsa meir um New York heldur en París, og ég er hræddur um að sú eftirspurn- in sem oft er hvað erfiðast að fullnægja nú í sambandi við heimilistæki og annað slíkt, sýni okkur, að það er venjulega miklu meira Amer- íka heldur en Vestur-Evrópa, sem við erum þannig háðir. Og þetta Vestur-Evrópuríki eða fríverzlunarsvæði Vestur- Evrópu eða tollabandalag sex landanna, allt saman þetta breytir ekkert afstöðu okkar til Ameríku. Möguleikar okk- ar til að reyna að auka verzl- un wð Bandaríkin og önnur Ameríkulönd, t. d. Brasilíu, yrðu óskertir. Allt saman þýðir þetta, að við eigum að geta, ef við högum okkar verzlun skynsamlega, full- nægt þeirri eftirspurn fólks eftir vörum, sem brýnast er, að við fáum einmitt þaðan. Til þess þurfum við hins veg- ar að hafa stjórn á innflutn- ingnum, þ. e. að við flytjum þá ekki inn frá Bandaríkj- unum þær vörur, sem við get- um fengið nóg af annars stað- ar frá og eru ýmist hráefni, matvörur eða annað slíkt, heldur vörur, sem við ein- göngu getum fengið þaðan, vegna þess að þær séu ekki framleiddar annars staðar. Ég held þess vegna, að þessi rt"k um, að við séum svo háðir vöruinnflutningnum frá Vestur-Evrópu, sem nokk- uð er til í, þau séu ekki það sterk, að þau út af fyrir sig helgi það, að við gerðumst að- ilar að fríverzlunarsvæði Vest- ur-Evrópu, ef það kæmist upp. ★ Ég held, að við getum í fyrsta lagi haft viðskipti við þetta fríverzlunarsvæði, og það í ríkum mæli, og í öðru lagi, að við getum alveg bætt okkur það upp, sem okkur kynni að vanta þar með vör- um frá Bandaríkjunum og annars staðar, og svo skulum við náttúrlega líka gera okk- ur ljóst, að það að Vestur- Evrópuríkin, þessi gömlu, grónu iðnaðarríki heimsins, hafa verið langt á undan öðr- um þjóðum og haft nær alveg einokun á allmörgum áratug- um iðnaðarframleiðslu heims- ins. Það hefur gefið þeim for- hiaup í þessum efnum, sem önnur iðnaðarríki hins vegar eru að ná. Við verðum t.d. alveg greinilega varir við það í verzlunum hér, að ýmislegt af þeim v"rum, sem við ella gjarna vildum kaupa frá sum- um Vestur-Evrópuríkjunum, getum við líka fengið t.d. frá Tékkóslóvakíu eða Austur- Þýzkalandi. Og það mun vafa- laust sýna sig með vaxandi framleiðslu í þessum löndum, og þegar þau sníða iðnaðar- vörur sínar jafnvel ennþá meir að vestrænum hætti, eins og mikil tilhneiging virðist vera til, þá mundi okkur held- ur ekki verða skotaskuld úr að fá slíkar vörur frá þess- um löndum, sem við höfum svona mikla vöruskiptaverzl- un við núna. Mál sem varðar jafnrétti lands- manna til atvinnu og afkomu Þrír þingmenn, Björn Jónsson, Friðjón Skarphéöinsson og Bernharð Stefánsson, leggja til 1 frumvarpi á Al- þingi að ríkisstjórninni verði heimilt að setja upp þrjár innflutnings- og gjaldeyrisafgreiðslur utan Reykjavíkur. GAUTABORG Við 1. umr. málsins flutti Bjöm Jónsson framsögu og sagði m. a.: Eg hef leyft mér að flytja, ásamt hv. þingmanni Akureyr- inga og hv. fyrri þingmanni Ey- firðinga frumvarp það, sem hér liggur fyrir til 1. umræðu og fjallar um breyting á lögum nr. 88, 24. des. 1953 um skipan gjaldeyris. og innflutningsmála, fjárfestingarmála o. fl. Breyting sú sem frumvarpið gerir ráð fyrir er sú að settar verði á stofn allt að þrjár inn- flutnings- og gjaldeyrisafgceiðsl- ur utan Reykjavíkur. Skipi rík- isstjómin, að fengnum tillögum jnnflutningsskrifstofunnar, for- stöðumenn þessara stofnana, en þeir taki síðan ákvarðanir skv. lögunum eftir nánari starfsregl- um er ríkisstjómin setji. - Með frumvarpi þessu er á eng- | an hátt hreyft við tilgang.i gi’d- andi laga um þessi mál heldur eingöngu fjallað um fram- kvæmdaatriði. Núverandi fyrirkomulag gagnrýnt Sú skipan þessara mála, að sækja verði öll mál sem varða innflutningsleyfi, gjaldeyris- leyfi og fjárfestingarleyfi til yfirvaldæ í Reykjavík hefur lengi sætt gagnrýni og kröfur verið settar fram í biöðum og á mannfundum víða um land um breytingar í svipaða átt og frv. þetta gerir ráð fyrir. Sérstaklega hefur eindreginn áhugi skapazt j í þessu efni í þe'm byggðarlög- j um, sem eiga stórar og vel I settar verzlunar- og iðnreksturs- miðstöðvar. Er þess skemmst að minnast að þrír stjórnmálaflokk- ar á Akureyri, þeir sem nú fara með stjórn kaupstaðarins birtu í málefnasamningi sínum nú fyr- ir skömmu viljayfirlýsingu um þessi mál og ákváðu að beita sér fyrir því að innflutningsskrif- stofa yrði sett upp á Akureyri, fyrir kaupstaðinn og byggðir norðanlands. Er það von manna norður þar að slík ráðstöfun mundi hafa mikla hagnýta þýð- ingu: til hagræðis verzlun fyr- ir fjölmenn byggðarlög og ýms- um framkvæmdum og atvinnu- rekstri öðrum, þar um slóðir. Óhagræði að sækja aílt til Reykjavikur Ekki mun mörgum betur kunn- ugt um það óhagræði, sem það er miklum hluta landsmanna að þurfa að sækja afgreiðslu allra ínnflutnings og gjaldeyrismála til Reykjavíkur en háttvirtum al- þingismönnum svo mjög sem hverskonar fyrirgreiðsla í þe'm efnum mæðir á þeim í mörgum tilfellum. Þeim mun því ijósara en svo að þörf sé á að orðlengja um að þessi skipan bakar ein- staklingum, stofnunum og fyrir- tækjum mjög veruleg útgjöld og Björn Jónsson fyrirhöfn og oft á tiðum einnig óþarfar tafir á framkvæmdum, jafnvel þótt viðunandi úrlausnir fáist að lyktum í þeim máium, sem um er að ræða. H.'tt gefur svo líka auga leið að ýmsar á- kvarðanir í þessum málum hljóta, hversu grandvarir emb- ættismenn sem að þeim standa, að verða teknar af takmarkaðri eða lítilli staðarlegri þekk'ngu á þörfum og aðstæðum sem máli skipta og er því jafnan veru- leg hætta á að þær verði tiivilj- unum háðar eða mótist af þe'rri aðstöðu sem málsaðilar hafa til þess að reka erindi sín. Mætti rekja ýms dæmi er að þessu lúta, bæði gömul og ný, þótt ég sleppi því að sinni. Erfiðari aðstaða úti á landi Eg ætla að því verði ekki andmælt með rökum að ýmsar atvinnugreinar og þá alveg sér- staklega verzlun og iðnrekstur búi við lakarj aðstöðu víðast um land en í höfuðborginni og það í svo ríkum mæli að það hamli eðliiegri og æskilegri þró- un þeirra. Innflutningsverzlunm svo til öll er rekin hér og verzlunarfyr- irtæki úti um allt land verða að sækja hingað nálega allar sín- ar þarfir sem henni við koma. Vitanlega skapar þeitta mikil útgjöld fyrir fyrirtæki úti um land, útgjöld sem fyrirtæki í höfuðborg'nni hafa ekki af að segja. Fullkomlega er eðlilegt af hag- kvæmisástæðum að míkill hluti innflutningsins fari fram í Reykjavík, en það haggar ekki því að nokkrir aðrir staðir í landinu gætu líka verið hlut- gengir í þessu efini. Til dæmis Akureyri með sína 8 þúsund í- búa miðsvæðis í fjölbýlum byggðarlögum með greiðar sam- göngur. Sýnast engar ástæður mælá fiegn því að h;ð opinbera veiti íbúum slíki-a byggða svip- aða þjónustu og íbúum höfuð- staðarins hvað þessi mól snertir og stuðli þannig að æskilegu jafnvægi. Aðstaða iðnaðarins Svipað mætti um iðnaðimi segja, einkum þann sem rekinn er fyrir innlendan markað. Að því leyti sem hann þarfnast er- lendra hráefna þarf hann oftast að sækja þau t.'l innflutningsfyr- tækja í Reykjavík og öll leyfi tii þess hið sama. í höfuðborginni og nærliggj- andi byggðum er tíðast allt að helmingur niarkaðarins fyrir h:na unnu vöru. Flutningskostn- aður til þessa markaðssvæðis er því jafnan stór liður í rekstrar- kostnaði, kostnaðarliður sem fyr- irtæki höfuðborgarinnar hafa miklum mun minna af að segja. Ber hér allt að sama brunni: að í engu er á bætandi þann að- stöðumun til margskonar at- vinnureksturs sem þegar er fyr- ir hendi heldur beri að draga úr honum ef ekki á að vera vax- andi hætta á að atvinnuþróun- in býði hnekki og framkvæmda- þrek og framkvæmdavilji lam- ist víða, þar sem öll skilyrði til framtaks ættu þó að vera til staðar ef rétt væri á haldið. í seinni tíð hafa ýmsar ráð- stafanir verið gerðar af hendi ríkisvaldsins til þess að efla atvinnulif í þeim landshlutum sem harðast hafa orðið úti hvað snertir fólksflutninga til Reykja- víkur og nálægra kaupstaða og vantar þó víða mikið á að nægj- lega mikið sé að gert. Þessar að- gerðir, flestar, horfa til hags- Framhald á 11. síðu Með undirritaðan samning í vasarium, lét Rúdolf úr höfn tveim dögum síðar. Á skipinu vap 5 manna á- höfn, allt reyndir sjógarpar, undir stjórn þjóðverja að nafni Karl. Hann var þekktur sem prýðis stýri- maður, en hann hafði eytt mestum tima sínum á Eystrasalti. Rúdolf sat í klefa sinum og reiknaði út staðinn, sem hann átti að halda til. Hann var að hug- leiða hvaða leiðangur væri nú fyrir höndum, en enn sem komið var, vissi hann ekki annað en að þetta yrði löng og ábatasöm ferð, hvað sem öðru liði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.