Þjóðviljinn - 05.03.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.03.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN I . í'-'tli. ii !). Miðvikudagur 5. marz 1958 Óheilindi Alþýðuflokksins Framhald af 7. síðu birgðabæjarstjóra svo sem Alþýðubandalagsinenn lcgðu til? □ Sé þessum spurningum svarað af hreinskilni ber allt að sama brunni. Hér var um fyrirfram ákveðna hluti að ræða. Enda hneig öll atburða- rásin í þá átt. Neitað var samstarfi fyrir kosningar, í- hald og kratar stóðu eins og bræður í kosningahríðinni, létu hvorn annan algerlega í friði, en beindu báðir öllum skeytum að Framsókn og Al- þýðubandalaginu. Það sem gremju þeirra veldur nú er það, að á bæjar- stjórnarfundimun voru þeir „þvingaðir“ til að opinbera fyrirætlanir stnar fyrr en þeir óskuðu sjáifir eftir. Þeir voru þvingaðir til að sýna hug sinn, ekki endilega hvað snerti að bæjarstjórakjöri, heidur hverja þeir kusu fremur til samráðs við sig um afgreiðslu málanna. Hafi þeir af ein- lægni viljað þrautreyna aliar leiðir til vinstra samstarfs hefðu þeir valið fulltrúa Ai- þýðubandalagsins en ekki full- trúa íhalösins, því varia hafa þeir rætt við þá um hugsan- legar leiðir til vinstra sam- starfs. Það var lögð fvrir þá prófraun, sem heir gerðu sér ekki grein fyrir, ng sú próf- raun afhjún«ði þá svo sem bezt rná verða. Alþýðuflokkurinn á nú í miklum erfiðleikum. Ástand hans skýrist ef til vill “bezt með líkingu þeirri, sem reynd- ur stjórnmálamaður, þaul- kunnugur Alþýðuflokknum, gerði, þegar rætt var um ný afstaðinn flokksstjórnarfund og ályktun hans um stjórn- málaviðhorfið og stefnu flokksins. Hann sagði, að Al- þýðuflokkurinn væri eins og maður, sem þyrfti að ýta bát frá landi, þyrði þó hvorki að sleppa landinu né stíga upp í bátinn og veldi því þann kost- inn að setjast á rassinn í sjó- inn. En það, hvort farsæl fram- tíð bíður hans sitjandi á rass- inum í flæðarmálinu komandi daga óteljandi og sivaxandi verkefna íslenzkrar alþýðu- hreyfingar er undir hinu ó- breytta alþýðufólki komið, sem fylgt hefur flokknum í trausti þess, að hann vissi hvað hann vildi. Það verður að gera upp víð sig, hvort það vill una rassbleytunni, hálf- velgjunni, dauðýflishættinum, sem bjóða rotnun og tæringu heim, eða hvort það vill fylkja liði með þeim, sem þorir, að ýta úr vör, þorir að ganga mót verkefnum komandi daga og berjast hugsjónabaráttu fyrir framtíðarheill og velferð íslenzkrar alþýðu. E. M. A. AuglýsiS I Þ'lóSviljanum „ Fyrirliggjandi: Regnföt (jakki og buxur) Regnkapur (hnésíðar) Sjóbuxur Gúmmístaldíar Regnsvuntur (hvítar) o.fl. Gímnífata- geríin VOPNI Aðalstræti 16, sími 1-58-30 Nauðungaruppboð verður haldið að Hverfisgötu 115, hér í bænum, fimmtudaginn 13. marz n.k. kl. 1.30 e.h., eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o.fl. Seldar verða eftirtald- ar bifreiðar: R-3377, R-2042, R-2354, R-2555, R-3347, R-3399, (kranabíll), R-3515, Rt3516, R-3653, R-4117, R-4922, R-5000, R-5628, R-6013, R-6432, R-6632, R-7094, R-7098, R-7193, R-7249, R-7349, R-7642, R-9639, R-9717 og R-9737. Ennfremur verð- ur seld ein Caterpillar jarðýta. Greiósla fari fram vio hamarshögg. BÆJARFÓGETINN 1 REYKJAVlK Loftleiðir íilutafi 1 3. flokki eru 742 Happdsætti vinningar á samtals kr. 975.000.00. Til áramóta éru eftir Haskóla 10.198 vinningar á samtals kr. 13.245.000.00. Dregið verður á mánudag. r W Síðasti söludagur er ISLANDS á laugardag. Til Framhald af 3. síðu var aðeins í förum 175 daga. Hekla flaug 3.134.45 klst. Saga flaug 2.596.40 klst. Edda flaug 3,304,24 klst. LN-SUP flaug 2.191.59 klst. Hafa því þessar flugvélar sem félagið hafði í förum allt árið, flogið að jafnað.' 10 klst. og 20 mín. á sólarhring, og er það talið mjög æskilegt. Árið áður flugu vélarnar 8,13 klst. á sól- arhring. Nettóvelta á árinu 1957 var um 67 millj. krónur en var 55 milljónir 1956. hefur hún því aukizt um rúm 20%“. Nokkarar umræður urðu um tillögur stjórnarinnar og var hlutafjáraukningin samþykkt. í lok fundarins var svofelld tillaga samþykkt einróma. Almennur hluthafafundur í Loftle'ðum h.f. haldinn laugar- daginn 18. janúar 1958 skorar á hlutaðeigandi yfirvöld að heim- ila félaginu yfirfærslu nú þeg- ar, samkv. útgefnum leyfum, á 300.000.00 dollurum til flugvéla- kaupa, enda liggur v ð borð að félagið verði að hverfa frá kaup- unum fáist slík yfirfærsla ekki án tafar. liggrur leið;D Fríverzlunarmenn Framhald af 3. síðu in kynna sér íslenzkt atvinnu- líf og efuahagsmál. Þetta er í fyrsta sinn, sem forstjóri efnahagssamvinnu stofnunarinnar heimsækir Is- land. Er ákveðið, að hann haldi fyrirlestur í Háskóla Isiands um fríverzlunarmálið í dag, 5. marz, kl. 6 e.h. Þórður sjóari Rúdolf reyndi að dylja fyrirlitningu sína. Að hafa kvenmann um borð í „Atlantic"! „Jæja, ég átti ekki von á því“, sagði hann óþolinmóður. Ríkharð- ur gaf stúlkunni merki og hún kom óg setti lítinn kassa á borðið á milli þeirra. ,,Ég skil mætavel að þér eruð ekkert hrifinn af því að fá stúlku um borð í skip yðar, en ég mun borga fyrir hana sérstaklega. Hvað segið þér um 750 pund?“ Rúdolf fannst þetta rausnarlega boðið og léttist nú á honum brúnin. „Þá er allt klappað og klárt“, sagð Ríkharður, „og nú skipstjóri, langar mig að ségja þér nákvæmlega hvað þér eigið að gera fyrir mig“. - Basl — Mskapur Framhald af 6. síðu ir bændur, 4—5, myndi með sér byggðarhverfi, byggi sam- an gripahús og heygeymslur, en eigi hver sitt íbúðarhús. Vélar og verkfæri allar eigi þeir og noti í sameiningu, enda er þá möguleiki til mjög mikið hagfelldari verkfæra- eignar þar sem margir leggj- ast á eitt. Það yrði að gerast fyrir frumkyæði hins opinbera, — mætti hugsa þetta þannig, að t.d. nýbýlastjórn yrði gert kleift að stofnseja slík byggðahverfi, léti reisa pen- ingshús og hlöður, og sæi um ræktun lands í upphafi, en bændur byggðu sjálfir sín í- búðarhús og leigðu jörð og útihús í isameiningu. Væri þarna opin leið til fullkom- ins stórbúskapar, þar sem saman færu kostir séreignar og sameignar. Það væri verð- ugt verkefni þeirri stjórn al- þýðunnar, sem nú situr, að gangast fyrir ýtarlegri rann- sókn á möguleikum þessarar leiðar, eða annarra, sem gætu stækkað bústærðina, lækkað framleiðslukostnaðinn, og létt 'byrðar lífsins lijá alþýðu sve’tanna. Með þessu móti væri einnig stigið skref tií útrýmingar þeirri misnotkun á vinnuafli, véla og mantia. sem nú á sér stað, og hvergi væri liðin, nema á íslandi. Rósant Hijörleifsson 66 ................ Framhald af 4. síðu alls, nema óvenjulega aumui og litilsigldur karl, sem fæi að kalla sig formann í Múr arafélaginu af náð ihaldsiní og bera þingmannstitil af ná< Rannveigar Þorsteinsdóttur Hið síðara er nú fokið vej allrar veraldar eins og úrsli' kosninganna í vetur sýndi bezt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.