Þjóðviljinn - 08.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1958, Blaðsíða 6
6)¦¦*- ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. marzjl958. ir ÐVIUINN ^- ÚtRefandi: SamelninEarflokkur alþíSu — Sðsiallstaflokkurinn. — Ritstlórar Maenús Kjartansson (áb.), SigorSur OuSmundsson. - Préttaritstióri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sisurjónsson, OuSmundur Visfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. - Auglýs- ingastjóri: GuSgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgreiSsla. auglýsingar, prent- smiSia: SkólavörSustlg 19. - Síml: 17-500 (5 iínui). - ÁskriftarverS kr. 25 6 máu. i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarest. - LausasöluverS kr. 1.S0 PrentsmiSja ÞjóðvUjana GeeEÍslælíkimaráróðurinn > ÍSLENZKTUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 2. þáttur 8. marz 1958 Svo virðist sem sú bábilja sitji ótrúlega fast í kollin- um á nokkrum mönnum sem telja sig sérfræðinga í fjár- málum og efnahagsmálum að gengislækkun sé ráð til bjarg- ar þegar erfiðleika ber að höndum. Þetta er því furðu- legra þegar þess er gætt að ekki er langur tími liðinn síðan þessi leið var farin og með þeim afleiðingum að allt verð- lag rauk upp úr öllu valdi og dýrtíðin jókst óðfluga. Mun hagur framleiðslunnar. sjaldan hafa orðið bágbornari en þeg- ar raunverulegar afleiðingar gengislækkunarinnar voru komnar fram. Enda varð þá að grípa til nýrra ráða til þess að halda atvinnuvegunum gang- andi. ¦J»rátt fyrir þessa reynslu * dreymir ýmsa enn um geng- islækkun sem h.ð ákjósanleg- asta úrræði. Og það er engu Hkara en þessi draumur um skerðingu krónunnar sé bein- línis orðinn að trúaratriði sumra manna og það jafnvel þeirra sem sízt skyldi. Er í því efni skemmst að minnast ræðu Vilhjálms Þórs er reikn- ingar Seðlabankans voru lagð- ir fram. Engum fer það þó verr en einmitt aðalbanka- stjóra Seðlabankans að gerast talsmaður þess að ráðist sé á gengi peninganna. Hann hef- ur þvert á móti því hlutverki að gegna að standa á verði um gjaldmiðilinn og gæta hags- muna sparifjáreigenda. Aðal- bankastjóri Seðlabankans er því að bregðast hrapalega skyldu s.'nni og hlutverki þeg- ar hann gerist sérstakur tals- maður þess að gripið verði iil gengisfgllrngar. gjn þótt sök Vilhjálms Þórs i*-4 sé mikil og atferli hans ó- verjandi eiga hér fle.ri hlut að máli. Þótt það sé yfirlýst stefna núverandi TÍkísstjórnar að efla framleiðsluna og vernda lífs- kjör verkalýðsins og annars vinnandi fólks hefur það ekki farið dult að ýmsir forustu- menn tveggja stjórnarflokk- anna^ Framsóknar og Alþýðu- flokks, hafa einblínt í vaxandi mæli á gengislækkun sem allra meina bót í efnahagsmálum. Þetta hefur komið fram hvað eft'r annað og orðið íhaldinu tilefni vaxandi og endurtek- ins áróðurs gegn ríkisstjórn- inni. Er það næsta grátbros- legt að þlokkur þeirra þjóðfé- lagsafla, sem þrá geng'slækk- un vegna einsýnna brasksjón- armiða og gróðalöngunar,. skuli á þennan hátt geta hagnýtt sér tir framdráttar óttann við gengislækkun, sem núverandi ríkísetjórn var þó mynduð Ul að hindra. . En þetta hefur í- haldjnu tekizt aðeins vegna þess að -tveir stjórnarflokkanna hafa tvistigið í málinu og í vax- aridi mæli gef.ð þeim öflum innan þeirra lausan tauminn, sem hafa í þessu efni sömu sjónarmið og íhaldið. Sannleikurinn er sá, að áróður íhaldsins um áð ríkisstjórn- in ætlaði að lækka gengið þurfti að mæta með skýrri og afdráttarlausri yfirlýsingu allra stjórnarflokkanna um hið gagn- stæða. Þá hefðu vopnin verið sleg.'n úr höndum íhaldsins og almenningur ekki verið í vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar og flokka hennar. í stað þess fékk íhaldið tækifæri í bæjar- stjórnarkosningunum t.l að ala á tortryggni í garð ríkisstjórn- arinnar í 'sambandi við geng- ismálið. Kað er mikill og hættulegur * m'sskilningur ef því er haldið frarh í fullri alvöru að það beri vott. um sérstaka karlmennsku og dirfsku að ana út í lækkun 'á krónunni til lausnar efnahagslegum vanda- málum. Sú leið er þvert á móti leið undanhalds og uppgjafár, enda hefur hún gef.zt illa þeg- ar á hana hefur réynt. Og það eru fleiri en þeir sem beint standa í framleiðslunni sem eru reynslunni ríkari. Öll al- þýða manna fékk að kynnast aflelðingum gengislækkunarinn- ,ar 1950 í sivaxandi dýrtíð og versnandi lífskjörum. Verka- lýðurinn í landinu varð naUð- ugur viljugur að rétta hlut sinn með því að hækka kaup ið til þess að það hrykki fyrlir lífsþörfunum. Fyrír efnahags- lífið þýddi þetta kollsteypu á kollsteypu ofan, nýjar tolla- hækkanir, hærri vísitölu og enn auk.nn tilkostnað fram- leiðslunnar og einstaklinganna. Það var gegn þessari þróun sem þjóðin reis . í síðustu Al- þingiskosningum og ve.tti nú- verandi stjórnarflokkum styrk til að stöðva óheillaþróunina. Verðstöðvunarstefnan og auk- in framleiðsla varð kjörorð rík- isstjórnarinnar og á þeim grundvelli hefur verið starfað í náinni samvinnu við samtök alþýðustéttanna. ¥»essari stefnu þarf að fylgja * áfram og með aukinni festu. Þótt þjóðin hafi 'orðið fyrir tímabundnum erfiðleikum af völdum aflabrests er engin á- stæða til svartsýni, síður en svo. Þjóðin á afkastamikil framleiðslutæki og verið er að auka þau stórlega með smíði nýrra vélbáta og togara og byggingu stórvirkra frystihúsa og verksmiðja. Vandinn er ekki heldur sá að losna' við aflann sem að íandi berst. M.klu fremur má segja að okkur vanti fisk til að uppfylla gerða sölusamninga pg hag- nýta . þá-. rnarkaði sem; -bjóðast. Ekki verður hjá því kom- izt að nota stundum orð af erlendum uppruna í íslenzku máli, og er raunar ekkert við því að segja, ef þau ryðja ékki burt góðum og gildum orðitm sem fyrir eru í rnálinu. Úr því að við höfum sam- skipli við aðrar þjóðir, hljót- um við að læra af þeim, og aukinni þekkingu fylgja ný hugtök sem svo heimta ný orð. Sú stefna hefur löngum ríkt með Islendingum að nota helzt ekki, í ritmáli að minnsta kosti, aðra orðstofna en ís- lenzka, én vitanlega verður þeirri stefnu ekki fylgt út í neinar æsar. Hér .skulu nú at- huguð ndkkur.almema skilyrði sem orð af útlendum rótum rumún verða að fullnægja til að þau megin teljast gjaid- geng vara í góðri íslenzku. 1) Orðið verður að bæta úr einhverri þörf, það er að segja: það má ekki koma í staðinn fyrir orð af íslenzkum rótum sem er eins gott eða betra, heldur verður það að fylla eitthvert skarð sem ella yrði ófullt í málinu, tjá hugs- un r.em ekki verður betur sögð með öðru orði. 2) Orðið verður að vera þann veg úr garði gert að það íalli þvingunarlaust inn í hljóðkerfi og beygingarkerfi málsins. í því mega ekki vera önnur hljóð eða hljóðasam- böni en þau sem eru í inn- lend'im orðum, og orðið verð- ur &ð beygjast eins og inn- lend orð. Með þessu skilyrði má það einnig telja að erlend orð sem þörf er að taka upp í ®- Gott aflaár getur gjörbreytt hag okkar og aðstæðum öllum. IT'nn sem fyrr þarf að leggja '"-Jáherzlu á, að aukning fram- leiðslutækjanna og sem bezt nýting þeirra er höfuðatriði. Aukin framleiðsla getur ein staðið undir lífskjörum þjóð- arinnar og gert mögulegt að bæta þau. En jafnframt þarf að halda verðbólgunni i skefj- um eins og stefnt hefur verið að síðan íhaldið hraktist úr valdasessi. Um þetta þurfa vinnustétt;rnar að standa fast saman og láta ekki á sig ganga. Verðstöðvunarstefnan hefur sannað yfirburði sína fram yfir kollsteypur og gengislækkanir íhaldsins. Um það verður ekki deilt þótt margt hefði mátt betur fara úr hendi. Ný gengis- lækkun mundi engan vanda leysa en hins vegar þýða stór- fellda rýmun lífskjaranna og færa bröskurum og spekúlönt- um nýja og aukna gróðamögu- leika. Og það er ástæðan til þess að íhald.'ð ætlaði að lækka gehgið hefði það haft aðstöðu til eftir síðustu kosn- ingar og vill enn í dag um- fram allt að sú leið verði far- in þótt ekki sé það sagt opin- berlega af ástæðum sem ailir skilja. íslenzku, virðast sjálfsagt að rita eftir íslenzkum fram- burði, en ekki hirða um hvernig þau (kunna að vera skrifuð í hinu eða þessu er- lenda máli. Ef slíkri stefnu væri fylgc til hlítar, yrðu menn að hætta að rita alkóhól og skrifa heldur al kohl, til að komast sem næst hinum upphaflega (arabiska) rit- hætti orðsins. En slíkt dettur auðvitað engum í hug. Meðal þeirra nýju orða sem komið hafa fram á síðustu ár- um, eru heiti gerviefna alls koníir, svo sem nælon, perlon. EJkki er nein ástæða til að rita nylon, Ef við viljum nota þetta orð — og ég sé ekkert á móti því —-, er því sjálf- sagt að stafsetja það eftir ís- Ienzkum Ktafsetningarreglum, en -jkki cnskum: nælon. Það er þá hvorugkynsorð, nælons í eignarfalli og næloni í þágu- falli: flíkin er úr næloni, og þetta er nælonbursti. Orðið er ekki nema tvíkvætt (tvö atkvæði) og þess vegna fer það ekki ijla í íslenzku máli, en þó er þess að geta, að sum- ir kjósa miklu fremur mynd- ina næl, tal'a um að hluturinn sé úr næli. En það er skilf- stofumynd orðsins og hvergi notuð. Tvö mjög algeng orð sem komið hafa inn í íslenzku á seinni árum eru kommúnismi og kapitalismi. Fyrst í stað var mjög haft á móti þeim, vegna þess að þau eru ekki ís- lenzks uppruna; menn þýddu þau með «aineignarstefna og auðvaldsstcfna, sem hvort tveggja em raunar mjög lýs- andi orð, en óheppileg til af- leið&lu eða ,samsetninga. — Hér er rétt að skjóta því inn í að viðskeytið ismi fellur vel inn málið og orð með því beygjast eins og önnur veik karlkynsorð, svo sem tími, penni. — Menn sem kenndir eru við stofnur þessar ismana alla, eru þá kallaðist -istar, t.d. kommnnistar, kapitalistar, og það eru góð orð. En mál- ið vandast nokkuð þegar kem- ur að lýsingarorðum sem dregin eru af þessum stofn- um. Sumir hafa löngum ritað kapítalistiskur, kommúnistisk- ur, en það eru vandræðaleg slánaorð, því að þarna er við- skeyti (isk) skeytt að þarf- lausu aftan við annað við- skeyti (-ist). Stofnar orð- anna eru kommún (úr lat. communis = sameiginlegur) og kapítal (skylt lat. caput F== höfuð). Sumir vilja þá skeyta lýs- ingarorðssndingunni ^skur (ekki myndinni -iskur) aftan við stofnana og segja og rita kommúnskur kapítalskur, sós- jíitskur, en a.m.k. síðasta orð- ið mundi þá orka villandi á marga og vekja hugsanatengsl við útlenda orðið sosial (~ félagslegur), þar sem sósíal- iskUT' bendir ákveðið. til sós- ialisma. Ég held Gumiar Benediktsáon hafi gerzt helzt- ur talsmaður þessarar stefnu. Hins vegar held ég flestir geti orðið sammála um að nota lýsingarorðsendinguna -iskur (þarflaust er að nota mynd- ina -ískur, því að þetta er á- herziulaus ending orðs og þar verður í venjulega að i) Eftir þessu sjónarmiði eru lýsingar- orð eins og kommúnisktir og kapítaliskdt' mynduð, og í seinni tíð hafa a.m.k. sumir blaðamenn notað þær myndir fremur en tvöfalda halann -istiskur. Þetta gildir að sjálf- sögðu um öll önhur lýsingar- orð sem dregin eru af ismum. Einhvern tíma stakk mað- ur upp á því við mig að búa til alveg íslenzkt orð um djass eða jass og vildi kalla hann, skröltmúsik, en ekki er mæl- andi með þessu orði nema við þá sem er illa við þessa teg- und tónlwtar. Ekkert mælir móti því að taka útlenda orð- ið upp í íslenzku, setja á það íslenzkan svip og stafsetja það samkvæmt því. Sumir ero að burðast við að skrifa orð- ið jazz að enski fyrirmynd, eh það er nóg af z í íslenzkri stafsetningu þó ekki sé bætt við útlendum orðum með þess- um staf. Auðvitað er hið eina rétta að stafsetja jass, ef menn bera orðin þannig fram, en sumir vilja þó heldur segja og rita djass. Má frá sjónar- miði íslenzkrar tungu einu gilda hvor orðmyndin er frek- ar notuð. Eitt þeirra, orða sem mjög oft má heyra mi, ekki sízt í munni kvenna i Reyikjavík, er skrípið lekker; þær tala um föt, mat, gripi, og segja, að þetta og hitt sé lekkert. Ekki batnar, þegar orðið er stig- breytt lekkerara, lekkerast^ því að þá ber enn meir á af- káraskap þess. Það getur aldrei fengið islenzkan svip nema með miklum breyting- um, enda er þetta ekki með neinu móti nothæft í íslenzku máli. Sumir- geta ekki að sér gert að nota öll sterkustu, orð málsins og eyða svo merk- ingu þeirra, ef svo mætti að orði kveða, svo að þau eru gagnslaus þegar raunverulega þarf á þeim að halda, og þá er gjarna gripið til tökuorða eða tilbúinna skrípa. Karlar er vanir að segja að helzt standi kvenfólk fyrir slíkum breytingum í máli. — Eitt slíkra þarfleysuorða er ein- mitt lekker. Inn í íslenzku mun það vera komið úr dönsku, eu annars er það upp- runnið úr þýzku og náskylt þýzku sögninni lecken sem merkir að sleikja, og hefur lýsingarovðið verið notað upp- haflega vtm mat. Merkingar- breyting þess hefur sem, sé orðið svipuð.og orðsins sætur. — En sjálf merking orðsins lekker er þá upphaflega „verður þíss að vera sleiktur, sleikilegur, sleikjandi". Og ekki er leggjandi að líku hversu m\klu skárra mál er að nota sætmyþótt oftsé það til leiðind'% sökum ofnotkunar. 1 stað orðsins „lekker" er um að ræða fjölda góðra. orða, eins og snotur, glæstur, falleg- ur, vandaður, sélegur, ásjá- legúr, dýrlegur, inndæll, o.s. frv. ¦ Bréf frá öldnum Skagfirð- ingi: bíður næsta'þáttar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.