Þjóðviljinn - 08.03.1958, Side 7

Þjóðviljinn - 08.03.1958, Side 7
Cs*. Laugardagur ' 8/ marz' 'l'95S •— ÞJÓÐVíLjlNN (7 '■ Fáein orð um sögu 8. marz Það er vert að minnast í stuttu máli aðdraganda 8. marz sem baráttudags kvenna. Árið 1907 boðuðu konur úr verkalýðsfélögum í Stuttgart, fyrir forgöngu Klöru Zetkin, Klara Zetkin til fundar með konum úr öðr- um löndum. Á þinginu mættu konur frá 15 löndum. Þar var borin fram krafan um kosn- mgarétt kvenna. Með yfir- Burt meS allan erlendan her af Islandi! gnæfandi meirihluta atkvæða var samþykkt, að fulltrúarnir skyldu berjast fyrir kosninga- rétti kvenna í Löndum sínum. 2. heimsþing sósíaliskra kvenna var haldið í Kaup- mannahöfn 26.-27. ágúst 1910. Þar mættu 130 fulltrúar frá 15 löndum. Á dagskrá þongs- ins var: Nánara samstarf sósíalískra kvenna um heim allan. Ráð og leiðir til þess að konur fái kosningarétt. Opinber umsjá mæðra og bama. Ritari þingsins var Klara Zetkin. Hér eru nokkur orð úr skýrslu hennar: „Við við- urkennum engin landamæri. Við vinnum að alþjóðahyggju. Takmark vort er að vinna að þjóðfélagi sósíalismans. Fyrst þá munu konur öðlast efna- lega, andlega og líkamlega þau skilyrði sem þarf’til þess að verða fullgildir menn. Við eigum miklu meira óunnið í frelsisbaráttu oklcar en karlar, en það verður að takast smátt og smátt í baráttunni við hlið þeirra“. Samþykktir þingsins voru í stuttu máli þessar: 1.) Kosningaréttur handa öllum konum án tillits til efnahags. Alþjóða baráttudagur kvenna fyrir réttindum sínum og bama sinna hefur frá upphafi verið helgaður bar- áttunni fyrir friði í heiminum. Því hvers virði er okkur allt heimsins yndi, ef við getum ekki borgið lífi barnanna okk- ar? Konur Afríkulanda rita nú kröfur sínar um lausn undan áþján nýlendukúgaranna með blóði sínu. Konum um allan heim stend- ur ógn af æðisgengnum kjarn- orkuvígbúnaði. Lífsloftið, land og sjór gerist bölvi blandið. Við íslen7,kar konur eigum óskilið mál með konum allra landa. Við krefjumst þess að geta lifað eins og menn. frjálsar og í fullum rétti. Við krefjumst þess, að fá að sjá börnum okkar fyrir heimili sem sé í húsi, en ekki hreysi. Við krefjumst sömu launa og sama réttar til handa stúlkum og piltum. Við krefjumst þess að ís- lenskir atvinnuvegir verði efldir og hver piltur og hver stúlka geti neytt krafta sinna við þjóðholl framleiðslustörf. Ein er þó sú krafa sem innibyndur allar aðrar kröfur. Krafan sem er aðalkrafa ís- lenzkra kvenna á þessum 8. marz degi. Við viljum iifa sem frjáls og fullvalda þjóð í landi okkar. Við viljum engin víg- hreiður vita í landi okkar. Islendingar eru vopnlaus þjóð og valdbeiting er okkur við- urstyggð. Við höfum numið þetta land og það var frá engum tekið. Því er okkur skylt að skila þvi til arfa okkar al- frjálsu og óháðu. Hver heilbrigð íslenzk kona og hver heiðarlegur maður hlýtur því að taka undir kröfuna: Burt með allan er- lendan her af Islandi! Þórunn Magnúsdóttir. Engene Cotton 2. ) Bann við næturvdnnu kvenna. 3. ) 8. marz skuli vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 4.) 3. heimsþing kvenna eft- ir þrjú ár. Ályktunin var samþykkt samhljóða gegn 10 atkvæðum ensku lrvennanna, sem höfðu sérskoðanir í sum- um málum. Frá árinu 1910 hafa kröfur kvenna 8. marz verið: Jafn- rétti við karla, 8 stunda da.gur, sömu laun fyrirsömu vinnu — Þó nú séu liðin f jörutíu og átta ár, hafa kon- ur í mörgum löndum enn þá ekki fengið kosningarétt. Klara Zetkin, ritari þings- ins skoraði á konur að berjast fyrir friði. Hún sagði: „Fyrst þegar meixá hluti kvenna tek- ur upp kröfuna: Stríð gegn stríði, — þá geta þjóðimar verið ömggar um friðinn. Og þann dag sem konurnar fylkja sér einhuga um þessa kröfu, verður hún borin fram til sig- urs. Við stöndum sém eiginkon- ur og mæður gegn þeim glæpi Sém stýrjaldir eru. Við hugs- um ekki aðeins um sundur- tætt lík ástvina vorra; við hugsum ekki siður um þau fjöldamoi’ð á sálinni sem er óumflýjanleg afleiðing styrj- alda. Þær ógna því sem við mæður sáum í barnshugann, vorri dýrustu gjöf, menningar. arfleifð vorri“. 1914 bra.ust fyrri heims- styrjöldin út með öllum sínum hörmungum. 1915 var boðað til kvennaþings í Bern, en fékk litlar undirtektir vegna stríðsæsinganna, enda voru þá öll frjálslynd samtök brot.in niður af auðvald'nu Friðarbaráttunm hefur þó stöðugt veríð halclið afram og eftir seinni beimsstyrj"ldina var haldinn fjöin'ennur kvennafundur t London 3. marz 1945. Franska kvennabandalagið bauð konum til þings í París 26. nóv.—1. des. 1945. Þar var stofnað Alþjóða- bandalag lýðræðissinnaðra kvenna, sem hyggst sameina allar konur án tillits til kyn- þáttar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. 'Bak við þennan dag, 8., Framhald á 8. síðu. Konur þessar hittust á heimsþin,gi mæðra í Lausanne 1956. Þær eru fulltrúar kvcn nasamíaka frá Afríku, Evrópu og Asíu. — Myndin er táknræn fyrir vaxandi einingu kvenna í baráttunni fyrir friði. Boðsknpur frá Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna 8. marz 1958. Til allra kvexma. í sambandi við hinn aíþjóð- lega kvennadag 8. marz 1958, heilsar hið lýðræðislega heimskvennasamband öllum konum og kvenfélögum, hvar í heimi sem er og óskar þeim árs og friðar. Við beinum kveðjum okkar til allra þeirra kvenna sem leggja lið sitt til aukins frels- is og friðar, og ekki sízt ykk- ar sem leggið ykkur sérlega fram í pólitískum, félagsleg- nm, fjárhagslegum og menn- mgarlegum efnum. Við heilsum þeim þjóðum sem vinna að friðarmálum af fullri alvöru og áx-vekni. Við gleðjumst yfir vakningu og endurreisn þjóða í Asíu og Afríku. Við samgleðjumst ykkur innilega með tæknilegar og visindalegar framfarir, sem munu skapa bjarta fram.tíð Er STRÍÐ og FRIÐUR okkur íslendingum óvlðkomandi? Eínda þótt Islendingar séu á einu máli um afleiðingam- ar af kjamorkustyrjöld, viti að þar verður jafnvel teflt á tvær hættur um líf og heilsu komandi kynslóða, þá láta þó flestir sem barátta þjóðaima fyrir friði sé þeim óviðkomandi. Alla þessa öld hefur styrj- öld verið háð — auk tveggja heimsstyrjalda, sem lögðu mill jónir manna i gröfina og gerðu enn fleiri að örkumla- fólki. —. Stóru auðvaldsrikin hafa kúgað ófrjálsar þjóðir eða veikar efnahagslega, kæft í blóði frelsisbaráttu þeina og rænt auðæfum þeirra. Er öllum í fersku minni Kýpur, Malakka, Indónesía, Viet- Nam, Kenýa, Guatemala oJI. o. fL sem arðræningjar Bret- lands, Bandaríkjanna og Frakklands hafa háð styrjald- ir við. 1 mörg ár hafa auð- hringar Frakklands háð út- rýmingarhemað gegn nærri vopnlausri Alsír — myrt íbú- ana eins og sláturfénað. Á sama tíma hefur þó ver- ið háð hin skeleggasta frið- arbarátta. Auk sósíalistísku landanna og verkalýðshreyf- ingarinnar í flestum löndum, hafa þjóðir Asíu og Afríku risið upp til vamar málstað friðarins. Þegar setulið Breta og síð- Bandaríkjanna var hér á tíma- bili siðari heimsstyrjaldar, lærðu nokkrir ihaldsmenn að hagnýta sér hörmungar ann- arra þjóða.. Þessir vesælu þorpa.rar seldu sig stríðsauð- valdi Bandaríkjanna fyrir nokkra mola af stríðsgróða þess. Með takmafkalausii hræsni og svikum, véluðu þeir nokkum liluta íslenzku þjóðarinnar til fylgis við lier- stöð fyrir Bandaríkin í Kefla- vík, töldu þeim trú um að þetta væri hin mesta gróða- lind fyrir fjárhag þjóðarinn- ar. Fyrir þessum íhaldsmönnum vakti aðeins áframhaldandi gróðabrall í sambandi við er- lenda herinn. Þeir eins og all- ir aðrir íslendingar vissu, að allt varnartalið var hræsni til þess eins að hylja hinn raunvemlega tilgang — gróðabrallið. Áróður Morgunblaðsins og ihaldsins yfirleitt fyrir striðs- öflum og kúgumm smáþjóða, Framhald á 10. síðu. fyrir þöm ykkar sem nú vaxa úr grasi. En framtíð verður að bj'ggjast á friði til þess að komandi kynslóð fái notið á- vaxta þeirrar ástar, sem við veitum henni. Iðni og áhúga- semi verður að koma til skjal- anna til þess að vega á móti vetnissprengjuhreiðrum sem. hlaðið er upp um allar jarðir. Þegar slíkar vörugeymslur eru á næstu grösum, emm við öll í hættu. Konur um allan heim heimta endi á öllum tilraun- um með kjarnorkusprengjur, þær heimta einnig að hið svo- kallaða kalda stríð verði út- kljáð með samningum milli ríkja. Það er raunverulegur vilji kvenna og meirihluta allra manna, að vinátta, skiln- ingur og sameiginleg tilvera allra þjóða verði raun og reynd í framtíð þessa lieims — ekki stríð og morð. 8. marz bindast konur um allan heim samtökum um bar- áttu fyrir sameiginlegu frelsi, og einnig þijóðlegu frelsi. 8. marz, hinn venjulega bar- áttudag kvenna, notum vér til fundahalda og almennra há- tíðahalda til þess að sýna vilja okkar og kröfur. Við munum ennfremur leggja á- herzlu á jafnrétti í vinnu, sömu, laun fyrir sömu vinnu og laun fyrir móðurstarf sem framlag til þjóðfélagsins. Alþjóðasamband lýðræðis- sinnaðra kvenna skorar á all- ar konur að gera 8. marz 1958 að miklum undirbúnings- degi fyrir Fjórða þingið, sem haldið verður í Vínarborg 1,- 5. júní 1958. Þetta þing munu sækja konur úr öllum hlutum heims án tillits til litar, þjóðernis eða trúarbragða. Þetta þing mun sanna vináttu og félagsskap allra kvenna og það verður merkilegur þáttur til styrktar og sameiningar kvenna um allan heim, að því marki að börn þeirra megi ná fullorðinsaldri í friði —• heimsfriði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.