Þjóðviljinn - 16.03.1958, Page 9

Þjóðviljinn - 16.03.1958, Page 9
Sunnudagur 16. taarz 1958 — ÞJÓ.ÐVILJINN — (9 Kanadamemi urðu heims- meistarar í ísknattleik Rússar í öðru sæti, Svíar þriðja Heimsmeistarakeppnin í ís- knattleik fór fram í Osló dag- ana 28. febr. til 9. marz. Úr- slit urðu þau að Kanadamenn unnu og í annað sæti komu Rússar, en þriðju í röðinni urðu Svíar sem voru lieimsmeistar- ar í fyrra. Það fór eins og spáð var að Kanada og Sovétrikin myndu berjasjt u^^titiliiin, -en Kanada- menn hafa sjaldan sent eins gott lið til keppni og í þetta sinn, og sigruðu þeir yfirleitt með miklum yfirburðum og sumir leikirnir voru meira sýn- ing en keppni. Kanadamenn voru ekki ör- uggir til að byrja með og sendu boð heim um að senda ,,stjörnu“ að nafni Sandy Air, sem ekki gat farið með þeim er þeir lögðu upp í ferðina. Verður hér á eftir sagt með nokkrum orðum frá leikjunum í mótinu og birtist fyrri helm- ingur í dag. Ölafur konungur setti mótið Setningu þessa heimsmeist- aramóts í ísknattleik annaðist Ólafur konungur Norðmanna og flutti hann stutta en snjalla ræðu. Forseti alþjóðasambands- ins flutti einnig ræðu við þetta tæki-færi. Á eftir var leikið ,,Ja vi elsker“. Var þetta hátíð- leg athöfn. Meðan á þessu stóð snjóaði svo fjarlægja varð snjó- inn áður en fyrsti leikurinn byrjaði. Tékkóslóvakía—Finnlaml 5:1 (2:0—2:0—1:1) Fyrsti leikur mótsins var milli Tékka og Finna. Snjó- koman skemmdi leikinn til muna og fundu leikmenn stund- um varla plötuna sem leikið er með. Var leikurinn aldrei góður og náðu Tékkar ekki eins góðum leik og búizt hafði verið við. Finuar stóðu sig vel í fyrsta leifcnum. (Leiknum er skipt í þrjá hluta.) Leikurinn var rólegur og aðeins tvisvar voru menn reknir af vellinum. Noregur—Svíþjóð 0:9 (0:0—0:5—0:4) Næsti leikur var milli Nor- egs og Svíþjóðar og voru liðin svo heppin að það var hætt að snjóa er þau byrjuðu. Leik- urinn í heild olli miklum von- brigðum hjá Norðmönnum, sem börðust vel fyrsta leikhlutann en misstu markmann sinn út í lok leiksins. Þeir náðu aldrei samleik og áttu aldrei skot á mark eftir þetta. Aftur á móti var lið Svíanna betra en þeir höfðu búizt við og eftir leikinn voi*u þeir bjartsýnni með frarahaldið. llandarikin—Pólland 12:4 (4:2—2:0—6:2) Til að byrja með var leikur þessi nokkuð jafn og mótstaða Pólverjanna meiri en gert var ráð fyrir og um skeið í fyrstu lotu stóðu leikar 2:2. Það stóð þó ekki lengi, því að brátt tóku Bandaríkjamemi- irnir örugglega forystuna og í síðustu lotu leiksins sýndu þeir hreina yfirburði. Pólverjarnir léku stuttan samleik en vöm þeirra var mjög opin. Kanada—Pólla nd 14:1 (8:1—1:0—5:0) Byrjunarhraði Kanadamanna var svo mikill að leikmönnum scm á horfðu og áttu eftir að leika við Kanada stóð .stuggur af, hvað þá Pólverjunum, sem í fyrstu lotu fengu 8 mörk gegn einu. Leikuiinn var harð- ur á köflum og margir urðu að lialda hl í „skammarkrókn- um“ og fengu báðir að kenna á því. Annars léku Kanadamenn sér að Pólverjunum, og eftir leikinn var gert i*áð fyrir að erfitt yrði að stöðva Kanada- mennina. Svíþjóð—Finnland 5:2' (0:1—2:0—3:1) Eftir hinn stóra sigur yfir Norðmönnum komu Svíarnir sýnilega á völlinn í'þeirri trú að þetta yrði þeim aúðveldur sigur. Það varð þó Öði’u nær, Þeir urðu að berjast í meira en 38 minútur áður en þeim tókst að skora og töpuðu fyrstu lotunni. Finnar skoruðu er 7 mín. voru af leik. Vörn Finnanna var sterk og örugg, en í annarri lotu náðu Sviarnir miklum hraða og skor- uðu tvö mörk. í siðustu lotu skoruðu Svíar tvö mörk sem voru hæpin (rangstaða). Finn- ar áttu miklu betri leik en nokkurn óraði fyrir. Sovétríkin—Noregur 10:2 fl:0—5:1—4:1) í þessum leik byrjuðu Norð- menn vel og sluppu með aðeins 1:0 í gegnum fyrstu lotu, og það er e'kki ff/rr en nokkuð er komið út í aðra lotu að Rúss- um tekst að bæta víð marka- töluna. Er á leið leikinn tóku Rússarnir hann meir og meir í sínar hendur, þó áttu Norð- menn tækifæri sem þeir mis- notuðu hvað eftir annað. Leikurinn var rólegur og að- eins þrisvar átti hvort lið menn í skammarkróknum. Sovétríkin—Finnlaud 10:0 (5 :ö—1:0—4:0) Finnarnir byrjuðu illa í leik þessum, fengu mark eftir fjóra og hálfa mín. Þeir gátu heldur ekki verið með aðalmarkmann sinn og staðgengill hann var taugaóstyrkur til að byrja með. Þótt Rússamir hefðu mikla yf- irburði sýndu þeir ekki nógu góðan og virkan leik. Kanada—Noregur 12:0 (4:0_6:0—2:0) Leikur þessi var sýning af hálfu Kanadamanna og náðu þeir þeim bezta leik sem þeir höfðu háð til þessa. Sýndu þeir frábæra kunnáttú í öllum at- riðum leikninnar. Þrátt fyrir þessa yfirburði börðust Norð- menn allan tímann án þess að láta noklíra minnimáttarkend koma fram. Konungur Noregs var við- staddur leikinn. Tékkóslóvakía—Pólland 7:1 (4:0—2:0—1:1) Leikur þessi var lélegur og harður, svo að segja frá upp- hafi til enda og meira um það að leikmenn væru settir í skammarkrókinn en í nokkrum leik til þessa í mótinu. Kvað svo rammt að þessu að nærri 30 vitamínútur komu fyrir í leiknum. Var naumast hægt að ræða um ísknattleik í leikn- um. Kanada—Finnland 24:0 (7:0—7:0—10:0) Norrænir blaðamenn sem horðu á leikinn segja að þeir liafi aldrei séð eins vel leikinn ísknattleik og í þetta sinn af liálfu Kanadamann og þá sér- staklega þegar þeir áttu tvo menn og Finnar einn í skamm- arkróknum. Á þeim tíma létu þeir Finna ekki snerta við plötunni ('knett- inum). Finnar voru ekki með bezta Iið sitt, vissu sem var að það var vonlaus leikur, en vildu leggja meira í leiki, þar sem meiri likur eru til að geta náð stigum. Bandaríkin—Noregur 6:1 (1:1—2:0—3:0) Norðmenn byrjuðu vel og vat fyrsta lota jöfn og með meiri og betri skotum hefðu Norð- menn átt að hafa nokkra for- ystu. Bandaríkjamenn juku hraðann í.næstu lotu og fengu Norðmenn ekki staðizt það. Sér- staklega í síðustu lotunni varð leikurinn nokkuð harður og skullu menn saman og lágu í hópum á vellinum. Svíþjóð—Bandaríkin 8:3 (3:2—1:0—4:1) Þessi leikur var mjög góð- ur og náðu Svíamir mjög góð- um leik sem kom jafnvel bezt fram í síðustu lotu leiksins. Það virtist hafa mikil áhrif á leik Bandaríkjanna að bezti maður þeirra, Jhon Mayasisch, meiddist eftir 11 min. leik. Leikurinn var prúður og fáir sem fóru í skammarkrókinn, Margir Svíar voru á áhorf- endapöllunum og voru leik- menn þeirra ákaft hylltir af löndunum og einnig voru hinir norsku áhorfendur þeirra menn. Sovétríkin—Tékkóslóvakía 4:4 ("3:1—0:2—1:1) Þetta er almennt talinn bezti og jafnasti leikurinn til þessa í mótinu. Bæði liðin léku framúrskar- andi vel. Það var hraði og spenningur í honum allt frá byrjun til enda. Sovétríkin byrjuðu vel og skoruðu 3 mörk áður en Tékkar fengu að gert, en þá tóku þeir að sækja sig. Hraði í áhlaupum var á báða bóga og spenningur. Bftir tvær lotur voru þeir jafnir 3:3. Rússar sóttu hart í síðustu lotunni og virtist sig- ur þeirra liggja í loftinu. Og þegar um 4 mín. voru eftir af leiknum skora Rússar fjórða mark sitt og þar með var talið að leikurinn væri unninn fyrir þá. Mínútu síðar gera Tékkar áhlaup og skora en dómarinn taldi það ólöglega gert (með skautanum) og „píptu“ áhorf- endur á dómarann. Áfram er haldið og 20 sek. fyrir leiks- lok skora Tékkar og jafna, og vakti það mikla gleði leikmanna í tékkneska liðinu og eins meðal áhorfenda. Landsflokkaglíman í dag Landsflokkaglíman 1958 verð- ur háð að Hálogalandi í dag. Keppt verður í fimm flokkum, þrem þyngdarflokkum fullorð- inna og’ tveim aldurs-flokkum drengja. Keppendur verða 25, þ.á.m. margir af beztu glímumönnum Iandsins. 1 þyngsta flokki verða meðan annarra: Ármann J. Lárusson, UMFR, og bróðir hans Kristján H. Lárusson frá sama félagi og Benedikt Bene- diktsson, Ármanni. 1 öðrum flokki má nefna: Hilmar Bjamason, UMFR, og Sigurð Ámundason, Ármanni. í þriðja flokki: Þórir Sigurðsson, Greipssonar í Haukadal, UMF Biskupstungna. Keppir hann nú í þriðja flokki, en hann vann þann flokk í hitteðfyrra (1956) en drengjaflokk í fyrra (1957). 1 drengjaflokki, sem verður tvískiptur, eru 10 þátttakend- ur. Margir efni í glímumenn. Öllum Alþingismönnum hefur verið boðið að sjá glímuna. Er það gert í sambandi við fram komna tillögu á Alþingi um glímukennslu í skólum. Menn eru hvattir til að mæta snemma, því búast má við skemmtilegri keppni. Glimufé- lagið Ármann sér um glímuna. liggur ieiðln Framhald af 4. síðu um að líkjast fyrir Larsen’ (Við skýringu skákarinnar hef ég haft stuðning af skýr- ingum brezka meistarans H. Golombeks í bókinni: „Reti’s Best Gaines of Chess“. S. K.) Mænusóttarbólusetnmg Reykvíkingar 45 ára og yngri, sem bóluséttir voru í 1. og 2. sinn á tímanum febrúar — maí 1957 og enn hafa ekki fengiö 3. bólusetningu, eru beðnir aö mæta í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur dagana 17. — 31. marz. kl. 1—5 e.h., nema Opiö virka daga kl. 9—11 f.h. laugardaga kl. 9—12 f.h. Inngangur um austurdyr (frá baklóö). Fólki er bent á, aö viö fyrri bólusetningar hafa flestir komið síöustu dagana. Þeir, sem vilja forðast biðraðir, ættu því að koma sem fyrst. Heilsuvemdarstöo Reykjavíkur V.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.