Þjóðviljinn - 16.03.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.03.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. marz 1958 w Sinfóníuhljómsveit fslands Tónleikar i Þjóðleikhúsinu á þriðjudagskvöld 18. þ.m., kl. 8.30. Tékknesk tónlist. Stjórnandi. Dr Vaclav Smetacek. Einleikari Björn Ólafsson. Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. SKRIFSTOFUR okkar eru fluttar á Laugaveg 176. Tékkneska biíreiðaumboðið á fslandi hf. R. jóhannesson h.f. Sími 17 18 1. Bifreiðaskattur Athygli bifreiðaeigenda í Reykjavík skal vakin á því, að i gjalddaga er fallinn bifreiðaskattur, skoð- unargjald og vátryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1957. Skattinn ber að greiða í tollstjóraskrifstofunni, Arnarhvoli. Við bifreiðaskoðun ber að sýna kvittun fyrir greiðslu gjaldanna. Reykjavík, 12. marz 1958. Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Enskar kápur m.a. mjög hentugar fermingakápur M ARK AÐURINN Laugaveg 89 Silungsveiðar og utilíf Framhald af 7. síðu haldi er sætt, stundum eilít- ið rammt, en sjaldnast óþægi- legt. Máltíð, sem gerð er af silungi, hráum rjúpum og vatni með krækiber sem á- bæti, er hin dýrlegasta, þeg- ar maður er svangur og þreyttur. Smalamennirnir höfðu af hestbaki skotið 166 rjúpur, 18 héra og 1 ref, en refir voru friðaðir á þessum árs- tíma. Þetta var blárefur og þeir gáfu þá ósennilegu skýr- ingu á þvi, að þeir höfðu skotið hann, þótt ekki væri veiðitími, að hann hefði ráð- izt á kind. Sannleikurinn hef- ur þó líklega verið sá, að þeir hafa komið auga á refinn, er hefur fyrir forvitnisakir fylgt í humátt á eftir þeim, því að grænlenzkir refir halda sig oft í námunda við menn til þess að fylgjast með því, hvað þessi undarlegu, tvífættu dýr aðhafast. Refurinn hefur ann- að hvort verið helztil öruggur um að verða ekki skotinn á þessum árstíma eða hann hef- ur reiknað skakkt út, hve langt byssan mundi draga, að minnsta kosti lét hann líf- ið þrátt fyrir vernd laganna. Handhafi dómsvaldsins á staðnum, Jacobsen fógeti, beitti við þetta tækifæri Kulda o% hita einangrun Ef þér viljið einangra hús yðar vel, þá notið WELLIT plötur. — WELLIT ein- angrunarplötur eru mikið notaðar í Sví- þjóð, Noregi, Englandi, Þýzkalandi, Bandaríkjunum og viðar. WELLIT ein- ‘ angrunarplötur 5 cm. þykkar kosta að- eins kr. 35.70, ferm. — Reynslan mælir með WELLIT. Czechoslovak Ceramics, Prag. Einkaumboð: MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 — Sími 1-7373 ROKKBUXUR Á UNGLINGA ^ bláar •jc svartar VINNUFATABUÐiN, Laugavegi 76 — Sími 1-54-25 I>órður sjóari Á samri stundu hafði stýnmaöuriim snúið skipinu marki, og allir voru önnum kalmr ao haida upp í vindinn og aðvörun Rúdólfs kom of seint. Hann skipinu á réttri leið; allir vissu, að þeir voru að- var fastur undir seglinu, og menn hans heyrðu að eins 20 mílur undan hinum hættulegu ströndum hann stundi hátt. En ofsinn í veðrinu náði nú há- Wadden eyjanna. þyngstu viðurlögum, er hann notar. Hann bað sökudólg- ana, að gera þetta aldrei aft- ur. Þegar búið var aS koma silungunum heim var nokkur hluti þeirra reyktur í þartil gerðum jarðofni, hitt var salt- að niður. Heimatilbúna ölið var nú tilbúið til drykkju, svo að brugguninni var hætt. Gestirnir tóku að streyma að úr öllum áttum, ríðandi, gang- andi, róandi og siglandi á ótal bátum. Við guðþjónustuna , fyrir hádegi þann ,8. ágúst voru svo unglingarnir þrir fermdir og börnin þrjú skírð. Að kirkjuathöfninni lokinni sett- umst við síðan að hádegis- verði á heimili Ottós Freder- iksens, er var afi allra barn- anna. Voru við alls 78 að meðtöldum smiðunum, er unnu við útihúsabyggingarnar. Yfir hádegisverðinum, er var steyktar rjúpur og búð- ingur ásamt öli og víni, var margt rætt. Mest var talað um stjómmál og sauðfjárrækt. En að áliðnu síðdegi, er við vorum risin upp frá kaffi- borðinu og sátum reykjandi yfir whiskíi og kognaki, urðu samræðumar f jömgri og snér. ust um fjölbreyttari efni. Okkar gamli og virðulegi fræðari, Adolfsen, — en græn- lenzkur fræðari er í senn skólakennari og prestur, — var orðinn svo dmkkinn áður en kvöld var komið, að hann lét sér um munn fara þýzk, ensk og frönsk orð, þótt hann talaði ódmlckinn ekki nema sitt móðurmál og svo vonda dönsku. Við, sem yngri voram, tók- um fyrst reglulega að skemmta okkur, er á kvöldið leið. Við gengum hús úr húsi um allan staðinn og dönsuð- um eftir harmóníkuleik. Veizl- an stóð í þrjá sólarhringa, einungis með smáhléum um miðdegisleytið, þegar menn sváfu. Menn sváfu alls staðar, á gólfunum, í stólum og rúm- um. Og brátt var veizlunni haldið áfram að nýju. Eftir þrjá daga og þrjár nætur vomm við orðin svo uppgefin, að lengur varð ekki haldið áfram. Það var líkt og við hefðum unnið ámm saman án hvíldar. Þar að auki var hvorki til öl eða matur lengur. Þetta var veizla, sem lengi mun verða í minnum höfð, veizla, þar sem margt skemmtilegt gerðist, er lengi mun verða talað um. Þetta var einn þeirra þátta, er treysta fjöls'kyldubönd Græn- lendinga. Ekki er nema stutt síðan farið var að setja reglur varð- andi silungsveiði í grænlenzk- um ám. Hafði komið í ljós, að magn þess fiskjar er veidd- ist, fór stöðugt minnkandi og óttuðust menn fullkomna út- rýmingu stofnsins, ef ekki yrðu settar ákveðnar reglur um veiðina. Meðal þess, sem ákvæði voru sett um, er möskvastærðin svo og það, að ekki má leggja net nema yfir hálfa breidd árinnar. Auk þess hafa verið keypt laxa- seiði frá Kanada og sett í árnar, en eins og kunnugt er ganga laxar í þær ár, þar sem þeim er klakið út. Er nú þegar orðið talsvert af laxi í grænlenzkum ám.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.