Þjóðviljinn - 18.03.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.03.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. inarz 1958 — ÞJÓÐVILJINN T- (7 Dagana 25. og 26. febr. s.l. 'birtist í Tímanum, Alþýðubl. og Vísi grein eftir Pál Oddgeirs- son: „Núveramii verkun á skeið er íslcnzkri útgerð til stór- tjóns“. Greinina byrjar Páll með því að kynna lesendum sínum ferð til Ítalíu árið 1949 og þann ár- angur er hann telur hafa orðið af henni fyrir upphaf skre.'ðar- verkunar hér á landi. Nokkur dæmi úr þessum hluta greinarinnar fara hér á eftir orðrétt: Um viðtal s;tt við éinn „kunnasta og stærsta fisk- kaupmann" á Ítalíu, segir hann hi. a.: „Ég tjáði honum eins og satt var að Islendingar væru enn ekki farnir að framle.ða þessa vöru“, (!». e. skreið). ,,Þegar eftir heimkomu mína hringdi ég til kunnustu athafna- manna í útgerð í Reykjavík Hafnarfirði, Suðvesturlandi og víðar, og sagði þeim þessar mikilvægu fregnir. Auk þess hvatti ég ónafngreinda menn til þess að hefjast þegar handa um skreiðarframleiðslu, enda var verð á skreið á Ítalíu mjög hagkvæmt, •— og ég hafði tryggt öruggan grundvöll fyrir viðskiptum. Enginn vildi sinna þessu þá.... Sem sagt, útgerðar- niehn höfðu þá ekki fengið á- huga fyrir þessari verkun.... Eg tók því það ráð að skrifa í Vísi nokkru fyrir ofangreind áramót“. (þ. e. 1949—50). Síð- an kemur feitletrað: „Á vertíð 1950 hófst skreiðar- fiamleiðsla, og nam magnið það ár 93.600 kg.“. Vegna þessara ummæia Páls Oddgeirssonar vil ég upplýsa, að skreiðarframleiðsla, — ejns og hún gerist nú — hófst ekki 1950, heldur 1935 og eftir því sem ég veit bezt, fyrst og fremst fyrir forgöngu og fram- tak Fiskimálanefndar. Heimild- ir fyrir þessu svo og nánari upplýsingar er m. a. að finna í skýrslum Fiskimálanefndar frá þessum árum. Til fróðleiks um þetta o. fl. í þessari grein ætla ég að taka hér upp skreiðarútflutning okk- ar frá árinu 1935, bæði heildar- útflutningsmagnið, og það sem selt hefur verið t.T Ítalíu: (Tal- ið í kg.): Kristjan EKaison, yíiríiskimatsmaður: ■ ' Vcsfascsmcsr stcsi áslenzko skreiðnrfminleiðslu H&kkias aílmgasemdir vi3 grein Páls Oddgeirssonar Ár Til Ítalíu Heildarútfl. 1935 0 80.535 1936 88.250 546.751 1937 83.550 851.266 1938 36.500 468.830 1939 104.650 640.545 1940 104.070 393.415 1941 0 496.430 1942 0 253.390 1943 0 198.200 1944 0 225.900 1945 0 296.700 1946 93.450 107.700 1947 0 400 1948 0 6.000 1949 4.300 4.300 1950 92.400 93.600 1951 108.600 1.044.700 1952 0 2.355.800 1953 56.800 6.500.000 1954 2.320.500 12.935.000 1955 518.100 6.552.800 1956 1,271.000 11.499.900 1957 645.800 10.154.800 Samt. 5.527.970 55.706.962 Fiskitrönur; ljósmynd eftir Karl Sævar, Svo sem fram kemur í þessu yfiríiti féll salan til Ítalíu niður á styrjaldarárunum, þess vegna og af fleiri ástæðum dró einnig úr heildarframleiðslunni. Eft- ir stríðið voru skreiðarhjallarn- ir mjög gengnir úr sér, höfðu ekki verið endurnýjaðir, — jafnvel rifn.r niður, seldir í girðingar o. fl. En þegar ís- fiskútflutningur okkar stöðv- aðist til Bretlands, vegna lönd- unarbannsins fræga, þá jókst þessi framleiðsla á ný, — og það svo stórkostlega, að það beriti sízt til áhugaleysis fyrir þessari verkun. Eg tel því, að framangreind ummæli Páls hafi ekki við rök að styðjast. Þá kem ég að staðhæfingum Pál's um þýðingu þess, að breiða yf.r skreiðarhjallana. Hann segir m. a.: „Verjið ski-eiðina vætu og þá munu gæðalUutföfilÍra reynast þesKi: 85% nr. 1, en 10—12% í lægrá gæðaflokki". (Væntanlega II. flokki). Núverandi framleiðsluaðferð okkar á skreið, er sem kunnugt er' sniðin algerlega eftir því sem gerist í Noregi. Þeir hafa framleitt skreið öldum saman. Skyldi Norðmönnum aldrei hafa dottið þetta í hug, ef þýð- ing þess væri svona geysileg? Aðalorsök þcss, að gæðahlut- föll skreiðarframleiðslu ckkar em svo óhagstæð sem raun ber vitni, er, að hráefni það, sem fer til þessarar verkunar er yfirleitt lélegt, — þ. e. skemmt og illa farið, enda algengt, að það bezta úr fisk num sé valið úr til annarrar verkunar. Úr skemmdu hráefni fæst aldrei góð vara hvernig sem að er farið og auðvitað ekki held- ur með því að breiða yfir hjall- ana. Auk þess eru hengdar upp ýmsar tegund.r fisks, sem að mestu eða öllu leyti seljast að- eins til Afríku, og teljast því III. flokks vara. Sá fiskur, sem ekki gengur til Ítalíu vegna þess hve hann er smár, — eða af öðrum ástæðum, selst e.nnig til Afríku, þótt hann gæðanna vegna gæti gengið til ítaliu, — telst því III fl. En hvað þá um jarðslagann, sem Páll Oddge'rsson ætlar að útiloka með yfirbreiðslum? Eg er ekki viss um að yfirbreiðsl- ur nægi til að útiloka hann. Marg.r telja, að uppgufun úr jörðinni, t. d. í hitum, sé næg orsök fyrir jarðslaga, ekki sízt ef mikill gróður er undir hjöllunum. Þá verður rakaloft og hitamollur ekki útilokað með yfirbreiðslum. Eg tel það jafnvel geta orðið til skaða að breiða yfir fiskinn, geta m. a. orsakað me;ri hættu á ýldu og maðki, ekki sízt ef hengt er þétt eða í fleiri hæðir. Páll nefnir það, að s.l. ár hafi verið mjög hagstætt fyrir skreiðarverkun, og er Það rétt. Þurrkar voru miklir og jarð- slagi var svo til enginn. En þrátt fyrir þessa hagstæðu tíð, þá var útkoman lítið eða ekk- ert betri en að undanförnif, að því er snertir Ítaiíugæði. Þetta sýnir, að það er ekki fyrst og fremst jarðslagi sem fellir skreiðina úr I. og II. flokki, heldur það sem bent var á hér að framán. Ilvað kosta svo þessar yfir- breiðslur og uppsetning þeirra? Eg bjóst við kostnaðaráætlun og útreikn ngum vinnulauna við að breiða yfir og taka ofan af, en fann ekkert um það í greininni. Til þess að geta hengt í þrjár hæðir, þarf fyrst að endúrbyggja al!a skreiðar- hjallana. Þá þarf hver e.'nstak- ur hjallur að standa einn sér, samkv. „modeli ‘ Páls, svo ,að hægt sé að koma yfirbreiðslun- um við. Þá er sá flötur, sem þekja þarf, ekkert smáræði, og eitt- hvað hljóta yfirbreiðs’ur yfir slíkan flöt að kosta. Þá þarf áreiðanlega góðan útbúnað fyrir veðrum, a. m. k. kaðla og festingar á jörðu niðri. Eitt- hvað kostar svo viðhaldið á þessu. Loks yrði það töluverð v'nna að breiða yfir og taka ofan af. Skyldi þeim skreið- arframleiðendum, sem telja það ekki svara kostnaði að hreinsa hnakkab’óðið úr f.skinum þó að þeir með því stórbæti útlit hans og verkun, — ekki finnast hæpið að leggja út í siíkan kostnað fyrir jafn vafasaman árangur? Að lokum vT ég minnast nokkuð á Italíumarkaðinn. Páll segir m. a.: ;,ítalir kaupa árlega 16—18 þúsund smálest- ir. íslendingar eiga hægt með ef rétt er að staðið að' fram- leiða 1. fl. skre.ð fyrir þennan markað t.d. 10—12 þúsundir lesta.“ Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef frá Enrico Gismondi & Co. á Ítalíu, þá hefur skreiðar- innflutningur þangað aðeins einu sinni náð rúml. 16.000 tonnum, en það var árið 1924. Næsta ár, þ. e. 1925 var hann aftur á móti aðeins rúml. 8 þúsund tonn. Önnur ár fram til 1935 var hann rúml. 8 þúsund og upp í 13 þúsund mest. En árin 1950—1955 hefur heildarinnflutningur þangað verið þessi:' ár sannar bezt. En verðið, sem fengizt hefur fyrir sumt af þeirri skreið, sem seld hefur verið til Ítalíu, hefur ekki alltaf verið svo hagstætt, að það hafi örvað skreiðarfram- le'ðendur til framleiðslu fyrir þann markað. Þess eru jafnvel dæmi, að framleiðendum heíur ekki fundizt borga sig að meta Ítalíuskreið út úr Afríkunni, heldur selt allt upp t.l hópa (,,samfængt“) til Afríku. Dæmi um þetta er t. d. árið 1952, — og dæmi um óhagstætt verð er m. a. að finna í árs- skýrslu S.SF. 1956 á bis. 4. Þar er verð á „Finmark£n“ skreið til Ítalíu kr. 8,87. Á sar-a rtað cr verðið á þorski t 1 Afríku sagt kr. 8,53 og á keilu til Afríku kr. 8,66. Ennþá óhagstæðara dæmi er að finna í ársskýrslu S S.F. 1955, bls. 4. Þar er „Finmark- en“ skreið til Ítalíu á kr. 8,75 og góð Afríka til Ítalíu á kr. 8,77. Afríkuþorskur er á kr. 8,84 og Afríkukela á kr. 8,80. Það virðist auðsætt, að við íslendingar verðum íyrst og^ fremst að byggja skreiðar- framleiðslu okkar á Afríku- markaðinum, enda er hann langstærstur og fer vaxandi. Gæðakröfur eru hóflegar, og er það mjög mikilvægt fyr'r okk- ur, a. m. k. á meðan jafn mikið er um lélegt eða illa farið hrá- efni, sem nú er. Það verður varla unnið öðru vísi, a. m. k. ekki á verðmætari hátt. Afríkumarkaðurinn tekur auk þess á móti öllum skreið- artegundum og öllum stærðar- flokkum. — Jafnvel úrgangs- fiskurinn er seldur þangað fyr- ir hagstætt verð. Greiðslur eru allar í dýrmætum gjaldeyri, og er það líka mikilsvirði fyrir Frá Noregi: Frá Islandi: Samtals: Árið 1950 8.244 tonn 92.4 tonn 8.336.4 tónn 1951 8.999 tonn 108.6 tonn 9.107.6 tonn — 1952 9.158 tonn 0.0 tonn 9.158.6 tonn — 1953 5.359 tonn 56.8 tonn 5.415.8 tönn — 1954 4.867 tonn 2.320.5 tonn 7.187.5 'tonn — 1955 6.139 tonn 518.1 tonn 6.657.1 tonn Samíals 42.766 tonn 3.096.4 tonn 45.862.4 tonn Samkvæmt þessu telst mér landið. svö til, að meðal-innflutn'ngur Að öllu þessu athuguðu, virð- til ítalíu frá i báðum löndunum ist staðhæfingin um, að skreið- hafi á þessu 6 ára tímabili arframleiðslan sé útgerðinni tjl verið aðeins 7.643.7 tonn á ári. stórtjóns vera harla ósennileg, Þetta yfirlit ; sýnir, að þessi heldur rniklu : fremur í algerðri markaður fer minnkandi, en þó ættum við að geta aukið með aukinni vöruvöndun og sölu skreiðar á þennan markað betri framleiðslu, en ekki líkt því eins m.ikið og Páll telur vera mögulegt, jafnvel ekki þó við værum einir um markað- inn. Aðstaða Norðmanna á Ítalíumarkaðnum er á margan hátt miklu betri en okkar, enda hafa þeir verið þar einráðir um aldir. Til þess að fullaiýta alla mögulejka til skreiðarsölu á þessum markaði og öðrum er greiða bezta verðið, ef þeir fá góða vöru, þarf að framleiða hæfilegan hluta af heildarfram- le'ðslunni með þetta fyrir aug- um. Ef við viljum t. d. hag- nýta okkur markaði í Svíþjóð og Finnlandi, þá verðum við að ráskera góðan, þykkan fisk á réttum árstíma o. s. frv. En að yf'rbreiðslur einar komi hér að gagni, — það tel ég vera hreinustu fjarstæðu eins og s.l. mótsögn við veruleikann. Gjöf til sjúkra- háss Akraness Sjúkrahúsi Akraness hefur nýlega borizt gjöf að upphæð kr. 15.000. — fimmtán þúsund krónur — frá manni sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann gefur fjárhæð þessa til mirin- ingar um systur sína, sem arid- aðist á síðasta ári en hún hafði dvalið í sjúkrahusinu nokkurn tíma. Gjöfinni verður varið til kaupa á hreyfanlegu röntgentæki, sem sjúkrahúsið hefur lengi vantað. Stjóm Sjúkrahúss Akraness þa'kkar þessum ágæta velunn- ara stórmannlega gjöf og þann hlýhug, sem hann ber til sjúkra hússins. Jafnframt vill stjórnin þakka margar aðrar góðar gjaf- ir, sem sjúkrahúsinu hafa bor- izt að undanfömu. '. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.