Þjóðviljinn - 20.03.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 20. marz 1958 Á sama tíma og lærðustu vísindamenn og herfræðingar bandarískir fullyrða, að kjarn- orkusprengjuárásir á Bandarík- in muni kosta á að gizka 100 milljónir manna lífið, tala á- byrgustu stjómmálamenn uppi á fslandi um varnir í skjóli herstöðva. Og samtímis því að helryk af völdum kjarnorku- sprenginga er’ sem óðast að gera jörðina óbyggilega born- um og óbomum kynslóðum, gaspra vestrænir pótentátar um varðveizlu friðarins í skjóli þessara sömu sprengja. Þegar svo er komið hugsunarhætti æðstu valdamanna þjóðanna, hljóta venjulega hugsandi menn að efast um réttmætí hugtakanna og leitast við að rýna í gegnum hjúp þeirra. Við þórdunur kjarnorku- sprengjanna, sem varpað var á japönsku borgirnar Nagasaki Hírosíma í= öndverðum ágústmánuði árið 1945, vaknaði allt mannkyn til vitundar um nýjan og ægilegan veruleik. Þá mátti Ijóst verða, að sagan mundi ei franiar Ijá styrjaldar- aðilum frægðarheitið gloria, heldur hlytu hver ný alheims- átök að leiða til allsherjar'tor- tímingar. En svo ljóst sem þetta var á gráum haustmorgn- um ársins 1945, er það þó mörgum sinnum augljósara nú - 12 árum síðar - á tímum hins tryllta eldflauga- og kjarnorku- kapphlaups. Iirausta hermann- inum hefur sem sé verið sung- in síðasta lofgjörðin, skriðdrek- ar og TNT-sprengjur, þessi úr- slitavopn heimsstyrjaldarinnar síðari, eru að verða hernaðar- stórveldum fánýtt dót, sem inn- an tíðar sómir sér bezt á forn- minjasöfnum. Það, sem máli skiptir í dag, eru eldflaugar og kj arnorkusprengj ur. Nú þykir fullsýnt, að eyðing- armáttur kjarnorku og vetnis- vopna er lítt eða ekki tak- markaður. Hernaðarblakkirnar bæði í austri og vestri hafa yf- ir að ráða svo miklu magni slíkra vopna, að sérfræðingar eru á einu máli um, að þær mundu nægja til hundruð mill- jóna morða og' útþurrkunar allrar menningar. Og tækin, sem ætluð eru til að flytja þessar satans sendingar á á- kvörðunarstaðinn, fullkomnast með degi hverjum. Eldflaugin, sem bar spútnik út í himin- hvolfið, er máski litlu þýðing- arminni uppfinning á hernað- arvísu en kjamorkusprengjan á sínum tíma. Hún ein hefur umturnað öllum áður þeklitum mælikvörðum herfræðínnar, svo að jafnvel þrýstiloftsflug- vélar eru að úreltast sem hern- aðartæki. Spútnikeldflaugin getur, sem kunnugt er, borið kjarnorkusprengjur megin- landa á milli, og þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða, að Bandaríkjamenn öðlist aðra eins. Og hvers er þá vant? Þeg- ar svo er komið, hafa blakkim- ^r „pálmann“ í höndunum og Jefá miskunnarlaust skipzt á kjarnorkusendingum án þess að minnstu vörnum verði við komið. Leiðin liggur sem sagt oþin til gjöréyðingar heims- byggðarinnar. Þeir, sem ekki horfast í augu við þessar ógnþrungnu stað- reyndir, eru blindingjar síns tíma og þá um leið ófærir um að draga rökréttar ályktanir. Andspænis þessari vígstöðu skelfur allt mannkyn og það ekki að ófyrirsynju. Líf þess og framtíð getur nú oltið á jafn tilviljunarkenndu og að mahni finnst lítilvægu atviki og villandi fyrirskipun eins hershöfðingja. Háttsettur bandarískur hershöfðingi upp- lýsti á s.l. hausti, að hundruð flugvéla, hlaðnar kjarnorku- og vetnissprengjum, væru nótt og dag á sveimi yfir megin- löndunum og enn fleiri, búnar sömu vopnum, biðu átekta á enda flugbrautanna, reiðubúnar að hlýða kallinu og hefja sig á loft innan stundarfjórðungs. Sízt er ástæða til að ætla, að viðbúnaðurinn sé minni í hinni áttinni, og þar eru ennfremur staðsettar eldflaugar, sem ekki spyrja um vegalengdir eða stefnumið. Eitt glappaskot —• og heimsbálið er kveikt. Við skulum gera okkur fyllí- lega ljóst, að það yrði ekk- ert hundrað ára strið, sem þannig hæfist, ekkert fimm ára stríð, heldur nokkurra klukkustunda stríð. Þegar kjarnorkuhlaðnar eldflaugar hefðu gegnt hlutverki sínu, yrðu stórborgir hvors aðilans um sig rjúkandi rústir og milljónaskarar í valnum, loft- ið allt banvænum geislum blandið, Andspænis þeirri eyð- ingu og upplausn, sem af mundi hljótast, missa hugtök eins og sigur eða ósigur inni- hald sitt og verða bókstaflega hlægileg. Öll skipulagsbundin _ og félagsleg starfsemi mundi leggjast niður um ófyrirsjáan- legan tíma og hjól framvind- unnar hyrfi aftur til villi- mennsku. f sama mund og herfræðing- ar draga upp slíka mynd af hugsanlegu heimsstríði, er sak- lausu fólki talin 'trú um gildi eiiihverra óskilgreinanlegra varna. Sér hver og einn, hversu ógeðsleg blekking það er. Enginn viti borinn maður getur lengur bundið trúss sitt við varnarkenninguna, svo gjörsamlega sem eldflaugarnar hafa gert hana haldlausa. Varnir í atómstyrjöld eru öfug- mæli og verða það, meðan skuggi vetnissprengj.unnar hvíl- ir yfir mannkyninu. Þeir, sem loka augunum fyrir jafn aug- ljósum sannindum, gera sig seka um daður við úreltar hug- myndir og kenningar, sem löngu eru hættar að skírskota til líðandi stundar. íslenzkir valdamenn hafa allt frá stríðslokum leikið hlutverk blindingjans í utanríkismálum, og verður ekki annað sagt en þeir hafi staðið sig vel í stykk- inu. í nánu bandalagi við skæðasta uppvaknjng aldarinn- ar, Rússagrýluna, hefur þeim tekizt að njörva þjóðina við hernaðarsamtök auðvaldsheims- ins. Þetta varð aðeins gert með því að formyrkva þjóðina smám saman, kæfa minnsta andóf gegn landsölunni með auknum blekkingaráróðri. Und- ir hlífiskyldi varnarkenningar- innar, tókst hernámssinnum, fet fyrir fet, að telja meiri- KULÝÞS hluta þjóðarinnar trú um, að hlutleysi í stórveldaátökum væri fásinna og eina björgin væri því hervernd Bandaríkj- anna. Með hernámssamningn- um 1951 áttu varnir landsins sem sé að vera fyllilega tryggð- ar. Svo er hollum vættum fyrir að þakka, að raunverulegui prófsteinn hefur ékki enn verið lagður á inntak þessara svo- nefndu vama hérlendis. Enda munu fæstir æskja slíkra sönn- unargagna. En við skulum um- fram allt ekki vaða í neinni villu um, hvað í þeim felst. Nú- tíma hertækni sýnir okkur og sannar, svo að ekki verður um villzt hver verður hlutur íslands í kjarnorkustríði. Keflavíkur- flugvöllur er viðurkenndur í tölu allra mikilvægustu hen bækistöðva Bandaríkjanna. Op- inskáir stjórnmálamenn þar- efa eyðast. Það yrði sú gloría, sem hernámssinnar öfluðu ís- lendingum. Ekki skal fullyrt um hug valdastreðara til slíkra verka, en hitt er víst, að al- þýða manna kýs að geta sér orðstír á annan veg. Þessum augljósu rökum hafa hernámssinnar aldrei hróflað við, enda mundi róður sá reyn- ast þeim þungur. Hafi þeir í raun réttri trúað því vorið 1951, að herseta veitti þjóðinni heimsstyrjaldarinnar síðari. Hér opinbera þeir einu sinni enn sömu blinduna, sömu van- þekkinguna á gjörbyltingu hernaðartækninnar. Getur þess- um mönnum ekki skilizt eða vilja þeir ekki skilja, að ein- mitt herstöðvarnar og aðild fs- lands að hernaðarbandalagi verka líkt og segulmagn á drápstæki andstæðingsins. Eða hvaða nauðsyn ræki Rússa til að sóa „dýrmætum" atórn- sprengjum á t. d. friðshma’ibúá Reykjavíkur. Skyldu þeir ekki hafa ráð á að koma þeim í lóg Frá kjarnsprengjuárásinni á Hírósírna. lendir hafa aldrei farið dult með, i hverju þýðing hans er fólgin. Þeir hafa langt í frá bendlað hann við varnir ís- lands. í þeirra augum er hann ákjósanlegur til kjarnorkuá- rása á Sovétríkin, þ. e. a. s. hann hefur árásargildi. Hvern- ig í ósköpunum. getum við hka ályktað af hernámsfram- kvæmdum hér, að til þeirra sé stofnað í varnarskyni. Slíkt er sjálfsblekking ein. Hvert skyldu svo Rússar fremur beina eldfiaugum sínum, ef til styrjaldar drægi, en einmitt að hættulegustu árásarstöðvum andstæðingsins? Við hljótum að vera starbíind á lögmál styrjalda, ef við ímyndum okk- ur, að við verðum þar af- skiptir. Um afleiðingarnar er þarflaust að fjölyrða; meiri hluti lands og þjóðar mundi án einhverja vörn, ættu þeir að hafa þann manndóm i sér að játa villu síns vegar. Það er siðferðileg skyJda þeirra við þjóðina. Hún verður að fá að vita, að vofa tortímingarinnar svífur yfir vöínunum, svo lengi sem her og herstöðvar fyrir- finnast í landinu. Ef þjóðin öðl- ast hlutlæga vitneskju urn alla málavöxtu, mun ekki standa á henni að bægja frá sér hætt- unni með því að vísa hernum úr landi. Vissu-ega væri þá stigið stórt skref. En skyldu sína hefur þjóðin ekki rækt, hvorki við sig né umheiminn, fyrr en hún segir skilið við Atl- anzhafsbandalagið og fylkir liði með hinum hlutlausu þjóðum. „Hlutleysið veitir enga vernd,“ hefur verið viðkvæði hernámssinna um árabil, og í bví sambandi skírskota þeir til í þeim vestrænu löndum, sem grá' eru íyrir járnum. Urin það eitt er nefnilega að ræða, hvort til .staðar eru í landinu herstöð, sem andstæðingnum þykir nauðsyn til bera að eyðiieggja á fyrstu klukkustundum kjarn- orkustríðs. Eins og er komið, er hlutleysisstefnan, sem. um leið útilokar herstöðvar í land- inu, eina hugsanlega vörnin. Vilji menn ekki skilja þetta, afneita þeir um leið sjálfum sér sem skynsemisverum. Þannig horfa málin, ef hafð- ur er í huga sá möguleiki, að stórveldunum ljósti saman. En hlutleysi í 'togstreitu stórveld- anna er þjóðinni ekki einungis lífsskilyrði í styrjöld. Það er veigamesta framlag okkar til að firra mannkynið fjörtjóni. Öllum er Ijóst, að friðurinn er í hættu, meðan hernaðarblakk- irnar í austri og vestri ógna livor annarri. En svo ótryggt sem ástandið er nú, væri það enn geigvænlegra, ef skipting heimsins væri fullkomin og öll ríki gengju- öðrum hvorum að- . ilanum - á band. Af því megum • við . gleggst marka - þýðingu hlutlausu ríkjanna fyrir heims- ■ friðinn. Honum eru þau jafn mikils virði og vatnið slökkvi- liðsmanninum. Vonir mann- kynsins eru tengdar því, að með auknu gengi hlutleysis- stefnunnar megi auðnast að draga úr spennunni og slökkva eldana, sem hagsmunaárekst- ar stórveldanna kynda. Við ís- lendingar höfum engra annar- legra hagsmuna að gæta, hugs- unarháttur stórvelda er okkur framandi, Saga okkar öll og arfleifð skylda okkur til að koma fram sem sættendur, en ekki sem friðarspillar. Það ger- um við með því móíi einu að segja skhið við öll hernaðar- bandalög' og ganga til liðs við hlutleysisstefnuna. Iienni eykst nú stöðugt fylgi, ekki hvað sízt í aðildarríkjum Atlanz- og Varsjárbandalagsins, og þjóðir Asíu og Afríku skipa sér und- antekningarlítið undir merki hennar. Augu manna í V-Ev- rópu eru óðum að opnast fyrir háskanum, sem hljótast mun af áframhaldandi vigbúnaðar- brjálæði. Alþýða Bretlands hef- ur liafið skipulagsbundna bar- áttu gegn vetnisfluginu yfir landi sínu og staðsetningu eld- flauga á brezkri grund, svo að Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.