Þjóðviljinn - 20.03.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1958, Blaðsíða 10
/v n - f !'■" — ;■ í ntJjnt." 10) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 20. marz 1958 Dagur í Moskvu Framhald af 7. síðu stráksa með blýantinn sinn. Og ég sé það síðast til þeirra að hann er að reyna að telja hana á að skifta við sig, ég efast ekki um að honum hafi tekizt það. En það er vegna þess arna að ég hef ekki punktað neitt' hjá mér um Kreml, eftir að við komum útúr vopnabúrinu. Það er fallegt í Kreml. III FesfivaliB Við g'ingum frá Kreml heim á hótelið, því það er ekki nema stuttur spölur. Okkur er nýtt um það að fara nokk- uð gangandi hér og virðum fyrir okkur kvikmynd götunn- ar. Vegna þess að umferðin er mest um neðanjarðarbraut- irnar, er fremur lítil bílaum- ferð hér, og svo einn og einn rafmagnssporvagn, en um þetta leyti dags er margt um gangandi fólk. Það vekur eft- irtekt ókunnugra hvað fólkið er mikið klætt á hlýum sum- armorgni, einkum eldra. fólk, það er allajafna dökkklætt og fátt berhöfðað, konur með skýluklúta, drengir með út- saumaðar Kalmúkahúfur, — stöku ferðalangur með stóra Kírgisahúfu úr loðskinni. Við höfum orð á því hvernig þetta fólk muni klæða sig á þorranum, en er sagt að það sé vani margs eldra fólks hér að klæða af sér hitann. Ekk- ert af þessu fólki virðist vera að flýta sér, en enginn heldur ráfa um í meiningarleysu. Við megum stanza á hótel- inu í 5 mínútur og svo er ek- ið af stað til festivalsins. Borgin er öll fánum skreytt og hátalarar við vegina glymja okkur nýja söngva í tilefni dagsins. Það er ein heppnin okkar á þessu ferðalagi að koma svona mátulega til Moskvu að fyrsta daginn sem við erum hér á að opna nýa station, með miklum hátíða- höldum og íþróttasýningum. Þetta er auðvitað stærsti leik- vangur í heimi, að okkur er fortalið hér. En í fyrradag, meðan við ennþá vorum stadd- ar í Leningrad, var ekið með okkur útað sjó og okkur sýndur þar stærsti leikvangur í heimi. Hvað sem stærðinni líður er hann vafalaust ein- hver sá merkilegasti, því hann ku standa útí mýrarfeni þótt ekki verði maður mikið var V’ð það, hann er útá ljómandi fallegri skógivaxinni hæð á stærð við Öskjuhlíðina, en þessi Öskjuhlíð þeirra í Len- ingrad er revndar tilbúningur a'veg frá rótum: hún er bvggð af mannahöndum útí feninu, eins og borgin öll. Og meðan víð ókum þarna í fvrradag í morgunblíðunni nokkra hringi npo skógivaxna hæðina, sem við vissum ekki annað en að hefði verið þarna frá örófi alda, var ekki hægt að veriast þeirri eigingjörnu ósk. sem steig nppúr djúpi hjartans að eit.thvað þessu líkt mæfti koma fyrir gömlu Öskjuhlíðina okkar, sem öllum hæðum fremur virðist vera sV'rmð t.il þess ama, þótt allt bendi til að hún verði ein slysnin enn í framkvæmdum þess opinbera. Síðasta hring- inn ókum við eftir brún leik- vangsins, því hann er bvg.gð- ur eins og gígur niðrí hæð- ina. Þarna er vndislegt, út- svni yfir hafið og borgina hinsvegar. Meðan við stóðum þama og okkur var sögð sa ga staðarns sem við stóðum á, ymnraði ég á þvi hvort Búk- are'd. leikvangurinn mundi ekki vera stærri, því hann er þremur árum yngri. Nei, ekki við það komandi. Ýmiskonar sveitarígur milli Moskvu og Leningrad varð síðan til dag- legrar gamansemi bæði hjá okkur og F.ússunum sem við umgengumst.. En þegar ég kom í Kastrup Lufthavn á heimleiðinni ov hevrði þar í- bróttamenn halda því fram að Warsjárleikvangurinn væri stærstur. þá varð mér loksins hugsað til Ameríku og sem bráðabirgðalausn á deilunni og í fullkominni uopgjöf. bjó ég mér til einskonar spak- mæli sem var eitthvað á þes{?a leið: Ekkert er stærst í þiess- uro heimi. Og þar við situr enn. Moskvuleikvangurinn er eins og hringlaga hús að ut- an. Það var bvrjað á honum fyrir 15 mánuðum. Við kom- uro þangað nógu tímanlega til að sjá hvernig hann barma- fyllist af fólki. Lydia Petrowa a ðal ri ta ri k ven na'samtaka nna hefur slegizt í för með okkur að þessu sinni og vegna þess að enginn túlkur er nálægt reynum v’ð að tala sa.man á afarvondri þýzku. Það virðist sem Rússar hirði afar litið um að læra annarra þjóða mál. Sýningarflokkar úr ýmsum landshlutum ganga inn hver í sínum skrúða afar skrautleg- um og raða sér í skipulega hópa. Klukkan slær eitt og um leið er hundruðum dúfna sleppt lausum, þær fljúga marga hringi áður en þær hverfa og ein ætlar aldrei að geta slitið sig frá staðnum. Einhver ráðherra setur mót- ið með ræðu og segist þakka það fyrst og fremst góðum aðbúnaði íþróttafólks í Sovét- ríkjunum, hvað íþróttafólk þeirra standi framarlega í flestum greinum. Boðhlauparar sem lögðu af stað í júlí frá ýmsum stöðum, koma nú inn á vöilinn úr 5 áttum. Og. nú upohefst gang- an. Flokkarair Hða framhjá einn af öðrum og hver rðrum skrautlegri, og væri það ekki fyrir þessi dökku mannahöfuð, sem maður sér ofaná, gætu þessir mislitu ferhyrningar verið e’tthvað allt annað fólk, svo settlega hrevfast þeir að engín röð haggast neinss+aðar. Aftast ganga dómarnrnir rauðklæddir, og n'okkrir há- vfirdómarar sér. 1500 böra koroa inn ein's og rennifljót í nokkrum kvíslum. en lúðra- sveítin míkla sem þa^+i aHan völlinn, þagnar ov skm+ist í tveont og gengur út. Þnð er óviðjafnanlega fallevt að sjá sýningu barnanna á grænu flötinni, að loknm ruTidar hópurinn ýmis orð með mis- litum veifum: Friður. þakkir til föðurlandsins o. fl. Næst koma unglingar í favskólum undir bláum fánum. Það er ekki sólskin í dag, en fánarn- ir hafa rétt mátulegan and- vara, svo þessi sýning er af- ar falleg. Næst er það 10 000 metra hlaupið sem er hámark móts- ins. Heimsmetið á Ungverji, en Kuts rússneskt. Hann er strax langt á undan, en virð- ist fara sér hægt, tekur fæt- urna hátt og flevgir sér áfram. Hann virðist taka þetta svo létt eins og hann hefði vél í fótunum. Hinir halda hóoinn ti! að byrja með, langt á eftir, en svo dreifðist ha.nu og erfitt. er að sjá hvar hver er í röðinni, en vonandi vita dómararnir 6 á rauðu jökkunum það, þeir eru sezrir á bekk hérna beint á móti, með bækur sínar og blýanta,' hví úrsHt.in nálgast óðum. Það er vríðarleg fagn- aðariæti vf:r Kuts, ef henn lendir sntnfenða, einhverjum hinoa, lábbakútanna. þá herð- ir hann alltaf á sér og fer framúr, enda er hann orðinn meira en heilum hring á und- an þeim næsta. Síðasta spöl- inn virðist hann enn vera að færast í aukana og er hann hefur runnið skeiðið á enda, trítlar hann útá flötina með- an hann er að venjast því að vera kyrr og er óðara um- kringdur ljósmyndurum. Hinir ljúka ferð sinni einnig hver af öðrum, en enginn tekur myndir af þeim. Kuts náði ekki heimsmet- inn, en setti nýtt Rússlands- met. Daginn eftir fengum við sönnun fvrir því að fleiri h>:fðu fvlgzt með þessu í- þróttamóti en þeir sem við- staddir voru. Þá vorum við staddir langt fyrir utan borgina, á dagheim- ili barna 3ja — 4ra ára. B.örn- in léku listir fyrir okkur, sungu, dönsuðu og lékii sér fvrir okkur, allt eftir músik. Litlu drengirnir hlupu nokkra hringi um leikstofuna og litu svo til okkar spurnaraugum, þegar hlaupinu lauk, en kenn- arinn hafði sagt þeim að við værum komnar til að sjá hvort þeir gætu hlaupið eins vel og Kuts. Og það fannst okkur sannarlega. Brúðuleikur Um kvöldið var okkur boðið í brúðuleikhús. Þar fengum við að sjá skopstælingar á ýmsum mannlegum fyrirbær- um, einkum listafólki allskon- ar og dýratemjurum, og það var grátlegahlægilegt að sjá hversu dauðar trébrúðurnar gátu dregið dár að lifandi mannfólkinu. Þar kom oftast fram hinn málglaði ræðumað- ur, sem aldrei þreytist á að heyra sjálfan sig tala. þótt allir aðrir geispi eða forði sér. Hann kynnti hinar brúð- urnar, fyrir áhorfendum, því hann var þulur þarna og voru taktar hans sprenghlægilegir. Þarna kómu fram kostulegir tónlistarmenn, amerískir djass istar, akfeitar söngkonur, og síðast en ekki síst skeggjað og síðhært atomskáld, sem kynnti framleiðslu sína með miklum tilburðum og handa- pati fullur hátíðlegum lífs- ieiða og fyrirlitningar á öllu néma sínum eigin skáldskap: rauð stræti blá ljós og ég er einn í heiminum. Á helvegi Framhald af 4. síðu herskáu auðvaldi Bandaríkj- anna er farið að þykja nóg um. Það grunar, að samtök al- mennings verði brátt yfirsterk- ari „vilja“ auðs og vopna, eins og hann birtist í síendurtekn- um vetnissprengjutilraunum. En áhrif þeirra eru farin að segja óþyrmilega til sín. Þrir bandarískir vísindamenn upp- götvuðu fyrir skömmu, að strontium 90 hefði aukizt á einu ári um 30% í mannslík- amanum. Efni þetta er hættu- legast allra geislavirkra efna, veldur tveimur ólæknandi sjúk- dómum, hvítblæði og bein- krabba. Þá kom og í Ijós, að geislaverkun í mjólk hafði aukizt um helming á sama tíma. Slík er vernd hins vopn- aða .friðar. Andstætt öllum rökum, allrí mannlegri skynsemi, dirfast ís- lenzkir valdamenn að hanga aftan í haldlausri kenningu um varnir og varnarbandalög. í trássi við yfirlýstan vilja njeiri- hluta þjóðarinnar þrjózkast þeir við að efna geíin heit um brottrekstur hersins. Áfram heldur ósannindunum, áfram skal reynt að svæfa þjóðina og sefja. Orð þeirra og áróðurs- málgön eru vissulega þung á me'taskálunum. En það veltur á þjóðinni sjálfri, hvort hún þolir þéim að hafa nð engu ó- tvíræðan úrskurð sinn. Ætlar hún að vera hlutlaus áhorfandi að því, að fjöregg hennar sé haft að leiksoppi, að hagsmunir hennar séu látnir víkja fyrir þröngsýni og duttlungum er- lendrar hernaðarklíku? Eða ætlar hún að rísa upp og knýja ráðamenn sina til undanhalds, svo að þeir sjái sinn kos't vænstan að lóta af undirlægju- hættinum og taka upp íslenzka stefnu í utanríkismálum? Spurningin er um að vera eða vera ekki. Úr því að forustu- mennirnir bregðast skyldu sinni, er þjóðarinnar að sker- ast í leikinn og að því hlýtur að draga. Með öflugum samtökum getur fólkið í landinu komið vitinu fyrir fulltrúa sína og sagt þeim fyrir verkum. Það er eðlileg og sjálfsögð krafa, að við stúdentar séum þar í fylk- ingarbrjósti. Engin hálfvelgja má ráða afstöðu okkar, aðeins sú nakta staðreynd, að herset- ið er ísland í helgreipum. L. G. ★ Grein þessi birtist í Nýja stúden.tablaðinu, sem kom út fyrir skömrnu, en þar er Þórður rh.j • 18. dagur Enda þótt enn væri veik von fyrir skipið, þá vissi „Pacifie er að fara“, kallaði hann og vatt sér út. áhöfnin, að ef ekki bærist fljótlega hljálp, myndu Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda, sem höfðu þeir stranda á klettunum. Þórður fylgdist með þeim hópast saman, til að fylgjast með þessum spennandi af athygli og þegar hann heyrði sírenuflaut frá atburðum. höfninni þá vissi hann að komið var til kasta hans einmitt raett mikið um her- málin og hina knýjandl nauðsyn þess að losa okk- ur við hernámsfjiiturinn). Hernámsmálin varða sér- staklega íslenzka æsku, er vill búa ein í Iandi sínu ái» allrar1 erlendrar íhlutunar. Saunum Tökum einnig að sníða. Framnesvegi 29 (2. hæð), — Sími 23 414.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.