Þjóðviljinn - 20.03.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.03.1958, Blaðsíða 11
ERNEST GANN: Sýður á keipum 67. dagur. staðar góður botn. Allt í einu rakst ég á fjandans fyrirstööu Eg finn strax að þetta er eitthvað stórt og ég held að kapallinn ætli að slitna, að ég tali nú ekki um netið sem rifnar í tættlur. Eg get sagt þér að þessar botnveiðar eru fjandans óþverri, miöað við þaö sem maður fær í aöra hönd. Og ég reyni að draga meö lempni og loks losnar netið úr þessu, hvaö sem það nú er. Þaö er ekki afleitlega rifið og ég er ánægður, þegar einn hásetinn finnur þetta fast í netinu. Þaö var í einum vööli.“ Barney rétti fram krypplaöa húfuna sem hafði einu sinni veriö hvít.' Bæöi þú ’ög Hamel virtuð hana vandlega fyrir ykkur. ,,Líttu innaní hana,“ sagði Hamil. Hamil sneri húf- únni viö í lófanum og fyrst í stað var ekkert sérstakt að sjá. Svo gátuö þiö báðir greint tvo óljósa stafi, en þeir voru svo daufir aö varla var hægt að lesa þá. ,,Sýnist pér þetta ekki einna helzt vera C og M, Hamil?“ ,,Ja . . þaö gæti verið.“ „Eg hugsaði ekkert um þetta fyrr en ég rakst á Símon Lee í San Franciseo. Hann segir mér aö Tappi karlinn Mullins hafi lagt úr höfn eina nóttina í koppn- um sínum og ekkert hafi heyrzt frá honum síðan.“ „Hvað er langt síöan?“ „Svo sem mánuður . . . kannski sex vikur. Símon horfði lengi á húfuna og tottaði pípuna sína, og þegar hann sagði loks að þetta væri líklega C og M, var liann skelfing niöurdreginn. Voru þeir miklir vinir?“ „Eg veit þaö ekki. Þeir eru báöir skrýtnir náungar — alltaf einir. Stundum komu þeir um borð í Taage bara til aö tala.“ „Auðvitað gæti hann legið í höfn einhvers staðar. Vind- urinn hefði getað feykt af honum húfunni." Hamil lagði húfuna frá sér á eldhúsborðið. „Var nokkuð annað í netinu?“ „Nei. En það var þetta þunga flykki sem hefði getaö^ verið báturinn hans. Eg merkti „flak“ inn á kortið mitt til vonar og varar.“ Þetta var áreiðanlega húfan hans Tappa. Þú hefðir átt að vera feginn, því að nú varstu laus við náimga, sem var kannski full forvitinn. En hvernig sem á því stóð, þá gladdistu eklci yfir þessu. I næsta lífi, ef þú hefðir þá einhvern tíma afgangs, þá gætirðu tekið það til íhug- unar að verja einhverju af Felkin snillinni til að kippa þessum fiskmálum í lag. Ekki veitti af. Fá einhverjar snjallar hugdettur handa veslings ráðleysingjum eins og Tappa. Þegar maður komst inn í þessi mál, varð manni bókstaflega illt við tilhugsunina. Taage lá við bátabryggjuna í San Francisco. Vélin var varla orðin köld, þegar talstöðin sem lengi vel hafði að- eins haft slæmar fréttir að færa, breytti alveg um tón. Raddir sjómannanna vom þmngnar niðurbældum æsingi, þegar þeir töluðu um þétta laxagöngu úti fyrir. „Di er of seint,“ sagði Hamil varfærnislega, ,,.... of seint til að skipta máli og þeir æsa sig upp út af því sem ekkert er. Þessir náungar veiða stóran fisk, skilurðu, og þegar þeir ná svo sem fimm eða tíu um borð, gerist eitt- hvað skrýtið í augunum á þeim og kollinum. Þeir vona svo ákaft að þessir fimm eða tíu fiskar verði 50 eða hundrað, að þeir sjá þá bókstaflega. Svona er þetta alltaf með sjómenn.“ En meðan Hamil hlustaði, Varð hann eirðarlaus. Bmnó hörfði á hann stika um þilfariö. Hann sat stutta stund á borðstokkmun, reyndi að hugsa ekki um talstöðina, svo kliíraöi hann upp á bryggju og horfði í áttina að Gullna hliðinu: síðan kom hann aftur niður í bátinn og sökkti sér niður í að horfa á veiðarfærin. Útvarpið glumdi án afláts. Hamil fór inn í stýrishúsið og lækkaði 1 því. Hann kom út aftur, gekk hægt kringum lúkuna, gekk síðan annan hring með ívið meiri hraða. „Blaður, blaður — eintómt blaður!“ sagði hann „Hvemig í skrambanum geta þeir veitt allan þennan f isk, þegar þeir blaðra svona mikið?“ Brúnó hló með sjálfum sér, þóttist þess fullviss hváð Hamil gerði von bráðar, og lagðist útaf í sólina og fylgdi hreyfingum Hamils með augunum. -----Fimmtudagur 20. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (911 ——— k.kb ,QS ’atgubuSí.uítFí Mvin. tií.uCt'OM — (Oí „Ef þetta er eintómt blaður, því þá ekki að loka fyrir útvarpið?“ Hamil nam staðar. Hann horfði angurvær upp í himin- inn. „Tja — tja, kannski .... kannski missum ví af ein- hverju?“ ? ,,Jæja?“ „Eg ætla bara að hlusta dálítið enn, svo slukker ég á bansettu tækinu. “ „Hættu nú að blekkja sjálfan þig. Þú hlustar dálitla stund og svo förum við út. Eg er farinn að þeklcja þig.“ Hamil hallaði sér yfir Brúnó. Það var bros í augum hans þegar hann otaði fingri ásakandi að honum. „Þú ert að verða of slunginn, Brúnó Felkin. Eg held þú sért farinn að skilja sjómenn." „Það er verra en það. Það er svo komið að ég er farinn að hugsa eins og þeir.“ Hamil klóraði sér í kjálkanum og leit upp eftir bryggjunni. „Ef Carl væri hérna, þá freistaðist ég kannski til að fara. Hann ætti að fara að sýna sig. „Það er seinlegt að fara til tannlæknis nú á dögum. Það er ekki alltaf hægt að fá tíma á stundinni. Viltu nú ekki setjast og slaka á taúgunum?" Hamil hlýddi og settist, en aðeins stutta stund. Fjarlæg rödd heyrðist í útvarpinu, og hann næstum hljóp inn í stýrishúsið til að hækka í því. Röddin talaði unr hvali og fuglager. „Auðvitað gætum við farið án Carls,“ sagði Hamil, „. . . . bara í nokkra daga .... svona rétt til að ganga úr slcugga um að það var vitleysa að fara frá bryggjunni." „Jæja.“ „Hamil leit yfir aö íshúsinu. Risastór grænn vagn stóö rétt fyrir ofan bát. Fyrir framan vagninn var trulrkurinn sem ísmulningsvélin var á. Mennirnir á trukknum voru að draga þrjúhundruðpunda blakkir að mulningsvélinni. Málmtennurnar gripu um ísblökkina og á nokkrum sek- úndum var hún orðin að méli sem þrýstist niður langa gúmmíslöngu sem lá niður í lestina á bátnum. Hávaðinn í mulningsvélinni var geysilegur, og jafnvel í f jarska heyrð- ust ekki hróp mannanna sem stjórnuðu henni og slöng- unni. Meðan blökk eftir blökk þrýstist niður slönguna, virtist ákafinn í vélinni fara vaxandi. „Auðvitað þyrftum við að taka dálítinn ís,“ ? sagði Hamil hugsandi. „Eins og lest að minnsta kosti, kannski tvær.“ Brúnó settist upp. „Heyrðu,“? sagði hann. „Við skulum taka ísinn og leggja úr höfn, áður en þú gerir okkur báða vitlausa. „Kannski förum ví í einn laxatúr áður en ví útbúum okkur í túnfiskinn. Eg tror þetta er góð hugmynd hjá þér, Brúnó.“ Hér eru tvær franskar tizkumyndir: til vinstri vordragt úr ljósu tvidefni, til hægri dragt úr droppóttu silkiefni. Ti! hifreið&eigeiuia Höfuin kaupendur að 4ra, 5 og 6 manna bifreiðum. Ennfermur jeppmn og nv- legum vörubifreiðum. Bifreiðasaian, Njálsgötu 40. Sími 1-14-20. •Sr Új Trúlofunarhringlr. Steinhringir, Háismen 14 og 18 Ki. gull. Guloss fer frá Hafnarfirði föstu-, daginn 21. þ.m. kl. 21.00 til Hamborgar, Gautaborgar og Kaupma nna hafhar. Farþegar eru beðnir að koma til skips eigi síðar en kl. 23.30. H.F. EIMSKIM- niM ISLMDS. vestur um _ land til Akur- eyrar hinn 25. þ.m. Tekiö á móti flutningi til Húnaflóa og Skagafjarðarhafna svo og Ölafsfjarðar í dag. Farseðlar seldir á mánudag. Bæjarpósturifm Framhald af 9. siðu. arfornöfnum. Nú er til enskt • spur.aarior.iafn, skrifað Who, cn mun ciga að berast fram hú: eða eitthvað í þá áttina. Þetta fornafn bar Pósturinn fram vú eða jafnvel vó á nefndu prófi, og lézt sá senr prófrði ekki karmast við þáð spurnr.inafn, eíi liélt, að þetta væri nafn. á lunverja, sem hann mundi þó ekki hvort væri lífs eða liðiiih. Og þar sem Pósturinn gat engar upp- lýsingar gefið þessum slétt- greidda og tígulega manni um Kírverjann Vú, (fannst jafn- vel að það skipti ekki svo miklu máli í þessu tilfelli), á. vitanlega kolféll hann á próf- inu og mátti labba heira og læra betur. Og það fer ekki hjá því, að Póstinum blöskii sú heimska hans sjálfs, að sóa síðar fjórum dýmiætúm ámm í að lesa Rauðhettusög- una á dönsku og stauta ensku í byrjendakenrRJubók Önnu Bjaniadðttur undir leiðsög-, tígulega mannsins, sem mundi ekki hvort Eínverjinn l ú var dauður eoa lifandi. Enn þann ! dag í dag á Pósturinn bágt með að imynda sér neitt til- gangslansara og einkisnýtai'a em þetta danska Rauðhettu- stagl í fjóra langa vetur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.