Þjóðviljinn - 22.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1958, Blaðsíða 6
0) — ÞJÓÐVILJIN'N — Láugíardagur 22. marz 1958 0IÓÐVIUINN Útsefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Bósíalistaflokkurlnn. — Hitstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). Fréfctaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóðviljans. Vegið að rótum verkalýðsfélaganna Sáfelld skrif Alþýðublaðsins um hina sérkennjlegu „baráttu" hægri klíku Alþýðu- flokksins í verkalýðsfélögun- um, bera ekki vitni góðri sam- vizku. Og þó einhver kunni að efast um að samvizkan sé enn við iýði hjá þeim sem þar stjórna skrifum, er hitt jafn- víst að út úr þessum skrifum Alþýðublaðsins skín ótti hægri- manna Aiþýðuflokksins við dóm fólksins og ekki sízt dóm fóiksins í Alþýðuflokknum og meðai fylgjenda hans. Því hvernig sem Alþýðublað- ið reynir að snúa málinu og vinda það verður eftir 5- hugnanleg' staðreynd, sem biasir við: Með framferði Al- þýðufíokksins er verið að af- beiJda verkalýðsfélögin á vald sterkasta afturhaldi landsins. Takist Jóni Sigurðssyni, Áka Jakobssyni og kumpánum ætl- un sín, verður auðbröskurun- um sem stjórna Sjálfstæðis- fjokkaium og Viinnuveitenda- sambandi fslands, fengið í hendur úrslitavald yfir verka- lýðshreyfingunni. Þessum öfl- um sem ekki lengur hafa magn í sér og mátt til að berja niður verkalýðsfélögin í bar- áttu fyrir opnum tjöldum, hef- ur nú orðið þó nokkuð ágengt að laurhast til valda og lama verkalýðsfélögin innan frá, — vegna aðstoðar Alþýðuflokks- ins. 17’jöldi Alþýðuflokksmanna er andvígur þessu blygðunar- lausa framferði, og veit, að þama er verið að vinna óhæfu- verk gegn verkalýðshreyfing- unni, en það hefst ekki að þó hin ósvífna hægri klíka haldi áfram skaðsemdarverk- unum. Enginn tekur framar mark á því, að íhaldið ætli sér að deila völdum í verkalýðs- hreyfingunni við Alþýðuflokk- inn, augljóst er að þar á að nota hann til þess að íhaldið geti svikizt til valda og sparka honum svo. En það munar því sem munar í félögum eins og Iðju og Trésmiðafélaginu. Þó Alþýðuflokkurinn sé ekki öfl- ugur í þeim, nægir afturhald- inu liðveizla hans til þess að hrifsa völdin — og aðferðirn- ar síðan til að halda þeim eru öllum kunnar. 17nn er óséð hve langt hægri klíka Alþýðuflokksins kemst með þessi fjörráð við al- þýðusamtökin. En engar bilíeg- ar afsakanír munu duga þeim mönnum fyrir dómstóli sögunn- ar, sem svo níðingslega breyta gegn verkalýðsfélögunum, að vilja afhenda þau á vald sjálfs höfuðóvinar alþýðunnar. Gnoðai'vogsíbúðirnar illeirihluti bæjarstjórnar -■'* Reykjavíkur felldi á fundi í fyrradag tillögu Guð- rnundar Vigfússonar, bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, um að lækka útborgunarupp- hæðina í bæjaríbúðunum sem verið er að reisa við Gnoðar- vog, en þessar íbúðir eru reist- ar á grundvelli þeirrar sam- vinnu ríkis og bæjarfélaga sem gert er ráð fyrir í hús- næðislöggjöfinnj frá síðasta Alþingi um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis. Þá felldi íhaldsmeirihlutinn að bærinn lánaði kaupendum íbúðanna til 30 ára gegn 3. veðrétti í íbúð- unum helming mismunarins á kostnaðarverði íbúðanna ann- arsvegar og útborgunarupp- hæðinni og 40 ára lánum hins- vegar, en sú breyting fólst esiinig í tillögu Guðmundar Vigfússonar. Ijjessl málalok hafa það í för með sér, iað kaupesndur Gnoðarvogsíbúðanna verða krafðir um 60—90 þús. kr. útborgun eftir stærð þeirra. Viss og föst lán nema 100 þús. kr. á íbúð og leggur rík- ið fram hália þá upphæð en bærinn hinn helminginn. Þessi lán eru til 40 ára og vextir 4%. Kaupendur eiga auk þess rétt á lánum frá húsnæðis- málastjórn þegar fé er fyrir hendi. Söluverð íbúðanná er hins vegar 190—230 þús. kr. ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 4. þáttur 22. marz 1958 í núverandi ástandi og er þá eftir að leggja í kostnað við innréttingu þeh’ra er nemur 40—50 þús. kr. minnst. Verða knupðndur að annast þann kostnað sjálfir. ¥ tillögu Guðmundar Vigfús- sonar var gert ráð fyrir^ að lækka útborgunarupphæð- ina í 40—60 þús. kr. eftir stærð íbúðanna og gefa kaup- endum kost á að inna greiðsl- una af hendi í tvennu lagi, t.d. með sex mánaða millibili. Auk þess gerði tillagan ráð fyrir að bærinn lánaði 25—35 þús. kr. til 10 ára út á 3. veðrétt eins og fyrr segir, í stað þess að ætlun íhaldsins er að hirða allan mismuninn af væntaniegum lánum hús- næðismálastjórnar. Neitun bæjarstjórnarmeirihlutans á að verða við þessari tilhliðrun hlýtur að hafa þær afleiðingar að margir væntanlegra kaup- enda gefast upp og verða að afsala sér rétti til ibúðanna. Þetta snertir fyrst og fremst það fólk sem býr við minnst efni og á erfiðast með að komast úr óhæfu húsnæði og í mannsæmandi ibúðir. ¥»essi varð reynslan þegar * raðhúsin við Réttarholts- veg voru seld og voru þó kjör- in á þeim hagkvæmárí fyrir kaupendur en á Gnoðarvogs- íbúðunum. Nálega fimmti hver Eitt þeirra vandræðalegu orðasambanda sem heyra má daglega eru setningar eins og þessi: „Hann Siggi, þú veizt“. Ef einhver segir þetta við mig get ég verið viss um að þetta „þú veizt“ merkir ekk- ert annað en að sá sem talar er í vandræðum með að sikýra •málið nánar fyrir mér. Sízt skyldi lasta lítillætið, en er ekki þarflaust svona £ al- mennum samræðum að aug- lýsa svo berlega uppgjöf sína við að koma orðum að hugs- un sinni? Sum orð eða orðtök sækja meir á en önnur og eru not- uð bæði í tíma og ótíma. Meðal þeirra eru orð eins og aðgerðir, að orsaka, að ann- ast, sem allt eru raunar góð^ og gild orð. En fyrir þær sak- ir er ekki hollt að gleyma því að önnur orð eru einnig til í sömu eða svipaðri merkingu. Má þar minnast til dæmis at- liafnir, eimiig orðmyndina at- gerðir í stað þess að nota að- gerðir óhóflega oft. „Það er kominn tími til athafna, til að hefjast handa“, mætti gjarnan koma stundum í stað- inn fyrir setningu eins og „Það er kominn tími til að hefja aðgerðir". — Og sömu merkingar og sagnorðið að or- saka er sögnin að valda, en raunar er mér ekki grunlaust um að sumir hliðri sér held- ur hjá að nota hana vegna þess að hún er ögn vand- beygðari en sú fyrrtalda. Hún beygist svo í nútíð: ég veld, þú veldur, hann vsldur; þá- tíð: égolli, þú ollir, hann olli. Setningin „Stormurinn orsak- aði mikið tjón“ er sömu merkingar og „Stormurinn olli miklu tjóni“, auk þess sem mörgum fimist síðari setningin töluvert svipmeiri. umsækjandi sem úthlutun fékk í raðhúsahverfinu varð að afsala sér íbúð sinni vegna fjárskorts. Þetta mun því mið- ur endurtaka sig og í enn rík- ara mæli þegár Gnoðarvogs- íbúðunum verður úthlutað. Fyrir þvi sér íhaldið með áf- stöðu sinni og ábyrgðarleýsi gagnvart hagsmunum þess fólks sem þessi byggingar- starfsemi á að þjóna. Skemmd- arverk þess eru tvíþætt. í fyrsta lagi hindrar það að íbúðirnar séu leigðar verst settu barnafjölskyldunum, og í öðru lagi ákveður það að krefjast svo hárrar útborgunar að kaupin eru ekki viðráðan- leg öðrum en þehn sem búa við sæmileg efni. Og með þessum hætti kveðst íhaldið æ'tla að útrýma herskálum og öðrum óhæfum íbúðum í Reykjavík. Sú staðreynd áð einungis 54 herskálafjölskyld- ur af á fimmta hundrað sencfú' umsóknir um Gnoðarvogsí- búðirnar sannar bezt hve slík fullyrðing er óraunhæf og fjarri veruleikanurh. Viðtengingarháttur sagnar- innar er í nútíð: þótt ég valdi og þátíð: þótt ég ylli, þú yllir, hann ylli. — Þá er það sögnin að annast sem tröllríður pennum (eða rit- vélum?) margra; ýmsir hafa gleymt því að til er orðasam- bandið sjá um í sömu merk- ingu; auk þess sem oft má stytta frásögnina og gera hana um leið einfaldari á annan hátt. Sem dæmi má nefna setningu eins og „Hann annaðist þýðingu bókarinn- ar“, þar sem einfaldara og betra væri að segia. „Hann þýddj bókina". Þessi mismun- ur snrettur m.a. af því að nafnorðið þýðing er dregið af sögninni að þýða, en þegar svo ber undir er oft einfjild- ara að nota sagnorðið sjálft. Um þetta verða þó tæpast settar neinar reglur, heldur aðeins leiðbeiningar með dæmum. Fyrri tíma menn reru til fiskjar og með lélegum veiði- tækjum gátu þeir stundum náð til fisks!ns í sjónnm og dregið sér biörg í bú. Eignar- fallið af fiskur, heiti skepn- unnar í sjónum, er fisks, ekki fislcjar, og það er rétt að tala um vinnslu fisksins (rangt fis'kjarinsj. Hins vegar er fisk.iar rétt orðmynd í sam- bandinu að róa til fiskjar, það er eignarfall af orði sem annars er glatað, kvenkyns- orðinu fiski. „Sala fisksins hefur gengið vel þetta ár. Löndun fisksins veldur nokkr- um vandræðum", og þvílíkt eru dæmi um rétta meðferð orðsins. Einhvern tíma er ég var að líta yfir blöðin, varð mér á munni þessi s’uiming: „Hvað hafá íþróttamenn eig- inlega margar hendur og marga fætur?“ 1 textanum Framhald á 10. síðu. Vorblíða — Snjórinn horfinn — Bjartsýni og bölsýni Þefcta er bara eins og komið sé vor. Þetta er nú meiri bless- uð blíðan. Það er ekki ama- legt veðrið 1 dag. — Á þessa Ieið hafa viðræður manna um veðrið gjaman byrjað undan- fama daga, og bjartsýnis- mennimir fullyrða, að nú festi ekki snjó hér meira á þessum vetri, það muni vora snemma og vel; bölsýnismenn- imir taka dræmt undir slíkar spár og ympra á páskahreti, jafnvel hvítasunnuhreti. Svona er það misjafnt hvers menn- irnir vænta sér af veðurguð- anna hálfu, og persónulega fiimst Póstinum, að það þurfi mikla bölsýni til að spá hret- um og draga náð nefndra guða í efa, þegar veðrið er eins og það var í gær og dag. Ég skal segja ykkur, að það hvarflaði að mér, þegar ég kom heim úr vinnunni í gær, að taka mig til og dreifa dá- litlum haug af húsdýraáburði, sem varð afgangs í fyrravor, um grasbletitinn okkar, en því miður verð ég sannleikans vegna, að segja ykkur það lika, að ég nennti ekki að hefja vorvrkjurnar strax. þeg- ar til kom. — Aftur á mót.i veit ég um menn, sem farnir em að hugsa fvrir út- sæðiskartöflum og kössum og húsplássi til að láta þær spíra. Levfi ég mér að vona að menn velji góðar kartöflur til útsæðis og uppskeri góðár, eða a. m. k. ætar kart"f!ur; en mér hefur heyrzt á fólki, að ætar kartöflur hafi verið sjaldgæfar á markaðinum í vetui-. — Ég man ekki hvot það var í fyrramorgun eða morguninn þar áður, sem ég skildi kuldaúlpuna eft’r heima og fór í vinnuna í- klæddur þriðja bezta jakkan- úm mínum, en i kuldaúlpuna hef ég farið á hvérjum morgni síðan í október í haust, og nú ætla ég helzt ekki að fara í hana meira fyrr en í október næsta haust. — Mér hefur líka sýnzt á öllu undanfama daga, að kvenfólkið sé farið að huga að þeim klæðnaði, sem tilheyri vortízkunni; istúlkumar hafa tekið fram dragtir, sem fóru þeim svo ljómandi vel í fyrra, burstað þær og pressað ef tízkan kynni að heimila þeim að klæðast þeim aftur í vor. — Og þegar menn telja sig sjá til vorsins á næsta leiti, verð- ur þeim gjaman ljóð á munni. Hér er upphaf eins slíks ljóðs: „Manstu litli vinur, hve vakan löng og dimm varð þér stundum þungbær, er skammt var milli hríða og gluggann knúði válega veðumomin grimm, og vöggulagið ókkar var blandið geig og kviða. Þá næddi um þær vonir, sem vorsins mæna til og vaka í brjóstum saklausra og góðra mömmudrengja. — Þú trúir sjálfsagt ekki, hve undur vel ég skil þinn innilega fögnuð, er daginn tók að Iengja". Já, bölsýnismennimir spá páskahreti, hvítasunnuhreti og guð veit hverju; við bjartsýn- ismennimir t”kum hinsvegar undir með skáldinu og syngj- um: — v „— i— og vorið kemur bráð- um, og Disa kysstu mig“. Og er sVo ekki bæði mann- legt, og í alla staði heilbrigt að láta í ljós þá frómu ósk, að í væntanlegum kossum „Dísunnar" felist lífsfögnuður og bjartsýn trú á gott kom- andi vor?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.