Þjóðviljinn - 25.03.1958, Qupperneq 5
Þriðjudagur 25. marz 1958
ÞJÓÐVILJINN
(5
Það skiptir öllu máli hvaðan
„pólitískir flóttamenn” koma
Alltaf við og við birtast
(Fregnir um að menn hafi fengið
griðastað í löndum í Vestur-
Evrópu, ekki sízt á Norður-
löndum, sem pólitískir flótta-
menn, og ævinlega eru þessir
menn komnir frá löndum Aust-
ur-Evrópu. Oft er hér um að
ræða ótínda glæpamenn sem
flúið hafa fangelsisdóma í
lieimalöndum sínum, stundum
aðeins fólk sem gerir sér von-
ir um að þvi muni végna betur
í öðrum löndum en heimaland-
inu.
Langsjaidnast mun vera um
pólitíska flóttamenn í eiginleg-
um skilningi þeirra orða, og
er það enda viðurkennt af
stjórnarvöidum í viðkomandi
iöndum, sem láta þó aldrei
standa á því að veita fólki
þessu griðastað.
En nú er komið á daginn,
einsog reyndar var við að bú-
azt, að þessum stjórnarvöldum
gengur annað til en mannúð
þegar þau taka við útlendum
flpttamönnum.
Fyrir nokkrum dögum reyndu
tveir alsírskir stúdentar, 21 og
26 ára, að laumast inn í Dan-
! mörku yfir þýzku landamærin.
! Landamæraverðir gripu þá.
| Stúdentamir skýrðu þeim frá
þvi að þeir hefðu tekið þátt
J í baráttu þjóðfrelsishreyfingar
; Serkja og fi-anska lögreglan
væii á hæiunum á þeim. Þeii
fóru því fram á að fá griða-
stað í Danmörku sem póli-
tískir flóttamenn. Það var ekki
tekið í mál og' stúdentamir
voru afhentir þýzku lögregl-
unni sem sennilega sendir þá
til Fi'akklands. Telja má víst
að þaðan verði þeir sendir !
hendur frönsku böðlanna í Al-
sír. _ ___
Kaupmannahafnarblaðið In-
formation, sern skýrir frá
þessu, átti viðtal við þá deild
dönsku lögreglunnar sem ann-
ast eftirlit með útlendingum.
Lögreglumaðurinn lýsti yfir, að
lögreglunni væri skylt að vísa
flóttamönnum sem þessum
Alsírmönnum úr landi. Það
væri ekki thægt að líta á þá
sem pólitíska flóttamemi af því
að þeir kæmu frá Frakklandi.
„Morð án líks5' veldur mlkilll
ytgerðarmeim
Ný gerð netadreka íyrirliggjandi.
Jón Heiðberg keildverzlun
Sími 13585.
SK
r r
m i
O*
Fundur
verður haldinn í Tjamarcafé niðri miðvikudaginn
26. marz 1958, kl. 15.30.
Fundarefni (að lokinni kaffidrykkju): Umræður um
reglur rafmagnseftirlits ríkisins varðandi þrifasa
fjögurra víra 380/220 volta kerfi og aðrar nýlegar
tiikynningar frá rafmagnseftirlitinu.
Rafmagnseftirlitsstjóri og verkfræðingur rafmagns-
eftirlitsins munu hefja umræður.
iSýnd verða sýnishorn af nýrri gerð rafspjalda,
sem Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði hefir gert.
Stjóm félags löggiltra rafvirkjameistara
í Reykjavík
I Bæjarskrifstofurnar
I Austurstræti 16 verða lokaðar frá hádegi í dag,
þriðjudaginn 25. marz, vegna jarðarfarar.
Loftpressa
óskast leigð eða keypt.
Viimuþrýstingur minnst 18 kg á fercentimeter
eða 250 lbs. á fertommu.
Oóðfúslega hringið í síma 17-400 eftir kl. 13 í
dag eða fyrir kl. 12 á morgun.
Jtafmagnsveitur ríkisins.
26 ára gamall vélíræðingur skar sundur
púlsana á báðum höndum, en liíði það aí
„Morð án líks“ olli fyrir skömmu miklum óróa meöal
íbúa og lögreglu Vínarborgar. Gátan leystist á óvæntan
hátt í fyrri viku. ÞaÖ var ekki morö, heldur misheppnaö
sjálfsmorð.
Það byrjaði þannig, að lög-
regla fann margar niðursuðu-
krukkur fullar af blóði í sum-
arhúsi einu í grennd við Vín.
Við rannsókn kom í ljós, að
blóðið hlaut að vera úr einum
og sama manninum, og þar sem
slíkur blóðmissir hlýtur að
valda dauða venjulegs manns,
hóf lögreglan þegar í stað leit
að morðingjanum og fórnardýr
inu. Leitað var dyrum og
dyngjum, og meira að segja
var slætt í Dóná. En öll fyrir-
höfnin bar engan árangur.
stund, missti hann meðvitund,
og skömmu síðar mun blæðing-
in hafa. hætt. Þegar hann
vaknaði aftur kenndi hann
ofsalegs þorsta, þambaði mikið
af vatni og yfirgaf húsið!
Daginn eftir fór hann aftur til
suinaibústaðarins og skar nú í
sundur púlsinn á hægri hendi.
En ermþá misheppnaðist til-
raunin.
Vísidnamenn segja að aðeins
eixm maður af tíuþúsund geti
lifað af slika meðhöndlun sem
vélfræðingurinn veitti sjálfum
Að nokkrum dögum liðnum • sér. Það er aðeins að þakka
gaf sig fram 26 ára gamall
bílavélfræðingur við lögregl-
una. Hann kvaðst hafa brot-
izt inn í sumanhúsið í þeim til-
gangi að stytta sér aldur, þar
sem hann væri fullur heims-
hryggðar og lífsleiða. Foreldr-
ar vinstúlku hans bönnuðu
honum sámvistir við haná, og
hann hafði þessvegna ekki
kært sig um að lifa lengui’.
Haxm tók sér því rakblað í
hægri hönd og skar sundur
púlsimx á vinstri hendi. Hann
hafði alltaf verið þrifinn og
þessvegna hélt hann hendinni
yfir niðursuðuglösunum til þess
„að sulla ekki neitt út í hús-
inu“, eins og hann orðaði það.
Þegar blóðið hafði runnið góða
því, að hann skar púlsinn með
millibili og drakk mikið vatn
á milli, að þaklta, að hann gat
lifað þetta af.
Ungi maðurinn liefur nú,
samkvæmt fréttum lögreglunn-
ar, öðlazt trúna á lífið á ný,
og hefur orðið sér úti um
stöðu.
Árið 1957 var xnetár í út-
flutningi brezkra bíía. Flutt-
ir vorii út 550.00!) bíliir.
Bandaríkjamenn hafa aðra
sögu að segja, þar var mik-
il kreppa í bííaiðnaðinum.
Jafnframt þ\í sexn sala
bandarískra bila mtnnlíár
eykst stöðugt mnflutningár
þeirra á bílum. Stöðu^t
fleiri Bandarílíjaincnn kjósa
heldur að kaupa bxla írá
JSyrópu. Þykja þeir bæði
sparneytnari, fallegri og ó-
dýrari.
Á myndinni eru hundruð
brezkra bíla, sem bíða á
hafnarbakkanuxn eftir út-
flutningi til Baudaríkjanna
og Kanada.
Mest af bí laútf'u tningi
Englands fór til Kandarikj-
anna. alls 100.000 bílar, en
árið 1956 voru fluttir jiaiig-
að 32.000 bílar.
ágéslivín lokið
Kosningar fóru fram til neðri
deildar þingsins í Júgóslavíu i
fyrradag. Kosinn var 301 fulltrúi
og voru þeir allir studdir af
Sósialistabandalaginu sem komm
únistar eru öflugasti aðiiinn i.
X mörgúm kjördæmum voru þó
fleiri en einn frambjóðandi í
kjöri.
LíSaii Churchills
Heilsu Winstons Churchills
sem var nýlega búinn að ná sér
eftir lungnabólgu hrakaði aft-
ur á laugardaginn og var einka-
læknir lians kallaður að sjúkra-
beði hans. Honum leið þó aftur
skár í gær og hætta er ekki
talin á ferðum.
11 ára dreugur
fremur tvö morS
Ellefu ára gamall drengur í
New-York, George Jones, hef-
ur játað að hafa hrint sjö ára
leikfélaga sínum Louis Diam-
ant í Hudsonfljótið svo að
hann drukknaði. Louis hafði |
lofað George tveim krónum ef
hann vildi leika sér við hann,
og þegar Louis svo neitaði að
boi’ga, varð George svo reiður
að hann hrinti leikfélaga sín-
um út í fljótið.
Það var hrein tilviljun að
lögreglan hafði upp á morð-
ingja drengsins. Þegar George
var yfirheyrður sem vitni,
minntíst einn lögreglumann-
anna þess að svipað tilfelli um
drukknun hafði komið fyrir
árið áður. í skjöium varðandi
það mál sást að George hafði
einnig verið sem vitni að því.
Hálftíma seinna játaði hann
að vera sekur um báða glæp-
ina.
í dag er þjóðhátíðardagur
Grikkja. í fyrsta sinn í tvö ár
hefur grískættuðum Kýpurbúum
verið leyft að halda daginn há-
tíðlegan með útifundum. Öll
kröfuspjöld exu þó bönnuð.
Kjarnorkumálanefnd Banda-
ríkjanna tilkynnti í fyrradag að
á laugardaginn hefði kjarna-
vopn verið reynt í Sovétríkjun-
um. Ilefði þar verið um að ræða
vopn af meðalstærð. Þetta var
að sögn nefndarinnar í þriðja
sinn á þrem dögum sem slik til-
raun var gerð í Sovétríkjunum
og níunda tilraunin á einni viku.
Veðurstofan í Tokíó sagði í
fyrradag að .athuganir hennar
hefðu leitt í Ijós að geislaverk-
un í andrúmslofti borgarinnar
hefði tvöfaldazt frá því í fyrra
og væri nú orðin 10—20 sinnum
rneiri en hún var árið 1955,
þegar vetnissprengjutilraunirnar
hófust.
staddur í
Dag Hammarskjöld, fram-
kvæmdastjóri SÞ, kom til
Moskva í fyrradag í boði sovét-
stjórnarinnar. Hann ræddi í gær
við Krústjoff, framkvæmdastjóra
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anxia, og Gromiko utanríkisráð-
herra. Á dagskrá voru ýms al-
þjóðleg vandamál, svo sem af-
vopnunai’málið og undirbúning-
ur að fundi æðstu manna.
Hammarskjöld mun dveljast í
Moskva í nokkra daga, en á
heimleiðinni til New York mim-
hann koma við í London til við-
ræðna við brezka ráðamenn.