Þjóðviljinn - 28.03.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.03.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (8 FDJ er í Alþjóðasambandi lýð- ræðissinnaðrar æsku, og er jafn- framt þátttakandi í Alþjóðasam- bandi stúdenta. Við höfum tíð sendinefndaskipti og ágæta sam- vinnu við öll lýðræðisleg æsku- lýðssamtök bæði í sósíalískum og kapítalískum löndum. Fyi-ir unga sósíalista kemur ekki ann- að til mála en að efla friðsam- samleg samskipti allra þjóða. FDJ sendinefndin sem nú dvelur á íslandi í boði ÆF er ekki sú fyrsta sem fer til kapitalískra landa. Fyrir nokkrum vikum var til dæmis sendinefnd frá okkur í Indlandi. Samvinna okk- ar við æskulýðssamtök í sósíal- ísku löndunum er sérstaklega náin. Austur-Þjóðverjarnir á tali við liafnarverkamenn (Ljósm. Þjóðviljans) Spjallað við austurþýzka æskulýðs- íulltrúa eftir 14 daga dvöl á Islandi Undanfamar tvær vikur hafa tveir starfsmenn austur- þýzku æskulýðssamtakanna, Freie Deutsche Jugend (FDJ) verið hér í heimsókn í boöi Æskulýðsfylkingarinn- ar. Á þessum tíma hafa þeir skoðað sig um í Reykjavík og nágrenni, kynnt sér þjóðlífið í heild og þá sérstaklega málefni æskunnar. Þessir ungu menn eru Peter Wilken, prentari frá Rostock og Hans Dieterich, skipasmiður frá Wismar. Æskulýðssíðan notaði tækifærið og átti við þá eftirfar- andi samtal. Þeir félagar halda heimleiðis í fyiTamálið. Við snúum okkur strax að æskulýðsmálunum, og spyrjum hvað þeir telji helztu kosti þess að leyfð séu aðeins ein æsku- lýðssamtök í landi þeirra. Mörg- um hér á landi finnst þetta tor- skilið, vegna þess að við erum vanir því að hafa mörg félög, sem vinna að hinum ólíkustu á- hugamálum. Þeir svara spurningunni ræki- lega á eftirfarandi hátt: — Það er harmsaga þj'zkr- ar æsku að hún var tvístruð í mörgum félagssamtökum og gat þess vegna ekki barizt gegn hernaðarstefnunni og útþenslu- stefnunni, sem leiddu til tveggja heimsstyrjalda. í þessum styrj- öldum létu milljónir æskufólks lífið fyrir hagsmuni iðnkónga, einokunarherra og stórjarðeig- enda. Verkalýðsforingi okkar Ernst Thálmann kenndi þýzkum verkalýð og æskunni að byggja upp Þýzkaland sósíalismans í krafti einingarinnar. Æskulýðssamtök okkar (FDJ) eru sósíalistísk einingarsamtök, og meðlimir geta allir orðið, sem af einlægni og í verki vinna að uppbyggingu sósialismans og friðsamlegri og lýðræðislegri sameiningu Þýzkalands. Það skiptir engu máli hvað flokki landsins þeir tilheyra eða hvaða trúarbrögð þeir játa. Það var vegna þessa að Aden- auer í nafni hemaðarsinna bann- aði FDJ í Vestur-Þýzkalandi, en þar voru samtökin einnig . starf- andi. En viljann til baráttunnar gegn hernaðarstefnunni í Vest- ur-Þýzkalandi og fyrir friðsam- legri sameiningu lands okkar er ekki hægt að banna. Þessi vilji er fyrir hendi meðal æskunnar í V.-Þýzkalandi og kemur nú vel í ljós í hreyfingunni sem berst fyrir svæði án kjarnavopna í Mið-Evrópu. FDJ í Austur-Þýzkalandi telur það höfuðverkefni sitt, að styrkja flokk verkalýðsins og ríkisstjórn alþýðulýðveldisins Vegna skiptingar landsins urð- um við að yfirvinna marga örð- ugleika. Við höfum byggt upp afkastamikinn iðnað og landbún- að og Austur-Þýzkaland er þeg- ar orðið fjórða mesta iðnaðar- land í Evrópu. Meir en 90% iðnaðarins eru í öruggri eigu verkamanna og bænda og er stjórnað af þeim. Miklir og víð- tækir verzlunarsamningar, sem hin þjóðnýttu iðnfyrirtæki okk- ar gera við bæði vestræn og austræn lönd á kaupstefnunni í Leipzig, eru sönnun þess að af- rek okkar eru viðurkennd. — Unga fólkjð í A.-Þýzka- landi lilýtur þó líka að hafa á- huga á menntun, skemmtunum og íþróttum. Hvað gerir FDJ fyrir það í þessum efnum? — Að sjálfsögðu tökum við tillit til allra þessara áhuga- mála í starfi okkar. Við höfum líka mikinn stuðning frá ríkinu til að gefa æskunni kost á að njóta réttar síns til vinnu, menntunar og skemmtana. — Á hvað leggur FDJ nú höfuðáherzlu í starfi sínu? — Auk þess sem áður hefur verið nefnt, eru starfræktir les- hringir og fyrirlestrar á veg- um hreyfingarinnar til upp {ræðslu í pólitískum fræðum. Rostock eru t. d. 200 leshring- ir um þessar mundir að stúdera hinn vísindalega sósíalisma Æskufólk les líka og hlustar gjarnan á hina gömlu þýzku meistara Goethe, Schiller, Beet- hoven og Heine, og nýtur til þess stuðnings FDJ. — Við höfum heyrt að haldin sé „Eystrasaltsvika“ í A-Þýzka- landi. Getið þið frætt okkur. eitt- hvað um það? — Þessi Eystrasaltsvika fer fram fyrri hluta júlí að tilhlut- an ALÆ. FDJ er g'estgjafinn og býður löndunum 'sem 'lfggja'' að Eystrasalti. Tiigangurinn með mótinu er að efla samstarf frið- elskandi æsku gegn hernaðar- stefnu Atlanzhafsbandalagsins. Allskonar menningar- og skemmtiatriði verða á mótinu sem haldið er á fögrum stað á baðströndinni. FDJ býður hópi íslenzks æsku- fólks að taka þátt í þessu móti. — Þar sem talsvert er smíðað af skiþum fyrir íslendinga í A- Þýzkalandi, vildum við gjarn- an heyra eitthvað um þróun skipasmíða hjá ykkur. — Eftir stríðið hófst uppbygg- ing skipasmíðaiðnaðarins í hér- aðinu Rostock. Þessi gömlu, van- þróuðu landbúnaðarhéruð voru gerð að háþróuðu iðnaðarsvæði Árið 1945 voru aðeins þrjár litl- ar skipasmíðastöðvar á þessu svæði, þar sem þrjú þúsund verkamenn unnu. í dag eru þar fimm stórar nýtízku skipasmíða- stöðvar, þar sem 30.000 vel fag- menntaðir verkamenn vinna, Ein hin stærsta þeirra er Warnow- skipasmíðastöðin í Warnemiinde þar sem 10.000 lesta skip eru smíðuð. Allar tegundir skipa eru smíðaðar í skipasmíðastöðvum okkar og er mikið af þeim selt til annarra landa, — Hvað er að segja um þessa 14 d'ága dvöl ykkar á íslandi? — Land ykkar með þessa ó- viðjafnanlegu náttúrufegurð er í stuttu máli dásamlegt land. Við höfum séð mikið og kynnzt mörgu fólki úr öllum þjóðféiagsstéttum, sérstaklega æskufólki og verkafólki, sem við áttum fjörugar og skemmtilegar samræður við. Að okkar áliti eru íslendingar mjög menntuð og gáfuð þjóð, er hefur gott lag á því að taka tæknina í þjón- ustu sína.. Það er líka athyglis- vert hversu almenningur er fróð- ur um sögulega og menningar- leg'a þróun landsins. Gestrisnin sem við höfum notið hjá íslenzk- um fjölskyldum er óviðjafnan- leg. Við viljum nota tækifærið til að þakka gestgjöfum okkar fyrir þessar hjartanlegu móttök- ur, sem okkur er ánægja að geta sagt frá í heimalandi oklc- ar. Við erum þegar famir að lilakka til að hitta hóp ungra íslendinga á Eystrasaltsmótinu í sumar. Sumaráætlun Flugfélags fslands: Daglegar ferðir í sumar til Bretlands- eyja og Kaupmannahafnar Millilandaferðir verða 10 á ^iku í stað 9 í fyrra — Sólfaxi verður í Grænlandsílugi Sumaxáætlun Flugfélags fslands gengur í gildi í á- föngum og að fullu 29. júní n.k. Þá verða daglegar ferðir héðan til Kaupmannahafnar og 2 á laugardögum, og þá einnig daglegar ferðir frá Kaupmannahöfn. Til Bretlandseyja verða einnig dag- legar ferðir og 3 á viku til Osló í stað 2ja í fyrra. Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi .Flugfélagsins skýrði fréttamönnum frá eftirfarandi í gær: Frá 6. apríl Verða 5 ferðir vikulega frá Reykjavik og heim aftur. Frá 4. maí verða 6 Fjöldi ungs fólks gegnir á- byrgðarmiklum stöðum í jijóð- 1 vikulegar ferðii. Fiá 1. júní félaginu. Mjög margt' ungt fólk á jverða da^legar ffrðir' Fr/ f5' sæti bæði á héraðsþingum og þjóð þingi. Verksmiðjustjórinn í War- now-skipasmíðgstöðinni i Warne- miinde, þar bem 8000 menn vinna, og skjpstjórinn á togar- anum „Ilenningsdorf", sem hér kom fyrir nokkrum dögum, eru t. d. báðir kornungir menn. Sextíu prósent stúdenta við háskóla og iðnfræðiskóla eru úf verkamanna- og bændastétt. í Berlín og öðrum borgum erú æskulýðsleikhús. Með „Lögurri til stuðnings æskunni“ er æsk- unni í borgum og þorpum trýggð félagsheimili þar sem hún getur unnið að áhugamálum sínum. Auk þess eru til mörg og margskonar íþróttafélög, sem starfa sérstaklega að íþrótta- málum. júní verða átta vikulegar ferðir. Frá 16. júní verða 9 vikulegar ferðir og frá 29. júní verða tíií vikulegar ferðir frá Reykja- vík og heim aftur. Reylí.jarnk — Kaupmaiuiahöfn, 8 ferðir á viku Eftir að sumaráætlun milli- iandaflugsins hefur að fullu gengið í gildi, hinn 29. júní, verða dagiegar ferðir frá Reykjavík til Kaupmannahafn- ar kl. 8 hvem morgun. Þar að auki fer flugvél frá Reykjavik til Kaupmannahafnar kl. 10 hvern laugardagsmorgun, svo tvær ferðir eru frá Kaupmanna- höfn til Reykjavikur hvem sunnudag. 5 til Glasgow — 2 tíl London Til Stóra-Bretlands verður flogið hvern dag vikunnar. Þar af em fimm ferðir til Glasgow og tvær til London. Til Osló verða þriár ferðir vikulega í stað tveggja i fyrra- sumar. Til Hamborgar verða einnig þrjár vikulegar ferðir. Sú breyting verður á Lund- únaferðum frá þvi í fyrra, að nú verða báðir leiðir flognar án viðkomu í Glasgow. Hinsvegar verður seinni laug- ardagsferðin til Kaupmanna- hafnar farin með viðkomu í Glasgow og er það gert með tiiliti til mikillar eftirspumar eftir fari milli þessara borga, en mörg sæti eru þegar pöntuð á þeirri leið á komandi sumri. Pantið far í tíma Félagið vill vekja athygli væntanlegra flugfarþega á því að tryggja sér far í tíma, og á það einkanlega við þá, sem ætla að ferðast milli landa á mesta annatíma millilandaflugs- ins í júlí og ágúst. Sólfaxi verður í Grænlands- flugi allmikið í sumar fyrir ýmsa aðila sem þar hafa fram- kvæmdir með höndum. Verkaskipting starfsmanna Með tilliti til síaukinnar starfsemi Flugfélags íslands, hafa í vor verið gerðar eða eru fyrirhugaðar nokkrar breyting- ar á störfum einstakra starfs- manna hjá félaginu. Sigurður Matthíasson, sem undanfarin ár hefur verið yfir- maður millilandaflugs félagsins, lætur nú af því starfi og verð- ur fulltrúi forstjóra Flugfélags Islands. Birgir Þórliallsson, sem s.l. sex ár hefur verið fulltrúi F,I. í Kauomannahöfn, flyzt nú he;m til Reykjavikur, þar sem hann verður yfirmaður milli- landaflugdeildar félagsins. Birgir Þorgilsson, sem lengi hefur starfað hjá Flugfélaginu og verið hefur fullti’úi þess í Hamhorg frá því félagið hóf þangað flug fvrir tæpum þrem árum, flyzt nú til Kauomanna- hafnar og verður vfirmaður skrifstofunnar og fulltrúi F.í. þar. Hákon Daníelsson, sem um árabil starfaði hjá Flugfélagi íslands og síðar hiá Loftleið- nm í New York, hefur að nýju ráðist til starfa hjá félaginu og er nú fulltrúi þess og vfir- maður skrifstofunnar í Ham- borg. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.