Þjóðviljinn - 28.03.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.03.1958, Blaðsíða 5
Fqstudagur 28. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Yíirheyrs Fyrir skömmu kom út í Frakklandi bók sem lét lítið yfir sér, ekki ýkjalöng og bókarheitið aðeins „La Question" (spurningin eða yfirheyrslan). I*ó er að efa að aðrar bækur sem út hafa komið á franska tungu á síðari árum hafi valtið slílca athygli eða ýtt við samvizku manna sein þessi. Hún á eftir að reynast þung á mctaskáliuuun. Handritinu var smyglað úr alsírsku fangelsi og komið til Frakklands, {>ar sem hugrakkur útgefandi fékk hana í hendur. .4 einhvern dulari'ullan hátt sást rit- skoðuninni yfir hana unz ]>að var uni seinan. Hún var bókstaflega rifin út r>g ný og ný upplö.g hafa verið prentuð. Hins vegar hefur liverfc einasta franskt blað og tímarit sem vitnað liefur í bókina verið bannáð umsvifaíausjt; Þannig voru þrjú vikublöð bönnuð í næstsíðustu 'iku vegna ]>ess að þau höfðu minnzt bókarinnar á einhvem hátt: France-Ob^ervateur, L’Express og France Nouvelle. Sama máli gegndi um bækling sein Jean-Paui Sartre skrifaði vcgna bókarinnar. „La Question“ er skrifuð af Henri Alleg, sem á ámnum 1950—1955 var ritstjóri blaðsins Algerie Republicaine, sem kommtnúnistar stóðu að, en var annars opið öllum skoðunum og sjónarjniðum innan lúnnar alsírsku þjóðfrelsishiieyfingar. Blaðið var bamiað í september 1955. r Heaiá AHeg áfrýjaði þeim úrskurði til dómstólanna, sem féllust á að bannið hefði cngan lagastaf að styðjast við, en stjómarvöldin neituðu að beygja sig fyr- ir þeim úrskurði. í nóveniber voru flssíir samstarfsmenn Alle.gs fangelsaðir eða iluttir úr landi, en liann fór sjáifur í fe!ll:‘. 12. júní 1957 var hann handtekinn af fallhlífarhermönnum úr 10. herflokknum. Þeir héldu honum föngnum í húsi skammt frá Algeirsborg, og pyntuðu hann án aí'áts í heilan mánuð. llanu segir í for- tnála: „Eg hef þennan tíma þolað slíkar kvalir og auðmýkingar, að ég hefði ekki á- rætt að skrifa um þessa daga og þess&r kvalafullu nætur, ef ég liefði ekki vitað að það kynni að koma að einhverju gagni; sannleikurinn gétur rutt frið- inum braut. Nótt eftir nótt heyrði ég angistaróp þeirra sem verið var að pynta; óp þeirra munu ævinlega liljóma í eyrum mínum.“ Bók Allegs er ekki fyrsti vitnisburðurinn mn hryllile.gar aðfarir franskra lier- manna og franskra stjórnarvalda í Alsir og hefur Þjóðviljinn áður geiað gefið lesendum sínum nokkra hugmynd um Kyað þar er að gerast. Ekkert annað íslenzkt blað hefur séð ástæðu til þess, ekki heldur Alþýðublaðið þó að því sé málið lcannski skyldast, þar sem franskir sósía!demókratar bera höfuðábyrgð á þeim glæpum sem þarna eru framdir, það er ráðherra þeirra, Kobert iAcoste, sem hefur farið með stjórn Alsírmála síðustu árin. Þær fréttir sem Þjóðviljinn hefur birt af níðingsverkum bandamanna okkar í Atlanzbáudalaginu virðiast heldur elslti hafa komið úr jafnvægi þeim mönnum sem hafa þótzt sjálfkjörnir fulltrúar og málsvarar mannúðar og manngildis á Islandi. íslenzka valdstjórnin hefur meira að segja fengið ritstjóra Þjóðvi'jans dæmdan fyrir að víkja nokkrum orðum að þeim svívirðinguin sem eiga sér stað í Alsír. Hér á síðunni birast nokkrir kaflar úr bók Aliegs, valdir af liandahófi. •í* sveiflaði stöðugt töngunum á endum rafþráðanna fyrir augum mér. Litlar tengur úr skínandi stáli, mjóar og með tökkum. Símamenn sem nota þær kalla þær „krókódíla- kjafta“. Harrn festi aðra töng- ina við hægri eymasnepilinn á mér, hina við fingur á hægri hendi. !Ég spratt úr sæti mínu og öskraði eins hátt og ég gat. Ch. hafði sent fyrsta rafstrauminn gegnum líkama minn. Það hrökk neisti við eyrað á mér og ég fann hjartað herpast saman í brjósfi mér. Ég öskr- aði og barðist um, stirðnaði siðan upp, e.n Ch. sem hélt á hljóðnema segulbandsins í hendinni gaf fyrirskipanir um að hleypa straumnum á aftur og aftur. Jafnótt endurtók Ch. .sömu spurninguna: „Hvar óttu heima?“ I einu hléinu sneri ég mér að honum og sagði: „Þér vaðið í villu, og þér munuð sjá eftir þessu.“ Hann varð liamstola af reiði og slökkti á segulbandstækinu: „Eg gef þér inn í hvert sinn sem þú vandar um við mig!“ Og sagði við J. meðan ég hélt áfram að æpa: „Hamingjan góða, hvílíkur öskurapi! Kefl- aðu hann!“ J. vatt skyrtu mína saman og hnoðaði henni upp í munn- inn á mér og pyndingarnar hófust aftur. Ég beit af öllum mætti í skyrtuna og mér var næstum því fróun í því. Allt í einú var eins og villi- dýr væri að rífa mig á hol. J. laut alltaf yfir mig hlæj- andi út að eyrum og hafði nú sett töngina á kynfærin. Raf- höggin voru nú svo hörð, að reimamar sem reyrðar höfðu verið um öklana losnuðu. Þeir hættu um stund meðan þeir bundu þær aftur og liéldu sið- an áfram. Skömmu síðar tók lautinant- inn við af J. Hann hafði tekið rafþráð úr einni tönginni og« vafði hann um brjóst mér. Krampakenndur skjálftinn á- gerðist stöðugt og athöfnin hélt áfram. Þeir höfðu dælt á mig vatni til að auka á áhrif rafstraumsins og ég hríðskalf af kulda á milli „inngjafanna". Ch. og vinir hans sátu á papp- írsbunkum umhverfis mig og drukku öl. Ég beit í keflið til að sefa krampann sem fór um allan líkamann. Kom fyrir ekki. . . . I «• reisti mig á fælur. Hann var hamstola. Þetta tók of langan tíma. „Heyrðu mig svín- ið þitt, þér er öllum lokið. Þú opnar munninn! Heyrir Þú, þú ipunt tala!“ Hann laut þétt að mér, andlit hans snerti nær því mitt, og æpti: „Þú munt tala! Það leysa allir frá skjóð- unni hér! Við höfum verið i stríðinu í Indókína, þar kynnt- umst við ykkur! Þetta hérna er Gestapó! Þú þekkir Gesta- pó?“ Og síðan háðslega: „Þú hefur skrifað greinar um pynd- ingarnar, ekki satt, svínið þitt! Það er 10. deild fallhlífarhers- jns sem annast þig!“ Eg heyrði hláturinn í böðlunum fyrir aft- an mig. I. barði mig með hnefunum í andiitið og sparkaði í kvið- inn með hnjánum. „Það sem hér er gert, verður einnig gert í Frakklandi. Vinir þínir Du- clos og Mitterand munu fá sömu útreið! Og þitt bölvaða lýðveldi verður sprengt í loft upp. Þú leysir frá skjóðunni, skaltu vita“. Á borðinu lá barefli úr hörð- um pappa, hann tók það til að berja á mér. Við hvert högg dró af mér, en ég varð um leið staðráðinn í þeim ásetn- ingi að láta ekki undan þess- um hrottum, sem þóttust vera lærisveinar Gestapós. . . . „Kantu að synda?“ spurði L. og laut yfir mig. „Þér verður kennt það. Undir vatnskran- ann með hann“. eir lyftu fjölinni sem ég var bundinn á og báru mig út í eldhúsið. Þeir lögðu þann endann sqm upp vissi yfir vask- inn. Tveir eða þrír fallhlífar- hermenn héldu undir hinn. í eldhúsinu var ekki .annað ljós en dauf skíma frá ganginum. í rökkrinu gat ég þekkt L„ Ch. og D. höfuðsmann, sem virtist hafa tekið við stjórn- inni. L. smeygði gúmmíslöngu upp á krómaðan vatnskranann sem glampaði yfir höfði mér. Síð- an batt hann handklæði um höfuðið á mér, en D. sagði: „Setlu keflið í munninn." L. vafði handklæðinu um nasirn- ar. Hann tróð spýtukubb milli varanna, svo .að ég gæti ekki lokað munninum eða ýtt frá mér gúmmíslöngunni. Þegar öllu var lokið, sagði hann við mig: „Þegar þú vilt leysa frá skjóðunni, skaltu bara hreyfa fingurinn1', og skrúfaði um leið frá. Hand- klæðið varð strax gegnvott. Vatnið rann um allt, inn í munn mér, inn um nasirnar, yfir allt andlitið. En stundar- korn enn gat ég náð andanum. Ég reyndi að loka kokinu svo að ég svelgdi sem minnst vatn og héldi sem lengst lofti í lungunum til að kafna ekki. Mér tókst það aðeins örstutta stund. Ég hélt að ég myndi drukkna og ógurleg dauðaang- ist fór um mig,. Án þess ég gæti við það ráðið strengd- ust allir vöðvar og fingurnir á báðum höndum hreyfðust. „Þetta er í lagi, hann ætlar að leysa frá skjóðunni'1, sagði einhver. Vatnið hætti að buna úr krananum, handklæðið var tek- ið af mér. Ég dró andann. Ó- ljóst sá ég að lautinantinn og höfuðsmaðurinn börðu mjg í kviðinn til að ég kastaði upp vatninu sem ég hafði svelgt í mig. Loftið sem fyllti lung- un gerði mig hálfringlaðan og ég varð varla var við höggin. „Jæja?“ Ég þagði. „Hann lief- ur okkur' að fíflum! Rekið hausinn á honum undir aftur!“ I þetta sinn knýtti ég hnef- ana svo að neglurnar stungust inn í lófana. Ég var staðráð- inn í að hreyfa ekki fingurna aftur. Heldur kafna strax. Ég óltaðist þá ægilegu stund, þeg- ar ég myndi missa meðvitund, og barðist um leið af öllum mætti gegn dauðanum. Ég hreyíði ekki- fingurna meir, en þrisvar sinnum setti að mér þennan óþolandi geig. Loks leyfðu þeir mér að draga and- ann, meðan ég spjó vatninu. •í síðasta skiptið missíi ég meðvitund. . . . M ér var draslað út í eldhús- ið og þar var ég látinn milii eldstæðisins og ' vasksins. L. vafði blautt handklæði um ökla mér og batt það með snæri. Siðan lyftu þeir mér allir upp og bundu mig svo að ég lá á grúfu rneð höfuðið yf- ir vaskinum. Aðeins fingur- gómarnir snertu gó.íið. Stundarkorn skemmtu þeir sér við að lemja ir.ig hátt og lágt með sandpoka. Ég sá að L. fór sér hægt við að búa tii kyndil úr pappír sem hann kveikti í. Alltíeinu fann ég iogana leika um kyníærin og ~ íæturna, það snarkaði í hár- unum, Eg kippast svo snöggt til, að ég ýtii við L. Hann byrjaði aftur nokkrum sinnum og svo brenndi hann á mér aðra geirvörtuna . . . Loksins hættu þeir. Ég hafði enn glýjur í augum, og í eyr- unum suðaði eins og í tannbor. Andartaki síðar gat ég greint þá alia þrjá. „Jæja? ‘ sagði Ch. Ég svaraði engu. „Fari það í sjóðbullandi!“ sagði I. og rak mér utan und- ir. „Heyrðu nú“, sagði Ch„ heldur rólegri, „hvað hefur þú upp úr þessu, þessu öllu? Seg- ir þú ekki neitt, þá verður bara náð í konu þína. Held- urðu kanpski að hún muni þrauka það af?“ Nú laut I. yfir mig: „Þú heldur að börn þín séu óhult, af því að þau eru í Frakklandi? Við getum látið ná í þau, hvenær sem við vilj- um. . . .“ Framhald á 9. síðu Pyntingar eru ekki nema einn þáttur í svívirðilegu athæfi Frakka í Alsír. Miskunnarlaus manndráp eru annar. Heil- um þorpiun er jafnað við jörðu með stórvirkum drápstækjuin og engum hlíft, hvorki konum, börnum né gamalmennum. Þeirri bardagaaðfcrð kynntist heimurinn þe.gar franskar sprengjuflugvélar réðust á þorpið Sakiet Sidi oussef í Túids fyrir skömmu. Þeirri árás var ekki beint gegn hern- aðarmannvirkjum, þar var um ósvikna hermdaraðgerð að ræða, eins og sast bezt á því að sprengjuin var látið rigna á barnaskólahús utan þorpsins. Myndin e raf tveimur þeirra barna sem þar létu ljfið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.