Þjóðviljinn - 29.03.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.03.1958, Blaðsíða 11
IJS — ffifó |í J5f ERNEST GANN: Laíigardagur 29. marz 1958 >••»«•••«•••• r a keipu vitotttanogitðtvixisttct 76. dagur Hlaöin olíu og vistum lagði Taage frá bátabryggj- unni rétt eftir myrkur. Það var löng leiö fyrir hönd- um og Hamil gætti bess mjög vandlega a'ð öllu væri vel og tryggilega fyrir komið um borö. Þetta var of snemma árs til þess að búast mætti við verulegum stormi, en þaö var erfitt að reikna út veörið við Kyrra- hafsströndina og líklegra var að bátur kæmi aftur af túnfiskveiðum, ef allar varúðarráðstafanir voru ger'ðar. Norðvestan staövindarnir gátu snúizt, stundum í suð- austur eða suðvestur, og á hverju ári hurfu bátar, mannaðir áhöfn sem treysti Kyrrahafinu, og sáust aldrei síðar. En þrátt fyrir það voru þessar túnfisk- veiðar stundum kallaöar „heldri manna" veiöar — en aðeins vegna þess að veiðarfærin voru tiltöiulega ein- föld og fiskurinn settur í ís óhreinsaður. ^Túnfi^urjrm^fór að gera vart við sig undan strönd- um Mexico snemma í júní. Þegar leið á vertíðina færð- ist hann norður á bóginn meðfram allri Kyrrahafs- ströndinni, fylgdi venjulega Japanstraumnum. Þetta voru hraðsyndir, duttlungafullir fiskar. Þótt glæsileg- ur grængullinn, silfurgljáandi og kotsvartur litur þeirra missti ljómann þegar þeir komu upp á þilfarið, gátu þeír þó örvað sjómennina í ríkara mæli en nokkrir aðrir fiskar. Þorskvéiðar voru erfiðar og tilbreytinga- lausar. Laxinn var dálítið hægt að reikna út, og seina- gangurinn viö veiöarnar upp undir ströndinni dró nokk- uð úr ánægjunni. Eltingaleikurinn við túnfiskinn skír- skotaöi til veiðieölisins. Hann var hámark allra veiða. Umhugsunin um hann dró sjómanninn langt út á haf, fimmtíu, hundrað, tvö hundruð mílur, þar til hann fann fullkomlega tæran, blágrænan sjó. Þá lagði hann línurnar. Og ef eitthvað eimdi eftir af ást á veiðum hjá manni sem taldi þær atvinnu sína, þá var í bili hægt að skilja það æðí sem leiddi hann út í þaö fráleita starf. Síðan Hamil kom fyrst til San Francisco hafði hann hugsað mikið um túnfisk. Sum árin hafði hann verið staöráöinn í að eltast aldrei við hann framar, halda áfram við laxinn og láta ekki freistast. Túnfiskveið- unum fylgdi sVo mikil áhætta. Heil vika gat liðið svo að ekki fengist einn einasti. Þótt fáeinir bátar hefðu heppnina með sér á ári hverju, þá var ekkert vit í veiöunum frá fjárhagslegu sjónarmiði. Bátur- inn gekk á fullum hraða meðan hann eltist viö fisk- inn, svo að eldsneytiskostnaðurinn var mjög hár. Mað- ur gæti fengið farm, kannski þrjár eða fjórar lestir og komið í höfn, örmagna eftir nætur og daga úti á opnu Kyrrahafinu, og komizt svo að raun um aö verð- fall hafði orðið. Verðið sem greitt var, var kannski helmingi lægra en þaö var brottfarardaginn. Taage sigldi fram hjá vitanum á Farallone eyju skömmu eftir klukkan tvö að nóttu. Hamil steig ú't á þiifarið til að horfa á vitann og stjörnurnar. Það var næstum kominn tími til að vekja Brúnó sem átti að leysa hann af, en hann ætlaði að leyfa honum að sofa ögn lengur. Hann kunni að meta svona nótt, þegar Taage þokaöist jafnt og þétt í vesturátt, fjar- lægðist óðum fast land með öllum þess áhyggjum og flækjum. Hér 'var loftið hressandi. Það gaf fyrirheit. Taage hélt áfram og aragrúi fosforstjarna birtist í vatninu — fleiri stjörnur en voru á himninum. Þær glóðu, flæktust saman, þyrluðust afturábak og runnu Minningarathöfn um eiginmann minn og föður okkar ÞOBLEIF SIGURBSSON fyrrverandi hreppstjóra frá Þverá í Eyjahreppi, sem andaðist 25. marz s.l. fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 1. apríl næstkomandi kl. 4:30 eih. — Jarðsett verður frá Miklaholtskir'kjU, miðviku- daginn. 2; apríl kl; 2 e.h. Athöfninni í Dómkirkjunni verður útvarpað. Halldóra ÁKgeirsðóttir, Kristín Þorleifsdóttir, Ásgeir Þorieifsson og fjtUskyldur. 'inn í rafmagnað, grænt kjölfarið. Þar eltu þær hver aðra í köldum eldtungum. Brúnó hallaði sér Upp að stýrishúsinu og steig öðr- um fætiá borðstokkinn. Aðrir menn gátu haft fjöllin sín í friði. Þeir máttu hafa sléttur sínar og skóga. Þeir máttu hafa borgarstrætin. Þetta átti hann. Ef Carl gæti lært að sjá þetta á sama hátt og Brúnó geröi. Til- finningar Brúnós voru ósviknar. Meöan þeir voru aö búa sig undir túnfiskveiðai'nar, haföi harm nokkurn sinnum fariö í land — sagðist þiirfa að ganga frá ýmsu í sambandi við viðskiptamál. Hann kom alltaf aftur með þennan innilukta svip um augu o«- munn. En einmitt þetta kvöld, þegar Taage klauf fyrstu öld- urnar, hafði Brúnó breytzt. Hann fór aftur að' brosa. Svört augu hans glóðu, þegar þú tókst niður kort- ið og sagðir honum frá því að í fyrramálið yrði Taage komin yfir Frumherjafjallið, og þar í grennd viö þetta neðansjávarfjall yrði kannski hægt aö fá fyrsta tún- fiskinn. Fjallið sást á dýptarlínunum á kortinu. Langt fyrir neöan þær voru aðrar línur dregnar til aö sýna sjáyardalinn undir fjallinu, sem var í rauninn djúpt gil, og þar borgaði sig líka að leita. Brúnó virti fyrir sér kortið í meira en klukkutíma áöur en hann fór að sofa. Hann virtist heillaöur. Hann sagði, að til þess að skilja þetta í raun og veim, yrði hinn að snúa við huganum og reyna að ímynda sér. hvernig landslagið væri, ef allt vatn þurrkaðist allt í einu upp úr úthafinu. Það var í rauninni furðulegt hversu ákafur Brúnó var.í að læra alla skapaöa hluti. Hann þyrsti stöðugt eftir fræðslu. Einhvern tíma hlaut hann að hafa þráð hana enn meira. Hugur hans hafði orðið fyrir hnjaski og nú var hann að jafna sig. Ef hann gæti aðeins slakaö lítið eitt á og jafnvel talað um það sem þrúgaði hann svona, þá yrði auðveldara að hjálpa honum. Já, Brúnó þurfti á manni aö halda, eldri manni til að taka þátt í erfiðleikum hans — eins og föður. Jæja, ef hann vantaöi föður, þá átti hann nú föður. Hamil leit að skilnaði á sjóinn og himininn og fór aftur inn í stýrishúsið. Hann þreifaði sig örugglega niður dimman stigann niður í káetuna og kveikti ljós- ið við koju Brúnós. Andlit Brúnós leit allt öðru vísi út þegar hann svaf. Höfuð hans vaggaði lítið eitt til á koddanum eftir hreyfingum Taage. Nú var hann í friði við siálfan sig. Svefn hans vai- svo vær og djúpur að Hamil tímdi varla að vekja hann. Hann virtist svo miklu yngri, næstum eins ungtir og Carl sem svaf fyrir neðan hann. Hamil togaði laust í ábreiðu Brún- ós. „Þú vilt náttúrlega sofa endalaust?" Brúnó opnaði augun. Þegar hann sá Hamil, færðist bros yfir varir hans. Hann leit á úrið sitt sem hékk á snaga við hlið- ina á honum, og settist upp í skyndi/ „Þú lætur mig sofa alltof lengi, pápi. Þú hlýtur að vera þreyttur. Þú hefði ekki átt aö gera það." „Di er fínasta veður, og ég yngist alltaf upp þegar ég fer á túnfiskveiðar. Eg verð aftur eins og strákur." sdhiwjaaigö .« c^ - Þ;JÖDVILJINN , ,11 Hyggin hasméðlf ml&t EOYAL lyltiduft í Páskabaksturinn Haígeyma? 6 og 12 volt Rafgeymasainband Keriaþsæðir Tengi íyrir leiðslur L|ósasamkkur 6 og 12 volt Garðar Gíslason ki biíreiðaverziun. Til liggur leið^s -i* Á teikningunum er sýnt frá vinstri til -hægri: 1. hentug tvlddragt með mjaðmasíðu slái. 2:' Himinblá kápa með prins- essusniði, leðurb©lti og spennu.. kraga úr svörtu næl „persian"^ úr rafi. 3. Tvískiptur dökkblár skinni. 5. Skyrtukjóil -úrsand* peysukjóll úr bómullarjersey. litu ullarjersey með viðúm. 4. K-á'pa¦-¦úr Alaska-mohaicmeö I rúllukraga og bi*únu leðurbelti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.