Þjóðviljinn - 02.04.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.04.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 2. apríl 1958 Nokkur kveðjuorð frá vinum Það kemur stundum fyrir, þegar maður heyrir lát manns, sem maður hefur þekkt vel, verjtó starfsíélagi og vinúr, að maður trúir ekki harmafregn- inni. En þótt maður verði að trúa þá er það staðreynd að maðurinn er ekki dáinn okk- ur, minningin um hann er svo sterk, að við sjáum hann svo vel fyrir okkur, þegar við rifj- um upp liðin atvik. Slikra er gott að minnast. Gísli Þorvarðsson er einn þessara manna. Hann var frjór í þess orðs fyllstu merkingu Fáir munu g^eyma. sem þekktu hann vel. fyndni hans og glað- værð, stökum hans og tilsvör- um, og sívakandi árvekqi um það að halda bví á lofti. sem sannast var, en ráðast að sama skapi á. og hrekja. það sem var yfirborðslegt og ósatt. Fallinn er Gísli að grundu gleðin er okkur fjser, í hugunt allra okkar er hann þó svo nær. Margt er hart í heinii minn hugur er sleginn þögn. En ég man þínar góðu gáfur glaðværð og leiftrandi sögn. Umhyggju áttir þú ríka með orðum 1 hjarta þér. Eg fann þína fáa líka, sem féílu hetur mér. Vinum til vamms þú sagðir og veittir ráðin góð. Eg óska að ætti svo fleiri hin íslenzka þjóð. Arnór Þorkelsson. Við hittumst fyrst á viiinu- staðnum. Það var stuttu eftii Gisli Þorvarðsson sríðið, á þeim dögum, þegar sumarið var byrjað í friðar- rnálunum og áhyggjur af at- vinnuleysi þekktust ekki leng- ur hér á landi. Þá fórum við að tala sam- an í vinnunni, og þannig töluð- um við saman þessi ár sem síðan eru liðin. Það bar margt á góma þenn- an tíma. Ekki sízt á kvöldin, þegar við komum saman í litla húsinu þínu og drukkum kaffi og fleira, og þú lézt okkur heyra nýjustu vísurnar þínar fullar af góðsamri glettni um guð og menn. Þá fuku kveðling- arnir stundum fljótt, milli þess að skeggrætt var um hina ó- líkustu hluti. Húsbyggingar, dulfræði, konur og kalt stríð, því þá var kalda stríðið byrj- að. Svo gistum við stundum 1 eða 2 til þess að njóta með þér kvöldstemmninganna eins og gert var í sveitinni, því við vorum alltaf sveitamenn í and- anum. Og þegar við félagar þínir vorum saman og eitthvað hnyttið var sagt, þá var við- kvæðið þetta: Þetta þarf Gísli að heyra, eða: Nú vantar Gísla. Þú varst alltaf hinn skemmti- legi félagi sem dreifst jafn't áfram hug og hönd. Þegar barnahópurinn tók að stækka hjá þér, varð húsið þitt of lítið, þá gekkst þú í fé- lag með nokkrum góðum mönn- um, og þið byggðuð 16 íbúða blokk í aukavinnu á tveimur árum. Og fyrir hálfu ári varst þú fluttur í fjögurra herbergja íbúð með konu og fjögur ungj börn og uppkominn son. Þaðl stóðu margir undrandi. Hvern- íg hafðir þú getað þetta? En þeir sem þekktu bezt til og vissu um 100 stunda vinnuvik- urnar þínar, þeir undruðust kannski minna — slíku hlaut að sjá stað einhvers staðar. Og þarna var það í nýju íbúðinni. Nú segir VlSIR 26. marz: hæftnlegf vopn - Kauphœkkanir til verkamanna þfónusta vi& Rússa I Vísi 26. f. m. er grein, sem er þess virði, að verkamenn veiti alveg sérstaka athygli. Hún er birt í ritstjórnardálk- um blaðsins og er á þessa leið: ..Kaupið má hækka! Á sunnudaginn bir'ti Þjóð- viljinn grein um það, að nú væri komið að því, að ekki mundi saka, þótt kaupið væri hækkað. Stöðvunarstefnan væri búin að gera þjóðinni og efnahag hennar svo mikið gott, að óhætt væri að efna til kaupgjaldsbaráttu með gamla Iaginu, og mundi slíkt raunar til bóta fyrir atvinnuvegina. Þessar bollaleggingar eru eignaðar Dagsbrúnarmanni, en enginn vafi leikur á því, að það er einhver foringi komm- únista, sem þarna hefur verið á ferð með penna sinn. Þetta er hótun. sem samstarfsflokk- arnir í ríkisstjórninni eiga að skilja. Þeir eiga að gera séi grein fyrir því. að kommúnist- ar hafa hættulegt vopn, sem eru verkalýðsfélögin og sú bar- átta, sem þau geta efnt til. Með grein þessari sýna komm- únistar annars einkum eitt. Þeir eru sem fyrr staðráðnir í að láta verkalýðsféiögin þjóna hagsmunum sínum og húsbændanna austur í Moskvu, en hirða ekki — frekar en áð- ur — um hagsmuni þjóðarinn- ar, þegar þeim býður svo við að horfa.“ Blaðið virðist nú furða sig á því, að Dagsbrúnarmaður skuli láta sér hugkvæmast það. að þörf sé á nokkurri kaup- .hækkun fyrir verkamenn. Tel- ur blaðið slíkar bollaleggingar svo ólíklegar af hálfu verka- manna, að það trúir lesendum sínum fyrir því að þarna hljóti einhver foringi kommúnisfa að vera á ferð „með þenna sinn“ eins og kornizt er að orði. Síðan er talað um verkalýðs- félögin sem hættulegt vopn, ef þau hreyfi kaupgjaldsmálunum sér í hag og slíkt sé aðeins gert til þess að þjóna hags- munum vondra manna austur í Moskvu og sýni, að komm- únistar hirði ekki, nú fremur en áður um hagsmuni þjóðar- innar. Þó þessi furðulegi heila- spuni blaðsins sé trauðla skilj- anlegur má þó það af honum ráðá, hver heilindi hafi fylgt þeim áróðri íhaldsins, að hag- ur verkafólks hafi farið sí- versnandi undanfarna mánuði En samtímis slíkum áróðri hafa forkólfar íhaldsins látið kaupamenn sína í verkalýðsfé- lögunum básúna það út að for- svarsmenn alþýðusamtakanna — þ. e. kommúnistar á máli þess — væru á móti öllurn kjarabótum til verkamanna í samræmi við aukna dýrtíð. En nú hefur Vísi orðið fótaskort- ur á hinni pólitísku hræsnis- linu flokks síns í verkalýðsmál- um og segir feimnislaust á sínu gamla þekkta tungumáli að kauphækkun til verkamanna sé beinlínis þjóðhættuleg og henni geti þeir einir fylgt sem vilji þjóna hagsmunum Rússa. Þetta er góð lexía fyrir þá, sem kynnu að hafa gleymt því hver afstaða íhaldsins hefui jafnan verið til hagsmuna verkafólks ýfirleitt. En úr því kauphækkanir til láglaunafólks eru þjóðhættu- legar og þjónusta við Rússa. hversvegna upptendraðist þá hinn mikli fögnuður í herbúð- um íhaldsmanna á s.l. ári í hvert skipti sem einhversstað- ar örlaði á baráttu fyrir launa- lækkunum? Allir muna fögnuð íhaldsblað- anna yfir farmannaverkfaliinu og launahækkunum til flug- manna í íyrra. Þá var ekki tal- að um þjónustu ’/ið Rússa. Verkamenn sem þekkja í- haldið að takmörkuðum vel- vilja þess i þeirra garð, hafa Eg rek ekki söguna lengra Við heilsuðumst og kvöddumst á vinnustaðnum, Seint í febrúar er ég að ganga frá verki hér í bæ, á förum upp í sveit. Þú kemur til mín, og við ræðum saman eins og áður. Þá tekur þú í höndina á mér og segir: „Jæja vinur, nú á ég stutt eftir, ég veit það núna“. Eg hafði næstum gleymt þessu þegar við félagarnir fréttum að þú værir látinn. Og núna í miðri dimbilvik- unni þegar við fylgjum þér á brott, stöndum við hljóðir. Hér er svo fátt að segja, við sjá- um konuna þína með barna- hópinn sinn. Og emhvernveg- inn finnum vð að þessi hópur, hann er hennar mesta fyrir- heit um huggun á þessari þungu kveðjustund. Kristján G. Magnússon. Við vinnufélagar Gísla áttum erfitt með að átta okkur á þeirri fregn er bar«P6kkur til eyrna að hann væri dáinn, og þá ekki sízt mér er unnið hafði með honum aðeins fyrir 4 dög- um hressum í anda og kátum eins og hans var eðli, þrátt fyrir að hann hafði að undan- förnu kennt sér einlivers meins sem þó engum hefur sennilega dottið í hug að valda mundi honum fjörtjóni, en við urðum að taka fregnmni sem stað- reynd því ekki var líklegt að neinn myndi hafa slíkt að gamanmáli. Eg kynntist Gisla fyrst sem ---------------------------— <«, vinnufélaga fyrir 12 árum síð- an, þegar ég var að byrja nám í málaraiðn, og eru mér þau kynni í fersku minni, ekki sízt vegna þess að við nemendurn- ir fundum að hann tók okkur sem félaga hvort heldur var við starf eða utan þess. Gísli var afkastamikill í víð- tækri merkingu þess oi'ðs, greindur, fróður og íhugull um allt er snerti líf og kjör al- þýðu, hafði yndi af þjóðlegum fróðleik, einkum í bundnu máli, enda vel hagmæitur sjálfur, þótt sá kveðskapur beindist fremur að léttara efni að svo miklu leyti sem mér er kunnugt. Vísumar hans Gísla hafa oft vakið kátínu á með- al vinnufélaganna ekki sízt vegna þeirrar orðgnóttar er þær hafa að geyma, þótt yrk- isefnið sé aðeins græskulaust gaman um menn og málefni. Svo erfitt sem það var okkur vinnufélögunum að átta okkur á hvað skeð hafði þá hefur þflð .að sjálfsögðu orðið þung- bærara fyrir kcnuna hans og börnin iitlu er hafa ekki öðl- ast þann þroska að skilja hvað raunverulega hefur skeð. Það er erfitt hlutverk e'r fellur í hlut móðurinnar að sætta sig og þau við orðinn hlut og fylla upp í skarðið. Til slíks þarf sterkan vilja og kjark, og er ég fuilviss um, að hvoru- tveggja er fyrir hendi í þessu tilfelli, enda tel ég fullvíst að fjöimargir kunningjar þeirra hjóna verði fúsir að leggja fram hönd til hjálpar, til að létta henni það erfiða starf. Hjálmar Jónsson. getið sér þess til að samúð í- haldsmanna á kauphækkunum í fyrra til flugmanna og far- manna hafi einkum byggst á þeirri von að þær vektu svo sterka óánægjuöldu meðal dag- launafólks að hún gæti skol- að núverandi ríkisstjórn frá vöklum, svo að strandkapteinn- inn kæmist aftur með liði sínu í stjórnarráðið. Þessi getgáta er sömiuð. Það var þjónustan við „hagsmuni okkar“, valdasókn íhaldsins sem leiddi íhaldsblöðin til hins nýstárlega og broslega á- róðurs fyrir kauphækkunum meðan ríkisstjórnin var að heyja lifsnauðsynlega baráttu fyrir því að koma þjóðarskút- unni^á flot eftir að íhalds- stjórnin hafði siglt henni í strand fyrir augum allra lands- manna. I þessum ótímabæra kaup- hækkunaráróðri fór íhaldið eft- ír þeirri reglu sinni, að hags- munir flokksgæðinganna, er þrá völdin, skyldu ganga fyrir hagsmunum þjóðarinnar. En hefði íhaldið nú náð völdum með þessum hæ'tti, þá hefði það áreiðanlega ekki mætt óánægju verkamanna með kjör sín með kauphækk- unum, heídur með því að stimpla alla baráttu í þá átt sem þjónustu við Rússa. • Sam- anber ummæli Vísis, að það geti ekki verið þjóðhollir verkamenn sem nú viiji kaup- hækkun, heldur aðeins vond- ir kommúnistar, sem miði allt við hagsmuni rússneskra vald- hafa. Og nú kannast ég við hið gamla og eðlilega málfar í- haldsins þegar um kaupgjalds- mál verkamanna hefur verið rætt. Annar Dagsbrúiurniaðnr. Það skiptast á skúrir og skin í lífinu. Stundum eigum við .dægursorgir og þá er gott að tala við góðan vin. Eins er það ef skapið er gott, þá er einnig hægt að leita til vin- ar og spjalla um áhugamálin: Heimspeki, stjórnmál og svo auðvitað léttara efni. Einn af þeim vinum, sem oft var leitað til undir slíkum kringumstæðum varst þú Gísli. Það var orðinn svo ríkur vani að hugsa á þessa leið: Hvað ætli Gísli segi um þetta? Það er bezt að tala við Gísla núna, Nú ert þú ekki lengur meðal okkar, þú hefur horfið frá dægurþrasi og ánægjustund- um jarðlífsins, en við hímum eftir hljóð og döpur og finn- um og skiljum að dauðinn er óhlífinn. Sorg dauðans er dýpri en svo, að við fáum skil- ið hana. Þyngsti harmurinn og mesta raunin er fyrir konu þína og börn að sjá þér á bak og kveðja þig hinstu kveðju. Minningarnar eru nú eini tengiliðurinn rnilli okkar og þín. Eg þakka liðnar stundir. Frið- ur sé með þér. Ríkharður Iljálmarsson. Gauksklukkan Framhald af 12. siðu. starfsári ekki verið beinlínis uppörvandi. Agnar Þórðarson benti við þetta tækifæri á hversu leik- stjórum væri miklu .meiri vandi á höndum er þeir settu á svið ný íslenzk leikrit heldur en er- lend leikrit, sem hefðu verið margsýnd. „Leikrit er ekki til“, sagði höfundur Gauksklukk- unnar, „fyrr en búið er að setja það á svið“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.