Þjóðviljinn - 02.04.1958, Síða 5

Þjóðviljinn - 02.04.1958, Síða 5
Miðvikudagur 2. apríl 1958 Þ J ÓÐ VILJINN (5 Fmmkvæði Sovétríkjanna um stöðv- im kjarnavopna víSa fagnað Framhald af 12. síðu. þeim ekki umhugað um sigur í áróðursstyrjöld. Það kæmi ekki til mála að Bandaríkin stöðvuðu tilraunir sínar. . . . Os' blöð um víðan heim ræða málið frá mörgum hliðum. Brezku blöðin telja flest að Bret- ar verði að aðhafast eitthvað í málinu, enda þótt ekki megi láta áróður ákvörðunarinnar villa sig. Þau eru þó vondauf um að Vcsturveldin hætti til- raunum. Vestur-þýzku blöðin fagna mjög sovézku ákvörðuninni og telja að Vesturveldin megi ekki sleppa því tækifæri sem þau hafa. nú^fengið til.,,að- styrkja, friðinn. Nú ríði á að taka Rússa a orðinu og hætta tilraunum með kjarnavopn fyrir fullt og allt. I júgóslavneskum blöðum seg- ir að þjóðir heims eygi nú þá von að nú fari að draga úr spennunni í heimsmálunum og horfurnar verði friðvænlegri. í Indlandi hefur fréttin um ákvörðun Sovétríkjanna aflað þeim meiri vinsælda heldur en noggur önnur ráðstöfun þeirra frá stríðslokum. Þetta kemur fram í forustugreinum velflestra blaða þar í landi í gær. Japanir lýsa yfir fullum stuðningi Aichiro Fujiyama, utanríkis- Ðrottning gæstur Vorcsjiloffs 1 fyrsta sinn síðan í október- byltingunni hefur gestur af evrópsku konungakyni gist í Kreml. Það er Elísabet, ekkju- drottning Belga, sem er nú gestur Vorosjiloffs, forseta Sovétríkjanna. Hún er nú komin á níræðis- aldur, en þáði samt boð forseta um að koma til Moskva vegna tónlistarsamkeppninnar sem þar stendur nú yfir og kennd er við Tsajkovskí. Þetta mun vera ein erfiðasta keppni sinnar tegundar sem fram fer í heiminum. M. a. keppa þar 12 fiðluleikarar, 8 þeirra eru sovézkir. Einn er frá Bandaríkjunum. ráðherra Japans, lýsti yfir því í gær að Japan styddi fullkom- lega kröfu Sovétríkjanna um stöðvun tilrauna með kjarna- l vopn. Hann kvað japönsku stjórnina fagna frumkvæði Sov- : étstjórnarinnar og kvaðst vona ' að Bandaríkjamenn sæju sóma ' sinn í því að fylgja dæmi þeirra. . Sósíalistaflokkurinn í Japan I hefur látið í Ijós ánægju sína með ákvörðun Sovétríkjanna og mun flokkurinn leggja fram til- lögu sína á þingi um að krafist vei-ði að Bandaríkin taki sams konar ákvörðun. UJSI f Tokíé í gær skunduðu um 20 stúd- entar fylktu liði að banda- ríska sendiráðinu í Tokíó og kröfðust þess að Bandaríkin hættu tilraunum sínum með kjai’norkuvopn. Þetta var rsndinefnd skipuð fulltrúum allra stúdentafélaga landsins. Lögreglulið kom á vettvang og liófust stympingar með lög- -regluþjónum og stúden^um. Þrír sexidinefndarmanna voru handteknir. Fjöldi æskufólks fór hóp- göngu að sendiráði Sovétrikj- anna og fagnaði ákvörðun Sov- étstjóniarinnar um að stöðva tilraunir með kjarnavopn. • r on óskast Nýi Könniiðiir komst ekki á rétta braut um jörðina í ljós hefur komið að mistök hafa átt sér stað þegar nýi Könnuður Bandaríkjanna, sá annar sem komst á loft, fór á braut sína umhverfis jörðina. Landssamband iðnaðarmanna óskar að ráða fram- kvæmdastjóra er jafnframt sé ritstjóri tímarits iðnaðarmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu sambandsins, Laufásvegi 8, Reykjavík, eigi síðar en 25. apríl næstkomandi. Hri ngbökunarofnar Verð kr. 182.00 Verð kr. 367.00 Véia- ðg raftækjaverzluniei k Bankastræti 10. Sími 12852. íftboð Tilboð óskast í byggingu íbúðarhúsnæðis og fleira fyrír Samvinnuskólann, Bifröst. Uppdrátta og útboðslýsinga má vitja á teiknistofu 'SfS eftir hádegi í dag. Teiknisfoía SlS. Hringbraut 119. Úrslit þingkosnin>?anna í Kanada á sunnudagin urðu mikill- sigur fyrir íhaldsflokkinn,- sem vcrið hefur í sLjórn undan- farið undir forýstu Diefcnbak- ers foisætisráðherra. F’okkur- inn bætti við sig 99 þingsætum, hiaut 209 en fékk 110 í kosning- unura í fyrra. Flokkúriim hsi’ur nú % hluta þingmanna í neðri deild þingsins og eru það mestu yfirburðir eins flokks , í sögu Kanada. Frjálsíýndi flokkurinn hafði vcrið við stjórn í 22 ár þar til hann beið ósigur íyrir íhalds- f okknum í fyrrasumar. Frjáls- lyndir fengu nú 47 þingmenn en . hlutu 104 í fyrra, Flokkur . vinstri sósíalista, sc-m fékk 25 þingsæti í fyrra, fékk aðeins 9 í þetta sinn og meðal þeirra sem féilu var íormaður ílokksins. Flokkur hægri sósíalista (Sacial Credit Party) missti alla þingmenn sína, nítján að tölu, til ílialdsins. Merkilegust þóttu úrslitin i Quebec-fylki, 'sem byggt cr frönskumælanöi mönnum að- mestu ieyti, en þeir hafa ætíð verið ötulastir fyigjendur Frjá’sr lyndra. í þetta sinn fékk íhalds- fiokkurinn 50. af 75 þingmönn- um fylkisins. Nýfundnaiand var eina hér- aðið, þar sem Frjáislyndir héidu fyigi sínu nokkurn veginn ó- skertu. Lester Perarson le’ðíögi Frjáls- iynda flokksins náði kosningu og tapaði ekki fylgi. Sfjórrx Diefenbakers tók við' völdum í fvrra. en hann er kunnur fyrir það að hann berst fyrir því að Kanada taki upp sjálfstæða ctefnu gagnvart Bandaríkjunum og íhluturi þeirra um málefni landsins. Diefenbaker hefur nýiega út- nefnt nýjan utanríkisráðherra í ráðuneyti sitt. Sá heitir Sidney Smith og var hann íorseti há- skólans í Toronto, og hafði ekki gefið sig að stjómmálum áður. Bráðabirgðaútreikningar sem gerðir voru á braut Könnuðar 2. báru með sér að hann færi lengst 2.800 km frá jörðu en kæmist næst henni um 180 km. Brautin er samkvæmt þeim útreikningum mjög cporbaugs- laga. Bandariskir vísindamenn segja að ástæðan sé sú að Könnuður hafi ekki haft rétta stefnu þegar lionum var skotið á brautina. Af því leiðir að hann kemur miklu nær j rðu en ætlunin var og verður því ekki eins lengi á lofti og búizt hafði verið við, e.t.v. ekki nema 2-3 vikur. John Medaris hershöfðingi sem stjórnar gervitunglatil- raunum bandariska landhersins segir þo að þetta sé þó ekki að öliu leyti illt. Þannig muni nú fást vitneskja um þéttleika efstu laga gufuhvolfsins, á mörkum þess og geimsins. Síðari fréttir benda þó til þess að skekkja hafi verið í þessum fyrstu útreikningum. Nýjar athuganir munu hafa leitt í Ijós að hann kemur ekki eins náiægt jörðu og þar var rciknað með, og hann ætti því að haldast lengur á lofti, e.t.v. 4-6 mánuði, en þó skem- ur en fyrirrennari hans. E>ipf enbaker f orsætisráðlie.rrn. og Sidney Smith utanríkisráð- lierra (t.v.) Þetta verða xskemmtiiegustH páskar í áratugi ; Tvær nýjar stórkostlegar skáidsögur komnar út. „FJALLIÐ" eftir Jökul Jakobsson og „UPPREISN ENGLANNA“ eftir Anatole France. Bók Jökuls segir frá ungum elskendum, sem unnast af heil- um hug en fá ekki náð uppá hátind hamingjunnar vegna andlegra og líkam- legra truflana, Sagan lýsir baráttu elskendanna við hin grimmu örlög unz kon- an, hin heilsteypta, þrekmikla stúlka fleygir sér í faðm annars manns, hins ótruflaða náttúruharns. Hér gerast miklir, eftirminnilegir atburðir. Hér gefast næg umhugsunarefni. Og hér er ekki töluð nein tæpitunga. Þetta er bók fyrir unga fólidð. „Uppreisn englanna“ er bók sem ekki þarf að auglýsa, frægasta skáldverk eins frægasta Frakka, nóbelsverðlauna skáldsins Anatole France. Stórkostleg skáldsaga, örlagasaga skrifuð af leiftrandi skáldsnilli, hugkvæmni og húmor. Báðar þessar bækur fást í bókaverzlunuin í sterku og þokkalegu bandi. HELGAFELL, Unuhúsi, Veghúsastig (Símj 16837)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.