Þjóðviljinn - 02.04.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.04.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN M íÞRóniR HtTSTjORl: FRlMANH HELGASOB HaitdknaHleiksntótið: KR wmá Ýal ..31:15 og ÍR sioraði Fram 22:17 Víkingur sigurvogari í 3. flokki B Fyrsti leikur kvöldsins milli þ'riðja flokks liða Ármanns og Víkings var jafnframt sá fjör- ugasti og tvísýnasti og mest spennandi. Það leit lengi vel svo út að Víkingar væru alveg ör- uggir með sigur, því að í hálf- leik stóðu Iéikar 3:1 fyrir þá, og þeir baet'tu við eftir leikhlé fjórða markinu. Armenningar voru ekki af baki -dottnir og jöfnuðu 4:4 og svo kom síð- asta markið fáum sek. fyrir leiklok, svo að framlengja varð. Víkingur tekur enn forustuna og Armann jafnar, en þá er það Víkingur sem skorar 3 mö'rk í röð og fá Ármenningar ekki að gert. Skora þeir þó eitt mark rétt fyrir lok framlengingar- innar, svo að leikurinn endaði 8:0 fyrir Víkinga sem þar með unnu þetta mót. Er ánægjulegt að sjá, að hin nýju heimkynni Víkings eru þegar farin að gefa ánægjulegan árangur. Þróttur vanaa Armann í 1. fl. í tilþrifalausum I<eik Leikur þessi var frá upphafi til enda fremur tilþrifalítll og höfðu Þróttarar algjöra yfirhönd .allan fyrri hálfleik og stóðu leik- ar 9:2 í hálfleik. En Þróttarar virtust ekki taka síðari hálfleik- inn sérlega alvarlega og töp- uðu honum, en unnu samt leik- inn 15:9. KR vann Val með yfirburðum Frá upphafi var leikur þessi mjög ójafn og höfðii KR-ingar öll ráð Vals í hendi. sér. Lið Vals var of veikt og sundurlaust til þess að hægt sé að mynda sér skoðanir uni styrk KR-liðsins. Þeir náðu oft hröðum og léttum leik, sem vörn Vals hafði ekki I kvöld keppa Þróttur — Fram og IR - FH I kvöld heldur mótið áfram og fára þó fram úrslit i öðrum flokki kvenna. Ef dæma skal eftir leikjum Þróítar og Fram undanfarið mun Fram varla lenda í miklum erf- iðleikum með Þrótt. Þó hefur það sýn't sig að Þróttarar geta orðið erfiðir og náð leik sem má vara sig á fyrir hin sterkari lið. Það er líka heldur til hins verra fyrir Framliðið að það getur ekki haft markmenn sína með, eins og á móti ÍR. '. Seinni leikurinn rnilli FH og IR getur orðið skemmtlegur og fjörlega leikinn, og vafalaust munu ÍR-ingar ekkert til spara að gera Hafnfirðingum erfitt fyrir. Sennilegt er þó að þeir standist ekki hraða þeirra og kraft. bolmagn og hugkvæmni til að stöðva. Vörnin virtist því vera mjög opin og. .auðveld fyrir KR að komast í gegnum, enda skor- uðu þeir 31 mark í leiknum sem stendur þó ekki nema í 50 mín. Árni Njalsson var . ekki með Val að þessu sinni og vantaði þar mjög sóknarkraft sem hefur sýnt sig að gera margt vel. Leikur Vals fyrir framan mark KR var oft mjög lítið hugsaður og furðulegar sending- ar inn á línu sem engan til- gang höfðu nema að 'tapa knett- inum, enda var vörn KR nokk- uð sterk, a. m. k. fyrir sókn Vals. Lið KR var j.afnt, og eins og það lék í þessum leik þá var það heilsteypt og féll vel sam- an. Þeir sem skoruðu fyrir KR voru Karl 11, Þórir 7, Reynir 5, Heins 4, Hörður 2 og.Pétur 1. Fyrir Val skoruðu: Geir 7, Marteinn 4, Bogi, Valur, Stefán og Ingi 1 hver. Dómari var Hannes v Sigurðsson og dæmdi vel. ÍR vaun Fram sem var svolítið óheppið Fyrirfram var gert ráð fyrir nokkuð jöfnum leik, en það verður ekki annað sagt en að Framarar hafi verið fremur ó- heppnir í leik þessum, svo mun- ur hefði getað orðið minni en raun varð. Koma þar til bæði stangarskot og eins að misnota tvö vítaköst þegar leikar stóðu 16:13, og það í röð. Eigi að síður verður ekki ann- að sagt en að sigurinn hafi lent réttu megin því að ÍR-ingar léku skemmtilegri handknattleik og voru meir leikandi og hugkvæm- ari í leik sínu.m, og eins og þeir ættu hægara með að finna leið- ina að marki Fram. Þeir voru hreyfanlegri og heldur öruggari. Það var líka áfall fyrir Frarh að hafa hvorugan markmann sinn með, þá sem vanir eru að leika, svo að grípa varð**tíl» Steih's Guð- mundssonar sem ekki er í æf- ingu en gerði stöðunni þó furðu góð skil. Leikurinn var oft nokkuð skemmtilegur og vel leikinn. Þeir sem skoruðu fyrir ÍR voru: Gunnlaugur 11, Hermann. 5, Valur 4, Ólafur og Þorgeir 1 hvor. Fyrir Fram skoruðu: Karl 4, Rúnar og Ágúst 3 hvor, Jón Friðst. og Reynir 2 hvor og Jón Þorláksson 1. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi yfirleitt vel, en var of strangur á vítaköstum. „Reynir", 1. árg. 1. tbl. íþróttasíðunni hefur borizt nýtt félagsblað sem félag eitt hér í bæ hefur gefið út. Blaðið er ekki stórt í sniðum, en það er smekklega frá þvi gengið og bjart yfír því,, og vissujtega stendur á bak við það mikil bjartsýni og vorhugur. Ef betur er að gætt eru það einmitt vor- menn sem að því standa, að kalla má kornungir drengir, sem þó vita hvað þeir vilja. Þeir hafa sem sagt stofnað með sér félag sem þeir kalla „Knattspyrnufélagið Reynir". Það hefur ekki farið mikið fyr- ir því í frásögnum, en þrátt fyrir það hefur áhugasamur hóp- ur sameinazt um knattspyrnu- leikinn og efnt til „Bikarkeppni" og harðir bardagar verið háðir um bikarinn. Það merkilega við þetta er að félagið er stofnað 1951 og lifir góðu lífi. Sam- kvæm't þessu fyrsta blaði fara fram skemmtifundir á vegum fé- lagsins og þeir velja líka „í- þróttamann ársins". Á skemmti- fundi sem félagið hélt 15. febr. var Jónas Bergmann kjörinn „f- þróttamaður félagsins". Á eftir honum komu, eftir atkvæða- magni: Ragnar Geirdal, Guðjón E. Ólafsson, Ragnar Kristjáns- son og Tómas Bergmann. Þegar þeir í blaði sínu ræða um æfingarnar 'eru þeir ekki myrkir i máli. Þar segir m. a.: „— — Margií hugsa einungis um að keppa, en hvað þýðir að vera að keppa þegar aldrei er æft? Þegar búið er að æfa vel, er hægt lað fara að ,hugsa toil keppni. En Reynismenn hafa ekki æft enda sýndi það sig síð- astl. sumar. Leikmenn gátu yfir- leitt ekki neitt. Reynir keppti eina þrjá leiki við Örninn og tapaði öllum. En hvers vegna „rótburstaði" Örninn Reyni svona? Af þeirri einföldu á- stæðu að meginþorri Reynis- manna æfði ekkert. Eg vona nú að félagsmenn hugsi um þetta og taki sig á i sumar. ¦-------" Unnið er að því að gera sér- stakt merki fyrir félagið. S.l. laugard. efndu Reynis- menn til árshátíðar fyrir félagið. Samkvæmt blaðinu virðist á- hrifasyæðið vera Ljósvallagatan og nágrenni. Er þar og getið samyinnu við nokkur félög á Sólvöllunum og þar í grennd. Eru 'tilgreind Knattspyrnufél. Fálkinn fyrir sunnan Hring- þraut, og svo félög á Sólvöllun- um: Kf. Örninn og Kf. Þröstur, og sendu sum félaganna a og b lið til keppni. Og svo segjum við hinir eldri að unga fólkið aðhafist ekki neitt i fristund- um sínum. En þarna hrærist heill heimur sem við fylgjumst lítið með, þar sem byggðar eru borgir, háðir bardagar, keppt í öllum mögulegum íþróttagrein- um, og það af fullu kappi og alvöru. Það væri í rauninni fróðlegt að vita hvað mörg drengjafélög vaeru starfandi að jafnaði hér í Reykjavik. Það væri lika svo- lítið verkefni fyrir Knáttspyrhu- ráð Reykjavíkur að athuga hvort það gæti á einhvem hátt að- stoðað þessa ungu knattspyrnu- menh. Þeir eru um allan bæ, þótt þeir gefi yfirleitt ekki út fé- lagsblöð. Þetta er góð byrjun Reynis- menn! Haldið áfram! Nýtt dilkakjöt, Hangikjöt, Nautakjöt í buff og gúllash, Niðurskorið álegg. • i2 .1» Kjöibúðii Skólavörðustíg 12, — Sími 1-12-45, Barmahlíð 4, — Sími 1-57-50, Langholtsvegi 136, — Sími 3-27-15, Borgarholtsbraut, — Sími 1-92-12, Vesturgötu 15, — Sími 1-47-69, Þverveg 2, — Sími 1-12-46, Vegamótum, — Sími 1-56-64, Fálkaaötu, — Simi 1-48-61. iT'] Q)i KJC&BVÞ Hlíðarvegi 19, Kópavogi. TRIPPAKJÖT, reykt — saltað og nýtt Svið — Bjúgu Létt saltað kjöt Verzlunin Hamraborg Hafnarfirði Simi 5-07-10. Hamflettur svartfugl. Lifur, hjörtu, svið. Kjöt & Fisltur KJÖRBtJÐ Baldursgötu, Þórsgötu. Sími 1-3828. Allt það bezta í hátíðamatimr fæst í veizluninni BALDRI. Framnesvegi 29. Sími 1-4454. Lipur afgreiðsla. HÚSMÆDUE gerið matarinnkaupin hjá okkur Kaupfélag Kópavogs Álfhólsvegi 32 Sími 1-96-45 Páskaegg og allt til bökunar. Kjöt & Fiskur Kjörbúð, (Baldursgötu, Þórsgötu. Sími 1-3828. I hátíðarmatiíin Úrvals hangikjöt. Dilkasvið. Svínasteikur. Nautagullaeh. Parísarsteikur. ¦ *M j við Háaleitísveg, sími 3-28-92. 1 hátíðamatinn Nýreykt hangikjöt. Alikálfasteikur. og snittur. Nautakjöt i filet, buff, gullach og hakk. Kjötvarzlunin Búrfell Skjaldborg við Skúlagötu. — Sími 1-97-50. Híismæður Senduni heim fyrir páskana nautakjöt, svínakjöt, hangikjöt, dilkakjöt og tryppakjöt. 1 Pantið í tíma í sima 3-29-47. í' . i t'iS og Grensásvegi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.