Þjóðviljinn - 02.04.1958, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 02.04.1958, Qupperneq 11
 Miðvikudagur 2. apríl 1958 ÞJÓÐVILJINN — (11 ERNEST GANN: Sýður á keipum 78. dagur. hlusta of mikiÖ.“ „Heyrðuð þið nafnið Brúnó nefnt rétt áðan?“ Ungi maöurinn klóraöi sér í eyranu meö töngunum sem hann hélt á. „Sannleikurinn er sá aö ég hlustaöi bara með ööru eyranu. Þaö eru afleit hlustunarskilyrði núna. Sennilega er einhvers staöar stormur. . .“ Hinn ungi maöurinn sléttaöi fjaörirnar sem hann hélt í hendinni. „Hver var að tala?“ „Annar báturinn var Kapeella. Hún er dragnótabát- ur. Eg veit ekki hver hinn var.“ „Þekkiö þiö nokkurn sem heitir Brúnó á einhverjum bátnum?“ Ungu mennirnir iitu hvor á annan, ypptu öxlum og litu síöan aftur á Kelsey. „Nei, viö erum aö noröán. Viö þekkjum marga af stfákunum en engan Brúnó. En þeir koma og fara eins og þú veist.“ „Gætuö þið náð sambandi við bátinn? Þann sem er handan viö Reyes skaga. ÞaÖ yröi ekki annaö en fyrir- höfnin.“ „En þið heyrðuö hann nefna þetta nafn, var það ekki?“ Kelsey undraöist eftirvæntinguna í rödd sinni. Hann talaöi næstum biðjandi. Hann ætti aö fara heim og halla sér. „Nei. ég þyrði ekki aö sverja það — ég var eiginlega ekki aö hlusta.“ „Jæja þá.“ sagði Kelsey vonleysislega. Jæja þá. Þakka ykkur fvrir.“ Vindhviöa reif í hattbarö Kelsevs. Hann ýtti hatt- inum lengra niöur á höfuðið og þaö fór hrollur um hann. Vindurinn var ónotalegur, og þegar hann gekk til baka, fannst honum vissara aö haida í hattinn. Vindhviðurnar voru eins og AddleheimmáliÖ, fannst honum. Aöra stundina var það næstum áþreifanlegt, hina stundina hvergi nærri. Þaö var hægt aö gera sér of miklar áhvggjur af máli, eins og þegar vindur leik- ur sér aö höfuðfati. Og aö lokum feykti þaö af þér kollinum. Þú hafðir áhyggjur. hafðir allt á hornum þér, misstir svefn vegna tilgangslausra heilabrota. Að hevra nafniö Brúnó í talstöð fiskibáts, hefði fremur verið sæmandi fvrir byrjanda í starfi, sem enn átti margt ólært til dæmis það að hugboð byggðust á engu og því var hætt viö aö hugurinn reyndi sitt til að gera hugboöið að staðreynd. Revndur maður vissi betur gat brosað að sínum eigin veikleika. R.eyndur maður var þolinmóöur og heyrði ekki annarlegar raddir í birtingu, þegar sólin var ekki enn risin yfir Símahæö. Reyndur maöur hélt í hattinn sinn og vonir sínar — og hélt heimleiöis í hlýtt rúm. Connie hætti 1 skólanum um hádegi. ÞaÖ var til- gangslaust að reyna að vera þar lengur. Þaö sem kenn- arinn sagði var allt út í hött — hann var ekki aö tala um Brúnó — eöa Carl. Og þótt hann væri menntaöur maður, var ólíklegt að hann gæti gert sér ljósan þann reginmun sem á þeim var. Hún fór fótgangandi heim í íbúðina. Þaö var löng ganga, en það var eins og stormurinn feykti henni upp á hæöina. Þegar hún kom heim í íbúðina, fór hún undirems fram í baðherbergið til að bursta á sér hárið. . Vindurinn hafði flækt það illilega, og í bað- herbyrginu var enginn. í tvo daga hafði hún glímt viö þaö vandamál að foröast símann. Meö því að snúá skífunni næði hún sambandi viö Kelsey. Þegar hún var búin aö bursta á sér háriö, horföi hún á spegilmynd sína. Brúnó Felkin hafði snortið þá spegilmynd Andlitiö var enn ungt, en þaö var þreytu- legt. Það var uppgjöf bakvið þessi augu. Munnurinn gat nú aðeins brosað til hálfs — þegar hann ætti í rauninni aö syngja, eftir kynninguna við Carl. Tíminn er oröinn naumur, Connie. Það sést á andlitinu. Allt í einu snéri hún sér frá speglinum og gekk inn í svefnherbergiö. Hún hikaði þegar hún kom að sim- anum, en svo rétti hún lit handlegginn eg tók hann upp. Hún hringdi í númerið. sem haföi verið gvópað í huga hennar í tvo daga. ,.Get ég fengiö aö tala við KeTsey Iautinant..“ Það var stutt þögn og svo svaraði karlmaður. „Morðdeildin...“ „Kelsev lautinant?“ „Hann er ekki við“. „Hvenær verður hann við?“. ..Sennilega ekki fvrr en í fyrramáliö Hann var á vakt í alla nótt.“. „Ég . . . . ég verö aö ná í hann“. „í hvaða sambandi?1’ „Eg. . . . get ég ekki hringt heim til ham?“ „Fkki nema það sé mjög áríðandi. Þá gæti ég revnt aö ná til hans“. „Nú. . . .“ ,.Á ég kænmki p.ff' ttfka skilaboð?“ „Já. þökk fvrir. Segðu honum að koma í veitinga- húsið „Brauð og vín“ í kvöld. Segðu honum að setja hattinn sinn í vörzlu hjá Connie Thatcher. Segöu hon- um aö láta haö ekki bregðast...........“ Hún lagði tólið á. Hún stóð hreyfingarlaus nokkra stund. henni fannst hún þurfa að þvo sér um hend- urnar. Svo lét hún fallast niffur á rúmið og grúfði andlitið í höndum sér. 15. kafli Sjötíu mílum undan ströndu klauf Taage bylgjurn- ar, alltaf lengra og lengra vestur á bógínn. Brúnó hafði aldrei fyrr séð sjóinn svo bláan eða svo tæran — né svo lifandi. f fyrsta skipti síðan hann kom um borð, sá hann Taage f tvenns konar ljósi. Hann sá hana vagga léttilega á bárunum og í huganum sá hann línurnar í fejölnum og hann kunni að meta styrk h.nrs og dug. Hann stóð í t.rollgryfjunni með Carli og teygaði að sér morgunloftiö. Þegar Taage fékk á sig stóra öldu og lööriö freyddi í allar áttir. skvettist stuhdum framan í hann. þá skildi hann hvers vegna Hamil þótti gaman að veiða túnfisk. Þetta var líf 1 lagi! Brúnó háfði verið á fótum síðan klukkan. tvö um H’ramhald af 6. síðu vilja. Dansflokkurinn íslenzki á eftir að veita okkur margar ánægjustundir, og ljósara en frá þurfi að segja að hann verður leikhúsinu að marg- háttuðu liði á ókomnum ár- um. A. H.j. SKIPAUTGCRB RIKISINS sja I sambandi við ferð skips- ins héðan í dag s'kal fram tek- ið, að gert er ráð fyrir við- komum í eftirgreindri röð; | Patreksfjörður, Isaf jörður, j Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, ■' Súgandaf jörður, Sigluf jörður, Akureyri, Siglufjörður, ísa- fjörður, Súgandafjörður, Flat- eyri, Þingeyri, Bíldudalur, | Patreksfjörður, Reykjavík. Skipið mun fara frá ísafirði á mánudagsmorgun ( 2. í pásk- um) miðað við komu hingað kl. 7—8 á þriðjudagsmorgun. 80 líha rafmagns- þvottapoftar fyiiiliggjandi. Sími 5 04 07. Jixkm f her Jarðarför konu minnar, móður okkar og tengdamóður Evfemíu Vigfúsdóttur fer fram laugardaginn 5. apríl, kl. 2 e.h. frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði. Vinsamlegast afþökkum blóm. Bend- um á líknarstofnanir. Einar Jónsson, Miðtúni 17, börn og tengdabörn. Það eru ekki aðeins kven- skórnir sem eru háðir tízkunni, heldur taka herraskórnir líka bre><tingum. Mikið ber á sterklegu hvers- dagsskónum með þvkkum sól- um úr leðri eða gúmmíi, þar sem styrkleikinn er undírstrik- aður með grófum saumum. Einnig ber mjög á reimalausu skónum í ótal afhrigðum. frá sterklegum sportskóm til létt.ra, fngerðra spariskóa. Flestir skórnir eru bó með þunnum, léttum leðursólum, sem fara reyndar bezt við þröngu buxnaskf'marnar sem nú tíðkast. Skemmtileg nýung eru skórn-! ivj- sem env með sölr.nn flétt- aðail’ samnnvið yfirloðrið. Það eru léttir, þægilegir og mjög sveigjanlegir skór. Eins og á ítölsku skónum eru flestir skómir mjóir og tá- hvassir nú orðið, og margir hælar eru vitund hærri en áð- ur með skálinu frá hælkappa og niðurúr, sem gefur skónum heilsteypta línu og lögun. Kuldaskór- eru einnig fram- leiddir á knrlmenn, svo að eng- inn þarf að óttast fótakulda, svo framarlega sem hann hefur efni á að leggja ,fé í slíka gripi. Tv’flitur berraskór í drapo og brúnn (t.v.) og reimalaus skór úr rauðbrúnu box-calf. iiggur ieíð;n Til Aktirnesinga Framhald af 2. síðu Akumesingar, kvenfélagskon* unar sem koma annan páska* dag n.k. með eöfnunarlista og biðja um framlag yðar, vona að þér bregðist vel við og að allir leggi eitthvað af mörkum. hver eftir sinni getu. Margt smátt gjörir eitt stórt. — Með fyrirfram þakklæti, stjóm Kvenfélags Akraness.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.