Þjóðviljinn - 12.04.1958, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.04.1958, Qupperneq 3
Laugavdagiir 12. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN —. (3 Störf Menntamálaráðs Framhald af 1. síðu- Utanfararstyrkur til listamanna Loks hefur Menntamálaráð samþykkt, að veita þremur við- urkenndum listamönnum stytk á þessu ári til utanfara, tón- listarmanni, myndiistarmanni og leikara. Stofnun og stjórnir Menntamálaráð Islands var stofnað með lögum 12. april 1928 og menningarsjóður 7. maí sama ár. Bæði þessi nýmæli voru fram borin á alþingi af Jónasi Jóns- syni, þáverandi menntamála- ráðherra. í Menntamálaráði eiga sæti 5 menn, kosnir hlutbundnum kosningum á aiþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Fyrstu stjóm Menntamálaráðs skipuðu þeir Sigurður Nordal próf. formaður, Árni Pálsson próf., Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri, Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumaður og Stefán Jóh. ■Stefánsson hrl. Þessir menn hafa gegnt for- mannsstörfum í Menntamála- ráði: Sigurður Nordal 1928—1931. IBarði Guðmundsson 1931 til 1933, Kristján Albertsson 1933 til 1943, Valtýr Stefánsson 1943 til 1956, Helgi Sæmunds- son frá 1956. Þessir menn eiga nú sæti í Menntamálaráði: Helgi Sæ- mundsson, formaður, Haukur Snorrason, varaformaður, Birg- ir Kjaran, ritari, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Þ. Gislason. Menntamálaráð hefur frá upphafi haft á hendi yfirstjórn Menningarsjóðs. Allt til ársins" 1957 starfaði sjóðurinn í þrem deildum, bókadeild, náttúru- fræðideild og listadeild. Fékk liver deild árlega einn þriðja af tekjum sjóðsins, en það voru sektir fyrir brot á áfengislög- gjöfinni. Árin 1928—1940 námu tekj- ur sjóðsins kr. 43 þúsundum að meðaltali ár hvert. Árin 1941—1946 námu tekj- ur sjóðsins hvert ár !kr. 117 þúsundum. Árin 1947—1953 námu ár- legar tekjur sjóðsins kr. 261 þúsundi. Árin 1954—1956 voru árs- tekjumar kr. 550 þúsund. Tekjur margfaldaðar Að fmmkvæði núverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, var á síðastliðnu ári sett ný löggjöf um menn- ingarsjóð og menntamálaráð, þar sem starfsemi þessara stofnana er stóraukin. Með hin- um nýju lögum er menningar- sjóði tryggðar um 3 millj. kr. árlegar tekjur. Þar af skulu 800 þús. kr. renna til hins ný- stofnaða Vísindasjóðs, en að öðru leyti skiptir menntamála- ráð fénu til stuðnings ýmsum greinum lista og menningar- mála. Auk þess, sem Menntamála- ráð annast stjórn Menningar- sjóðs, hefur það með höndum ýmis önnur störf. Ráðið úthlutar árlega náms- styrkjum og námslánum, sem veitt eru á fjárlögum til ís- lenzkra námsmanna erlendis. Það annast einnig skiptingu fjár þess, sem alþingi veitir til vísinda- og fræðimanna. Þá Jónas Jónsson var á móti íhald- inu þegar hann beitti sér fyrir stofnun Menntamálaráðs — enda kallaði íhaldið hann þá fjand- mann menningarinnar- hefur ráðið með höndum yfir- stjórn Listasafns ríkisins og gengst fyrir opinberum sýning- um á íslenzkri myndlist, innan lands og utan. Fermingar á morgun Framhald af 2. síðu. Sverrir Þórhallsson, Hávallagötu 32. Vilhjálmur J. Húnfjörð, Tjamargötu 3. Þórður Ó. Búason, Öldugötu 55. Stúlkur: Alda S. Öladóttir, Bollag. 7. Erna K. Öladóttir, Bollag. 7. Elín S. Sigurþórsdóttir, Brávallagötu 18. Emilía Jónsdóttir, Bergi við Suðurlandsbraut. Eygló Ragnarsdóttir, Suður- landsbraut 62. Helga Thomsen, Blóm- vallagötu 10A. Hrafnhildur Lárusdóttir, Grettisgötu 71. Inger M. Arnholtz, Berg- þórugötu 51. Kristín Kjartansdóttir, Nýlendugötu 24B. Margrét Halldórsdóttir, Öldugötu 7. Ólöf Á. Karlsdóttir, Teigagerði 7. Ragnheiður Árnadóttir, Hrannarstíg 3. Ráðhildur E. Franklin, Dalbraut 3. Sigurdís Sigurðardóttir, Suðurgötu 37. Ferming í Fríkirkjunni sunnu- daginn 13. aprii, kl. 2. Prestur Séra Þorsteinn Björnsson. Stúlkur: Bergþóra Sigurjónsdóttir, Bakkastíg 4. Elísabet Pálsdóttir, Þórsgötu 15. Guðríður G. Jónsdóttir, Hæðargarði 22. Guðrún Gísladóttir, Ásvallagötu 55. Jóhanna A. Ólafsdóttir, Freyjugötu IIÁ. Kristín Þ. Gísladóttir, Ásvallagötu 55. Kristín G. Jónsdóttir, Grettisgötu 31. María S. Bjarnadóttir, Sörlaskjóli 8. Pálína H. Adólfsdóttir, Hringbraut 119. Pálína G. Ólafsdóttir, Grjótagötu 12. Sólveig Ingvarsdóttir, Hringbraut 113. Drengir: Guðbjartur Vilhelmsson, Laugamesveg 69. Hjálmar Sveinsson, Hólmgarði 46. Hilmar Karlsson, Heiðar- gerði 78. Jón J. Haraldsson, Rauða- læk 4. Jón Valdimarsson, Eskihlíð 8. Oddur H. Oddsson, Grettisgötu 96. Ólafur Guðmundsson, Grettisgötu 27. Rafn Magnússon, Efsta- sundi 80. Sigurður R. Blomsterberg, Heiðargerði 5. Stefán Ö. Magnússon, Túngötu 22. Sverrir Baldvinsson, Hverfisgötu 83. Þorsteinn Sæmundsson, Merkúrgötu 3, Hafnarf. Þráinn Bertilsson, Gmnd- arstíg 15B. Ævar Lúðviksson, Hverf- isgötu 32. Örn S, Björnsson, Grettisgötu 6. HEIMSpEKKT GÆÐAVARA ^ SALT CEREBOSí HANDHÆGU BLAU DOSUNUM Mes^rs. Krisljá** Ó. Skagfjord Lioiited, Posl Box 411, REYKJAVIK, lceland. Baznaverndarféla? Reykjavíkur heldur aðalfund sinn á mánudagskvöldið kl. 8.30 í 1. kennslustofu Háskólans. Auk lögmætra aðalfundar- starfa verður kvikmynda- tíu. Gestir velkomnir. Stjórnin Merkj asöludagur Ljósmæðrafélagsins Mæður leyfið börnum ykkar að selja merki Ljósmæðrafélags Reykjavíkur á morgun — sunnudaginn 15. apríl. Merkin verða afgreidd í öllum barnaskólum og Rauðarárstíg 40 frá kl 9 árd. GÓÐ SÖLULAUN — Verðlaun fyrir liæstu sölu. Stjórnin Royal iuSSfÆS Royal köldu búðingarnir þurfa ekki suðu. Bragðgóðir — Handhægir. Auglýsing Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavik skal vakin á því, að frestur til að skila framtali til skattstofunnar um söluskatt og útflutnings- gjald fyrir 1; ársfjórðung 1958, svo og farmiðagjald og iðgjaldaskatt samkv. 20. — 22. gr. Jaga nr. 86 frá 1956, rennur út 15. þ.m. Fyrir þann tíma ber gjaJdendum að skila skatt- inum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunn- ar og afhenda afrit af framtali. Reykjavík, 10. apríl 1958 SKATTSTJÖRINN 1 REYKJAVÍK TOLLSTJÓRINN 1 REYKJAVÍK Bann VIÐ HUNDAHALDI 1 KÓPAVOGI Samkvæmt ákvæði heilbrigðissamþykktar fyrir Kópavogskaupstað nr. 16 15. febrúar 1958 er hundahald bannað j lögsagnarumdæmi Kópavogs- kaupstaðar. Eftir 1. maí n.k. verða hundar drepnir hvar sem til þeirra næst á ahnannafæri í Kópavogskaupstað, án frekari aðvörunar til eiganda. Lögreglustjórinn í Kópavogi, 8. apríl 1958 SIGURGEIR JÓNSSON Staða símastúlku við embætti mitt er laus til umsóknar. Vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er tilgreini mennt- un og fyrri störf, séndist’sikrifstöfu minni á Reykjavíkurflugvelli fyrir 20. þ.m. Reykjavík, 11. apríl 1958 Flugmálastjórinn AGNAR KOFOED-HANSEN Byggingarsamvinnufélag iögreglumanna í Reykjavík hefur til sölu íbúð við Miðtún. Félagsmenn er neyta vilja forkaupsréttar Iiafi samband við stjóm félagsins fyrir 20. þ.m. Stjjómin Ný sending Skinnhanzkar og hálsklútar GLUGGINN Laugavegi 30

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.