Þjóðviljinn - 12.04.1958, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.04.1958, Síða 6
i6) r- ÞJÓÐVILJINN —■ Laugardag'ur 12. apríl 1958 Þiódviliinn ÚtKefandl: Samclnlngarflokkur albýSu - Sóslallstaflokkurtnn. — Eltstjórar Maenús Kjartansson. Sigurður QuSmundsson (6b.). - Fréttaritstjóri: J6n BJarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. QuSmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson. Magnús Toríi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. -r Auglýs- ingastjóri: Quðgelr Magnússon. — Ritstjóm, afgreiSsla. auglýsingar, prent- smiSJa: Skólavörðustig 19. — Siml: 17-500 (5 llnur). - ÁskriftarverS kr. 25 & m&n. i Reykjavík og n&grennl; kr. 22 annarsst. - LausasöluverS kr. 1.50. PrentsmiSJa ÞJóSvlUans. Sagnfræði Morgunblaðsins TJorustugrein Morgunblaðsins í gær er skrifuð í mjög hlakkandi tón. Og það sem kætir aðalritstjórann öðru fremur eru þeir erfiðleikar sem að steðja í efnahagsmálum þjóðarinnar. Alveg sérstaklega er fögnuðurinn augljós yfir því að ríkisstjórnin og flokkar hennar skuli ekki enn hafa.. komizt að niðurstöðu um þær tillöguf sem gera þarf til lausnar á erfiðleikum efnahags- rnálanna og fjárþörf ríkissjóðs og útflutningssjóðs. T þessum fagnaðarskrifum Morgunbiaðsins er þeirri blekkingu haldið fram að geng- islækkun sú sem Sjálfstæðis- fiokkurinn beitti sér fyrir 1950 hafi haft jafnvægi efnahags- máianna í för með sér. Er blað- ið svo yfir sig hrifið af þess- ari „lausn“ flokksbræðra sinna að henni er gefið hejtið „rót- tækar viðreisnarráðstafanir". Kveður blaðið þessar ráðstaf- anir hafa gefizt svo vel að unnt hafi verið að skapa jafn- vægi í efnahagsmálum þjóðar- innar og tekizt að framkvæma þessa jafnvægisstefnu með góð- um órangri til ársins 1955. Þá hafi framkvæmd hennar hins vegar verið eyðilögð með stór- felldum verkföllum og kaup- hækkunum, sem knúðar hafi verið fram af verkalýðsfélög- unum. T^etta er sagnfræði Morgun- * blaðsinsi En hún er óvart í hreinni mótsögn við þær stað- reyndir sem kunnar eru og öll þjóðin þekkir. Það er of skammt um liðið til þess að Morgunblaðið þurfi að vænta þess að unnt sé að halda slík- um fjarstæðum fram með á- rangri, sem fram eru bornar í forustugreininni í gær. Þær „róttæku yjðrgisnarráðstafan- ir“ sem Morgunblaðið hælir í- haldinu af voru misheppnaðasta skottulækningin sem reynd hefur verið í sambandi við efnahagsmálin. Gengislækkun- arbjargráðunum var tjaldað til einnar nætur og tæplega það. Þau voru orðin verri en gagns- laus fyrir framleiðsluna að ári liðnu en höfðu stórlega rýrt lifsafkomu alþýðustéttanna. Eða minnist Morgunblaðið þess ekki að afturhaldsstjómin sem þá ríkti greip til bátagjald- eyriskerfisins árið eftir, af því að hinar „róttæku viðreisnar- ráðstafanir" hennar höfðu irunnið út í sandinn og fsert framleiðsluna að nýju í bóla- kaf dýrtíðar og hallareksturs? Það er svo líkt Morgunblað- inu og í samræmi við gam- alkunna afstöðu Sjálfstæðis- fíokksins að senda verkalýðs- hreyfingunni tóninn út af varn- arráðstöfunum hennar 1955. Þá liafði afturhaldsstjómunum tekizt með margvíslegum ráð- stöfunum að rýra svo lífs- kjör verkalýðsins að ekki varð lengur við unað. Ekkert sam- ráð var haft við stéttarsamtök vinnandi fólks um efnahags- mál eða annað sem máli skipti og áhrif hafði á þróun lífs- kjaranna. Þvert á móti var komið fram af fujlum fjand- skap og tillitsleysi við sam- tök launastéttanna. Óheftri á- lagningu og nýrri dýrtíðar- skriðu var hleypt umhugsunar- laust yfir landsfólkið. Þetta færði auðmönnum og bröskur- um ómældan gróða en gekk svo nærri afkomumöguleikum verkalýðs og launamanna al- mennt að vonlaust v.ar að ætl-- ast til þess að ekkert yrði að- hafzt. Verkalýðshreyfingin átti ekki annars úrkostar en að grípa til uppsagnar og bar- áttu fyrir grunnkaupshækkun til að jafna metin eins og kom- ið var. Um þetta hefur ekki verið og er ekki deilt meðal þeirra sem hér áttu hlut að máli. Og það er heldur ekki gleymt hvernig Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn gengu af fullkominni óskamm- feilni gegn réttmætum kröfum verkafólks og reyndu að gera aðstöðu þess sem erfiðasta og málstað þess sem tortryggileg- astan. Vissulega fer það Morgun- blaðinu og aðstandendum þess illa að hlakka yfir þeim erfiðleikum sem núverandi rík- isstjóm á við að etja, því þeir eru fyrst og fremst, arfur frá óstjórnartímabili Sjálfstæðis- flokksins. Verðbólguþróunin og dýrtíðarskriðan sem gengið hef- ur yfir íslenzkt þjóðfélag og efnahagslíf þess er fyrst og fremst sök gróðabrallsaflanna j Sjáhstæðisflokknum sem fengið hafa að ganga lausbeizl- uð og lítt heft í starfsemi sinni á undanförnum árum. Starf og stefna núverandi ríkisstjórnar er fyrsta alvarlega tilraunin sem gerð hefur verið til að taka fram fyrir hendur þessara auðþyrstu og óþjóðhollu afla, þótt betur hefði mátt á taka í mörgum greinum. Til þessa starfs hefur ríkisstjómin notið ótrauðs stuðnings verkalýðs- hreyfingarinnar óg alþýðustétt- anna enda grundvöllur hennar byggður á samvinnu við þær. Lausn vandamálanna sem nú er glímt við er ekki á- hlaupsverk. Fyrir því sá Sjálf- stæðisflokkurinn með viðskiln- aði sínum öllum. Hér þarf að samræma mörg sjónarmið og finna sem happasælasta leið út úr vandanum og um fram allt leið sem nýtur atfylgis verkalýðsstéttarinnar og sarn- taka hennar. Á grundvelli slíkrar samvinnu við alþýðu- konung frá vö ‘VTasser forseti í Kaíró lætur -*■' skammt stórra högga á milii um þessar mundir. Skörnmu eftir að búið var að taka hann til forseta yfir Arab- iska sambandslýðveldinu, sem myndað var af Egyptalandi og Sýrlandi, hafði honum tekizt að velta frá völdum helzta á- trúnaðargoði Bandarikjastjóm- ir í hópi arabiskra þjóðhöfð- ingja, Saud Arabíukonungi. Sú var tíðin að vel fór á með þeim Nasser og Saud, en það breytt- ist eftir að konungur sótti Eiseýihower Bandaríkjaforseta heim í fyrra. Eftir heimsókn- ina var endumýjaður samn- ingur, sem heimilar banda- ríska flughemum afnot af flugstöðinni Dharan í Saudi Arabíu, og Saud veitti Huss- ein Jórdaníukonungi fulltingi til að taka sér alræðisvald og leysa upp fyrstu þjóðkjömu stjórnina, sem þar hefur setið að völdum. Sú stjóm hafði haft náið samstarf við Nasser. F|egar Nasser kom til Dam- * askus í síðasta mánuði, skýrði hann frá því í ræðu samtökin var stjórnarsamvinn- an reist og því hefur margsinn- is verið yfir lýst, að ekkert verði í efnahagsmálunum gert nema í samráði við stéttarsam- tökin. Vitanlega gera slíkir starfshættir, svo heillavænlegir og sjálfsagðir sem þeir em, úr- lausn mála ekki jafn einfalda og þegar ckkert slíkt samráð er haft eins og tíðkaðist í stjornartíð Sjálfstæðisflokksins, þegar verkaiýðssamtökin mættu óvild og árásum en ekki vinsamlegu tilliti og við- ræðum. Hitt er svo augljóst að takizt að finna leið til sam- komulags og lausnar er hún líklegri til að verða til gagns og árangurs fyrir land og þjóð en sú óheillavænlega styrjald- arstefna sem íhaldsstjórnin fylgdi í öllum afskiptum sínum af efnahagsmálum og lífSkjara- málum alþýðustéttanna. sig af dögum og koma þar með Arabiska sambandslýð- veldinu fyrir káttarnef. Serraj skýrði yfirboðurum sínum þeg- ar í stað frá samsærinu en hélt áfram samningum við Ibrahim. Kom hann því til samskipti konungs við umheim- inn utan kvennabúrsins. Feisal er talinn miklu betur gefinn og menntaður en konungur, en að sögn C. L. Sulzberger, fréttaritara New York Times, hefur „hrikaleg heimska hans Saud konungur fyrir tugum þúsunda áheyr- enda, að einn tengdafaðir Sauds, Sýrlendingur að nafni Assad Ibrahim, hefði boðið Abdil Serraj, yfirmanni sýr- lenzku leyniþjónustunnar, 60 milljónir dollara til að ráða Nasser ávarpar mannfjölda í Kairó á stofndegi Arabiska sambandslýðveldisins. leiðar að 5.600.000 dollarar voru greiddir fyrirfram með á- vísunum á banka i Riyadh, höfuðborg Saudi Arabíu. Nass- er veifaði ógiltum ávisununum fyrir framan fundarmenn og skýrði frá því að þær hefðu verið greiddar og féð yrði látið renna í iðnvæðingarsjóð lýð- veldisins nýja. Jafnframt birtu biöð í Arabiska lýðveldinu ljósprentanir af ávísunum Ibra- hims og skeytum sem honum og dóttur hans í Riyadh, höfðu farið á milli. Saud konungur þagði við upp- ljóstrunum Nassers. Kurr kom upp, bæði innan hirðar- innar og meðal almennings, yf- ir því að svo alvarlegum ásök- unum skyldi að engu svarað. Þá skipaði konungur nokkra höfðingja í nefnd til að rann- saka alla málavexti. Þrír af nefndarmönnum sögðu brátt af sér, þar á meðal sá þeirra sem mestrar virðingar nýtur, Mus- aid prins, föðurbróði*' konungs. Ástæðan til þess að rannsókn- arnefndin leystist upp var að bankastjórar í Riyadh neituðu að svara öllum spurningum um ávísanir Serrajs og báru við banni konungs. Þegar hér var komið lék enginn vafi lengur á því að Saud hefur eitthvað meira en lítið óhreint í poka- horninu. Bræður konungs báru ráð sín saman og sendu einn úr sínum hópi, Talal prins, á fund hans með þau skilaboð, að heill konungsættarinnar krefðist þess að hann drægi sig í hlé. Niðurstaðan varð að kon- ungleg tilskipun var gefin út 22. marz. Með henni afsalar Saud óskoruðu valdi til að móta og framfylgja stjórnar- stefnu í hendur Feisals prins, næstelzta bróður síns. Feisal hefur árum saman ver- ið forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra Saudi Arabíu, en í rauninnj hafa öll vöid ver- ið í höndum Sauds og ráðgjafa hans, sjö manna klíku, sem haft hefur milligöngu um öll verið öllum ijós nema utanrík- isráðuneytinu í Washington". Þegar Feisal hefur komið fram opinberlega hefur hann boðað arabiska þjóðernisstefnu, mjög áþekka stefnu Nassers. Honum er lítið gefið um hernaðarítök Bandaríkjanna í Saudi Arabíu. Bandarískir fréttamenn geta þsss til að hann muni krefjast endurskoðunar á samningnum Erlend tiðin dl um afnot bandaríska flughers- ins af Dharan, ef honum tekst að koma fjárhag Saudi Arabíu í það horf að ríkisstjórnin megi við því að missa leiguna fyrir flugstöðiiia. Svo er nefnilega mál með vexti, að þrátt fyrir feikna tekjur af olíuafgjöldum frá Feisel prins t bandaríska olíufélaginu Ar- amco, er fjárhagur Saudi Ara- bíu í megnasta ólestri. Talið hefur verið að olíutekjur kon- ungs, sem er einvaldur og ekki ábyrgur fyrir neinum, hafi Framhald' á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.