Þjóðviljinn - 12.04.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur. 12,; apríl 1958 —. ÞJÓÐVILJINN (7. Félagsmálaskóli ver kalýðshre y£u innar ætti oð hefja starf á naesta skólaári Brýn nauSsyn að verkalýxSshreyfingin knýi á umTfram- kvœmd þessa hagsmuna- og menningarmáls "'¦;¦'. * s l\ 4iA\. ¦ ¦ ¦, Frumvarp til tega um félagsmálaskóla verkalýðssam- takanna, sem þingmenn Alþýðubandalagsins í efri deild Alþingis flytja, Tiefur þegar vakið athygli og blaða- skrif. Þykir því'rétt að birta hér í heild frumvarpið og greinargerð þess, svo menn geti glöggvað sig á hvað hér er lagt til. Frumvarpið sjálft er þannig1. Frumvarp til laga um fé- lagsmálaskóla verkalýðssam- takanna. -— Flutningsmenn: Björn Jónsson, Finnbogi R. Valdimarsson og Alfreð Gísla- son. 1. gr. Stofna skal og halda skóla, er nefnist félagsmála- skóli verkalýðssamtakanna. Skal hann starfa sex mán- uði að vetrinum, frá 1. nóv- ember til 1. mai ár hvert. Heimilt er þó að skipta þeim námstíma i tvö þriggja mán- aða námskeið og sé námskrá þá breytt í samræmi við þá tilhögun. Einnig getur skólinn haft styttri fræðslunámskeið, og fer kennsla þá aðallega fram í fyrirlestrum og með náms- hópastarfi. 2. gr. Þessar námsgrreinar skulu kenndar í skólanum: íslenzk tunga og bókmenntir, Islandssaga — einkum saga atvinnuveganna — og þjóðfé- lagsfræði. Þá skal veita ýtar- lega fræðslu um s"gu, stjórn og störf verkalýðsfélaga, sam- vinnufélaga og samtaka at- vinnurekenda svo oer megin- atriði íslenzkrar félagsmála- löggjafar. Kenna skal fundarreglur og fundarstjórn og leiðbeina nemendum um að setja fram hugsanir sínar skipulega í ræðuformi. Heimilt er að á- kveða í reglugerð, að kennt skuli eitt Norðurlandamála svo orr vélritun og grundvall- aratriði bókfærslu. Söngur skal iðkaður í tengslum við kenrislu og starf skólans. Kennsla fer fram í fyrirlestr- um að því leyti, sem betur þykir henta. Öllu starfsliði skólans ber að vinna að félagsþroska og alhliða menningu nemenda. 3. gr. Skilyrði fyrir skóla- vist eru þau, að nemendur séu fullra 16 ára, hafi óflekk- að mannorð, séu ekki haldnir smitandi sjúkdómi og séu fé- lagsmenn í verkalýðsfélagi. 4. gr. Stjórn skólans er í höndum fimm manna skóla- nefndar. Skulu fjórir nefndar- manna tilnefndir af miðstjórn Alþýðusambands íslands, en félagsmálaráðherra tilnefnir hinn fimmta, og er hann for- maður nefndarinnar. Skóla- nefnd ræður skólastjóra og kennara. Félagsmálaráðuneytið gefur út reglugerð fyrir skólann að fengnum tillögum skólanefnd- ar. :' 5. gr. Köstnaður við bygg- ingu skólahúss greiðistiúr rik- issjóði, eftir því sem fé er veitt til þess á f járlögum. Svo greiðir hann og allan árleg- an kostnað við rekstur skól- ans. 6. gr. Lög þessi koma til framkvæmda fyrir skólaárið 1958—1959. 1 greinargerð segja flutn- ingsmenn: Arið 1954 bar Hannibal Valdimarsson fyrst fram á Alþingi frumvarp um skóla verkalýðssamtakanna, og enn flutti hann frumvarp um sama efni á þingi 1955, en hvorugt hlaut endanlega af- greiðslu. Frumvörp þessi vöktu hina mestu athygli og áhuga al- mennings, og gerði fjöldi verkalýðsfélaga samþykktir um að skora á Alþingi að lög- festa þau. Frumvarp þetta er að meg- inefni hið aama og frv. Hanni- bals Valdimarssonar, en þó breytt í nokkrum atriðum. Þannig er nú í frv. heimild til að skipta námstímanum í tvö 3 mánaða námskeið, ef betur reyndist henta sú skip- an en að halda skólann í sex mánaða samfelldu starfi. Er þessi breyting að nokkru gerð til að koma til móts við skoð- anir, sem fram hafa komið á Alþingi um fræðslu fyrir al- þýðusamtökin. Þá eru gerðar minni háttar breytingar aðr- ar, svo sem um stjórn skólans og greiðslu kostnaðar við rekstur hans. Tilgangur þessa frv. er að öllu hinn sami og áður hefur Verið með frv. Hannibals Valdimarssonar, sá að skapa stárfandi og verðandi forustu- mönnum verkalýðshreyfingar- innar, áhugamönnum um störf hennar og hverjum fé- laga hennar, sem njóta vill, möguleika til haldgóðrar fræðslu í þeim greinum, sem tengdastar eru starfi alþýðu- samtakanna. Það er tvímælalaust skylda þjóðfélagsins við verkalýðs- stéttina að veita henni tæki- færi til þeirrar fræðslu, sem henni er nauðsynleg til þess að geta rækt félagslegt hlut- verk sitt, eflt samtök sín og þroskað. Þessi skylda hefur þegar hlotið nokkra viður- kenningu í verki víða um lönd, þ.á.m. um Norðurlönd, en þar hafa um> langt; skeið starfað skólar,' hliðstæðir þeim, sem hér er gert ráð fyrir, og þó stærri í sniðum. Þykja skólar þessir I hinar gagnlegustu menningarstofn- anir fyrir félagssamtök verka- lýðssamtakanna og sjálfsagð- ur þáttur í skólamálum þjóð- anna. Samningsgerðir verkalýðs-' félaga og atvinnurekenda Um laun, kjör og vinnuskilyrði feru ' nú orðnar mjög vandasámt verkefni, sem krefst mikillar þekkingar, jafnt á hcgum þeirra, sem þær snerta beint hverju sinni, sem á félags- málalöggjöf þjóðarinnar, svo sem vinnulöggjöf, löggjöf Um öryggi á j virinústöðum á sjó og landi, trygginga- og skatta- löggjöf, og á rekstri atvinnu- veganna og þjó'ðarbúsiná í heild. Þetta verkefni ér nú í höndum mörg hundruð stjórnarmanná í verkalýðsfé- lögunum um land allt og eft- irlit með framkvæmdum í höndum enn fleiri trúnaðar- nianna og starfsmanna félag- anna á-nálega hverjum vinriu- stað í landinu. ,. Aðeins þessi þáttur í starfi verkalýðssamtákanna krefst því víðtækrar fræðslu. Til þessa hafa forustu- og áhuga- menn aflað sér nauðsynleg- ustu þekkingar í þessum efn- um við starf félaganna, eiiik- um fundarstarfsemi, og vissu- lega hefur fjöldi hæfra for- ustumanna vaxið með síaukn- um verkefnum samtakanna. Margt bendir þó til þess, að torveldara muni reynast að veita uppvaxandi kynsióð næga fræðslu og þekkingu á' félagslegum málum sínum að þeirri leið, sem brajjtryðj- endum og áhugam"nnum hef- ur verið fær í þeim efn- um. Hér verður og að ^ 'setja markið hærra en ver- . ið hefur, það, að hver féiagi verkalýðssamtakanna kunni glð slzil á öilum helztu við- fanssefnum [oirra og hlut- vcrlium. Hér hefur aðeins verið drepið á takmarkað sv:ð verkalýðsmálanna. E3n hafa verður einnig í huga. a5 verkalýðshreyfingin, er fé'ags- hreyfing, sem samkvæmt eðli : sínu hlýtur sífellt að swkja fram til víðtækari afskipta í atvinnulífinu og á öðrum Fvið- um þjóðfélagsins, sem krefjast æ vaxandi alhliða menntun- ar. jr Öll rök virðast mæla með því, að ríkið viðurkenni og kosti að öllu leyti skóla verkalýðssamtaltanna, á sama ' > hátt og t.d. bændaskólarnir, I sem að nokkru eru félags- niálaskólar bændastéttarinnar, eru kostaðir af ríkisfé svo og margir sérskólar fámennari vinnustétta, a.m.k. meðan svb er ástatt, að verkalýðssam- tökin hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til slíks skólahalds^ Er svo ráð fyrir gert í frv. Þá er í frv. gert ráð fyrir, að stjórn skólans sé að mestu Framhald á 11. síðu «>- Er Sjálfstæðisflokkurinn sam- mála úrræðum Alþýðuflokksins 17'ins og áður hefur verið bent ¦Lí á hér í blaðinu eru margir hissa á því, að Sjálfstæðisílokk- urinn sem mjög hælir sér af því að vera stærsti stjórnmála- flokkurinn í landinu skuli enga tillögu hafa um lausn þeirra vandamála, sem úr þarf að greiða. En eftir lestur Stak- steina Morgunblaðsins s.l. mið- vikudag mætti e.t.v. ætla að flokkurinn hefði þó vissa skoð- un um þau mál þótt ekki hefði henni verið flíkað. Þessi stak- steinagrein er nálega eingöngu orðrétt uppprentun á grein úr Alþýðublaðinu er út kom á skírdag, þar sem ráðizt er á Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- málaráðherra fyrir stjórn hans á atvinnumálum. Er þar ráð- izt á millifærslukerfið eins og áður í því blaði, og endað með að halda því fram að stjórn Lúðvíks Jósepssonar muni leiða til atvinnuleysis. • "lYTú vérður að geta þess, að *" það sem mest hefur ein- kennt stjórn Lúðvíks Jóseps- sonar á atvinnumálum er það, hvílíkt óvenju kapp hefur ver- ið á það lagt að hafa sem mest ' af framleiðslutækjum stöðugt . í-'.-gangi. til þess að afla sem • mestra gjaldeyristekna og þar^ með þjóðartekna. Svo vel hef- ur þetta tekizt, að síðan hann tók við yfirstjórn þeirra mála, hefur aldrei orðið nein stöðv- un í útgerðinni, og er það alveg spánýtt 'fyrirbfigði um margra ára skeið. Það Hggur ennfrem- uf fyrir staðfest, að þátttaka í fiskveiðunum var 25—30% meiri s.l. ár en næsta ár á undan. Þótt léleg fiskigengd ylli því, að afli varð ekki meiri en fyrra árið, þá liggur það samt ljóst fyrir skynsömum mönnum, að því verra hefði okkar efnahagsástand verið, sem við hefðum haft minna af framleiðslutækjum í gangi og framleitt minna. M.ö.o. að það sé starfi Lúðvíks Jóseps- sonar að þakka, að aflabrestur- inn hefur ekki valdið atvinnu- leysi. T?n Alþýðublaðið og þá vænt- *-* anlega Alþýðuflokkurinn er nú ekki alveg á þeirri skoð- un, að mikil framleiðsla og miklar þjóðartekjur tryggi efnahag. þjóðarinnar. Þvert á móti var því nýlega haldið fram í fúlustu alvöru í forustu- grein í því „riierka" blaði að mikill fiskafli, miklar þjóðar- tekjur mundu. setja þjóðfélag- -'ið á-hausinn. Þetta er ákaflega frumleg og nýstárleg kenning, því það má óhætt fullyrða að alveg fram að þéssu hafi bók- staflega 811 íslenzka þjóðin ver- ið á algérlega gagnstæðri skoð- un. Ári efa er þessi nýja og sérkennilega : hagspeki undir- stöðugrundvöllur hinnar þriðju leiðar til lausnar efnahagsmál-' anna, sem Alþýðublaðið bóð- aði mjög um sama leyti sérn lausnarorð Alþýðuflokksins á öllum vanda. Hin rökræna hugsun Alþýðublaðsins í sam- bandi við efnahagsmálin er því þessi: Því meiri fram- leiðsla, verri afkoma. Því minni framleiðsla, betri afkoma, Ergo: ENGIN PRAMLEEDSLA, BEZT AFKOMA. Segi svo sá er þorir áð Alþýðuflokkinn skorti hugkvæmní til að ráða fram úr vandamáluiri'.' ' . ¦ • i • - ; fiiifniaia 1" Tt frá þessum .xiðhorfuirij ,eru *-' hatursárásir, Alþýðublaðs- ins á Lúðyík, ^psepsson,^ sem Morgunblaðið... prentar orðrétt með sýnilegri velþóknun, bæði skiljanlegar og eðlilegar. Frá sjóharmiði þeirra manna, sem fyrstir í veröldinni hafa fund- ið upp þá hagspeki að þjóðar- hag sé bezt borgið með því að framleiða ekki. neitt, hlýtur það að vera ein regin firra, að vera dag ef tir : dag að ber jast; í því'að halda sem, allra mest- um framleiðsjutækjum í gangi, þjóðinni til ófarnaðai-; Hitt er svo annað mál hve almenning- ur leggur mikinn trúnað á þessa hagspeki. Og gæti ver- ið mikil spurning hvort hún hefur vakið meiri hæðni eða. vorkunn í hugum hinna al- mennu borgara gagnvart þeim mönnum er svo greypilega hafa flett ofan af eigin fávizku, en þykjast þó þess umkomnir að leggja orð til um lausn við- kvæmustu vandamála þjóðar- innar. 'S' $kuní þess hve Morgunbláðið 'p'i'éhtar árás'ir "Áipyðú- blaðsins á sjávarútvegsmála- ráðherra með mikilli velþókn- un, liggur mjög nærri að á- lykta að Sjálfstæðisflokkurinn sé sammála. Styrkist sú skoð- un einnig við það, að stóri flokkurinn skuli ekkert hafa ennþá haft frá sjálfum sér að segja um þessi mál. Hún styrk- íst ennfremur, þegar minnzt er þeirrar staðreyndar, að milli þessara flokka hafa verið hin merkilegustu tengsl í mikil- verðustu málum, sem alls ekki virðast hafa slaknað þótt Al- þýðuflokkurinn sé í stjórn en Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn- arandstöðu. Þess vegna spyrja nú margir, hvort hér séu nú raunverulega óbein tengsl á milli, og Sjálfstæðisflokkurinn noti Alþýðublaðið til að koma á framfæri því sem hann raunverulega vill, og noti svo, uppprentanir til þess að koma ¦»' ¦ ——¦- «*- ¦ þessum sérkennilegu hugmynd- um til sinna eigin lesenda-...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.