Þjóðviljinn - 12.04.1958, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.04.1958, Síða 10
« H % s r h 2) öskastunclln Keli veslingurinn, það var nú eiginlega hann sem stóð til að yrði að- alsöguhetjan, en það er líklega að verða um sein- an héðan af, enda er hann varla til þess, grey- .ið atarna. Það mátti nú líka fyrr vera hvað hann var past- 4. urslítill og seinn að kom-“ ast á legg. Lengi var hann nærri fiðurlaus, grábleik- ur á litinn og líkastur því sem væri hann gerð- ur af einum saman hjart- slætti og andardrætti. Og þó aldrei nema hann sé ,af heldri dúfum kom- inn, var hann lang veim- iltítulegastur af öllum ungunum. Og það fór heldur ekki framhjá sumum þarna í kring, Hnellin svartflekk- ótt bóndakona, sem var að koma á legg fjórum efnisbömum í einum herfilegasta kassanum undir borði, rétt sunn- an við fallegu ruslaföt- una, varð alltaf svo þóttafull og hneyksluð á svipinn, þegar henni varð litið á Kela ræfilinn og bar hann saman við sína krakka. Það var auðséð að hana dauðlangaði til að segja: Ojæja, það er nú stund- um svona, þó það hafi allt til alls. En vitanlega heyrði ég hana aldrei segja það upphátt. ’ Hann v.ar líka svo ó- heppinn, anginn svarni, þegar hann hætti sér út úr hreiðrinu í fyrsta sinn, illa fiðraður og ó- fieygur, að þá voru for- eldrar hans hvorugt heima, höfðu brugðið sér eitthvað frá. En einn af nágrönnunum sá til Kela, hvar hann staulaðist ó- sköp viðvaningslega og loftaði ekki á sér rass- inum, en langaði til að koma sér eitthvað áfram eins og aðrir. Og þessi ómenntaði rustíkus, sem var skáldaður á hálsin- um eins og hrægammur, gerði sér lítið fyrir og réðist á Kela litla með svo dæmalausu offorsi að auðséð var að sá þótt- ist eiga eitthvað ógert upp við föður hans. Það vildi til að ég heyrði eymdarvælið i Kela og gat bjargað honum í það sinn, en ósköp var hann lefngi feiminn og einurðarlaus á eftir og grúfði sig of- aní hreiðrið, ef einhver úaði nálægt honum. Bezt gæt ég trúað að dúfna- kallarnir úr hinum end- anum hafi lúskrað hon- um oftar en þetta, það var ekki einleikið hvað hann var kjarklaus og pasturslítill. Foreldrarnir voru líka orðin alltof kærulaus með að skilja hann ein- an eftir heima, þegar þau voru boðin í stór- veizlur hjá vini sínum, bakaranum niðri. Þau ættu nú samt að fara gætilega með hann, því þótt þau hafi ungað út tvisvar í vor, misstu þau öll börnin sín, nema Kela ræfilinn. Svo var það nokkuð mörgum dögum seinna að mér varð litið útum gler- hurðina í eldhúsinu og sá þá að Keli var sezt- ur upp á svalavegginn og enginn nálægt til að líta eftir honum. En hvernig hann hefur far- ið að því að komast þetta, svona vita kjark- laus eins og hann er. Mér datt í hug að faðir hans hefði draslað honum þangað, hann var að verða svoddan harðstjóri •en xuuias t uub^bjji glA Halldóra B. Björnsson: KELI RÆFILLINN BRÉF Kæra Óskastund! Mér þykir gaman að pumum sögunum!, þess vegna ætla ég að senda þér sögu, sem ég var að búa til. Ef þér þykir hún nógu góð til að setja hana í blaðið, þá þykir mér voða vænt um það. Sagan heitir: HÁLFUR Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Þau áttu sér einn son sem hét Hálfur. Hann var voða mikill prakkari. Einu sinni slátraði hann eftir- lætiskind föður síns og var þá hýddur. Eitt sinn kom Hálfur að máli við föður sinn og sagðist ekki vilja vera lengur heima, því hann vær svo oft hýddur. Karl bað son sinn að vera kyrran, en engu tauti var við strák kom- andi. Hann bað um nesti og nýja skó og lagði síð- an af stað. Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann hafði gengið lengi, lengi, kom hann þá að stórri holu Lausn á kross- gátu úr síðasta blaði. Lóðrétt: 1 núll 4 au 5 sönn 6 dd. Löðrétt: 1 nasa 2 land 3 geð. OG SAGA i og fór ofaní hana. Þá var kallað með draugs- legri röddu: „Hver er þar“? „Bara ég“, sagði Hálf- ur. „Hvaða ég?“ var anz- að. r-----—----—------- öskasttuidm — <9 Nú var Hálf nóg boð- ið. Hann hentist heim allar götur. Það urðu nú heldur fagnaðarfundir í kotinu. Þáð sem Hálfur fékk aldrei að vita var hvað var í holunni, en það var enginn annar en karl faðir hans. Gunuþór, 8 ára, Flóanum. --------------——------ ÉG BÍÐ EFTIR VORI Ég bíð eftir vori í brekk unni minni |)vi bæriun er LítUl og þröngt finnst méi inni. A sólgeislavængjum sunnan úr hlýju sumarið kemur og heilsa r að nýju. í dag er ég konungur dýrlegra halla nú dregur mig þráin til ísienzkra fjalla. Heiðloftið bládjúpa huga minn seiðir og háfjöllin benda á ókunnar leiðir. Gunnar M. Magnúss. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. apríl 1958 Leikdómur Framhald af 4. síðu vart á sinn líka á síðari ár- um, leikendur kunnu svo illa að það var eins og hvíslarinn hefði sofnað á verðinum. Og margt var með ærnum við- vaningsbrag — heimsókn geimkappanna erlendu í stjórnarráðið og ráðstefnum- ar og réttarhöldin á tunglinu eru næg dæm um leiðinleg og lélega leikin atriði. Hitt skal ég fúslega játa að stundum var skemmtilega leikið og sungið, enda hæft fólk á með- al leikenda. Fyrst skal fræg- an telja, Harald Á. Sigurðs- son, en hann tók þátt í „Spönskum nóttum“ og hef- ur leikið og samið revíur æ síðan. Það er jafnan ánægju- legt að sjá hinn vinsæla skopleikara á sviðinu og til- svörin bregðast ekki, en nokk- uð virðist hann væmkær orð- inn með áranum. Eftirhermu- snilli Karls Guðmundssonar er kunnari en frá þurfi að segja, og auðsætt hvílík stoð og höf- uðprýði hann gæti orðið leikj- um sem þessum, en hér bregð- ur svo undarlega við að gáf- ur hans njóta sín á engan hátt og má af því marka hve slælega er búið að þessari sýningu. Ótvíræð skop. gáfa Steinunnar Bjarnadóttur mætti einnig verða að góðu liði, en hér ber að sama branni: hún stælir mjög hnittilega meðferð erlendra dægurlagakvenna á „Litlu flugunni“, og það er í raun- inni allt og sumt. Baldur Hólmgeirsson er talsvert hressilegur og skýr í máli og sýnir vel mont og uppskafn- ingshátt stjórnarráðsfulltrú- ans, og söngur Hönnu Bjaraa- dóttur er fallegur og þýður og mikil hvíld frá öllu skvaldr- inu. Gott er eintal þeirra Hönnu og Baldurs á tunglinu enda er sá textinn bezt ort- ur. Aðrir leikendur og söng- meyjar skulu ekki taldir og dönsunum svonefndu er lang- bezt að gleyma. Lothar Grund gerði leiktjöldin, útsýn úr Stjórnarráðshúsinu og litrík og fallegt landslag á tunglinu, en meiri er fjölbreytnin ekki. Ýmsum þótti sýningin of löng, en úr því er auðvelt að bæta — fjölmörg tilsvör og heilir kaflar féllu dauð til jarðar og sjálfsagt að sleppa þeim með öllu. Revía í nútímaskilningi er gaman þetta ekki þegar á allt er litið. Revía er skrautleg, skopleg og fjölbreytt leiksýn- ing, samsett af mörgum sjálf- stæðum og hnitmiðuðum at- riðum. Leikgndur birtast í ó- líkum gervum og hlutverkum, syngja eða dansa, leika ör- stutta smáþætti, flytja bundna ræðu eða lausa, skop- ast að margvíslegum fyrirbær- um þjóðar og samtíðar. Revía krefst bæði fjár og fyrirhafn- ar, hugkvæmni og listrænnar vandvirkni, en þar er líka til mikils að vinna. En hvað sem því líður er áreiðanlegt og víst að ekki stoðar að halda svo fram sem hér er gert, það er engum til þroska eða sóma. A. Hj. ERLEND Framhald af 6. síðu numið um 16 milljónum króna á dag, Öllu þessu fé og meiru til hefur verið sóað til sama og einskis gagns fyrir íand og þjóð. Talið er að 1380 milljón- ir króna hafi árlega farið til þess eins að framfleyta kon- ungsfjölskyldunni, sem telur hvorki meira né minna en 840 prinsa, svo að ekki sé minnzt á eiginkonur, hjákonur, dætur og margskonar fylgifiska. Prinsarnir hafa keppt hver við annan í að byggja íburðarmikl- ar hallir, safna- fögrum konum í kvennabúr sín og hrúga að sér mergð bandarískra lúxus- bíla. Ein af fáum undantekn- ingum frá þéssari reglu er Feisal. Hann hefur látið sér nægja eina konu og tvær hall- ir, sem hvorki eru mjög skraut- legar né stórar. borið saman við híbýli bræðra hans. Það þykir varlega áætlað, að eftir^ einn mannsaldur verði 'tala prinsanna í Saudi Arabíu kom- in á níunda þúsundið, en löngu áður verður ríkið orðið gjald- þrota, ef engin breyting verður á lífsvenjum konungsfjölskyld- unnar. TVTú þegar er lánstraust Saudi ’ Arabíu þorrið; Italskir lán- ardrottnar Sauds hafa látið leggja hald á skemmtisnekkju hans í Genúá. Fjárlög og bók- hald er nýjabrum, sem Saud hefur ekki talið að ríki sitt hefði neitt með óð gera. Full- yrt er að Feisal hafi fullán hug á að taka upp, reikningshald TÍÐINDI með nútíma sniði, setja skorð- ur við fjársóun ættingja sinna og sjdpa raunverulegt, ábyrgt ráðuneyti. Talið er .að hann muni kref ja Aramco um hækk- uð olíuafgjöld til að rétta við fjárhag ríkisins. Brezka stjórn- in býst við að Feisal verði mun skeleggari en bróðir hans í deil- unum við Bretland um yfirráð yfir olíuvininni Buraimi og soldánsríkinu Óman og bann muni veita Jemen fullan stuðn- ing,, en Jemensmenn eiga í sí- felldum landamæraskærum við setulið Breta í Aden. Fyrsta verk Feisals í utanríkismálum var að fella niður 225 milljón króna fjárstyrk til Jórdans. Nú spyrja menn, hvort hann muni einnig svipta Hussein Jórdans- konung óbeinum stuðningi Saudi Arabíu. Fari svo er hætt við að valdadagar Husseins verði brátt taldir. M. T. Ó. I þi-óttir Framhald af 9. síðu Annað kvöld keppa Víking- ur og KR og ætti KR ekki að vera í neinni hættu með þau tvö stig. Víkingar hafa ekki átt góða leiki í mótinu í vetur. En þeir eru í sókn aftur. Svipað er að segja um leik- inn milli FH og Ármanns. Þótt Ármenningar séu heldur að styrkjast þá munu þeir ekki standast hina ágætu FH-inga. Á undan meistaraflokksleikj- unum fer fram ledkur í 1. fl. milli Þróttar og KR. 1253 farþegar um Keflavlk- urvöll I marz í síðasta mánuði höfðu 54 fai’- þegavélar viðkomu á Keflavíkur- flugvelli og fóru um völlinn sam- tals 1253 farþegar, tæp 68 tonn af vörum og 13 lestir af pósti. Af einstökum flugfélögum höfðu flugvélar bandaríska flug- félagsins Pan American flestar viðkomur, 20, sjö vélar brezka flugfélagsins B. O. A C. komu við ó flugvellinum í mánuðinum og 4 flugvélar K.L.M. í Hollandi. Philip en ekki Arnold Toynbee Sú villa slæddist inn í frétt sem Þjóðviljinn birti í fyrra- dag um hina miklu mótmæla- göngu gegn kjarnorkuvíghún- aði sem farin var í Bretlandi um páskahelgina, að sagt var að hinn kunni brezki sagnfræð- ingur, Araold Toynbee, hefði flutt ræðu á fundi sem haldinn var að göngunni lokinni. Það var ekki Amold Toynbee, held- ur sonur hans Philip Toynbee, sém er þekktur rithöfundur og gagnrýnandi. Þjóðviljinn biður lesendur sína velvirðingar á þessum mistökum. Auglýsið í Þjóðyiljanum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.