Þjóðviljinn - 13.04.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.04.1958, Blaðsíða 7
Þriðja hvern dag hleypur nýtt fiskiskip af stokkunum Stærsta skipasmiðastöð Evr- ópu, sem eingöngu fæst við smíði fiskiskipa, hefur á und- anförnum áratug risið í Stral- sund í Austur-Þýzkalandi og heitir Voikswerft Stralsund. ' Þar sem nú standa smíðaskál- -ar, skrifstofubyggingar, skipa- brautir og hafnargarðar, var . til skamms tíma mýrarfláki. -Þegar tve}r íslenzkir ferða- lahgar á kynnisferð um Aust- ur-Þýzkaland komu til Stral- sund í síðasta . mánuði, þeirra erinda að skoða skipasmíða- stöðina, tók aðalframkvæmda- stjórinn, Will að nafni, þeim með virktum, fylgdi þeim um vinnustofur og smíðaskála og var óþreytandi að skýra fyrir leikmönnunum það er fyrir aug- un bar og leysa úr spuming- um. íslenzkum blaðamönnum, sem til Austur-Þýzkalands koma, hlýtur að ieika forvitni á að sjá Volkswerft Stralsund, því að þar stendur nú yfir smíði tólf fiskiskipa, sem íslenzka ríkisstjórnin lætur smíða. Þessi skip hafa í daglegu tali hlot- ið nafnið litlu togararnir, þau verða 240 til 250 lestir hvert og flest þannig búin að þau geta jafnt stundað togveiðar, línuveiðar, netaveiðar og síld- veiðar. Menn gera sér vonir um að þessi skip geti orðið lyftistöng fyrir atvinnulífið á þeim stöðum, þar sem ekki eru tök á að gera út togara af venjulegri stærð og bátaútgerð á í vök að verjast. Til þess að gera sér fulla grein fyrir því sem unnið hef- ur verið í Stralsund a undan- förnum árum, verða menn að hafa nokkya hugmynd um for- sögu skipasmíða á þessum slóð- um. Alkunna er að skipasmíð- ar hafa lengi verið mikil at- vinnugrein í Þýzkalandi, en til skamms tíma voru allar skipa- smíðastöðvarnar, sem eitthvað kvað að, í þeim þluta landsins sem nú er Vestur-Þýzkalands. Á því svæði við Eystrasalt, sem nú er strandlengja Austur- Þýzkalands, voru fyrir 1945 aðeins þrjár litlar skipasmiða- stöðvar, og þar voru ekki smíð- uð stærri skip en fiskikútter- ar. Upphaf skipasmíða í Stral- sund var að í heimsstyrjöld- inni síðari tók þar tif starfa stöð, ðem smíðaði hraðbáta fyrir flugherinn. Sú stöð var eyðilögð í loftárás 1944. Árið 1945 fólu sovézku hernámsyf- irvöldin Þjóðverjum að reisa á rústunum stöð til að smíða fiskikúttera úr tré. Árið 1948 varð stöðin austurþýzkt, þjóð- nýtt fyrirtæki. Ákveðið var að breyta henni i stöð, sem smíð- aði fiskiskip í stórum stíl. í nóvember 1949 vár byrj- að á fyrstu togbátunum í nýju stöðinní.. VÖxt fyrirtæk- isins má marka af því að 1950 var verðmæti skipa, smíðaðra þar, 50 milljónir marka, 1957 var verðmætið 195 milljónir og á þessu ári er ætlunin að smíða skip fyrir 232 milljónir marka. Volkswerft Stralsund smíðar skip eingöngu með stórfram- leiðslusniði, það er að segja mörg skip af sömu gerð. Of- veiði hefur eytt fiskimið í Eystrasalti eins og víðar og knýr menn til að leita á fjar- lægari mið, en þá þarf stærri skip. Af þessum ástæðum hef- ur verið ákveðið að draga mjög úr smíði togbáta í Stralsund en leggja megináherzlu á smíði meðalstórra togara, 59 metra langra. Togbátarnir eru hins vegar 39.5 metra langir. Á þrem árum hefur 171 með- alstór togari verið smiðaður í Stralsund og 1960 á talan að vera komin upp í 300. Gerður hefur verið samningur um sölu til Sovétríkjanna á 600 meðal- fe: ss I sýningardeild Volkswerft Stralsund á vörusýningunni í Leip- zig í vor var meðal annars þetta líkan af einu íslenzku skipanna, sem verið er að smíða í stöðinm. ----‘ Sunnudagur 13. apríl 1958 — í>JÓÐVILJINN — (7 i«2«5 j.ó.q.c : ' ' ■"•-■ ■ >% 34m. FISKISKIP OTLITSTEIKNINS. IfetMftZ&fc SiyHJAViKvTJJfek í»bt ISlANO. t~“ 'ij.W v íú Teikningin sýnir útlit skipanna, sem verið er að smjða fyrir fs!;nXnga í Voíkswerft £i.rals. stórum togurum. Þeir eru flest- ir án frystitækja og fiska í vinnsluskip, sem einnig eru smíðuð í Stralsund. Um borð í þeim er fiskurinn flakaður, flökin fryst og unnið úr úr- ganginum. Þessi skip eru 68 metra löng, geta fryst 50 tonn af flökum á dag og bera full- hlaðin 700 tonn. Loks er verið að hefja í Stralsund smíði veiði- og vinnsluskipa, sem gérð ’ vérða út frá Austur- Þýzkalandi á fjarlæg mið í Barentshafi og við Bjarnar- eyju. Þau taka vörpuna inn á skútinn og um borð í þeim verður fiskurinn Vnn'inn og flökin fryst. Þessi skip eiga að geta verið að veiðum 60 til 80 daga samfleytt. Skipasmíðar í Volkswerft Stralsund eru nú svo örar, að nýju skipi er hleypt af stokk- unum þriðja hvern dag. í sept- ember verður lokið smíði fimm- hundraðasta togbátsins, sem þar hefur verið smíðaður. Stjórnendur skipasmíðastöðvar- innar gera sig þó ekki ánægða með þessi afköst. Ákveðið hef- ur verið að auka framleiðslu- getuna stórlega án þess að fjölga starfsliði. Með sama vinnuafli en bættri tækni og starfstilhögun á að smíða 400 meðalstóra togara og 14 vinnsluskip árið 1965. Degi var tekið að halla, þeg- ar við ferðafélagamir lögðum af stað í fylgd Wills fram- kvæmdastjóra og Kára S. Kristjánssonar, íslendingsins sem lítur eftir smíði íslenzku skipanna, að skoða Volkswerft Stralsund. Inni í smíðaskálun- um var skuggsýnt, nema þar sem vinnuljósin báru birtu. Fyrst komum við á banda- loftið, þar sem vandasamasta vei'kið er unnið, mælt og mark- að hvemig búta á niður stál- plötur sem síðan eru rafsoðnar saman í skipsskrokkinn. Þetta verk verður að vinna af ýtrustu nákvæmni. Þegar logskurðar- mennirnir hafa bútað stálið niður eftir sniðunum af banda- loftinu, taka rafsuðumennirnir við. Þeir sjóða stálplöturnar saman, byrja við kjölinn og fika sig síðan hærra og hærra. Ekki er þó svo að skilja að allt skipið sé soðið saman í einu lagi. Fyrst eru soðnir sam- an fimm aðalskrokkhlutar, bút- ar af skipsskrokk frá kili upp á borðstokk. Þegar allir skrokk- hlutar hvers skips eru tilbún- ir, er farið að skeyta þá sam- an í samsetningarskálunum. Ó- jöfnur eru skomar af sam- skeytunum og ólögulegir bút- arnir soðnir saman í rennileg- ■an • skipsskrokk. Þegar vji$ frá Þjóðviijanum vorum þarna, yar þúið a.ð^setja fyrsta, íslenzka skipið saman að vérplegu ieyti og vgrið að byrjá á, að skeyta það naesta saman, úr skrokkbútunum. í smíðaáætluninni er ger.t ráð fyrir því að fyrsta, i$lenzka skipið verði flutt ,út úr,, sarn- setningarskálanum 20. þgssa mánaðar. ^ . Þessum íslenzku skipiun hef- ur áður .verið raekilega lýst .hér í blaðinu, að , þessjj., sipni. ,skal fátt eitt rakið. . Skipþi veyða samtals um 3000 lestir. Hvert um sig verður 38.65 metra langt stafna á milli, breicfd á hent íslendingum í ágúst, ?£pt- ember, október og nóvembej,- í ár, þrjú í hverjum mánuði. Þegar við höfðurn skoðað skipsskrokkana, sem eftir miss- eri eiga að vera orðnir glæsi- leg viðbót við íslenzka fiski- flotann, gerði Will okkur grein fyrir kjörum og aðbúnaðj starfsmanna hjá Volkswerft, Stralsund. Kaupið er hátt eflj^,, því sem tíðkast í Austur-Þýzka- landi, meðaltalið er um 6Qf) mörk á mánuði. Mánaðartekj- ur afkastamestu rafsuðumanpja komast yfir 1000 mörk. Sumar- leyfi er misjafnt eftir því. í hvaða starfsgrein menn vinna, minnst hálfur mánuður en kemst upp í hálfa fjórðu viku . Kári S. Kristjánsso skipaeftir- litsmaður, sem lítur eftir smíði íslenzku skipanna f Stralsund, stendur hjí líkani af vélarrúmi þeirra í einum vinnusal nemanna í iðnskóla skipasmíða. stöðvar- innar. bandi verður 7.30 m og dýpt 6.30 m. Það er nýjung í ís- lenzkri skipasmíði, að í búnaði þessara skipa er reynt að sam- eina á sem hagkvæmastan hátt mismunandi veiðiaðferðir, tog- veiðar, línuveiðar, netaveiðar og síldveiðar. Sömuleiðis hef- ur verið leitazt við að sam- eina sjóhæfni og ganglag. Will framkvæindastjóri komst svo að orði, að ísienzku skip- in væru aiþjóðleg. Aðalvélin, 800 hestafla MWM, er vestur- þýzk, hjálparvélarnar eru tvær, önnur austurþýzk en hin bandarísk, radarinn enskur, dýptarmælarnir norskir og olíuknúðar vindur danskar. Hjálparvélarnar eru 220 og 120 hestöfl, siglingatækin radar og tveir dýptarmælar, togvindan er rafknúin en aðrar vindur vökvaknúðar með vökvaþrýst- ingi. Öll fiskiestin er kæld. Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri hefur teiknað skipin. Berist skipasmíðastöð'inni í Stralsund allur útbúnaður á réttum tíma, verða skipin af- hjá þeim sem vinna erfiðúsfu og óhoilustu verkin. Fyrirtæk- ið rekur sjúkrahús og heilsú- verndarstöð, þar sem sex fast- ir læknar starfa. Þeir sem vinna óholl verk, svo sem raf- suðu, eru undir stöðugu iækn- iseftirliti. Sama máli gegnir um nema í iðnskóla skipa- smíðastöðvarinnar, en þar stunda nú 415 ungiingar nám, Námstíminn er hálft briðja til þrjú ár. Kaup nemánna er að 120 mörk á mánuði FÍt ir nemarnir búa í heimavist, þar sem þeir greiða 20 mörk á mánuði fyrir húsnæði, mat og þjónustu. Við iðnskólann starfa 28 kennarar. Konnsla er bókleg tvo daga í viku verk- leg fjóra daga. Sumarleyfi nema er sex vikur. Efnilegir nemar eiga kost á framhaldsmenntun allt til verkfræðiprófs. Skipasmíðastöðin rekur tvö barnaheimili og þrjí.r vöggu- stofur. Konur starfa ekki að- eins við skrifstofi'störf. mat- reiðslu og annað slíkt, heldur einnig við sjálfar skipasmið- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.