Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 1
Sputnik II. hrap- i gær i»riðjuda,gur 15. apríl 1958 — 23. árgangur — 85. tölublað. Krafa um að brezki flotinn verði r sendyr fram gegn Islendingum Fullfrúi Breta i Genf lýsir yfir að þeir muni virBa sam■ þykkt um tólf sjómilna landhelgi oð veftugi Formaður samtaka fiskkaupmanna í Hull heíur krafizt þess að brezka flotanum verði beitt gegn íslendingum, ef íslenzku fiskveiðatakmörkin verða færð lengra út en Bretar vilja sætta sig við. Jafnframt hefur fulltrúi brezku stjómarinnar á haf- lagaráðstefnunni í Genf lýst yfir, að Bretar muni virða að vettugi samþykkt sem ráðstefnan kunni að gera um tólf sjómílna landhelgi. Spútaik II., sem skotið var á j loft fyrir fimm og hálfum mán- uði, hrapaði niður í þéttari lofts- lög og eyddist í gærmorgun. % Fjöldi fólks á eyjum í Kara- biska liafinu horfði endalok spútniksins. Á eyjunni Barbado9 sáu margir fyrirbrigðið sem var likast halastjörnu á himninum, og var þetta sjáanlegt í um það bil eina minútu. Skipshöfn á hollenzku skipi í 600 kilómetra fjarlægð frá Barbados var einnig vitni að endalokum spútniksins. Spútnik II. fór samtals 2275 sinnum umliverfis jörðina. Brezki fulltrúinn viðurkenndi, að meirihluti þeirra 87 ríkja, sem eiga fulltrúa á ráðstefn- unni, væri fylgjandi tólf mílna landhelgi. Kvaðst hann vilja vara meirihlutann við að halda þeirri afstöðu til streitu. Fiotavernd Ummæli Ian Class, formanns Hull Fish Merchants' Protect- ion Association, birtust í Fish- ing News, sem kom út á föstu- daginn. „Fallist ráðstefnan í Genf á sex mílna landhelgi, eins og brezka stjómin hefur lagt til, væri tólf mílna landhelgi við Island brot á alþjóðalögum", sagði Class. „Ef ]>eir gera þetta, og skipta scr af skipum okkar utan sex mílna línunnar, eiga fisltimenn okkar kröfu á vemd flota hennar hátign- ar. Afstaða Islands stofn- ar öllum fiskveiðum Breta voða“. (Leturbreyting Fish- ing News). Blaðið bætir við að 40 af hundraði fiskjar sem berst á land í Hull, sé veiddur á grunn- miðum við Island, fjórar til fimm mílur undan annesjum. Meirihluti fylgjandi 12 mílum 1 ritstjómargrein Físhing News er viðurkennt, að „aug- ljóst virðist að meirihluti ríkja í(á ráðstefnunni í Genf) er fýlgj- andi tólf mílum“. Segir blaðið að fulltrúar brezku ráðstefn- unnar hafi gert sér ljóst að krafa þeirra um þriggja mílna landhelgi sé dauðadæmd. Þess vegna hafi þeir boríð fram til- lögu um sex mílur, til að reyna að bjarga því sem bjargað yrði. Samtök yfirmanna á brezka togaraflotanum hafa lýst yfir að þau muni setja löndunar- bann á öll eriend fiskiskip, ef landhelgin verði færð út og það komi í ljós að útlendingar reyni að notfæra sér minnkaðan afla brezkra skipa. Bannið á ekki einungis að ná til landana á eigin afla heldur einnig unn- ins fiskjar. Engin ákvcrðun um verkfall Fulltrúar samtaka yfirmanna á togurum frá Hull, Grimsby og Fleetwood tóku ákvörðun um löndunarbannið á fundi í Hull. I vfirlýsingu, sem birt var að fundinum loknum, segir að búast megi við að fiskafli Breta rými um helming, ef landhelgin verði færð út. Sögusagnir hafa gengið um að yfirmennimir hafi ákveðið að stöðva skip sin, ef þörf ger- ist til að framfylgja löndunar- banni. Bnevoldsson skipstjóri, framkvæmdastjóri félags yfir- manna í Hull, var spurður um þetta atriði og svaraði: Framhald á 3. siðu. Járabrautarverk- falli afstýrt Talið er líklegt að ekki verði úr verkfalli jámbrautarstarfs- manna sem vofað hefur yfir i Bretlandi undanfarið. Gerðar- dómur hefur úrskurðað að neita beri kröfu járnbrautarverka- manna um. tiu prósent kaup- hækkun. Forystumenn járnbrautarstarfs- fólks héldu með sér fund um helgina, og var talið liklegt eft- ir viðræður þeirra að ekkert yrði úr verkfalli. Kviknaði í út frá miðstöð Á áttunda tímanum í gær- kvöldi kom upp eldur í litlu tirpburhúsi er stendur hjá Há- logalandi við Suðurlandsbraut. Hafði kviknað í út frá miðstöð og eldurinn komizt í þil en slökkvjliðinu tókst að ráða nið- ur’egum eldsins án þess að um mjög tilfinnanlegt tjón hafi ver- ið að ræða, í husinu býr ein köna og er talið að hún geti bú- ið . þar áfram, þrátt fyrir skemmdimar/ Brezku landhelgisbrjótamir. Á efri myndinni sézt Loyal á leið að bryggju í Keyhjavíkurhöfn. Á neðri myndinni Northern Pride þar sem hamn er iagstur að bryggju. Vesturveldin faliast á tiilögur um sendiherrafund Fastaráð Atlanzhafsbandalagsins sam- þykkir að hefja viðræður í Moskva Fastaráð Atlanzhafsbandalagsins í París hélt fund i gær og' samþykkti að Vesturveldin skyldu fallast á síð- ustu tillögu Sovétstjómarinnar, um aö sendiherrar Vest- urveldanna hefji viðræöur við utaruikisráðuneyti Sov- étríkjanna. til að undirbúa fund utanríkisráðherra og fund æðstu manna. t bréfí sínu Iagði Krústjoff til að viðræður þessar hæfust í Moskva á fimmtudaginn kemur. Talið er líklegt að fundurinn hefjist þá eða e.t.v. ekki fyrr en í næstu viku. Samþykkt fasta- ráðsins er svar Vesturveldanna við þessn bvéfi Krústjoffs. í bréfi sínu'lagði Krústjoff til, Tveir brezklr togarar teknir að veiðum í landhelgi í fyrrinótt Anrtar reyndi að strjúka og hlýddi ekki fyrr en skotið hafBi ver/ð á hann Tveir brezkir togarar. báðir frá Grimsby, voru teknir að veiðum í landhelgi s.l. nótt. Annar þeirra neitaði að hlýða skipunum landhelgisgæzlunnar þar til skotið var á hann. Flugvél landhelgisgæzlunnar, Rán, kom að togurunum þar sem þeir voru að veiðum um og yf- ir eina sjómílu innan iandhelgi vestur af Eindrang vjð Vest- mannaeyjar. Varðbátarnir Albert og Her- móður komu á vettvang og komu með togarana hingað snemma í gær. Reyndi að strjúka Annar togaranna ireyndi að strjúka og hlýddi ekki fyrr en skotið hafði verið á hann tveim púðurskotum. Togararnir eru báðir frá Grimsby, heitir annar Loyal en hinn Northern Pride. — Rann- sókn í.máli skipstjóranna hófst í gær. Athafnaisamir dagar Segja má að nú sé sk-ammt milli athafnasamra daga hjá landhelgisgsezlunni því á mið- vikudaginn var voru tveir ís- lenzkir togarar teknir, og hafði það þá ekki gerzt I 5 ár að ís- lenzkir togarar gerðust sekir um landhelgisbrot. Sjái þeir sér fært Reynslan hefur orðið sú síð- ustu mánuðina einkanlega, að erlendu togararnir fari inn í landhelgi svo framarlega sem þeir telja von um að sleppa und- an ,gæzlunni. Er það einkum flug. vélip sem þeir óttast, því undan varðskipunum geta þeir oftast sloppið, — fá fregnir af fferðum þeirra áður en þau koma á vett- vang og hafa sig þá út fytir landhelgislínuna. að á fundi sendiherranna skyldii aðeins fjallað um dagskrá fund- ar utanríkjsráðherranna og fund- ar æðstu manna, svo og hvar og hvenær þeir skyldu haldnir. 'l DuIIes ræðir við blaðameuni Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á fundi með 200 blaðamönnum í gær, að Vesturveldin myndu Ieggja á- herzlu á að fleiri mál yrðu rædd á sendiherrafundinum, heldur en Krústjoff leggur til í bréfi sinu. Vilja Vesturveldin að sendiherr- arnir ræði einnig mál sem rædd munu verða á fundi æðri manna, og einnig um það, hverjir mögu- leikar verði á samkomulagi urrí þau mál. Meðal þeirra mála eru tilraunir með kjarna- og vetais- vopn. Dulles sagði að hugsanlegt værj; að Bandaríkin gætu fallizt á einhvers konar samkomulag umj að hætta slíkum tilraunum, ení það þó aðeins að tryggt verði umi leið öryggi Bandaríkjanna. Manndráp hefjast á ný á Iíýpur í gær var brezkur hermaðuj? skotinn til bana fyrir framaii kvikmyndahús í Famagusta á Kýpur. • Þetta er fyrsta mannvíg ái brezkum hermanni eftir að Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.