Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 7
- Þriðj|j<jia{jur ,, J5. april 1958 — ÞJÓÐVILJINN (T / dAsgrímur Jónsson Hinn mikli landnemi ís- lenzkrar fegurðar, Ásgrímur ■Jónsson málari, er horfinn okk- ur sjónum. Við vissum að við ■öllu mátti búast, aldurinn hár ■og baráttan löng við þungan sjúkdóm. Og þó kom fregnin um andlát hans að okkur ó- vörum, slíkur var lífsþróttur þessa manns, baráttuþrek og andlegt fjör. í návist hans ;gleymdist elli og hrörnun, við hittum fyrir ungan eldhuga. fullan af margþættum áhuga- málum og starfsgleði, og trúð- um því að enn liði á löngu áð- ur en yfir lyki. En nú verða ekki fundirnir fleiri. Þegar hann kom ungur heim frá námi og tók til starfs hófst nýr þáttur og fagur í sögu ís- lenzkrar menningar. Hann gaf okkur nýja list, sýndi okkur landið í áður óséðum litum og birtu, og við urðum auðugri þjóð og meiri. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. í fáum orðum verður ekki reynt að lýsa brautryðjenda- starfi Ásgríms né áhrifum hans á þróun íslenzkrar málaralistar. En á það skal iminnt hvílík gæfa það var að maður búinn snilligáfu og drenglund Ásgríms Jónssonar skyldi kallaður til þess hlut- skiptis. Sú þakkarskuld verður seint fullgoldin. Ásgrímur er horfinn en verk hans lifir. List hans er þegar orðin eign okkar allra sem augu höfum að sjá og á eftir að* verða það í ríkara mæli við nánari kynni þegar tíma líða. Og engum mun hann gleymast sem áttu því láni að fagna að eiga hann að vini. Á minning- ima um hann fellur enginn skuggi. Mér er hún heiður himinn luktur bláfjöllum þang- að sem gott er að leita þakklát- um huga. SnoiTi Hjartarson. íslendingar hafa verið að nema land sitt í nær ellefu hundruð ár. Enn eru til þeir, sem með sanni má kalla land- námsmenn; það eru ferða- garoar, sem troða ókunnar ■slcðir öræfanna, ljóðskáld og listmálarar, sem hafa tamið augu okkar, mótað viðhorf okkar og fegurðarskvn gagn- vart landinu sem við byggj- nm. Páir menn hafa lagt þar til drýgra pund en hinn virðulegi frumkvöðull íslenzkr- ar nútíðarlistar, Ásgrímur Jónsson. Á öndverðri 19. öld var nátt- úrufegurð Islendingum ennþá framandi hugtak. Náttúran var ekki falleg nema vegna búsældar, — öræfi og hrjó'stur voru kalblettir þessa lands. I>ar byggði önnur þjóð, mann- fólkinu fjandsamleg. Um alda- mótin 1800 hafði enn ekki verið máluð ein einasta lands- lágsmynd á. íslandi og enn voru ekki kveðin nein ástar- ljóð til íslenzkrar náttúru. En nú líður ekki langt þar til vorið kemur sunnan. Þióðern- isvakning þeirra Fjölnis- manna, efld við hita júlíbylt- ingar og rómantíkur, bregður upp 'fægðri skuggsjá týndrar gullaldar fyrir sjónir Islend- inga. Klimgróttir Þingvellir vakna í nýjum ljóma, náttúru- skoðarinn og góðskáldið ríður á Skjaldbreið. Hann ávarpar þó enn heiðabúa og vættir, en kveður þau sér að hollvinum, föndrar við það í leik sínum að búa til myndir. Það er sem felist í leik þessum for- spá, því hann málar drottn- ingu Suðurlands, Heklu, raun- ar með þvottabláma og krít, og rennir eflaust ekki grun í þær ótöldu stundir, sem hann Asgrímur Jónsson. og hann hikar ekki við að leiða vísindabróður sinn, Geimard, á háan tind Heklu, standa þar við hið foma gap helvítis og lesa yndistóna af hörpu sinni. Smám saman fær hið gretta andlit öræfanna nýjan svip, það endurfæðist fyrir t.rúna á framtíð lándsins, tekur á sig ásýnd úngmr konu í biám möttli með hvitan fáld. Hefðu verið til hús á Tslandi, mundi þessi nýj? sýn hafa kallað á málara og myndsmiði hálfriöld áður en rauu varð á. En mál- aralist er, eins og aðrir athafnir mannsins. háð þjóð- félagslegri og efnahagslegri forsendu. Það er hægt að lesa ljóð í moldarhrevsum, en mál- verk eig?. þor en^nn stað. Við því var ekki að búast. að málaralist. snry+ti á Islandi fyrr en Reykjavík og aðrir bæir yxu. svo úr grasi, að 'sæmile0, híbýli bvðu henni heim. fíigurðnr Guðmnndsson leggur frá sér pentskúfínn á miðium aldri Þórarinn B. Þorláksson vinnur ómetanlegt brantrvðjendastarf, en rldin dæmi.r list hons til tómstunda- iðiu. ísla’',J er ekk’ enn reiðu- bú’ð að bjóða mvndlist.ma vel- komna, en bað liggur f loftinu að þess verði ekki langt að bíða. Ásgrímur .Tónsson er fædd- ur í Rútsstáðahjáleigu í Gaulverjábæjærhréppi hinn 4. marz 1876. tyeim árum eftir að Sigúrður málnri devr. Hann. elst npn í foreldrahús- um fram að fermingu og á eftir að standa andspænis henni á Skarðshlaði eða Ás- ólfsstaðatúni og yrkja henni dýrð í höndunum. Úr foreldrahúsum liggja þroskasporin vítt um vegu: hann vinnur hjá Nielsen fak- tor á Eyrarbakka, málar báta og hús vestur á Bíldudal, já og leiktjöld; bernskuföndrið verður æ meiri alvara, loks lífstilgangur hans. Nú sætir það engum tíðindura lengur, þótt ungur piltur sigli utan til myndlistanáms. Raunar þykir það enn nokkur fá- sinna, að minnsta kosti þykir fyrirtækið ekki arðvænlegt. En slík leið var ótroðin slóð þeim tvítuga pilti, sem sigldi uta.n haustið 1897 með tvö hundruð krónur í peningum og tvenna alfatnaði að verald- areign, og voru önnur fötin þó allt of þröng og hin allt of víð. En þótt heimskinginn hafi kannski kýmt að Ásgrími Jónssvni Hafnarslóð á, eins og Bjarna forðum, eignaðist hann brátt aðra og merkilegri mðmælendur, þar sem voru 38. aldar málararnir holl- enzku og van Gogh öðrum fremur. Hér dvelst nú Ás- grímur í fjögur ár víð nám og ýmis störf, en 1903 fer hann heim og stendur þá sum- ariangt andspænis íslenzkri náttúru og málar mvndir, þar sem viðvaningsbragurinn hef- ur þokað fyrir sérstæðu og persónulegu viðmóti hans gagnvart íslenzkri náttúru. Yfir þeim er dijeyminn og höf- ugur blær, hljóðbær kyrrð líkt og á fyrstu logndögum vorsins. Hann málar á Þing- v 'llum: Öxará liggur spegil- tær fremst í myndinni, kirkj- a-n og bærinn spegla sig í skyggðum fletinum, og á ár- bakkanum sitja tvær rauð- klæddar stúlkur, álfkonur í þessu huldulandi. Reykurinn stígur upp í lognið, hraunið er litfölt og skýjaslæður læð- ast hið efra með Hrafnabjörg- um. Það er eins og nýtt Is- land sé að vakna í myndum hans frá þessu sumri, állt er ferskt og ósnortið. Um sumarið sækir Ásgrím- ur um styrk til Alþingis til utanfarar og frekara náms. Og sjaldan held ég að ungum listamanni hafi verið betur tekið en honum í það sinn. Að vísu var þjcðin fátæk, brýr þurfti að bvggja og vegi að Ieggja, en það var vorhug- ur í mönnum og ef til vill grunur um það, að listin ætti enn sem. fyrr eftir að bera fram hróður þessa fátæka lands. 1 áliti fjárlaganefndar segir: „Þá er styrkurinn til Ás- gríms Jónssonar. Nefndinni hefur borizt ósk frá honum sjálfum. þar sem hann segist langa til að fullkomna sig í málaralist. Þáð hafa verið hér inni í fjáriagaherbergi nokk- ur sýnishom af málverkum hans, og dags daglega hafa komið þangað bæði útlendir og innlendir menn, sem dáðst liafa að þeim og lokið á þau lofsorði. Og flestir hafa sann- færzt um, að mikið efni byggi í þessum manni til að verða góður málari, jafnvel lista- maður, og væri því ekki nema réttmætt og skylt fyrir þingið að rétta honúm hjálparhönd" Menn ‘erú syo eindóma um styrkveiíinguna, að hún er ekki eiriii sinrii rædd, og þurfti þó á þeim árum minna til en heilar 3200 krónur áð alþing- ismenn létu ljós sitt skína. Ein af myndunum, sem hengd yar upp í þingsölunum var málverk sem nefndist „FÖgur ér hlíðin“ og sýndi skilnaðarstund þeirra bræðra Gunnars og Kolskeggs. Um ha.na hefur verið sögð dá- lítið spaugileg saga. Þing- menn, sem kunnu víst flestir betur skil á skepnum en pent- kúnst, ráku fljótt augun í það, að hestur Gunnars var beizlislaus á myndinni, og töldu margir það heldur slæm- an Ijóð á ráði listamannsins. En þá benti Hermann á Þing- evrum á það. að í þessu fæl- ist einmitt nýstárleg og mjög merkileg skýring á aftur- hvarfi Gunnars. þvi klárinn hafi eflaust. verið heimakær eins og gerigur, og því ekki um að sakast. Eft.ir þessa skýringu updn þingmenn beizl’sleysinu hálfu betur og greiddu nú styrknum atkvæði með beztu samvizku. í októbermánnði um haust- ið efnir Ásgrímur svo til mnl- verkasýnin.gar í Melstedshúsi við Lækjartorg, og er það fvrsta sýningin sem hatin heldur. Listsýnirg var mjög óveujulegur viðþurður í menningarlífi höfuðstaðarins á þeim árum. Mönnum er jafnt í hug forvitni sem lotn- ing fyrir þessu undarlega blómstri, sem hefur sprottið í garði þeirra svona snemma vors. Hinn 24. október birtir Isafold grein um sýninguna —- á forsíðu — merkta stöfunum J. H. — og er það sennilega nafn Jóns Helgasonar síðar biskups. Hann segir: „Það er ekki óhugsandi, að einhver al- þingismaðurinn, sem í si’.mar studdi að því með atkvæði sínu, að Ásgrími Jónssyni var veittur hinn umbeðni stvrkur, sitji nú heima í sveit sinni hálf mórauður á samvizkunní yfir því að hafa „verið með“ í því að fleygja landsfé í lista- menn og skáld, ekki arðvæn- legra en slíkt er talið af öll- i”n þcrra r-.rnno hér á landi. S!íkur> manni m'di ég óska b°er'. oð h?”n hefði mátt líta inn í Me'stedshús þessa dag- ana og sjá það, sem þar ha”g- ir á veggjunum eftir Ásovím þenna. Þessar myndir Ásgr'ms bera þess auðsýnilegan vott, að vér erum hér að eie’v’st listamann, sem islenzku fjöll- in og fossarnir, gilin cg grundirnar, hálsamir og h'íð- amar hafa svo lenrri beðið eftir árangurslaust. En það er ekki auðið að segja, hvert Ás- grímur stefnir sem málari. Hann er realisti í aðra rönd- ina. Gljámyndir málar hann ekki; hann brúkar ..hreiða pensilinn", leggur me'ri á- herzlu á heildina en hið ein- staka. Hann elskar hrikadýrð náttúrunnar, en vantar þó ekki auga fyrir hinu ídyll- iska“. Enn taka við námsár í Ka.upmannahöfn en starfs- sumur hér heima, og er he'd- ur hljótt um list Ásgríms fram á sumarið 1907, er hann heldur aðra sýningu sína, og nú uppi á. lofti í hinu nýja Goodtempla ra húsi. Revkjavík- urblöðin em raunar ekki orð- mörg um þessa sýningu, þau era uppfull af fréttum af konungskomunni og binn af- leita árferði. því ekki hafðl komið dropi úr lofti sunpan- lands í fjóra mánuði, en samt er sýningin vel sótt og all- margar myndir seljast. Revkjavik er að hrevtast úr kaupt.úni í bæ, margir borg- arar eiga orðið sæmilega yfir höfuðið og það er að myndast grundvöllur undir málaralist i landinn. Um haustið veitir Al- þingi Ásgrími enn fararstvrk, 3000 kr. og nú til ítalíuferð- ar. Með þennan ríknlega farar- evri siglir hann svo utan á Sterling árdegis hinn 30. októ- ber og hefur þegar getið sér þeirrar frægðar, að hlöðin nefna hrottför hans ásamt með fyrirmönnum. Leið Ásgríms liggur nú til Feneyja, Flórens og Rómar, þar sem hann kynnist við endurreisnarlistina, og á norð- urléiðinni kemur hann til Ber- línar. Þar í borg bafði list- áhugi manna. beinzt. mjög að verkum frönsku impre'sslon- istanna, þeim Monet, Pisárro, Sislev og Renoir, og enn kynnist hann þar einum manni, sem sigldi ennþá frem- ur hægan byr. hollenzka snill- ingnum van Gogh. Að vísu hafði Ásgrimur séð verk þessara manna áður. en nú var hann einmitt sjálfnr staddur á þe’m hverfipunkti, að þau taka hug hans fang- inn; — litir þeirra era sam- 'slungnir sólarbirtu. breinir og skærir; þeim er ekki lengur Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.