Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.04.1958, Blaðsíða 9
----- Þriðjudagur — 15. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓTTIR fitTSTJÖIU; FRIHANH HELCASOH Handknattleiksmótið: KR vann Víking 27:11 0| FH van Ármann 33:13 Á sunnudagskvöldið fóru fram tveir leikir í meistarafl. karla, og var sýnilegt að þar börðust þeii' sterku um það að skora flest mörk til þess að búa sig undir það að mörkin skeri úr. Sigur ÍR yfir FH hef- ur um stund valdið nokkurri óvissu um það hvernig leikar fara að lokum í mótinu. KR var nokkra stund að komast í gang á móti Víking og í byrjun leiksins stóðu leik- ar 2:2, en þá tók bilið að breikka og KR-ingar tóku leik- inn meir og meir í sínar hend- ur, og i hálfleik var marka- staðan 14:6 fyrir KR. Þetta hélt áfram með svipuðum hraða í seinni hálfleik og .lauk leiknum með 27:11 fyrir KR. KR náði oft nokkuð góðum hraða í leik sinn og áttu yfir- leitt ekki erfitt með að korn- ast í gegn um vörn Víkinga, enda voru Víkingar miklu seinni til og ekki eins hreyfan- legir og KR-ingar. Leikur Víkinga var oft laus við að vera hraður og gerðu þeir sitt til þess að svæfa KR- inga eftir beztu getu með samleik í gönguhraða, en KR- ingar létu ekki smitast og þegar *þeir náðu knettinum settu þeir upp hraðann, og það með góðum árangri sem mörk- in sýna. Nái þeir upp svipuðum hraða í leik sínum á fimmtu- daginn mega ÍR-ingar vara sig. Leikur KR var oft heilsteypt- ur, og er þó ekki að fullu að marka, því mótstaðan var of veik til þess að gera sér fulla grein fyrir styrk liðsins. Víkingsliðið vantar mikið til að geta kallast gott lið, þar vantar hraða, leikni og senni- lega vantar þjálfun til þess að liðið nái heilsteyptari leik. Pétur er stöðugt bezti maður liðsins og Sigurður Jóns- son og Ásgeir. í liði KR voru þeir Hörður, Karl og Reynir beztir, og mun- ar ekki miklu á þeim og mörg- um hinna í liðinu. Þeir sem skoruðu fyrir KR voru: Karl 10, Reynir og Þórir 5 hvor. Hörður og Stefán Stephensen 3 hvor og Bergur 1. En fyrir Víking; Ásgeir 6, Sigurður Jónsson 3, Björn 1. Ármann; FH, leikur með tniklum liraða. Síðari leikurinn milli Ár- manns og FH var oft mjög skemmtilegur, og þótt FH hefði yfirburði allan leikinn voru til- þrif Ármenninganna skemmti- leg og leikur þeirra einkenndist af ófrúlega miklum hraða og oft öruggum samleik og var oft áhöld um það hvor næði meiri hraða. Það sem gerði gæfumuninn að hinir ungu Ár- menningar liafa enn ekki lag á að leika inn í vörn FH og hætta sér sennilega ekki um of, vegna þess að vörn FH er sterk. Aftur á móti voru FH-menn á- kveðnari við mark Ármenninga og vörnin opnari. Temji Ár- menningar sér svona hraða í leik sínum í framtíðinni verður varla hjá því komizt að árang- ur náist. FH náði góðum og sérlega liröðum leilc og sýndu oft tilþrif sem gaman er að horfa á, og ótítt er að sjá í leikjum hér. Lið Áimanns var of veikt til þess að FH fengi að taka veruléga á í leiknum, en eins og það lék er hæpið að nokkurt lið hefði staðizt þá á sunnudagskvöldið. Birgir Einar, Ragnar og Hjalti í mark inu voru beztu menn liðsins, en það féll vel saman sem heild. Ármannsliðið féll einnig vel saman en það vantar heildar- styrk á móti liði eins og FH. Hinum ungu mönnum er stöð- ugt að fara fram, og með meiri þroska og aldri ætti Ár- mann að fá gott lið úr þess- um ungu mönnum sem studdir eru af reyndum leikmönnum, og má þar nefna Kristin, Stefán og Hannes. Þeir sem skoruðu fyrir FH voni Birgir og Ragnar átta livor. Einar 7, Sverrir og Jón Óskarsson 3 hvor, Hörður 2 og Sigurður Júl og Bergþór 1 hvor. Fyrir Ármann skora Friðrik og Stefán 3 hvor. Hannes og Gunnar 2 hvor og Ingi, Krist- inn og Hallgrímur 1 hvor. Dómari var Axel Sigurðsson og dæmdi allvel. Dómari í fyrri Ieiknum var Ól. Öm og dæmdi nö'kktið Vér éif liéfði mátt' taka harðara á því þegar mönnum er haldið kyrmm með báðum höndum. Málverkasýning í Sýningarsalnum Ásffrímur Jónsson Framhald af 7. síðu. jafnað í flötinn með dimm- um undirtón, heldur leika þeir í snöggum litbrotum, sem dragast saman í auga áhorf- andans og verða að bjartri heildarsýn. Ásgrímur er nærri tvö ár í þessari utanvist, en sumarið 1909 sjáum við hvar liann stendur á holtunum fyrir of- an Hæli í Hreppum með Heklu í fangið og bjarta liti á spjaldi sínu. Mest mynda frá þe'ssu sumri er Heklu- myndin stóra í listasafninu, og er hún vafalaust einn merkasti áfanginn á list- braut Ásgríms. Hún er milli- stig í þróun hans til hinna björtu og sindrandi lita síð- ari áranna, ber hvortveggja í sér, höfuga angurværðina frá 1903 og hin nýju áhrif Impressionismans. Yfir víðum forgrunninum er skuggablæja, en síðan rís litrófið og Hekla ljómar tíguleg í sólgliti yfir þessa sælusveit. Allt sviðið er opið og glatt, en samt ekki stemmt til hárra tóna. Frá næstu árum eru margar af frábærustu vatnslitamynd- um Ásgríms. 1912 er liann í Hornafirði og frá sama ári er lítil vatnslitamynd með Gunnari og Kolskeggi í frjáls- um, björtum litum. Þar er hann raunar búinn að beizla hestinn, en það er í henni sól og sumar og annað en beizlis- levsið sem veldur því að Gunnar snýr lieim. Frá þessu skeiði er einnig myndin af Djáknanum frá Myrká, þar sem hann ríður með Guðrúnu'* yfir H"rgá, en tungl veður í skýjum og glampar á hvítan blett í hnakka afturgöngunn- ar. Yfir miðtímabilinu í list Ás- gríms er birta og heiði; lit- irnir eru sem oftast svalir, bláir litir i'áðandi, og hann leitar sér yrkisefna við k\Trð og tign íslenzkrar fjallanátt- úru. Mikill áfangi er þar Heklumynd í listasafninu frá 1927, tindrandi í litum og b‘"ðuð í sólmistri, eflaust einna næst algjörum im- pressionisma sem Ásgrímur hefur farið. Upp úr 1930 fer að verða vart allmikillar breytingar, einkum í myndum úr Húsa- fellsskógi. Hin merlaða kyrrð fyrri myndanna víkur fyrir innf jálgari túlkun, birtan hef- ur drukkið í sig heitari glóð, það er farið að þjóta í trján- um og skýjafar yfir. Og nokkrum árum síðar verður þessi vísir að skilum í list Ás- gríms. Það er eins og æsku- hrifning hans á van Gogh leiti hér fram eftir nýjum farvegum, allt magnast í lit, safamildum og áköfum, pens- ilfarið verður þykkt, heitir jarðlitir og kaldur himinn spenna myndrúmið milli sín. Þegar kemur að árinu 1945 hefur þessi þörf til umbrota og litmagns náð yfirhöndinni. Það ár málar hann myndina Flótta undan eldgosi, heita og kynngi hlaðna. Þar gefst aug- anu ekki lengur nein hvíld eða viðstaða, — það er knúð áfram s"mu eldbröndum og mennirnir tveir sem flýja. Og I hinn aldni listamaður herðir enn á. Höfug værðin, sem blasti við honum sumarið 1909, liefur umhverfzt í log- andi ógn, nærfærnin í pensil- drætti hans er orðin að hrika- rúnum. En strengurinn sem á milli liggur er hvergi rofinn. Hann er ísland í sól og veðri, í vordraumi og náttúruógn. það ísland, sem Ásgrímur Jónsson 'hefur numið og kennt okkur að sjá. Björn Th. Björnsson. Vinir liverfa Framhald af 6. síðu Það er farið að vora og máttug birta leikur um hvít ský eins og forðum. Þó finnst mér eins og skugga bregði yfir alla vegu. Og ég spyr sjálfan mig, hvort mér muni nokkru sinni auðnast að minnast þessara tveggja manna á þann hátt, sem þeir mundu helzt hafa kosið. Ólafur Jóh. Sigurðssoa Anton Rooskens, liollenzk- ur málari, hefur sent nokkrar myndir sínar yfir hafið og sýnir í Sýningarsalnum við Hverfisgötu. Þetta eru málverk án fyr- irmyndar, nonobjektiv verk, litfáguð og hrein, þama verð- ur sú myndbreyting sem abstrakt og non-objektív list kemur til vegar að línur, flet- ir, litir, það sem kallast við- fangsefnið, er unnið á mynd- flötinn án annarra utanað- komandi viðhorfa og verður flöturinn heimur útaf fyrir sig; heimur í sköpun, heim- ur að splundrast, haldið sam- an af óþekktu afli. Heiti myndanna á þarna heima, eldfugl, hnettir, kór- aleyja. Hinn rauða þráð sýningar- innar mætti segja vera svart, svartar grunnlínur og svartir fletir. Svart er þarna notað serii litur, ekki eingöngu sem strik, fletirnir era ekki fast mótaðir, heldur má búast við að staðir og laganir séu á sumum myndum látin ráðast eins og „taeheisminn" gerir. En það er agað, svo segir okkur „Hvítur hringur“ sem fleira. Heildarblærinn er safa- mikill og fjörugur. Það er ekki á hverjum degí að hingað rekur góðar mynd- ir erlendra málara á fjörur. Við höfum verið nokkuð undr- andi á þeim sýnishormun er- lendrar málara„listar‘‘ sem undanfarið hafa verið send hingað á vegum stofnana. Hið fyrsta sýnishorn nútíma hol- lenzkrar málaralistar liér segir, að nú séu loks send öss boðleg verðmæti, við erum ekki hissa á því að þau komi frá því landi þar sem hin þögla list hefur átt mesta meistara. D. Spangól — Spútnik-kvæði — „Kebblavig-erpori- æsland". EFTIRFARANDI spútnik- kvæði birtist í marz-hefti tíma- rits nokkurs, sem ég ætla, að tiltölulega fáir lesendur pós'ts- ins hafi lesið. Kvæðið er birt hér með góðfúslegu leyfi höf- undar: SPANGÓL, eftir fugl fugla, Fuglinn. I. Spurt hef ég, Sputnik Annar spani með eina tík hátt yfir hausamótum hersins i Keflavík. Hringast um himingeiminn helvíta mikið gelt, — Kallið út kjölturakka, sem kvikindið geti elt, annars er úti um friðinn uppi þar. Tí—ef—kei— Kjebblavig—erport—æsland útvarpar: svei, svei — Svei. <$>- II. Loðdýraféíag, London, lyftir sér upp á firnd þar í Hædpark, í þoku. að þrugla um geimfarshund. Þoka er mygla, þesskyus að þæfa sitt fóik i lik. Tík er hvolpur og liundur, en hundur er ekki tík. og þó. Að enduöu þófi þarlendra verður séð, að hundurinn Dömkunnar hefði helzt átt. að skutlast með. III. Spurt hefur Tæm, það er Tíminn, að tíkin sé löngu dauð, enda í lifanda lífi lúsug og pólitísk, rauð. Kátt er í Kanans landi. Kjöiturakkanna hvoft kjassa sykraðar kerlur, Könnuður tekst á loft án þess að snúa aftur og útbreiða taugasjokk. Kjebblavig—erport—æsland útvarpar: rokkrokk — Rokk, IV. Ásamt ýtgerðarplönum á Eldeyjarbanka Zars ljósvakans, — kaupa laxmenn laxveiðirétt á Marz. Enda þótt allt sé á spani alstaðar span og gól, tilveran er eitt tilhlakk tímalaus geims um ból. Geimstjörnur kvikna á kvöldum,, klæddar i pokaskart. Og hún sem ég hef í sigti, er helvitisári smart. EF TIL VILL kunna einhver ykkar fleiri Spútnik-ljóð, til orðin á öndverðri gervitungla- öld. i nt- gerðasamkeppni BÍK árið 1958 Eins og auglýst var í Ríkis- útvarpinu á öndverðum vetri, efndi Bindindisfélag islenzkra kennara. til samkeppni meðal nemenda í III. bekkjum mið-, héraðs- og gagnfræðaskólanna í landinu um ritgerðarefnið Æskan og áfeugið. Þátttaka. varð ekki mikil. Þó bárast rit- gerðir úr 8 skólum. Eftirtaldir nemendur Iilutu * verðlaun sem hér segir: I. verðlaun, 500 krónur, hlaut Jóna E. Burgess, Gagnfræða- slcóla Keflavíkur. II. verðlaun, 300 krónur, hlutu Hilmar F. Thorarensen, Reykjaskóla, Sig- urjón Jónsson, Gagnfr.sk. Vest- mannaeyja, Hermann Einars- son, sama skóla. ni. verðlaun, 200 kr., hlutu Valur Oddsson, sama skóla, Þorbjörg Jónsdótt- ir, sama skóla, Stefán Berg- mann, Gagnfr.sk. Keflavíkur,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.