Þjóðviljinn - 19.04.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.04.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. apríl 1958 — ÞJÓÐVIUINN — <3 Blaðamannafélag íslands 1897 19. nóvember 1957 Jón Ólafsson, ritstjóri. Sm kemur stund gáfu Göngu-Hrólfs. En eigi leið á löngu unz hann var ákærður og dæmdur í háar sektir fyrir orð- bra'gðið um fulltrúa danskra stjórnarvalda hér. Varð hann þá að f'ýja land í annað sinn, og nú fór hann til Ameríku. Með- an hann dvaldi þar fór hann í landkönnunarferð til Alaska. Með stjórnarskránni 1874 gafst nokkurt meira olnboganim heima á íslandi og hélt Jón því heim til fslands árið eftir. Þá stofnsetti hann prentsmiðju á Eskifirði og hóf útgáfu Sku'dar 1877. Sunnmýlingar kusu hann á þing 1880 og árið eftir fluth- ist hann til Reykj.avíkur og gerð- ist ritstjóri Þjóðólfs. Til Ame- ríku fór hann í arinað sinn 1890 og var um skeið rits'tjóri Lög- bergs í Winnipeg, síðar Heims- kringlu og loks stofnaði har.n blaðið Öldina. Síðan fer hann suður til Bandaríkjanna og Framhaid á 4. síðu Blaðamannafélag íslands varð'! 60 ára 19. nóv. s.l. Minntist fé- lagið afmælis þessa með út- varpsdagskrá annan páskadag s.I., cn um nokkurra ára skeið var liefð að Blaðamannafélag- ið sæi um liluta kvölddagskrár- innar þann dag. Það var Jón Ólafsson, ritstjóri Nýju aldarinnar, sem gekkst fyrir stofnun félagsins. Á aldar- afmæli Jóns Ólafssonar gaf dóítursonur hans, Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri Blaða- mannafélaginu boðsbréf Jóns að stofnun félagsins, Boðsbréf hans er svohljóðandi: „Það eru vinsamleg tilmæli mín við yður, að þér gjörið svo vel að' koma niður á salinn á Hótel ísland (þar sem Stúdenta- félagið er vant . að halda fundi) á föstudaginn 19. nóv. kl. 8(4 síðdegis. Tilgangur minn er, að bera þar upp við yður tillögu uin stofnun blaðamanna-félags, bæði í því skyni að efla liags- muni stéttar vorrar á ýmsa lund og efla félagslega umgengni og viðkynningu blaðamanna á milli. Skal ég á fundi þessum reyna að skýra fundarefnið ýtarlega og benda á ýmisleg verkefni, er mér hafa hugkvæmzt sem senni- leg viðfangsefni fyrir blaða- manna-félag, ef það kemst á. Reykjavík, 18. nóv. 1897. Virðingarfyllst Jón Ólafsson, ritstj.“ Stofnendur félagsins voru þessir, auk stofnfundarboðand- ans Jóns Ólafssonar: Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, Björn Jónsson, ritstjóri ísafold- ar Einar H. Kvaran meðritstj. ísa- foldar, Valdimar Ásmundsson rit- stjóri Fjallkonunnar, Briet Bjamhéðinsdóttir, ritstj. Kvenna- blaðsins, Einar Benediktsson rit- stjóri Dagskrár, Þorsteinn Gísla- son ritstjóri íslands og Jón Jak- obsson frá Nýju öldinni. Blaðamanna- stafsetningin Fljótlega eftir stofnun félags- varð stafsetningarmálið eitt íns helzta viðfangsefni þess. Mlkill glundroði ríkti um stafsetningu, og vildi félagið beita sér fyrir samræmingu hennar. He'zti hvatamaður í því máli var Björn Jónsson. Árjð 1900 gaf ísafold- arprentsmiðja út Stafsetningar- orðabók eftir Björn Jónsson. og segir á tifilblaði, að hún sé gef- in út að tilhlutan Elaðamanna- félagsins. í formála segir Björn m.a.: „Tildrög þessa kvers eru samtök B aðamannafélagsins fyr- ir fám misserum um útrýming hins sívaxandi stafsetningar- glundroða í íslenzku máli“. Enn- fremur segir, að félagið hafi frá upphafi ráðgert útgáíu slíks orðasafns. Stafsetningarorðabók Björns Jónssonar hlaut góðar viðtökur og var lengi notuð. Blaðamanna- stafsetningin svonefnda, sem hún i skýrði, átti vinsældum að fagna, | m.a., ýmissa he’ztu. rithöfunda j þjóðarinnar á þeim tíma, og tóku þeir hana upp. Bar nokk- uð á milli um hana og þágildandi skólastafsetningu. Stéttin vex — Félagið eflist Blaðamannafélag íslands mun hafa starfað nokkuð fyrstu ár- in, en þegar leið frá aldamótum lagðist það niður um skeið, var endurvakið 1914—’15 og þá staf- setningarmál enn á döfinni, lá niðri um 1920 en var enn endur- vakið 1923 og hefur starfað ó- slitið síðan og eftir 1930 af allmiklu fjöri. Eftir 1930 færðist félagið meir í það horf að vera stéttarfélag blaðamanna, enda fór þá mjög fjölgandi í stéttinni með fjölg- un dagblaða og stækkun þeirra. Það v.ar þó fyrst eftir 1940 að Blaðamannafélagið gerði heild- arsamninga við útgefendur um kaup og kjör blaðamanna og hafði Skúli Skúlason ritstjóri Fálkans forgöngu um það mál. Árið 1943 stofnaði félagið Menningarsjóð Blaðamannafélags íslands. Hlutverk sjóðsins er að Björn Jónsson Bríet Bjarnliéðinsd. Einar Benediktsson Einar H. Kvaran Jón Ó’afsson, frumkvöðullinn að stofnun Blaðamannafélags íslands, var um margt óvenju- legúr maður. 17 ára gamall, „föðurl.aus, umkomulaus, félaus, allslaus" hættir hann í skóla og hefur blaðamennsku af slíkri sóknarliörku að hann verður tví- vegis að flýja land, undan fram- . kvæmendum réttvisi erlends valds á fslandi. Jón Ólafsson er fæddur 20. marz 1850 á Kolfreyjustað. Móð- ir hans Þorbjörg Jónsdóttir Guð- mundssonar á Vattarnesi, Magn- ússonar á Bessastöðum í Fljóts- ■ dal. Faðir hans var Ólafur Ind- riðasori. prestur á Kolfreyjustað, sonur Indriða Ásmundssonar bóndá á Borg í Skriðdal. Faðir hans byrjaði að kenna honum ■ latínu og dönsku þegar hann var ■ á 9. ári. Hann naut þó ekki lengi handleiðslu föður síns, en fluttist . að honum látnum með móður sinni til Reykjavíkur og hóf nám í Latínuskólanum. 17 ■ ára gamall hætti hann námi og hóf útgáíu blaðsins Baldurs í ársbyrjun 1868. Á afmælisdaginn • sinn þegar hann var tvítugur 20. marz 1870 birti hann í Baldri kvæði sitt fslendingabrag, þar sem hann sagði m.a.: Vakið, Vakið! verka til kveður váleg yður nú skelfingartíð. Vaki j ódeigum ýmishug mcður: ánauð búin er frjálsbomum lýð. En þeir fólar sem frelsi vort svikja og flýja i lið með níðingafars, sem af útlendum upphefð sér snikja, eru svívirða cg pest föðurlands! Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi, daprasta formæling ýli þeim strá en brimrót fossar, fjöllin há veiti frið stiindarlangan þeim eigi- Þá var frelsisbaráttan gegn ■ Dönum í algleymingi; varð Jón að f'ýja land fyrir réttvísi • dariskra stjórnarvalda. Þegar dómur féll i yfirrétti vár Jón sýkpaður og kom hann þá aftur , Núverandi stjórn Blaðamannafélags Islands. Talið fra vinstri: Jón Bjarnason, Jón Magnusson, heim frá Noregi og hóf 1873 út-[ Sigurður Bjarnason, form., Andrés Kristjánsson, Atli Steinarsson. Hamnes Þorsteinsson Jón Jakobsson Valdimar Ásmundsson Þorsteinn Gíslason styrkja félagsmenn til utanfara í námsskyni, óg til að sækja blaðamannamót og ýmsa fundi eiiendis eða kynna sér mál er varða blaðamenn og störf þeirra. Til sjóðsins leggst hálft árgjald félagsmanna og auk þess lögðu blöðin nokkuð af mörkum í sjóðinn árlega samkvæmt samningum, Nú greiða blöðin í sjóðinn !4% af launum blaða- manna. Félagið hefur og aflað sjóðnum tekna með ýmsu öðru móti, t.d. opinberum skemmtun- um í góðri samvinnu við félags- samtök leikara. Sjóðurinn hefur efizt allvel og er nú um 200 þús. kr. Hann hefur alls veitt 45 styrki samtals 163.500 kr. Málsvari ís- lenzkra blaða- manna Blaðamannafélag Islands er aðili að samtökum blaðamanna á Norðurlöndum og einnig í Al- þjóðasambandi blaðamanna, sem aðsetur hefur í Brussel. Félagið hefur tekið þátt í ýmsum mót- um blaðamanna erlendis og einn- ig hafa norrænir blaðamanna- fundir verið haldnir hér á landi. I júní í sumar er ákveðið, að fjölmennt, norrænt blaðamanna- mót eða pressumót verði haldið hér á landi, og mun það standa eina viku. Sækja það fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, og verða erlendir gestir 60—80. Blaðamannafélag íslands hef- ur látið ýmis framfaramál þjóð- arinnar til sín taka á siðari ár- um og stutt þau af megni. Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.