Þjóðviljinn - 22.04.1958, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.04.1958, Síða 1
VILIINN Þriðjudagur 22. apríl 1958 — 28. árgangur — 91. tölublað. Ólíklegt að nokkurt sarrtkomulag geti orðið í Cenf um landhelgismálið Forsefi ráSsfefnunnar felur ósennilegf aS niðursfaSa fáist um landhelgi og fiskveiSi, verSur henni fresfaS? Bandaríska tillagan felld, en sú kanadíska samþykkt í nefnd Allar horfur eru nú á því að ekki verði gerðar endanlegar samþykktir á ráðstefnunni í Genf um landhelgi og fiskveiðitakmörk. Forseti ráð- stefnunnar, Wan prins frá Thailandi, sagði í gær að ólíldegt væri að sam- komulag myndi takast um þessi höf- uðmál ráðstefnunnar. Hinar ýmsu ríkisstjórnir myndu þurfa frest til samninga um á- greiningsatriðin og sennilegt væri að Sameinuðu þjóðimar myndu verða að kveðja ráðstefnuna sam- an aftur síðar til að afgreiða málið. Wan prins Áður en Wan prins lét þessa skoðun í ljós hafði verið talið að náðstefnunni yrði lokið fyr- ir helgina og yrðu síðustu störf hennar að greiða atkvæði um þær tillögur sem þegar hafa. verið samþykktar í nefndum hennar, sem eru fimm að tölu. Nú kann svo að fara að þeim atkvæðagreiðslum verði frest- að. Tillaga Kanada var samþykkt Sú nefnd ráðstefnunnar (1. nefndiií) sem. fjallað hefi>' um mikilvægustu mál bennar og um leið þau, sem mestur á- greiningur er um, landhelgi og fiskveiðilögsögu strandríkia, hefur greitt atkvæði mn til- lögur Kanda, Indlands og Mex- íkó annarsi vega.r og Banda- ríkjanna hins vegar. Tillaga Kanada, Indlands og Mexíkó um 6 mílna. landhelgi og 6 mílna viðbótarbelti, þar sem viðkomandi strandríki hafi Framhald á 5. síðu. íslenzka tillagan um verndun fiskstofna samþykkt í nefnd Tillaga íslands í þeirri nerfnd ráð'stefnunnar sem fjall- ar um vemdun fiskstofna, 3. nefndinni, um forgangs- rétt strandríkis til fiskveiöa á svæð'um í nánd viö strand- miöin, þegar takmarka þarf vei'öi vegna verndunar stofnsins, var samþykkt í gær með' 25 atkvæöum gegn 18. í frétt til íslenzka ríkisút- að bæta við liana áíkvæði um gerðardóm, ef deilur kæmu upp. Ijeysir ekki aljan vamla. Hans G. Andersen sagði að Framhald á 5. siðu. varpsins frá Genf í gær var sagt, að íslenzka nefndin hefði lagt megináherzlu á að tryggð- ur sé réttur strandríkja þeg- ar um er að ræða að vernda fis'kstofna.na, en hins vegar væri mjög öflug andstaða á ráðstefnunni gegn því að veita strandríkjum nokkrar ívilnanir sem heitið gætu sérréttindi. íslenzku fulltrúamir á ráð stefnunni höfðu flutt eftirfar- andi tillögu í nefndinni: „Eigi þjóð lífsuppeldi og efnahagsþróun að langmestu leyti undir fiskvetðum við ströndina og ef nauðsyn reynist að takmarka lieild- arafla fisks á svæðum í nánd við strandmið, skal strandríkið hafa forgangs- rétf til ftskveiðanna eins og því er nauðsynlegt vegna r lvagsmuna sinna í sámbaiidi við fisk\e;ðar'‘. Fréttaritari ríkisútvarpsins sagði að fulltrúum margra ríkja á ráðstefnunni hefði þótt HIuti af kortinu sem sfnir bessi tillaga ganga^ of langt hwrsu mikið hel k hafi failið >g hefðu íslenzku fulltimarmr bví talið, að eina leiðin til að íá hana samþykkta myndi vera víða. um heim fram til júni 1956. ísland var þar hæst allra i> staða við Atlanzhaf. Góður afEi í * StykkishóEmi Stykkishólmi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Afli Stykkishólmsbáta hefui" verið góður undanfarið, fiski- gengd mikil í fjörðinn og ó- gætar gæftir. Heildarafli fimm. Stykkishólmsbáta s.l. viku var rúmar 518 lestir. Aflahæstur í vikunni er M.b. Brimnes með 145,5 lestir. Mestur afli hans. i vikunni var á fimmiudag, rúm- ar 35 lestir og mun það mestur afli sem dagróðrarbátur hefur lagt á land í Stykkishólmi. Þá lagði b.v. Þorsteinn Þorskabít- ur á lana ísvarinn fisk, 241 lest. Vinna er mikil í StykkishóLmi um þessar mundir og hefur liðs- auki borizt úr nágrenninu, Helgafellssveit, Skógarströnd og nú síðustu viku einnig úr Klofn- ingshreppí, Skarðsströnd og Saurbæ. Engir fulltraar frá A-Evrópn á þingi í Ljnbljana í dag hefst í Ljubljana í Júgó- slavíu þing júgóslavneska komm- únistaf’okksins. Búizt hafði ver- ið við að þingið mundu sækja fulltrúar frá öllum sósíalistísku rikjunum, auk fulltrúa frá verkalýðsflokkum annars staðar í heiminum. Um helgina barst hins vegar sú frétt að kommún- istaflokkamir í sósíalistísku ríkj- unum hefðu ákveðið að senda enga fulltrúa. Mun ástæðan vera óánægja með stefnuskráryfirlýs- ingu júgóslavneska flokksing sem birt var fyrir skömmu, en hún heíur m. a. verið harðlega gagnrýnd í fræðitímariti Komm- únistaflokks Sovétríkjanna. Ýmsir fulltrúar af vesturlönd- um munu sitja þingið, þ. á. m. frá Norðurlöndum. Ingi R. Helgason, framkvæmdastjóri Sósíalistaílokksins, er þannig fulltrúi hans á þinginu. Vísiialan 192 stig . Kaupgjaldsnefnd hefra* reiknað út vísitölu framfærslu- kostnaðar i Reykjavík hiun 1. apríl s. 1., og reyndist húa vera 192 stig. (Frá viðskiptamálaráðuneyfc- inu.) <í> Mælingeir geisldverkana heij- isf í suntar á vegum háskólans Hverjar eru niSursföSurnar af mceling- um Bandarikjamanna hér á landi? Loftsbryggja gaf eftir Það slys vildi til niður á Loftsbryggju seint í gærdag, að vörubifreiðin R-6759 féll niður í gegn um bryggjuna, er verið var að ferma hana af fiski úr Hilmi RE213. Voru komin á bifreiðina um 5 tonn af þorski, er bryggj- an brast undan bílnum, svo að hann sat fastur i bryggj- unni og fór fiskurinn allur í sjóinn. Tóg var fest í hann og reynt að draga hann upp, en þá brotnaði undan honum ' „hásing" . Var þá komið svo tnikið flóð, að sjór var kominn upp yfir aftur- hjól og upp að stuðara að framan, þegar myndin vai tekin. Var ekki annað sýnt en að bíllinn myndi flæða og ekkert hægt að gera honum til bjargar, fyrr en f jarar. Sjómenn, sem voru þarna staddir, sögðu, að bryggjan væri algjörlega ónothæf sök- um hrömunar og mætti hafnamefnd gjaman rumska og huga að bryggjunni. — (Ljósmynd: Þjóðviljinn). í sumar munu hefjast mælingar á vegum Háskóla íslands á geislaverkunum í andrúmsloftinu hér á landi, en slíkar mælingar hafa ekki áöur verið framkvæmdar af íslenzkum aðilum. Þorbjöm Sigurgeirsson pró- fessor skýrði Þjóðviljanum frá þessu í gær. Kvað hann það hafa. dregizt of lengi að fslend- ingar eignuðust tæki til að mæla geislaverkanir í and- rúmslofti, en nú væri verið að smáða það í Danmörku. Verð- ur andrúmsloft sogað gegnum tækið, en það safnar í sig ryk- inu og mælir geislaverkanir í því. Þorbjöm kvað mælingar einnig hafa verið framkvæmd- ar með því að láta plötu með límefni taka. i sig ryk úr and- rúmsloftinu — þannig munu Bandaríkjamenn t.d. hafa framkvæmt mælingar sínar hér á landi — en sú aðferð er tal- in mún ónákvæmari. Stóraukin geislaverkun Þjóðviljirin spurðist fyrir um þetta solkum þess að mæl- ingar sýna að geislaverkun hefur stóraukizt að undan- fömu í andrúmsloftinu viða um heim; t.d. hefur brezka kjamorkumálanefndin staðfest að magn gedslavirkra efna í efri loftlögum yfir Bretlandi hefur um það bil tífaldazt upp á siðkastið, og hliðstæðar nið- urstöður sýna mælingar I Skandinavíu. Hafa margiE’ hringt til Þjóðviljans og spurzt fyrir um það hvort engar slík- ar mælingar hafi verið gerðai’ hér, en þær hafa eins og áðui’ er sagt ekki verið gerðai’ af íslenzkum aðilum, þótt Bandaríkiaher hafi að sjálf- sögðu látið mæla geislaverkan- ir hér án þess að skýra fra niðurstöðum. Helrvb yfír fslandi Bandaríkjalier hefur látið framkvæma mælingar hér á Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.