Þjóðviljinn - 22.04.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.04.1958, Blaðsíða 3
-Þriðjudagur 21. apríl 1958 ÞJÓÐVILJINN (3 Hilaveiia fyrirhuguð frá Reykjahverfinu til Húsavíkur Vatnsmagn nú 75 sekl. af 100 stiga heitu vatni — íiægt að auka magnið upp í 150—200 sekundulítra Húsavík 10. 4. frá fréttaritara Þjóðviljans. Húsvíkingar hafa lengi haft hug á að leiða heitt vatn frá hverunum í Reykjahverfi til Húsavíkur. í Reykja- hverfishvérum (Uxahver) er talið að fáist 75 sekúndu- lítrar af 100 stiga heitu vatni. Er það um helmingi meira vatnsmagn, en Húsavík þarfnast til upphitunar húsa, eins og sakir standa. Talið er að vatnsmagniö megi auka npp í 150 til 200 sekl. með borun á hverasvæöinu. Hér er um að ræða auðlind, sem vansæmd er að láta ónot- aða lengur en orðið er. Auð- lind, sem orðið gæti Húsavík og öllu héraðinu ósegjanlega dýrmæt. 1 þessu sambandi má benda á það að hitaveituleiðsla frá hverunum til Húsavíkur ca. 18 km að lengd, mundi liggja um land, sem allt er ræktan- legt og felur í sér hin ákjósan- legustu skilyrði ekki sízt þegar um væri að ræða afnot af lieitu vatní. Svo mikið áhugamál er Hús- víkingum að hrinda þessu máli í framkvæmd, að þeir hafa nú stofnað til samtaka meðal borgaranna málinu til fram- gangs. Var Hitaveitufélag Húsa vikur stofnað 2. þessa mánaðar. Voru stofnendur 64 að tölu. Önnur grein félagssamþykkt- ar hljóðar svo: Sjúkraflugvöllur á Rauf arhöf n Raufai-höfn. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Hér . var í sumar byggður sjúkraflugvöllur og 10. þ.m. kom Björn Pálsson og sótti hingað 2 þungt haldna sjúk- linga. Það er merkilegt starf sem Bjöm vinnur og ég hygg að hann sé vinsælasti maður á landinu (a.m.k. í dreifbýl- inu). Flngvöllurinn er á svokölluð- um Höfða og er vel settur, þvi þama festir sjaldan snjó á vetrum og reynist hann ágæt- lega. Hjá Skemmtun Berklavörn Miðvikudaginn 23. apríl, síð- asta vetrardag, verður skemmt- un Berklavamar í Reykjavík haldinn í Sjálfstæðishúsinu kl. S.30 e.h. Félagið heldur þessa skemmt- un með það fyrir augum að efla sjóði S.I.B.S. til styrktar 'fátækum berklasjúklingum. Eins og menn vita hafa kjör berklasjúklinga sem útskrifast hafa af berklahælum mjög batnað við tilkomu Reykja- lundar. Ýmsir eru þó þannig á vegi staddir.að geta ekki not- fært sér vist þar, einkum fólk, sem á fyrir fjölskyldum að sjá. Þeim er þessi skemmtun til styrktar haldinn. Revían „Tunglið, tunglið, taktu mig“ héfur verið fengin til ieiksýningar. Ennfremur verður dánsað til kl. 1 og hljómsveit Svavars Gests leikur undir. Er þess að vænta að fólk fjölmenni í Sjálfstæðishúsið síðasta vetrardag kl. 8.30 og geri tvennt í senn: Styrkja gott málefni og skemmta sér og öðr- um. Tilgangur félagsins er að vinna að því, að gerð verði hitaveita frá Hveravöllum í Reykjahvei’fi til Húsavíkur, til upphitunar á húsum, til iðnaðar og annarra hagkvæmra nota. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Finnur Kristjánsson, kaup- félagsstjóri, Jóhann Skaftason bæjarfógeti, Arnljótur Sigur- jónsson, Arnviður Ævar Björns son, Páll Kristjánsson. Stjómin hefur skipt með sér verkum bannig: — Formaður Finnur Kristjánsson, varaformaður Jó- hann Skaftason bæjarfógeti, gjaldkeri Arnljótur Sigurjóns- son, ritari Arnviður Ævar Björásson og Páll Kristjánsson. Á stofnfundinum vom sam- þykktar eftirfarandi ályktanir: Framlialdsaðalfundur Hita- veitufélags líúsavíkur, haldinn 2. anríl 1958 beinir þeirri á- kveðnu tillösm til bæ.jarst.jómar Ilúsavíkur að hún vinni nú þeg- ar að undirbúningsframkvæmd- um í því skvni, að hitaveita verði lögð frá Hveravöllum til Húsavikur. Jafnframt felur fundurinn bæiarstjórn að at- huga vel hið nv.ia frumvarp um iarðhita og óslia breytinga á hví þannig að Ilúsavík njóti laganna í sambandi við hita- veitulögn til Húsavíkur. Framhaldsstofnfundur Hita- veitufélags Húsavákur, lialdinn 2. a.príl 1958, lítur svo á, að nauðsv’n'-eglí sé að ráða rjú l»egar eða sem fyrst mann, er hfl-fi á hendi framkvæmdastjórn við undirbúning að fyrirhugaðri hitaveitu frá hverunum í Revkiahverfi, svo sem að fá og að siá um framkvæmd ann- a.rra beirra atriða sem vinna harf, áður en hægt er að lief.ia framkvæmdir að Öðru leyti Beinir fundurinn því til bæ.iar- ptiómar Húsavílair að ráða mann til þessara starfa. Einhverjum mun hafa dottið í hug að eðlilegt væri að bora hér eftir vatni. Hitt sýnist þó eðlilegt, að þau tæki, sem hér Bókakassa og i jaídi stoIiS Um liádegisbilið í gær var stolið bókakassa og tjaldi úr húsakynnum Gólfteppagcrðar- innar við Skúlagötu. Um líkt leyti og þessir hlutir liurfu sást til unglingspilta inni í liúsinu og er talið sennilegt að þeir liafi verið þar að verki. Þar eð líklegt má telja að piltarn- ir reyni að koma þýfinu í verð em þeir sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið beðnir um að hafa samband við lögregl- una. Tjaldið er 6—8 manna, vafið í yfirbreiðslu úr 1 jós- gráu loftbelgjaefni. Á annarri hlið þess er þlastgluggi. á landi eru fyrir hendi til jarðborana, séu notuð þar, sem heitu vatni verður ekki náð, nema sækja það í j"rðu niður. Hér er hinsvegar um það að ræða, að vatnið kemur sjálf- krafa upp úr jörðinni. Er það von Iiúsvíkinga, að stjórnar- völd landsins veiti aðstoð og fyrirgreiðslu við framkvæmd þessa merkilega máls, sem verða mun héraðinu í heild til heilia og farsældar. 70 nýir ríkis- borgarar Frumvarpið um ríkls- borgararéttinn afgreitt sem íög Afgreitt var sem lög á fundi neðri deildar Alþingis í gær frumvarp um að veita 70 mönn um íslenzkan ríkisborgararétt. Efri deild bætti þremur við (nöfn hinna hafa verið birt hér í blaðinu). Þeir nýju vom: 1. Jensen, Börge Louis Jón- mundur, verkamaður í Reykja- vík, f. í Danmörku 15. febrúar 1934. 2. Jensen, Finn Agnar, sjó- maður, Reykjavík, f. í Dan- mörku 17. apríl 1941. 3. Larsen, Knud Harkild Salling, iðnaðarmaður í Reykja- vík, f. í Danmörku 18. maí 1923. (Fær réttinn 11. ágúst 1958). Borgararétturinn er bundinn því skilyrði að þeir sem heita eriendum nöfnum taki sér ís- lenzk nöfn. Þjóðleikhússtjóri afhendir Róbert Arnfinnssyni styrkinn úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. j óbert Arnfinnssyni veittur styrknr Fyrsti leikarinn sem hlýtur styrk úr sjóðnum AÖ lokinni sýnmgu á „Litla kofanum" síðastliðlö laug- ardagskvöld afhenti formaöur MenningarsjóÖs Þjóðleik- hússins, Guölaugur Rósinkranz þjóöleikhússtjóri, Róbert Arnfinnssyni leikara átta þúsund króna styrk úr Menn- ingarsjóðnum, sem æt.lunin er að leikarinn noti til ut- anferðar. Þetta er í fyrsta sinn sem hending styrksins því tengd af- styrkur er veittur úr sjóðnum. mælisdeginum. Viðstaddir af- Áttundi afmælisdagur Þjóðleik- hendinguna, auk stjórnar Menn- hússins var þann 20. þ. m. og af- ingarsjóðsins, voru þjóðleikhús- ráðsmenn, stjórn Félags leikara Þjóðleikhússins, samleikarar Róberts í „Litla kofanum" ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum Þjóðleikhússins. 48 hlutverk hjá Þjóðleikliúsinu Þjóðleikhússtjóri ávarpaði Ró- bert með nokkrum orðum um leið og hann afhenti honum styrkinn og sagði meðal annars að velgengni leikhússins byggð- ist fyrst og fremst á því að það hefði hæfileikamiklum og vel menntuðum leikurum á að skipa. Það væri hlutverk þessa sjóðs að styðja að auliinni menntun og víðsýni leikara, en jafnframt væri styrkveiting úr sjóðnum viðurkenningarvottur og heiðurs- tákn til þeirra er styrkinn h’ytu. Þá sagði þjóðleikhússtjóri enn- fremur að þetta væri í fyrsta sinn, sem styrkur væri veittur úr sjóðnum og hefði sjóðsstjórn- in samþykkt einróma að veita hann Róbert Arnfinnssyni. f stjórninni eiga sæti þau Arn- dís Björnsdóttir leikkona, dr. Björn Þórðarson og Guðl. Rósin- kranz. Þá sagði þjóðleikhússtjóri að enginn leikari við Þjóðleikhúsið hefði leikið jafn mörg stór hlut- verk hjá leikhúsinu og Róbert Amfinnsson og samtals hefði Framh. á 10. siðu Síðastliðið föstudagskvöld áttu sér stað óvenjulegir flutningar, en þá var bifreið flutt með flugvél frá Reykjavík til Akur- eyrar og mun það í fyrsta sinn sem slíkt farartæki er flutt loftleiðis hór innanlands. Bíllinn sem var af Volkswagen gerð er ei,gn manns á Akureyri og þar sem vegir eru spilltir af aur- bleytu um þessar niundir ákvað hann að fá liann hluttan loft- leiðis. í þessari ferð voru auk bílsins fluttar tíu Rafha elda- vélar og sex Raflia þvottavélar. Myndin að ofan er tekin er bílUnn var látinn inn í Gljáfaxa á ReykjavíkurflugvelU.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.