Þjóðviljinn - 24.04.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.04.1958, Blaðsíða 4
yj) Fttatattída^^'Jfcpdl ■■•MBS- te- m- f Gleéilegt sumar! Kjötbúðin, Langholtsvegi 17 dMilegt snmar! VerzluvÁn H. Toft, Skólavöröustíg 8 Gleðilegt smnar! Hofsvallabúöin h.f., Sólvallagötu 21 GMOegt snmar! Bústaðabúöin, Hólmgarði 34 GMIlegt snmar! Verzlunin Grund, Klapparstíg 31 GleHilegi; snmar! Gleðilegt sumar! Verzlunin Skúlaskeið, Skúlagötu 54 GleHilegt suinar! Miðgarður, Þórsgötu 1 GleHilegt suinar! Toledo, Fischersundi Gleðiiegt suniar! Einar J. Skúlason, skrifstófuvélaverzlun GleHilegt sumar! AÖalbúðin, Lækjartorgi — Herrabúðin GleHilegt suiuar! Oltuverzlun íslands h.f, Fjárþörfin 1956: Á 250 millj. býlum eru amboðin einu tækin sem til eru, 90 milljónir nota plóg sem uxum eða hrossum er beitt er fyrir, og aðeins á 10 milljón- um sveitabæja eru notuð nútíinatæki í landbúnaði. Framhald af 13. síðu. þeim iðnaði sem þegar er til — og þá tvöfaldast talan, 10 billjónir dollara! Hvar á að taka það fjármagn sem þarf til svo óhemjulégrar fjárfestingar. Það er fráleitt að ímynda sér að það eigi allt að koma frá Vesturvélöúnum óg Sovétríkjunum. Sú léið ein er fær- að hin ffunistæðu lönd verði sjálf að tryggja sér fjár- magn. En hvemig? Síðan 1917 hefur heiminum birrt'' slik fjáröflunaráðferð í SöVétríkjunum; í dag' er hún einnig hagnýtt í Kína og að nokkru leyti í Indlandi. Meginþorri vérkafólks í löndum sem skammt eru á veg komin starfar nú sem fyrr að- allega í landbúnaði, og tækni þeirra er á sama stigi og fyrir þúsundum ára, einvörðungu handamboð. Þjóðartekjurnar sem þannig fást nema varla meira en 60—70 dollurum á mann, og á þeirri upphæð þarf einstaklingurinn sjálfur að halda til þess að draga fram lífið. En fái hann nýtízku jarð- yrkjuverkfæri eða hefji hann iðnaðarstörf, þá sexfaldast hlut- ur hans í þjóðarframleiðslunni a. m. k., og einkaþarfir hans þre- eða fjórfaldast. En með slíkri breytingu getur hann í fyrsta skipti á ævinni stuðlað að fjármagnsmyndun; og þegar um er að ræða meira en 2 millj- arða manna verður slík fjár- festing stjarnfræðileg stærð. En slík fjárfesting af eigin rarnmleik getur auðvitað ekki orðið án þess að þjóðirnar öðl- ist fullt frelsi, efnahagslegt og stjómmálalegt. Fjái-festing af eigin rammleik getur ekki átt sér stað í nýlenduskipulagi heimsvaldasinna, því þá er auk- in framleiðni hagnýtt til ábata fyrir erlertt nýlenduauðmagn. Arðrán og fjármagnsmyndun af eigin rammleik em andstæður. Erlend fjárhagsaðstoð er auð- vitað til mikils gagns, því hún getur flýtt fyrir þróuninni, en hana verður að veita án allra skilyrða. Eins og nú er ástatt í heiminum er ólíklegt að þessi erlenda fjárhagsaðstoð geti numið meiru en um 10 millj- örðum dollara á ári. Þó er sú upphæð há í samanburði við það sem raunverulega er látið í té nú; öll slík fjárhagsaðstoð sem nú er veitt nemur aðeins um einum milljarð xlollara, það er um það bil 10% af því sem unnt væri að veita með hægu móti. Vert er að hafa þetta í huga þegar rætt er um hervæðing- una. Ef við eigum að leggja eitthvað verulegt af mörkum fyrir mannkyn framtíðarinnar —; fyrir þær kynslóðir sem húngurdauðinn vofir yfir að öðrum kosti — er ein upp- spretta nærtækust og sjilfsögð- ust: hervæðingárfúlgurnar. Fé það sem nú fer í óhemjulegar hervæðingarbyrðar veíður í staðinn að nöta til þess að koma af stað fjárfestingu af eigin rammleik í grundvallariðn- greinum, og þær iðngre’inar verða þjóðirnar sjálfar að eiga. Menningarþróun Það hefur margsinnis verið sannað með tölum að velmegun þjóða stendur í öfugu hlutfalli við ólæsið. Skólar, skóíár og aftur skólar eru forsendur allr- ar framleiðslu. Það sem á við um alménna menntun, á í enn ríkara mæli við um æðri tæknimenntun, t.d. verkfræðinám. Héiminn skórtir feikilegan fjölda af tækni- menntuðum mönnum, ef þetta 'i á allt að takast. Varleg áætlun fyrir árið 2000 sýnir að þá verður þörf fyrir 14 milljónir verkfræðinga. Það jafngildir eínum verkfræðingi á hverja 50 iðnverkamenn. Að- eins eitt land heims hefur þeg- ar náð þessu marki, Sovétríkin, en þar eru nú fleiri verkfræð- ingar en í öllum öðrum löndum heims. samanlagt. Jaínvel Bartdaríkin éiga langt í land. Auk Sovétríkjanna er Kína eina landið þar sem markvisst er stefnt að þessu hlutfalli. Séu hin breyttu hlutföll milli kynstofnanna tekin með í reikn- inginn — en þannig verður þróunin óhjákvæmilega eins og áður er sagt — þá kemur í ljós að hinar þeldökku þjóðir verða á einum 40 árum að breytast úr frumstæðum bændaþjóðum, þar sem allur þorri er ólæs, í fjölmenntaðar iðnaðarþjóðir þar sem mikill fjöldi hámennt- aðra verkfræðinga starfar. Þetta vandamál geta engir aðrir leyst en þjóðirnar sjálfar, og þeim verður það því aðeins kleift að þær öðlist fullt frelsi. En það er skylda okkar að að- stoða þær til þess. Og það efna- hagskerfi heimsins, sem skilur þessi vandamál og stefnir mark- visst að lausn þeirra, hlýtur að sigra í keppninni um hylli mannkynsins. Sósíalisminn Staðreyndir sýna nú einkar ljóst að hið sósíalistíska kerfi Sovétríkjanna stefnir að slíku marki og að þar er mjög langt komið að leysa þau vandamál sem hér hefur verið vikið að. Um það efni flutti enski hag- fræðiprófessorinn Peter Wiles frá Oxford athyglisverða ræðu á fundi sem andkorrmiúnistasam- tökin Frjáls írtenning héldu í Mílanó 1955. Danska blaðið Fin- anstidende skýrði frá henni á þessa leið (28. 10. ’55.): „Maður má ekki aðeins, sagði Wiles, bera saman ólík efna- hagskerfi með því að kanna á hversu réttlátan eða óréttlátan hátt þau skipta þjóðarauðnum milli einstaklinga og stétta eða með því að fjalla aðeins um stjórnmál og félagsmáL Nei, það sem úrslitum ræður er langtum áþreifanlegra og raunverulegra. Það er þetta: Hversu mikið framleiða þessi efnahagskerfi hvert um sig á íbúa? Og lang- mikilvægasta staðreyndin í allri hagfræði nútímans er ef til vill sú, að framleiðsluhrað- inn og framleiðniaukningin er meiri í Sovétríkjunum en orðið hefur í nokkru vestrænu landi, einnig meðan þróuiTín var örust í þeim, svo að ekki sé minnzt á ástandið nú. Af löndum sem ekki búa við kommúnisma hef- ur Japan staðið sig bezt í þessu kapphlaúpi. Á tímabilinu frá 1912 til 1937 óx framleiðsla Japana að meðaltali um 3% á ári, miðað við íbúa. En fyrir stríð varð hliðstæður vöxtur í efnahagslífi Sovétrikjanna ca. 5 % % og eftir 1948 hefur aukn- ingin verið 7y2% á ári. „Framfarirnar í Sovétríkjun- um stafa fyrst og fremst af þv£ hvílíka áherzlu komúnistar leggja á þróun jðnaðarins. Aukning þjóðarteknanna á mann jólcst með rentum og renturentum í Sovétríkjunum í samanbúrði við Bandaríkin — mismunurinn á hlutfallstölun- um var 3 að meðaltali. Sovét- ríkin voru þegar fyrir stríð að elta Bandaríkin uppi, þótt þjóð- artekjurnar á íbúa hefðu 23 árum áður aðeins verið helm- ingur þess sem var í Bandaríkj- unum. „Þegar Wiles leitaði að ástæð- unum fyrir þessum yfirburðum komúnismans hafnaði hann þeirri kenningu að verið væri að undiroka aðrar þjóðir. Þar er ekki mikillar huggunar að leita fyrir andkommúnista, seg- ir hann. Efnahagskerfi hjáríkj- anna þróast ámóta ört og það rússneska, og hugsanlegt arð- rán Rússa á vinum sínum er vegið upp af efnahagsaðstoð mannanna í Kreml til Kína. Og hvernig ætti með slíkum rökum að vera hægt að skýra risa- stökkin í efnahagslífi Sovét- ríkjanna fyrir stríð? Það er ekki heldur úm að ræða kunn- ar aðferðir til að stökkva létti-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.