Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 4
4)! — ÞJÖEXVIUINN —Fiœmtudagur 1. maá 19ö8 stjórnar~ samstarisins Úrræði ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eru mjög til umræðu þessa dagana. í umræðum um efnahagsmál her eitt orðtak öðrum fremur á góma: varanleg lausn efnahags- málanna. Ætti þó að vera ljóst, að sú lausn er ekki til, því að efnahagur þjóðar hvílir á fram- leiðslutækjum þeim, sem hún hefur til umráða, en með nýj- um tímum koma fram breytt- ar og auknar þarfir, er ný tæki þarf til að fullnægja. Um hitt er að ræða, að menn komi sér saman um, hvaða aðferðum skal beitt til lausnar á vanda- málum hvers tíma. Þegar gjaldeyrismál þjóðar- innar eru athuguð, verður að taka tillit til þriggja höfuðat- riða, en í umræðum um þau mál hættir mönnum til að taka aðeins eitt þeirra til greina. jp Þessi atriði eru: t? 1: Mismunur á innlendu og erlendu verðlagi. Það er kunn- ugra en frá þurfi að segja, að raunveruiegt gengi krónunnar er lægra en hið skráða gengi. Engu að síður hafa sósíaiistar' lagt á það ríka áherziu, að nú- verandi skráningu yrði við haldið sakir þess, að eins og nú er ástatt er það alþýðu manna íil hagsbóta. Samkvæmt hinni svonefndu millifgérsluleið er iagður misjafnlega hár tollur á innfluttar vörur eftir notagildi, þannig að brýnustu nauðsynj- ar, svo sem matvæli, bera lægsta tolla, en í hærri flokk- um eru vörur eins og ísskápar, sem fjölskylda kaupir að öilu jöfnu aðeins einu sinni. Mis- munurinn á innlendu og er- lendu verðlagi veldur því, að verðbæta verður útflutnings- framleiðsluná. Væri þetta hins vegar eini vandinn, sem við væri að etja í efnahagsmáium þjóðarinnar, teldu sósíalistar gengislækkun ekki óhugsandi. En hér kemur fleira til. 2. Verðbólgan. Þótt þróun verðbólgunnar hafi að vísu verið nokkuð misjöfn á undan- förnum árum, hefur hún aukizt að meðaltali um 9% á hverju ári. Þessi þróun hefur leitt til þess, að allir leggja eins mikið af fé sínu og þeir framast geta í fjárfestingu, þar eð verðmæti fasteigna minnkar ekki þrátt fyrir rýrnandi verðgildi krón- unnar. Fjárfesting þjóðarinnar nemur nú yfir þriðjungi af heildartekjum hennar, og jókst á s.l. ári samhliða því, að gjaldeyristekjurnar minnkuðu. Þarf engan fjármálaspeking til að sýna fram á, hvílík öfug- þróun er hér á ferðinni. Setj- um svo, að fjölskylda með 70 þús. króna árstekjur_ verji 20 þús. kr. í h.ÚÆbyggingu á einu ári. Hún hefur þá 50 þús. kr.. sér til lífsviðurværis og ann- arra þarfa. Ef tekjur hennar verða nú ekki nema 65 þús. kr. næsta ár, en jafnframt því lagðar 25 þús. kr. í húsið, hef- ur hún 10 þús. kr. minna sér til framdráttar á því ári. Þá hefur hún um það að velja að draga úr lífskröfum sínum eða leita á náðir lánastofnana. Hvorug leiðin er æskileg. Eins og nú er háttað, er aðeins um tvennt að ræða til þess að tryggja lifskjörin, annaðhvort að skera niður fjárfestingu eða taka erlent lán. 3. Verzlunarjöfuuður. Þriðja höfuðatriðið, sem taka verður tillit til, er, að þjóðin eyðir meiru en því, sem tekjum hennar nemur, og þarf ekki annað en benda á hinn óhag- stæða verzlunarjöfnuð ár frá ári því til sönnunar. Með tilliti til þessarar stað- reyndar hafa sósíalistar ætíð lagt á það höfuðáherzlu, að þjóðin eignaðist sem mest af stórvirkum atvinnutækjum, svo að unnt væri með auknum gjaldeyristekjum að bæta lífs- kjörin. Þetta var eitt helzta baráttumál sósíalista á dögum nýsköpunarstjórnarinnar og ekki síður í tíð núverandi stjórnar. Að frumkvæði þeirra voru 30 nýsköpunartogarar keyptir til landsins, en einmitt þeir haf'a forðað þjóðinnx frá algjöru efnahagslegu ósjálf- stæði. Því miður er Framsókn- arflokkurinn stórum skilnings- sljórri á nauðsynina á öflun nýrra atvinnutækja en jafnvel íhaldið. Hann hefur ætíð hneigzt til þess að beina fjár- magninu í þær atvinnugreinar. sem lítinn eða engan gjaldeyri gefa til þjóðarbúsins’, Þetta er þeim mun bagalegrá sem nú ríður einmitt á að bæta fyrir vaniækslu s.l. átta ára, þegar engir togarar voru keyptir nema í stað þeirra, sem sjórinn gleypti. Framsóknarflokknum hefuv ekki ennþá skilizt, að lífsafkama þjóðariiuiar byggist á sjávarútveginum, og því verður hagur hennar ekki bætt- ur nema hlynnt sé að honum eftiiJ megni. í því sambandi er útvikkun fiskveiðitakmarkanna umhverfis landið knýjandi nauðsyn. Þjóðin. verður að öðl- ast óskoraðan rétt yfir fiski- miðum sínum, svo að þau verði ekki rúin á sama liáít og t. d. miðin í Norðursjó. Það er því lífsspursmál fyrir þjóðina, að staðið sé á rétti hennar í land- helgismálinu. Hvers vegna Framsókn vill gengislækkun Sósíalistar telja, að megin- skilyrðið til þess að þæta lífs- kjöl’ vinnandi stétta, að þjóð- in eignist fleiri framleiðslutæki og geti þar með aukið útflutn- ingsframleiðsluna. Við myndun ríkisstjórnarinnar lýsti Alþýðu- bandalagið líka yfir, að það gefðist áðili^að henni til þess að varðveita kaupmált Jauna og stöðva verðbólguna. Nú verður að horfast i augu við þá staðreynd, að þetta hefur ekki tekizt sem skyldi vegna þess, að samstarfsflokkarnir hafa reynzt ófáanlegir til áð fallast á tillögur Alþýðubandalagsins í þá átt. Það hefur ótvírætt komið í ljós, , að ráðamenn Framsóknarflokksins vilja verðbólguþróun til að knýja fram gengislækkun. Ástæðan er sú, að SÍS skuldar gífurleg- ar fjárhæðir í bönkum lands- ins. Á undanförnum árum hef- ur allur ágóði Sambandsins verið lagður í fjárfestingu, einkum skipakaup og húsbygg- ingar, svo auðskilið er, að gengislækkun yrði Sambandinu sannkölluð guðsgjöf, skulda- hrúgan lækkaði, en verðmæti fasteignanna stæði óskert eftir sem áður. Þannig hefur auð- mannaklika Framsóknarflokks- ins nákvæmlega sömu hags- muna að gæta og Thorsararnir, enda hafa tengslin milli þess- ara aðila aldrei slitnað, þó'tt annað sé gefið í skyn í opin- berum áróðri. «5>- sem innan tíðar verða lagðar fyrir Alþingi, verði fráhvarf frá stöðvunarstefnunni og brjóti af þeim sökum í bága við þá afstöðu, sem Alþýðu- bandalagið og Alþýðusamband- ið mörkuðu í upphafi til þess- ara mála. Þegar við þetta bæt- ist, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa ekki fengizt til að efna loforðið um brottflutning hersins, er eðli- legt að spyrja, hvort grund- völlur stjórnarsamningsins sé ekki gjörsamléga hruninn? Landhelgismállð. Áður en þessari spumingu er svarað, verður að íhuga nokkuð horf- umar í landhelgismálunum. Nú er að renna upp mikilvægasta augnablikið í baráttimni fyrir stækkun fiskveiðilandhelginn- ar. Alþýðubandalagið fékk því framgengt, að fyrir Genfarráð- stefnuna samþykkti ríkisstjórn- in, að fiskveiðitakmörkin skyldu færð út strax að ráð- stefnunni lokinni, hverjar sem niðurstöður hennar kynnu að verða, Sem. kunnugt er, náð- ist ekki samkomulag um þessi takmörk á ráðstefnunni, þótt drjúgur meirihluti þáfcttöku- ríkjanna væri fylgjandi 12 míl- um. Því hafa fslendingar nú ó- bundnar hendur um að fylgja fram ákvörðun sinni, og verður væntanlega gefin út reglugerð þar að lútandi innan fárra daga. Næsti. mánuður sker úr því, hvort þetta stórmál kemst heilt í h.öfn. Það er fyrirfram vitað, bæði af afstöðu Breta, Bandaríkj- anna og annarra NATO-ríkja, nema Kanada, á Genfarráð- stefnunni, að þessi ráðstöfun mun sæta óvæginni andstöðu. Frá Bretlandi berast nú dag- lega fregnir af hótunum brezkra togaraeigenda um gagnráðstafanir, ef íslendingar neyti réttar síns. — Þeir muni beita sér fyrir samtökum allra þeirra þjóða, sem hér eiga hagsmuna að gæta, um löndun- arbann á íslenzkum fiski og að kaupa engar ísienzkar afurðir. Þeir hafa iika farið bónleiðir til búðar þeirra erinda, að ís- lendingar taki ekki af skarið, fyrr en önnur ráðstefnan enn hafi fjallað um málið, eða þeir leggi það í.gerð fyrir Efnahags- Framhald á 10. síðu. Um» Alþýðuflokkinn er það að segja, að hann hefur enga fastmótaða eða sjálfstæða stefnu í efnahagsmálunum fremur en öðrum málurn, eins og glöggt hefur komið fram í skrifum í málgagni flokksins um þau. Hann fær hvorki hjar- að né varðveitt bitlingaaðstöðu gæðinga sinna án stuðnings Framsóknarflokksins og því hefur Alþýðuflokkurinn fylgt öllum tillögum hans í aðal at- riðum. 4: - .1T 11 «•!•• e;- - f; f Hvað er framundan? Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, sést mæta vel, að stöðv- unarstefnan, sem ríkisstjórnin hefur fylgt fram að þessu, hef- ur í rauninni aðeins notið stuðnings Alþýðubandalagsins með verkalýðshreyfinguna að baki'- sér. Uaunþegar hafa yfir- lelít sýnt fullan hug á að stöðva verðbólguskrúfuna, því að aðeins fámennar atvinnu- stéttir hafa staðið að verkföll- um þeim, sem liáð hafa verið í tíð núverandi stjórnar. Enda þótt kaupgjald hafi staðið nokkuin veginn í stað, Iialda útgjöld ríkissjóðs sífellt áfram að vaxa, eins og síðustu fjárlög bera vitni um. Alþýðubanda- lagið hefur innan rikisstjórnar- innar borið fram fjölmargar tillögur í sparnaðarátt, en allar hafa þær verið kæfðar af hreppapólitík og þitlingagræðgi samstarfsflokkanna. En hversu lengi verður unnt að standa gegn hinum samstillta verð- bólguþrýstingi frá stjórnarand- stöðunai og samstarfsflokkun- um? Margt bendir til, að tillög- ur þær í efnahagsmálunum,.. L Maí Islenzk alþýðuæska! í dag er hátíðisdagur þinn. Þennan dag sameinast verka- lýður allra landa undir merki samtakanna og ber fram kröfur sínar um fulla atvinnu, bæt't kjör og framar öllu öðru kröf- urnar um frið í heiminum og bann við framleiðslu og notkun kjarnorku- og vetnisvopna. Verkalýðsæskan fagnar þeirri einingu, sem hátíðahöld dags- ins bera vott um og tekur undir kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar. Því verður ekki í móti mælt, að allmikil óvissa ríkir í dag um ýms hagsmunamál íslenzks verkalýðs. Þar ber hæst tvö mál: efnhagsmálin og landhelg- Ritstjórn: Loftur Guttormsson (áb), Hörður BergmaJin og Sigurjón Jóhannsson. ismálið. Lausn þessara mála mu,n ráða _mestu . um lífskjör íslenzkrar alþýðu á næstu ' ár^ um. . Ungír sósíalistar lý'sa sig and- víga því, ef núverandi ríkis- stjórn hyggst hverfa frá stöðv- unarstefnunni við lausn efna- hagsmálanna og telja einsýnt, að með því sé verið að hleypa af stað nýrri verðbólguskriðu í landinu, sem ólijákvæmilega bitnar harðast á alþýðu og launþegum. Það er skýlaus krafa ungra sósíalista, að hvejrgi verði. hvikað frá rétti fslenzku þjóð- arinnar í landhelgismálinu og ríkisstjórnin lýsi tafarlaust yfir gildistöku 12 mílna fiskveiði- landhelgi. íslenzk aiþýðuæska. í dag skulum við fyikja liði undir kröfunni um brottflutning hers- ins og endurheimt hlutleysis landsins og mótmæla þanriíg aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Fjöimennum i kröfugönguná •og styðjum kröfurnar ’um >stytf- ingu vinnuvikunnar, — aúkirih kaupmátt launa, — atvinnuör- •yggi og kaup á nýjum atvinnu*- tækjum þjóðinni til handa, svo hún geti lifað frjáls og óháð í iandi sínu og byggt afkomu sína á þjóðhollum atvinnuveg- um. Öll í kröfugönguna-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.