Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 7
jw.-j- ......Fimmtudíigur 1. m.uí. 1958 - ÞJÖÐVILJINN — (T 35 ár frá fyrstu 1. maí kröfugöngunní í Reykjavík 1 dag eru 35 ár liðin frá því reykvísk alþýða fylkti fyrsta sinni liði á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Það var fremur fámennur hópur og á honum dundu háðsglósur og aurkast and- stæðinganna, þeirra sem vildu verkalýðssamtökin feig og óttuðust vaxandi stéttarvitund alþýðunnar. En ár eftir ár fylkti reyk- viskur verkalýður liði á göt- unum 1. maí. Fylkingamar hafa stækkað með vaxandi þrótti og styrk verkalýðs- hreyfingarinnar, og löngu er svo komið að andstæðingamir telja sér ráðlegast að ráðast ekki að fylkingum reykvískra verkamanna þennan dag, — nema með baktjaldamakki, á- skomnum um heimasetu og öðmm klofningstilraunum. En þær hafa reynzt svo máttlaus- ar að þeir sem reynt hafa að beita þeim hafa hlotið varan- lega skömm fyrir og lítið annað. ★ 1 dag skulu hér rifjuð upp nokkur atriði um fyrstu kröfugönguna, 1. maí 1923, eftir samtímaheimild, og er fróðlegt, ekki sízt fyrír unga fólkið að kynna sér aðstæður og málflutning 1. maí fyrir þrjátíu og fimm ámm. Þessi 35 ár hefur íslenzk verkalýðs- hreyfing vaxið svo að hún er nú öflugustu og áhrifaríkustu félagasamtök landsins. Kröfugangan Alþýðublaðið lýsti kröfu- göngunni á þessa leið: „Kröfugangan í gær varð alþýðunni til sóma og heppn- aðist fullkomlega eins vel og menn höfðu gert .sér vonir um, þar sem þetta var fyrsta skiptið, sem slíkt fer fram hér. Lagt var af stað frá Báru- húsinu um kl. 1.30. Fyrir fylkingunni fór merkisberi með hinn rauða fána jafnað- armanna og eftir honum Lúðrasveit Reykjavíkur, er lék fyrir göngunni. I broddi fylkingar gekk stjóm Alþýðu- sambands íslands og síðan hverir af öðmm tveir og tveir. Leiðin lá um Vonarstræti, Lækjargötu, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Skálholtsstíg, Bjargarstíg, Freyjugötu, Bald- ursgötu, Skólavörðustig, Kára- stíg, Njálsgötú, Vitastíg, Laugaveg, Bankastræti, Aúst- urstræti, Aðalstræti, Vestur- g"tu, Bræðraborgarstíg, Tún- götu, Kirkjustræti, Pósthús- stræti, Austúrstræti, Lækjart götu og Hverfisgötu og var staðar numið við lóð Alþýðu- hússins. Hvarvetna í fyllsingunni gat að líta fána jafnaðarmanna boma og á meðal þeirra hvít merki, 28 að tölu, sem á vora letruð rauðimv 'stöfum ýms orðtök......“ „Þegar staðar hafði verið numið, var fánanum stungið niður í grjóthrúguna fyrir vestan Alþýðuhúsgmnninn en mannf jöldinn tók gér stöðu á grasblettimun vestaii við hann og götunni framundan, því að hann vænti eftir ræð- um. Stigu þá nokkrir menn upp á grjóthrúguna og toluðu til mannfjöldans. Fyrstur tal- aði Hallgrímur Jónsson kenn- ari“.....„Þá talaði Héðinn Valdimarsson bæjarfulltrúi um Alþýðuflokkinn og stefnu hans, og hrópaði mannf jöldinn að ræðu hans lokinni húrra fyrir flokknum og árnaði honum langra lífdaga. Ólafur Friðriksson talaði um viðgang jafnaðarstefnunnar, lauk hann máli sínu með þessum orð- um skáldsins: „Hér þarf vak- andi önd, hér þarf vinnandi hönd, til að velta í rústir og byggja á ný“. Galt mannfjöld- inn máli hans samþykki með dynjandi lófaklappi. Þá mælti Éinar Jóhannsson búfræðing- ur nokkur vel valin hvatning- arorð til mannfjöldans. Að síðustu þakkaði Felix Guð- mundsson mannfjöldanum undirtektir hans og þátttöku í kröfugöngunni. Síðan safn- aðist stór hópur manna sam- an á grasblettinum hjá Lúðra- sveitinni og söng nokkra jafn- aðannannasöngva, en Lúðra- sveitin lék undir. Við göng- una hafði hún leikið göngu- lög jafnaðarmanna, svo sem lögin við kvæðin „Sjá roðann í austri“ og Alþjóðasönginn (Internationale). Um kl. 4 skildu menn og héldu heim. Ekki mun of mælt þótt eagt sé að í kröfugöngunni hafi tekið þátt um eða yfir fimm hundmð manns, þótt ekki séu talin með böm og fólk, sem fram með gekk fyr- ir forvitnissakir, og álitið er, að ekki hafi færri en þrjú til fjögur þúsund safnazt saman að hlusta á ræðurnar að börn- um frátöldum. Um undirtektir af hálfu andstæðinga má segja með ör- fáum undantekningum það, þeim til lofs, að þær voru langt frá óvinsamlegar, enda höfðu þeir sig lítt í frammi. Mest af þeim mannfjölda, sem á horfði en ekki tók þátt í göngunni, mun í hjarta sínu hafa verið hlynnt athöfninni, en óframfæmi vegna þess, að þessari líkar kröfugöngur hafa ekki tíðkazt hér áður, gert þá tvíráða um hvort þeir skyldu vera með eða ekki. Er sem til þeirra séu töluð þessi orð þjóðskáldsins ágæta: „Kvíðið þið engu, og komið þið þá, sem kyrrir og tvíráðir standið, þvi djarfmannlegt áræði er eldstólpi sá, sem eyðimörk harðstjórnar leiddi ykkur frá, og guð, sem mun gefa ykkur landið". Enginn efi er á, að kröfu- ganga þessi hefur á margan hátt mikil áhrif haft á al- menning í bænum, ýtt við hug þeirra í ýmsum efnum og vak- ið þá til alvarlegrar umhugs- unar um alvarleg mál og munu þess bráðlega sjást merki“. (Alþýðubl. 2. maí 1923) Úr ræðu Hallgrfms Jónssonar Hallgrímur Jónsson, síðar skóla stjóri Miðbæiarskólans, talaði á útifundinum við Hverfisg^tu 8 hinn 1. maí 1923: Honum fómst m. a. orð á þessa leið: ■ „Meðal borgara hér i bæ ríkir hégómaskapur og heimska. Borgarar sjá þetta ekki, annars reyndu þeir úr að bæta. Fátæklingurinn og skarn- Framhald á 10. síðu.. 1. mcsí Ég ávarpa pig bróðir og systir í nálœgð pig bróðir og systir í fjarlœgðm t dag göngum við undir fánum og berum fram kröfur okkar kröfur okkcur sem skulu verða heyrðar. Sérstaklega ávarpa ég pig bróðir og systir sem hneppt hafið verið í fjötra vegna baráttu ykkar fyrix málstað okkar aUra málstað alpýöunnar. f dag munuð pið hrópa með okkur út.yfir lönd . _ .' yfir höf: Stöðvið vetni-ssprengjuna. ptm mÉmmm UTCEFANIÚ: ; KHðP l >M ÖSÍGJ JN*8eýcÖ*n» !, :i: " 11IK údaginn • t.: im i ' V.'-i 1 - fe ■ .1 Ul&uto, i. niaí anastu Movkí m : ,sa«»i(ítksási daiiska- Hsggá, eí þeif ann.fs etk; (íekitjá hnno Hta. nrínir!! Ssíttttit utatt jioð Söft.. “ö s suntorfiogjna fyralu sttgír dsiukt :úöggt, aá |tað íjitft V«r*9 Sifíino «g nokkur hSrn!! OjésœyttdsplSlur stondam verið é!»«kileg«t. En juer fteta itka verið sð saœa skapi gsnn- Forsíða 1. maí blaðs 1924. — Myndin er af fyrstu kröfugöngunni 1923. A V ARP Alþýðnblaðslns 1. mai 1923 I tlag i 1 dag er 1. mai. 1 dag er hátíðisdagnr meðal allra verkamanna, allra alþýðu« manna, allra jafnaðarmanna um allan lieim. 1 dag er sumardagur. 1 dag boða allir jafnaðarmenn um allan heim mannkyninu nýtt snmar, þar sem ævinlega skín sól frelsis, jafnréttis og bræðralags meðal mannanna. 1 dag er virkur dagur. f dag starfa allir alþýðumenn um allan heim — ekki hörð* nm höndum, heldur með hug og hjarta, og siníða — ekld vei-k- færi og vélar, heldur andleg „sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð". f dag er gleðidagur. I dag ganga íslenzkir alþýðumenn, íslenzkir jafnaðarmeun ttl gleði með bræðrum sínum og systrum í öðrum löndum, taka með þehn undir þann söng, sem er svo voldugur, að sjálf fram- tíðin stenzt ekki og kemur til vor. f dag erum vér framtíðarinnar! JÓHANNES OR KÖTLUM: Morgunsöngur Nú blakta rauðir íáriar í mjúkum morgunblænum og menn af svefni rísa og horfa í austurveg. Það bjarmar yfir tindum, það sindrar yfir sæmmi, — nú syngjum við um lífið og freMð — þú og ég. Við fögnum himni bláuni,við fögnum skógi grænum, því fagurt er nú loftið og jörðin yndisleg. Og vorið kallar, — kallar til starfs og stórra ráða, og straumur Ijóssins þýtur um taugar öreigans, um taugar þínar, ininar, o,g blessar okkur báða, — svo brjótum við þá okið með sigurkrafti lians. Já, ftarn, já, fram, unz bróðir með bróður rís til dáða og hylting dagsins logar í auga sérhvers manns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.