Þjóðviljinn - 01.05.1958, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.05.1958, Qupperneq 1
1. maí - óvarp verkalýðssamtakanna \............................................... J. _M_ hinum alþjóðlega baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, sameinast íslenzk alþýða þeim milljónum verkamanna og verkakvenna um allan heim, er undir merkjum samtaka sinna fylkja liði til baráttu fyrir friði, frelsi og bræðralagi allra þjóða. 1. maí tekur íslenzk alþýða af heilum hug undir kröfuna um frið og allsherjarafvopnun og leggur ríka áherzlu á að hætt verði öllum tilraun- um með kjarnorkuvopn, framleiðsla þeirra bönn- uð en undramáttur kjarnorkunnar notaður mann- kyninu til heilla. Alþýðan fagnar í dag því er áunnizt hefur til bættra kjara og aukinna réttinda og minnist jafn- framt þess er miður hefur farið í starfi hennar á liðnum áriim. En fyrst og fremst fylkir hún liði í dag til sóknar og nýrra sigra. Um leið og alþýðan minnist þeirra sigra, sem íslenzk verkalýðssamtök hafa unnið á liðnum ár- um, minnist hún jafnframt brautryðjendanna er fyrstir hófu merki samtakanna, mannanna, sem lögðu allt í sölurnar til þess að leggja grundvöllinn að því heillaríka starfi, sem verkalýðssamtökin hafa unnið landi og þjóð. Brautryðjendanna er bezt að minnast með því að halda starfi þeirra áfram, gæta þess að ekki verði aftur tekið það sem áunnizt hefur og leggja grund- völlinn að nýjum sigrum. Því heitum við öll að gera. Alþýðan krefst þess að framfylgt verði, svo fljótt, sem auðið er, samþykkt Alþingis frá 28. marz 1956. Verkalýðssamtökin standa einhuga um kröf- una um 12 mílna fiskveiðilandhelgi og krefjast þess að ríkisstjórnin lýsi yfir því að tólf mílna landhelgi taki gildi tafarlaust. Það er krafa verkalýðshreyfingarinnar, að dýrtíðinni sé haldið í skefjum og kaupmáttur launanna aukinn. Hún styður hverja þá viðleitni er miðar að því að koma í veg fyrir óhóflega álagn- ingu á vöruverð og þjónustu. Hún krefst þess að húsakostur almennings verði bættur og hafin verði bygging ódýrra leigu- íbúða fyrir þá er ekki hafa bolmagn til að eignast eigm íbuoir. Verkalýðshreyfingin krefst þess að hlutur hins vinnandi manns verði bættur með réttlátari skipt- ingu þjóðarteknanna. Alþýða Reykjavíkur: Fylktu liði í dag og sameinastu um kröfur þínar til bættrar afkomu og betra lífs; fyrir atvinnu- öryggi og auknum kaupmætti launa, gegn dýrtíð og kjaraskerðingu. Við heitum því, að standa ávallt trúan vörð um frelsi landsins og eigum þá ósk heitasta, að hver þjóð megi lifa frjáls í landi sínu án íhlutun- ar annarra þjóða og neitum þ^í að nokkur þjóð hafi rétt til að undiroka aðra. Við krefjumst tólf mílna fiskveiðilandhelgi nú þegar og stefnum að því, að landgrunnið verði fyr- ir Islendinga eina. Við gerum kröfu til að útrýmt verði herskál- um og öðru heilsuspillandi húsnæði. Við krefjumst styttingar vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við krefjumst sömu launa fyrir sömu störf, hvort sem unnin eru af körlum eða konum. Við gerum kröfu til stærri hluta þjóðar- teknanna til hinna vinnandi stétta. FYLKJUM LIÐI 1. MAÍ, TREYSTUM EININGU SAMTAKANNA. BERUM KRÖFUNA UM TÖLF MÍLNA FISKVEIÐILANDHELGI FRAM TIL SIGURS. LIFI BRÆÐRALAG VERKALYÐS ALLRA LANDA. LIFI SAMTÖK ALÞYÐUNNAR, LIFI ALÞYÐUSAMBAND ÍSLANDS. I 1. maí-nefnd verkalýðssamiakanna: ' Eðvarö Sigurðsson, Snorri Jónsson, Björn Bjarnason, Ingimundur Erlendsson, Jóhannes B. Jónsson, Hólmfríður Helgadóttir, Tryggvi Sveiríbjörnsson, Finnbogi Eyjólfsson, Bjarni- Ólafsson, Agnax Gunnlaugsson, Brynjólfur Steinsson, Margrét Sigur&ardóttir, Gunnar H. Valdimarsso?i, Hólmfríður Jónsdóttir, Leifur Óla.fsson, Kári Gunnarsson, Halldóra Guömundsdóttir, Bjarnfríöur Pálsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Kjartan Einarsson, Friðrik Brynjólfsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Kristín Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson Þorsteinn Þórðarson. Við undirrituð skrifum undir meö þeim fyrirvara, að við erum mótfallin því, aö málsgreinin varöandi samþykktina frá 28. marz 1956, sé í ávarpinu. Jón Sigurðsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Haraldur Hallgrímsson, Bergsteinn Guðjónsson, Svavar Gests, Kristín Fenger, Kristján Bene~ diktsson, Jón Þórhallsson, Jóhann V. Sigurjónsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Sigur&ur Eyjólfs'son, Guðjón Sigurðsson, Stefán Hannesson, Sig. G. Sigurðsson, Sverrir Gíslason, Haraldur Hjálmarsson, Sigfús Bjarnason, Líríbjörg Árnadóttir, Aðalsteinn Halldórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.