Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 6
6) —• ÞJ6ÍJVILJINN' — Sxuuiudagur 4. maí 1958 m HlÓÐWIUINN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Ritstjórar Maanús KJartansson, Sigurður Guðmundsson (aD.;. — Fréttaritstjórí: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Toríi Ólafsson, Sigurjón Jóhannssor^ - Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn, afgrelðsla. auglýsingar, prent- amlðja: Skólavörðustíg 19. — Slml: 17-500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 25 A m&n. 1 Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50 P-entsmlðja ÞJóðvllJant. Tvísöngur íhaldsins Það er engu líkara en íhald- ið viti ekki sitt rjúkandi ráð í sambandi við efnahags- málin og uppsagnir verka- lýðsfélaganna. Erindrekar at- vinnui-ekenda í verkalýðs- félögunum eru látnir hafa uppi háværgr kröfur um ske- leggja kjarabaráttu í grein- um sínum og vitnisburðum 1. maí í Morgunblaðinu. Sama hlutverk var íhaldsmanninum sem talaði á Lækjartorgi 1. maí falið á hendur. Og í gær birtir Morgunblaðið með vel- þóknun í Staksteinum sínum þá ásökun þessa handlangara atvinnurekenda að ríkis- stjómin hafi reynt að fá for- ustumenn verkalýðsfélaganna til ,,að telja fól'kinu trú um að allar óskir eða kröfur um auknar kjarabætur væru árás á þjóðfélagið og jafnvel land- ráð“. i uðvitað er þetta eintómt rugl og vitleysa sem Morg- unblaðið hefur eftir atvinnu- rekendaagentinum sem hag- kvæmt þykir að láta leika skeleggan . kröfugerðarmann. Engir vita það betur en verkamenn og launþegar al- mennt. Enda var sú raunin á að þúsundirnar sem tóku þátt í hátíðahöldunum 1. maí vor- kenndu manninum sem fékk þetta aiunkunarverða hlut- verk og várð að leika það til enda til að geðjast og hlýðn- ast húsbændunum. Morgun- blaðið er heldur ekki seint á sér að afneita kenningunni og lýsa hana markleysu. Þetta er gert strax í forustugrein blaðsins í gær, sama daginn og agentinn er spottaður með því að birta ummæli hans í Staksteinunum. Iforustugrein Morgunbiaðs- ins er síður en svo fagnað því skrefi veúkalýðsfélaganna að segja nú upp kjarasamn- ingum. Þvert á móti er þvi haldið fram í allt annað en vinsamlegum tón að verka- lýðsfélögin séu nú að undir- búa „alvarlegri vinnudeilur en no'kkru sinni fyrr“ eins og blaðið kemst að orði. Síð- an er talað um að með þess- ari ráðstöfun séu verkalýðs- félögin að efna til ófriðar og annað í svipuðum tón. Það er sem sagt hin gamalkunna af- staða Morgunblaðsins og í- haldsins sem þarna kemur ó- menguð fram. Til verkalýðs- félaganna er talað í gamal- kunna fjandskapartóninum, þeim tóni sem íslenzkir verka- menn og launþegar þekkja bezt úr öllum afskiþtum í- haidsins og atvinnurekenda af kjaramálunum. fTVisöngurinn leynir sér ekki -* í áróðri íhaldsins. Hand- langaramir í verkalýðsfélög- ■unum fá enn að leika lýð- skrumshlutverkið og Morgun- blaðið er látið taka undir. En í sama tölublaðinu eru upp- sagnir verkalýðsfélaganna taldar stefna að „alvarlegum vinnudeilum“ og ófriði. Þessi kenning er flutt í aðalstjóm- málagrein blaðsins og er því væntanlega sú stefna sem for- ustumennirnir telja nú rétt að fylgja. Með þessu fá út- sendarar atvinnurekenda í verkaiýðsfélögunum sína ráðningu og orð þeirra og á- róðurstilburðir gerðir að ó- merku hjali. Betur gat íhald- haldið ekki sýnt það og sann- að hve bágt það á í raun og vera þegar það þarf að standa við orð sín og yfirlýs- ingar. Haraldúr Sigurðsson Tvað er rétt fyrir íhaldið að *■ gera sér það ljóst, að verkalýðsfélögin og meðlimir þeirra láta það í engu ráða afstöðu sinni óg stefnu, hvoúki í kjaramálunum né afstöðu sinni til' efnahagsmál- anna. Verkalýðshreyfingin er fjölmenn og sterk samtaka- heild vinnandí fólks í landinu sem ákveður stefnu sína og fyrirætlanir út frá heildar- hagsmunum meðlima sinna en ekki því sem íhaldinu kann að koma bezt hverju sinni. Hún hefur orðið að sækja mann- sæmandi lífskjör meðlimum sínum til handa í greipar á- halds og atvinnurekendavalds í krafti styrkleika síns, fram-^ sýni, fómfýsi og baráttu- þrdks. Um þetta ber sagan vitni. Ihaldsflokkur atvinnu- rekendastéttarinnar hefur jafnan sýnt kjarabaráttu al- þýðunnar og sókn hennar allri til betra lifs og meiri menningar fullkomna og til- litslausa andstöðu. Þaðan hef- ur aldrei verið að vænta stuðnings eða hollráða heldur fullkomins fjandskapar, hót- ana og ofsókna. Ivað var engin hugarfars- * breyting sem réði þvi, að íhaldið fór allt í einu að tala um kauphækkanir sem nauð- syn þegar mest reið á að skjóta traustum stoðum und- ir verðstöðvunarstefnuna. Það var rótgróin andúð íhaldsins á verkalýðshreyfingunni og óttinn við aukin áhrif hennar á stjóm þjóðarbúsins sem þama var að verki. Ihaldið vildi allt til vinna ef unnt yrði að eyðileggja þessi. áhrif verkalýðsins og skipa verð- bólgustefnunni aftur í öndvegi. Á henni höfðu skjólstæðingar bess grætt en alþýðan tapað. Þess vegna taldi íhaldið rétt og skylt að búa sig í kaup- hækkunarstakkinn, einkum að því er snerti þá hæstlaunuðu,. og freista þannig að brjóta á bak aftur verðstöðvunarstefn- Fyrstu ár Þjóðviljans risu upp á ný þegar ég heyrði að Haraldur Sigurðsson væri að verða fimmtugur. Ég veit að Haraldi er eins farið: Ef hann flettir Þjóðviljanum frá þeim árum, verður blaðið eins og persónuleg dagbók, svo mjög sveittumst við yfir hverju blaði. Og enginn skyldi furða sig á því, að blaðið er ekki vandaðra og betra en það var. Hitt er mér orðið þó nokkuð undrun- arefni, að þriggja manna rit- stjórnin við Þjóðviljann skyldi koma út daglega blaði, sem raunar varð smám saman jafn- áhrifamikið og Þjóðviljinn. En um þau ár og Þjóðviljamn ættum við Haraldur raunar báðir að skrifa einhvem tíma, þó ekki yrði það fyrr en við værum komnir á enn virðulegri aldur. Þegar Verkalýðsblaðið varð dagblað og Þjóðviljinn hófst, 31. október 1936, varð Haraldur Sigurðsson einn af þremur í ritstjórn hans, og var mikil- virkur og óþreytandi blaðamað- ur óslitið þar til um áramótin 1939—40, að fátæktin knúðj blaðið til að taka upp fyrri hætti og láta nægja þrjá mpnn í ritstjórninni, en blaðamönn- um hafði fjölgað að mun við stækkun þess og stofnun Sósí- alistaflokksins 1938. Vorið 1941 hvarf ritstjórn Þjóðviljans - sriögglega úr landi, í boði brezku herstjómarinnar. Var herstjórn Bretaveldis svó rausnarleg að hafa við orð að bjóða á sama hátt utan hverj- um þeim sem kynni að dirfast að vinna við samskonar blað. Fyrr eri varði var þó farið að gefa- út sams konar blað, Nýtt dagblað, er raunar var Þjóð- viljinn með nýju riafni. Aftur var Haraldur Sigurðsson þar fimmfugur kominn, einn af þremur í rib- stjóm hins nýja blaðs, og munu þeir féiagar Gunnar Benediktsson, Jón Bjamason og hann ekki hafa látíð hugs- unina um væntanlegt heimboð trafla starfsfrið sinn og jafn- vægi. En svo fór að þeim var ekki boðið utan og hinir brott- fluttu komu heim síðsumars og tóku við ritstjórn nýja blaðsins, en Haraldur sneri sér þá að öðram störfum. Blaðamennska * Haralds, bæði þessí skipti, var með þeim skemmtilega hætti eins og jafn- an vill verða í þriggja manna dagblaðsritstjóm, að hún verð- ur að spenna yfir allt það efni sem í blaðinu er. Hver sem er verður að vera þess albúinn að skrifa leiðara og hvers konar stjórnmálagreinar, innlendar fréttir og erlendar, viðtöl, bæj- arfréttir, þýða framhaldssögu, brjóta um, lesa prófarkir. Allt þetta og annað sem gera varð ætti blaðið að koma út, gerði una og áhrif verkalýðsins á stjóm landsins. Ihaldið vissi að siðar koma næg tækifæri til að heilsa upp á launa- stéttirnar með ráðstöfunum sem skjótlega hefðu gert bet- ur en að gera kauphækkanim- ar að engu, hefði tilræði þess borið tilætlaðan árangur. I Jerkalýðssamtökin * eins oe fvrr m munu nú eins og fyrr marka af- stöðu til efnahagsvandamál- anna og kjarabaráttunnar í samræmi við • hag og velferð hins vinnandi fólks. Áróðurs- tilburðir íhaldsins hafa þar engin áhrif. En það er fróð- legt fyrir það alþýðufólk, sem látið hefur blekkjast af á- róðri íhaldsins á undanförn- um árum, að horfa nú upp á tvísönginn og óheilindin sem einkenna málflutning þess. Aldrei hefur það verið aug- Ijósara en nú, að íhaldið hef- ur það eitt að leiðarljósi að fordæma hverja þá afstöðu sem þau samtök taíka sem vinnandi fölkið í landinu hef- ur byggt upp og gert að brjóstvÖrn sinni og vópni í hagsmunabaráttunni. Eðlið er sem sagt óbreytt frá þeim „góðu og gömlu dögum“ þeg- ar óhætt þótti að ganga beint framan að verkalýðssamtök- unum óg sýna þeim fullan f jandskap og fyrirlitningu. Haraldúr Sig'urðsson Haraldur við Þjóðviljann þessi ár, hvenær sem það kom í hans hlut. Við þetta var unnið bók- staflega allan vökutíma sólar- hringsins, ,og hann , var oft langur. Haraldi var létt um að skrifa og skrifaði mikið í blaðið þessi ár, langmest nafnlaust, en þar eru margar; ágætar blaðagreinar frá hans hendi, prýðilega skrif- aðar og harðskeyttar. Ég get ekki stillt mig um að minna á bráðskemmtilega grein um vinnuna við fyrsta tölublað Þjóðviljans sem Haraldur skrif- aði í 10 ára afmælisblaðið, 1946. Og Haraldur var ágætur samstarfsmaður og reynir þó mjög á þaún eiginleika í jafn fámennri ritst'jórn og erilsamri. Við þurftum að vísu nokkrar fyrstu vikumar til að venjast hvor öðrum og kynnast, en að þeim loknum tókst með okkur snurðulaust samstarf og bræðralag. Það samstarf og öll kýnni vildi ég þakka honum í dag með þessum fáu orðum, jafnframt því sem Þjóðviljinn þakkar honum störfin við blað- ið, unrrin á erfiðasta tímanum með dæmafárri trúmennsku og ósérhlífni, unnin málstað ís- lenzkrar alþýðu. S. G. ★ Ekki man ég lengur hin fyrstu kynni okkar Haraldar Sigurðssonar, — enda langt síðan. En ég þekkti hann fyrst hina björtu júlídaga 1941. Má- ski finnst einhverjum sem man þá daga enn það vera öfugmæli að tala um bjarta daga. Landið hafði verið hemumið í rúmt ár, — hernumið öðru sirini 7, júlí það sumar; íslenzkur verkalýður fjötraður, í þræla- , lög. Eðvarð Sigurðsson vistaður í tugthúsi föðurlandsins austur á Litlahrauni, pólitískir blóð- bandamenn íhalds og hægri krata ríkjandi yfir Dagsbrún. f stuttu máli: réttir menn yfir Dagsbrún, réttir menn yfir Ai- þýðusambandinu, Þjóðviljinn bannaður, ritstjórar hans og blaðamenn í brezku herfangelsi. En júdasamir sem leitað höfðu. á náðir erlends stórveldis til þess að ryðja löndum sínum úr vegi hreyktu sér í öryggisvímu stundarinnar —, þeir höfðu hliðstætt við Chamberlain tryggt sér „frið á fslandi“ um sína daga. Her brezka heims- veldisins á götunum sem lifandi tryggingarskírteini kapitalist- anna fyrir því að á þessu skyldi engiri breyting verða. Mín elskaða, hvað viltu meir! En þessír góðu herrar höfðu gleymt eiriu í dæminu: hinni róttæku alþýðu og verkalýð Reykjavíkur í þrælafjötrunum, og flokki hans, Sósialista- flokknum. Hann var óbrotinn Og ákvað að blað vinnandi fólks skyldi koma út, þrátt fyr- . ir bann brezka hersins. En til vora þeir menn sem töldú Slikt glæfrafyrirtæki, þar serri' við lægi hernárn og trigthús: En það var einri maður sem gekk óskelfdur að útgáfu Nýs dag- blaðs. Sá maður var Haraldur Sigurðsson. Vafalaust kann hann að hræðast. En ég skal ó- sagt látið að margir hafi litið jafn innilega smáum augíim á öll heimsins valdboð, alla heimsins offísera og stríðs- menn, alla íslands kapítalista og júdasa og Haraldur Sigurðs- son gerði þá. Fyrst þá daga lærði ég að þekkja það sem býr með Haraldi Sigurðssyni. Og kynni okkar Haraldar héldu áfram. Af þeim er löng saga, sem ekki verður rakin hér, —: af samverustundum í byggð og óbýggð, í blíðu og byljum, á fjöllum, hraunum, jöklum — og jafnvel líka sjá! Samverustund- um yfir bókum, við „fisk“, snark logans í kofaeldstæði eða prímushvin í tjaldi, rabb um bækur, menn og málefni, og raunar alla innréttinguna á ,,hrosshófs-bölvunar-heiminum.“ En það er okkar saga — sem öðrum kemur ekki við. Og ævi- skrá Haraldar Sigurðssonar við vegavinnu, ritstörf, þýðingar, blaðamennsku, útgáfur, fræði- mennsku og bókavörzlu skrifa ég ekki i dag. Hitt. skal sagt að hógværari góðvild og traustari drengskap og vináttu hef ég ekki mætt annarsstaðar. + ★ ★ Eg veit það gamli vinur, að þú kannt mér litlar þakkir í dag fyrir afmælisskrif, og það hefur það. En má ég í tilefni dagsins þakka vináttu þína og liðnar stundir. Lifðu heilk Meg- ir þú njóta gnægðar góðra bóka og margra langra, • bjartra og blárra sumardaga. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.