Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 12
östin á s.l. ári: 19971 smálest af Kjarnaáburði Á aöalfundi Áburðarverksmiðjunnar h.f. sem haldinn var í Gufunesi s.l. þriðjudag var skýrt frá því, að afköst v'erksmiðjunnar á s.l. ári hefðu orðið 19971 smálest af Kjarnaáburði, en það er 1263 lestum minna en árið 1956. Á þrem áruvi og níu mánuöum nemur gjaldeyrisöflun éöa sparnaöur verksmiðjunnar samtáls 122 millj. króna. Á aðalfundinum flutti stjórn-því að samkvæmt útreikningum framkvæmdastjórans hefði fyr- irtækið sparað þjóðarbúinu um 37,5 milljónir króna a árinu, miðað við að köf nunarefnis- áburður hefði verið fluttur inn frá Evrópu. Frá upphafi rekst- urs verksmiðjunnar hefði fyr- irtækið nú, eftir 3 ára og 9 mánaða vinnslu sparað og aflað gjaldeyris alls um 122 milljón- ir króna. arformaður verksmiðjunnar, Vilhjáimur Þór, ýtarlega skýrslu stjórnarinnar um rekst- ur og afkomu fyrirtækisins á árinu. Minni afköát vegna skorts á raforku Gat hann þess fyrst að af- köst verksmiðjunnar á árinu 1957 hefðu orðið 19971 smá- lestir Kiarnaáburðar eins og fyrr segir en það væri 1263 smálestum minna en afköst næsta árs á undan og að minnk uð afköst stöfuðu af skorti á raforku. Þrátt fyrir minnkuð afköst hefði rekstrinum þó farnazt svo vel á árinu að rekstursútkoman væri aðeins 600.000 krónum lakari en árs- ins þar á undan. Að útkoman varð ekki lakari þakkaði hann einkum því að niður hefðu ver- ið felldir nokkrir tollar af rekstursvörum verksmiðjunnar til samræmis við innfluttan áburð, svo og árvekni og alúð í starfi þeirra er við verksmiðj- una vinna. Flutti hann þakkir etjórnarinnar til allra starfs- manna og starfshópa verk- smiðjunnar fyrir þátt þeirra í rakstufrsárangri ársins. Þá gat formaður j:ess að' vérksniiðjan hefði fengið sem næst 10%- meiri orku á árinu enútlitvar fyrir í upphafi ársins og þakk- aði hann stjórnendum Sog3- virkjunarinnar fyrir að svo vel tókst til. Tekjuafgangur 1,8 milij. kr. Niðurstöður rekstursreikn- ings sýna að begar eignir fvr- irtækisins höfðu verið afskrif- aðar svo sem lösr standa til, um rúmar 9,2 milljónir króna, nam tekjuafgangur tæpum 1,8 milljón krónum. Tekjuafgangi þessum var varið þannig að kr. 1.065.000—- voru lagðar í varasióð samkvæmt lögum, en kr. 728.000.— var varið til mð- urgreiðslu á reksturshalla frá árinu 1955. 122 milli. kr. gjaldeyris- sparnaður Þá skýrði Vilhjálmur Þór frá Hugsa þarf fyrir stækkun Verksmiðjan horfist nú í augu við mjög erfið rekstursskil- yrði, sökum stöðugt minnkandi raforku og mun framleitt á- burðarmagn fara minnkandi Framhald á 11. síðu Roforkuráð Á fundi sameinaðs þings nýl. voru kosnir fimm menn í raf- orkuráð til fjögurra ára, frá 1. jan. 1958 til 31. des. 1961. Kosn- ir voru án atkvæðagreiðslu: Ein- ar Olgeirsson, Daníel Ágústínus- son, Axel Kristjánsson, Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson. ÍRðOVUNN Sunnudagur 4. mai 1958 — 23. árgangur — 100. tölublað Slnfóníuhliómsveifin hyggst endurtaka Carmen í haust Vonir standa til að hægt verði að flytja hana þá með sömu söngvurum Undanfarið’ hefur Sinfóníuhljómsveit íslands flutt óperuna Carmen 6 sinnum fyrir yfirfullu húsi í Austur- bæjarbíói og hafa þó færri komizt að en vildu að hlýða þessari vinsælu óperu I viðtali við fréttamenn í fyrradag sagði Jón Þórarinsson að flutningur Carmeu væri mesta viðfangsefni, sem Sinfóníuhljóm- sveitin hefði tekið sér fyrir hendur. Flutningur óperunnar hefði tekizt mjög vel og aðsókn verið svo mikil, að hundruð manna hefðu orðið frá að hverfa. Jón sagði, að hljómsveitin Einsöngvarar í óperunni Carmen ásamt hljómsveitarstjóranum: Frá vinstri: Stefán Islandi, Gloria Eane, Wilhelm Brukner-Riiggerberg, Kristinn Hallsson, Þuríður Pálsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Árni Jónsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Guðmunda EUasdóttir og Guðmundur Jónsson. (Ljósm. Vigf. Sigurgeirsson). Bergsteinn Guðjónsson braut lög verkálýðshreyfingarinnar Nora Brockstedt syngur í kvöid f kvöld kl. 11.15 hefjast fyrri hljómleikar Noru Brockstedt og syngur hún ö'.l nýjustu jazz og dægurlögin með aðstoð Alfreds Jensens, sem er mjög vinsæll píanóleikarj í heimalandi sínu. Auk þeirra kemur fram korn- ungur „rokk“-söngvari, Harald Haraldsson að nafni. Ennfremur mun hljómsveit Gunnars Orms- levs leika og Haukur Morthens syngja. Ekki er að efa að fólk sæki skemmtun þessa, því Nora Brockstedt á sér fjölda aðdá- enda hér á landi. Þegar eining tekst innan verklýðssamtakanna um sam- eiginlegan baráttudag 1. maí er það ófrávíkjanleg regla að samið er vopnahlé innan verk- lýðshreyfingarinnar þann dag, og þeir menn sem koma fram iaf hálfu alþýðusamtakanna vega ekki hverir gegn öðrum í ræðum sínum heldur leggi á- herzlu á það sem tengir verka- lýðshreyfinguna saman. f ræðu sinni 1. maí sveik Bergsteinn Guðjónsson á ódrengilegasta hátt þessi lög verklýðshreyf- ingarinnar — þvert ofan í há- tíðlegar yfirlýsingar sínar. Ekki aðeins flutti hann þar ómeng- aðan áróður atvinnurekenda- flokksins, hcldur réðst liann á lúalegasta liátt á félaga sína innan. verklýðshreyfingarinnar. seinastur ræðuinanna, vó aftau að þeim. Hann sagði um Al- þýðubandalagsmenn og Álþýðu- flokksmenn í verklýðshreyfing- unni að ríkisstjórnin hefði „fengið nokkra menn innan verkalýðshreyfingarinnar til þess að ganga sér á hönd og láta þá afneita köllun sinni og skyldum við verkalýðinn og reynt að fá þessa menn Jil þess að telja fólkinu trú um að allar óskir eða kröfur um auknar kjarabætur væru árás á þjóðfélagið og jafnvel land- ráð.“ Þessi ódrengilega framkoma Bergsteins Guðjónssonar sýnir bezt að hann lítur ekki á sig sem fulltrúa verklýðshreyfing- arinnar heldur sem agent at- vinnurekendaflokksins innan alþýðusamtakanna. Sumir halda því fram að Bergsteinn hafi ekki brotið lög verklýðshreyf- ingarinnar af eigin hvötum heldur samkvæmt fyrirmælum yfirboðara sinna, en ekki vex hlutur hans við þá skýringu. En þessi atburður sýnir að það má ekki líta á Bergstein Guð- jónsson og félaga hans sem hluta af verkalýðshreyfingunni, sem hóp er haldi fram ákveðn- um skoðunum af einlægni og heilindum, heldur sem hreina stéttarandstæðinga sem aldrei munu halda lög verklýðssam- takanna í heiðri ef þeir fá fyr- irmæli um annað. Farið að grænka Fljótsdalshéraði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Hér er farið að grænka tölu- vert á blettum, en sumardag- urinn fyrsti heilsaði þó hvítur af snjó, en sá snjór hjaðnaði fljótt. Is er farinn af Lagar- fljóti, en frost er enn i jörðu. hefði verið miög heppin í vali hinna erlendu starfskrafta. Þýzki hljómsveitarstjórinn, Wilhelm Brúchner-Riiggeberg, hefði unii- ið afarmikið og gott starf, og bandaríska söngkonan, Gloria Lane, hefði vakið mikla hrifn- ingu með glæsi’egum söng sínum í hlutverki Carmen, enda væri hún einhver bezta Carmen-söng- kona, sem nú væri uppi. Þessl tvö hefðu ásamt Stefáni íslandi borið hita og þunga dagsins. Aðrir einsöngvarar í óperunni voru Guðmunda Elíasdóttir, Þur- íður Pálsdóttir, Ingibjörg Stein- grímsdóttir, Guðmundur Jóns- son, Kristinn Hallsson, Jón Sig- urbjörnsson og Árni Jónsson. Skiluðu þau öll hlutverkum sín- um með sóma. Sökum þess hve margir urðu frá að hverfa, er vildu hlýða á flutning óperunnar nú í vor, er í ráði að taka aftur upp sýningar á henni í september í haust og með sömu söngvurum og hijóm- sveitarstjóra. Hafa þau öll tekið vel undir þá málaleitun, en þar sem sum þeirra eru ekki að öilu leyti eigin húsbændur heíur enn ekki verið hægt að ganga frá endanlegum samningum. MIR Kvikmyndasýning í MÍR-salnum í dag í Þingholtsstræti 27. Kl. 2 e. h. kvikmyndasýning fyr- ir böm: Tígratemjarinn, gullfal- leg sirkusmynd. Kl. 4. Sýning fyrir unga sem gamla, sýnd verður myndin KÖLLUN afburðafögur mynd, sem hrærir beztu tilfirmingar í brjósti hvers heiðarlegs manns. — Að lokum fréttamynd. Frakkar segjast hafa fellt ura 500 Serki í harðri orustu Ein harðasta orusta sem háð hefur veiiö í Alsír síðan styrjöldin hófst þar fyrir rúmum þrem árum hefur staö- ið síöustu daga skammt frá landamærum Túnis. Frakkar segja að manntjón Serkja i þessari orustu hafi ver- ið um 500 menn, fallnir og særð- ir. Auk þess segja þeir að um 200 þeirra hafi verið hraktir á flótta og hafi þeir lagt leið sína j'fir fjöll í átt til Túnis. Parísarútvarpið sagði einnig að mannfall Frakka í þessari orustu hafi- verið meira an nokkru sinni áður. 38 . þeirra féllu, en 33 særðust, að sögn frönsku herstjórnarinnar. Bardagar hafa farið harðnandi í Alsír síðustu vikuna og. hefur vart liðið svo dagur að ekki hafi mönnum sínum í flugslýsi við frétzt um að 100—200 Serkir Múnchen. hafi verið felldir í viðureignum, aðallega í héruðum nálægt landamærum Túnis. Bolton sigraði Manchester U. í gær fór fram úrslitaleikur- inn í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. Áttust við Bolton Wanderers og Manchester Unit- ed og sigraði fyrrnefnda liðið með 2 mörkum gegn engu. Manchester U. missti fyrir nokkrum vikum 8 af beztii leift-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.