Þjóðviljinn - 08.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 8. mai 1958 PJÓÐVIUINH] ÚtRefandl: Bamelnlngarflolckur alÞÝBu — Sóslallstaflokkurlnn. — Bitstjdrar Maanús KJartansson. SiEurSur QuSmundsson (aD.). — Préttarltstjórl: Jón BJarnason. - BlaSamenn: Ásmundur Sigurjónsson. OuSmundur Vigfússon. fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Slgurjón Jóhannssou- - Auglýs- lngastjóri: OuSgeir Magnússon. — Ritstjóm. afgreiSsla. auglýsingar, prent- smlSJa: Skólavörðustig 19. — Sfml: 17-500 (5 linurl. - ÁskrlftarverS kr. 25 á nán. 1 ReykJavlk og nágrennl; kr. 22 annarsst - LausasöluverS kr. 1.50 P-entsmlSJa ÞJóSvJUana. a---------- ------------- J t 4 seinni árum hafa fá vanda- ~ mál knúið jafn fast að dyr- um almennings og spumingin um heilnæmt og viðráðanlegt húsnæði. Þetta hefur verið við- fangsefni ótrúlega margra og þá ekki sízt manna úr alþýðu- stétt og unga fólksins sem er að stofna heimili í fyrsta sinn. Hvernig get ég látið þann ,draurn rætast að búa mér og fjölskyldu minni vistlegt heim- i)i með viðráðanlegu verði, verði sem ekki er ofviða tekj- um og efnahag? Vissulega hef- ur þessi spurning verið mörg- um manninum áleitin. Og svör- in hafa verið á marga lund. Menn hafa leitað ýmissa ráða og sannarlega hefur mörgum tekizt að leysa vandann. Mik- ið hefur verið byggt og sem betur fer hefur húsnæðiskost- ur alls þorra almennings tekið miklum framförum frá því sem óðúr var. IT’igi að síður er það stað- reynd, að enn þjakar hús- næðisskortur fjölda fólks og húsnæðiskostnaðurinn er eitt erfiðasta viðfangsefni þess al- þýðufólks sem býr þó við mannsæmandi húsnæði. Enn eru ryðgaðir og úr sér gengnir herskálar frá stríðsárunum bú- staðir reykvísks alþýðufólks, uppeldisstaðir hundraða barna og athvarf fjölmargra gamal- menna. Enn verða bamafjöl- skyldur að hýrast í saggafull- um kjöllurum, þægindalausum og í gisnum háaloftsíbúðum, sem brjóta í bág við iágmarks- kröfur heilbrigðissamþykktar um íbúðarhúsnæði. Enn er það mesta vandamál ungs fólks hvernig það geti með viðráðan- iegum hætti tryggt sér sóma- samlega íbúð, og hlutskipti -allt of margra ‘verður að þrengja sér inn á ættingja og vini þeg- ar önnur ráð þrjóta. Þannig er ástandið ýkjulaust um það tal- að, þrátt fyrir allar nýbygg- ingarnar sem risið hafa á sið- ustu árum og er þó vissulega ekki lítið gert úr því átaki sem unnið hefur verið af einstak- Jingum og félagasamtökum í byggingamálum. ÍTitt er svo annað mál og vissulega allrar athygli vert, hvort ekki hefði verið unnt að ná betri árangri með breyttum og hagkvæmari vinnubrögðum í byggingar- starfsemi. Þjóðin hefur varið óhemju fé til byggingarstarf- semi á undanfömum árum og risið hafa upp margar glæstar hallir hér í höfuðstáðnum og sjálfsagt víðar um land. Ekki fer það framhjá neinum að gífurleg sóun hefur átt sér stað á efni og vinnukrafti sem betur befði mátt nýta á annan hátt og skila hefði mátt betri árangri. Margar lúxusíbúðit auðkýfinga og efnamanna hér í höfuðstaðnum bera þessari staðreynd vitni og eru raunar óafsakanleg storkun við þann fjölda alþýðufólks sem enn er ofurseldur húsnæðisskorti og húsnæðisokri. íburðurinn og prjálið er svo takmarkalaust að það þarf sérstaka tegund af smekkvísi og siðgæði til þess að sækja eftir slíku á sama tíma og fjöldi fólks verð- ur að hýrast í ófullnægjandi og heilsuspillandi íbúðum. TT’n þótt verstu öfgunum og yf- irborðsmennskunni sé sleppt er það eigi að síður staðresmd að byggingarkostnaðurinn hér fer fram úr öllu hófi og hefur það í för með sér að stórum hópi manna er fyrirmunað að komast í mannsæmandi hús- næði. Víst er verðlag hátt hér- lendis og kaupgjald sömuleið- is samanborið við nágranna- löndin, en það er ekki einhlít skýring. Það sem á skortir er skynsamleg vinnubrögð og skipulag á byggingarstarfsem- ina og að raunhæfar tilraunir séu gerðar til að lækka kostn- aðinn við byggingarnar. í þess- um efnum stendur allt óbreytt hér heima meðan aðrar þjóðir leita nýrra úrræða til að reisa hagkvæmar og heilsusamlegar nútímaíbúðir fyrir verð sem ekki ofbýður gjaldgetu almenn- ings. Fjöldaframleiðsla á bygg- ingahlutum er hér óþekkt nema af afspum á sama tíma og aðr- ar þjóðir taka slíkar aðferðir í vaxandi mæli í sína þjónustu við lausn vandamálsins með eftirtektarverðum árangri. fleiðingin af því skipulags- leysi og þeirri sóun sern* raunverulega á sér stað í bygg- ingarstarfseminni er sú að hér verður vart reist sómasamleg meðalíbúð fyrir minna verð en 250—300 þúsund krónur. Þótt aðeins sé reiknað með húsa- leigu sem nemur vöxtum og sköttum af íbúðinni verður ár- leg greiðsla notandans ekki undir 25—30 þúsund krónum á ári eða meira en helmingur af árstekjum verkamanns. Og þrátt fyrir þetta verðlag er til þess ætlazt að allur þorri al- mennings eigi ekki kost á íbúð- arhúsnæði nema með því að kaupa eða byggja. Það er allt að því bannorð að minnast á byggingu leiguíbúða fyrir al- menning og þá einnig fyrir ungt fólk sem stofnar heimili af litlum efnum. Jafnvel sjálft bæjarfélagið setur stolt sitt í að selja hverja íbúð, sem því er þrengt til að byggja þrátt fyrir tregðu og óvilja stjórn- endanria. • essi afstaða og skipulags- leysi í byggingarstarfsem- inni getur ekki leitt til æski- „Þetta er ekki lengur nein íklutun, þetta er árás” Indónesiustjórn hótar aS kœra HSsinni Bandarík’iamanna v/ð uppreisnarmenn Uppreisnin £ Indónesíu, sem hófst um miðjan íebrúar, er í þann veginn að fjará, út við lítinn orðstír. Þegar Su- kamo forseti hafði að engu kröfu uppreisnarmanna um að víkja ríkisstjóminni frá, sagði Sjafruddin Prawiranegara, fyrrverandi ríkisbankastjóri og forsætisráðherra uppreisnar- stjómarinnar, að innan sex vikna myndi Sukamo verða feginn að biðja uppreisnar- menn vægðar. Á þeim ellefu vikum, sem síðan eru liðnar, hefur her LndónesíuStjórnar náð öllu miðbiki eyjarinnar Súmötru úr höndum uppreisn- armanna, að mestu án vopna- viðskipta, og í fyrradag tók stjórnarherinn fjallaborgina Bukittinggi, höfuðborg upp- reisnarmanna. Sjafruddin og samráðherrar hans eru í fel- um einhversstaðar í fjöllunum með leifar af her sínum. Félagi þeirra, Somba ofursti, sem enn ræður yfir norðurodda eyjar- innar Celebes, boðar að nú skuli stjórnarherinn mæta skæruhemaði á Súmötru, en verði framgajnga uppreisnar- manna svipuð og til þessa hafa stjórnarsinnar lítið að óttast. Erlendir fréttamenn í Indónes- íu segja, að átökin þar hafi einkennt góð skipulagning og baráttukjarkur hjá stjómar- hernum en ráðleysi og fát af hálfu uppreisnarmanna. Frá upphafi hafa allar fyrirætlanir uppreisnarmanna farið í handaskolum. Þeir höfðu von- azt eftir stuðningi Barlians of- ursta, setuliðsstjóra á syðsta hluta Súmötru, og þar með al- gerum yfirráðum yfir auðug- ustu eyju Indónesíu. Enginn dregur í efa að ofurstinn hafi í hjarta sínu verið hliðhollur uppreisnarstjórninni, en hann legrar niðurstöðu eða leyst vandann. Sannleikurinn er sá, að hefðu byggingarmálin verið tekin skipulegum og raunhæf- um tökum á undanförnum ár- um í stað þess að láta skamm- sýnina, braskið og prjálið ráða stefnunni væri nú búið að ráða bót á húsnæðisvandræð- unum. Gjaldeyririnn og vinnu- aflið sem gengið hefur til í- búðabygglnga hefði nægt til að leysa vandann ef skynsam- legum vinnubrögðum, skipu- lagningu og leit að hagkvæm- ari aðferðum hefði verið beitt í stað skammsýninnar, gróða- hyggjunnar og tildursins. En þjóðin hefur enn tækifæri til að snúa við og taka byggniga- máln nýjum og raunhæfum tökum í því skyni að knýja niður húsnæðiskostnaðinn. Og því fækifæri má ekki sleppa eigi ekki enn að torvelda lausnina á einu mesta hags- munamáli og vandamáli al- mennings, sem um leið er snar þáttur baráttunnar við dýrtíð- ina og erfiðleika efnahagsmál- anna. vissi að mikill hluti fólks á yf- irráðasvæði hans er á bandi ríkisstjórnarinnar og lét því við það sitja að hvétja báða aðila til að sættast. Sömuleiðis brást uppreisnarmönnum stuðningur- inn, sem þeir höfðu vænzt í höfuðborginni Jakarta. Þeir lýstu yfir þegar þeir stofnuðu stjórn sína, að Hátta fyrrver- Erlend tíðindi -------i____i—u—.—/ andi varaforseti og tíu stjóm- málaflokkar múhameðstrúar- manna, væru á þeirra bandi. Hatta, sá áhrifamesti af íhalds- sömum stjórnmálamönnum í Indónesíu, hélt að sér höndum, Mansjur, foringi stærsta stjórn- málaflokks múhameðstrúar- manna, Nahdlatul-!Ulama, lýsti yfir að uppreisnarmenn hefðu gerzt sekir um landráð og stjórn Masjumiflokksins, næst- stærsta flokks múhameðstrúar- manna, kvaðst álíta bæði rík- isstjórnina og uppreisnarstjórn- ina ólöglegar. T iðsforingjarnir sem fyrir uppreisninni stóðu höfðu f jolmennt lið tmdir sinni stjórn og áttu aðgang að vel birgum vopnabúrum. Þeim kom þó ekki mannaflinn að haldi, því að herinn kærði sig ekkí um að berjast. < Hersveitirnar. leyst- ust upp eða gengu í lið með. stjómarhemum jafnskjótt og hillti undir .vopnaviðskipti. For- ingjar þessa óbaráttufúsa hers virðast snemma ; hafa gert sér ljóst, að sigurhorfur þeirra byggðust á stuðningi utanað- komandi afla. í : upphafi sóknar stjómarhersins < á Súmötru komst hann yfir vopnabirgðir, sem varpað. var úr flugvélum nálægt flugstöðinni Pakan- baru, Vopnin reyndust vera bandarísk og flugvélarnar einn- ig bandarískar, komnar frá Taivan, Hlutleysisstefna Indó- nesíu hefur lengi verið Banda- ríkjastjórn þyrnir, í auga og því var ekki nema von að vopnasendingar þessar til upp- reisnarmanna vektu grunsemd- ir um að Bandaríkin væru að hlutast til um innanlandsátökin í Indónesíu. Eisenhower forseti flýtti sér að sverja fyrir allt slíkt og Indónesíustjórn lét það gott heita. T Tm svipað leyti kom í ljós að uppreisnarmennirnir eiga fleiri velunnara í Asíu en Sjang Kaisék, sem að vísu hef-; ur ekki fjölyrt. um dálæti. sittú; þeim en sýnt það þeim mun skýrar í verki. Syngman Rhee,- forseti Kóreu, var hinsvegar ör-! látur á orðin. Hann sagði er- lendum f réttamönnum^. að. „hinn frjálsi heimuri1, > meðr : Framhald á lO. síðu. Snkendro ofursti, yfirmaður leyniþjónustu indónesiska hers- ins, sýnir fréttamönnum bandaríska skotfæraböggla, sem varpað var niður úr flugvélum yfír flugstöðina Pakanbaru nóttina sem stjómarherinn náði henni af uppreisnarmönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.