Þjóðviljinn - 08.05.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.05.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 8. mal 1958 Réttlátur friður og Framhald af 7. síðu. greiða um það atkvæði, hvort þær vildu fremur vera kyrr- ar eða flytja heim til Frakk- iands, þá kynni svo að fara, að atkvæðin féllu Serkjum í vil. Það getur ekki verið sæld- arbrauð að sitja þar í öryggis- ■ leysi,- — Og enda þótt undan sviði flutningunum. Yfirsýn vökullar samvitundar lætur það ekki ráða úrslitum, hvort sú þjóð, sem krefst þess að fá yfirtökin í eigin landi, eigi mikið eða lítið af ytri táknum menningar. Það er þá fyrst, þegar hugur og hönd undirok- aðra þjóða losna við innri og ytri fjötra og vopnavald, að ýaxtarmerki sannrar menning- ár verða augljós. Þetta ættum við Ísíendingar að skiija og þakka öðrum þjóð- um fremur, ekki sízt við kon- urnar, sem stöndum undir merki frú Bríetar Bjarnhéðins- dóttur — minnast undangeng- innar niðurlægingar forfeðra og formæðra og óttast það öilu öðru fremur, að setja svartan blett á sjálfstæðisbaráttu eig- in þjóðar, með því að halda í hönd stórþjóðar sem svífs þess ekki, að fara með ófriði og of- beldi á hendur smáþjóðum, sem sækja fram til freisis og sjálf- stæðis. Við hljótum að hafa mikla samúð með því fólki, sem heyr harða baráttu við sér voidugri aðila. Sú smáþjóð sem ekki rétti því fólki hlýja hönd samúðar og skilnings, mundi fyrr en varir gjalda þess grimmilega, samkvæmt því lög- máli, sem felst í þessum ritn- ingarorðum: „Með sama mæii sem þér mælið öðrum, mun yður aftur mælt verða“ En ef við leggjum þeirra iíf að jöfnu við okkar líf i samúð og skiln- ingi, þá verður greipt í okkar hreina merki sú perla, sem feg- urst hefur mótazt í þjóðarsál- inni allt til þessa dags. Við megum. ekki draga taum eins stórveldis, öðru fremur, í álökum þess við smáþjóðir. Við þurfum engan mann um það að spyrja, við vitum að Frakk- ar eru með meira en lítið ó- hreint í viðskiptum sínum við Aisír og Túnisbúa, þess vegna hafa þeir ekki viljað lofa Sam- einuðu þjóðunum að vera í verki með sér í Alsír — ekki viijað lofa þeim að senda sína fulltrúa þangað, og kynna sér til hlýtar hvað það er, sem Serkir geta ekki unað við. — Heldur hafa þeir viljað svíkja málstað Sameinuðu þjóðanna, farsæld nú síðast 8. febr. í vetur, með loftárásinni á Sakiet-Sidi. Öll hin margþættu vandamál, sem skapast, þar sem erlent þjóðarbrot hefur tekið bólfestu og tekið völd í sinar hendur, ætti að verða okkur íslending- um aukin hvatning þess, að láta ekki erlendan her rótfest- ast í ættlandinu meir en orð- ið er, — krefjast þess, að nú verði staðið við þá heitstreng-< ingu, sem gefin var 1949, að erlendur her skyldi ekki verða hér á friðartímum. — Eg vona, að í hjarta sínu séu allir lands- menn sammáia um, að það loforð eigi nú að endurheimta, horfandi í augu við það, að eldflaugastöðvar eru óumflýj- anlegar, ef landsmenn afneita ekki hernaðarsambandi öllu við erlend ríki Ef einhver kona tylur sér, trú, um, að hún vilji her í landi hér, er ég sannfærð um að það er blekking. Við viljum eiga okkar land án íhlutunar er- lends stórveldis, og óttumst ekki árás af hendi vinveittra þjóða Alsír og Túnisbúa. —Og ekki trúi óg öðru, en að þið konur hafið tárazt með mér yf- ir aðförum . Frakka í Sakiet- Sidi. — Ekki spurðum við kon- ur um það, þegar við vorum að safna fé og fatagjöfum til bág- staddra á stríðsárunum, hverr- ar þjóðar konur og börn ættu að njóta þeirra. Finnum við ekki til, enn þann dag í dag, með öllum mannanna börnum, sem líða. Það er heilög skylda okkar mæðra, að halda vernd- arhendi yfir öllum bömum á öllum aldri. Bregðumst ekki þeirri heilögu skyldu við lífið. Fylgjum henni fast fram, með því að fela fulltrúa okkar á þingi Alþjóða kvenréttindafé- lagsins í sumar, að hlutast til um, að öll kvenréttindafélög innan alþjóðasamtakanna skori á Eisenhower forseta og þjóð- þing Bandaríkjanna og Bret- lands, að stöðva nú þegar allar tilraunir með kjarnorku- og vetnisvopn Horfum fram en ekki aftur. Viðurkennum að það geti orðið enn ömurlegri örlög en gereyðing mannkyni til handa, að lifa vjð eymd og örkuml af völdum geislaverk- ana kjamorku- og vetnis- sprengja. Hver veit nema slík áskor- un, í kærleika fram borin af okkur konum, magni í svo rík- um mæli áður fram borna til- lögu vísindamanna hvaðanæva af hnettinum, að Eisenhower- forseti og þjóðþing stórveld- anna fái ekki lengur á móti staðið. Friður og farsæld á jörðu hér byggist á því, að öll félaga- samtök sái góðu fræi í þann akur, sem þegar hefur verið plægður, og allir menn í%m- kvæmi það góða, sem þeir vjlja gera, og komi í veg fyrir það, í eins ríkum mæli og unnt er, að syndir feðranna komi niður á börnum þeirra og ættingj- um. Guðrún Pálsdóttir. >---------------------------- 1500 hafa tekið heimilistryggmgu Framhald af 3. síðu. baráttu sína gegn eldsvoða og öðrum slysum, og hafa ráðið sérstakan mann til eftirlits með eldvörnum. Gefið var út rit um öryggis- og tryggingamál, veitt heiðúfsverðlaúh'' fyrif'' að • fyrir- byggja eldsvöða og fleira gert á sviði slysavama. Hið mikla og vaxandi tjón, sem orðið hefur hér á landi síð- ustu ár, ekki sízt af völdum bruna, hefur þegar leitt til hækkunar á endurtryggingaið- gjöldum erlendis, og er óhjá- kvæmilegt að aukið tjón leiði til hækk^ndi iðgjalda fyrir alla. Er því nauðsynlegt fyrir þjóðina að gefa þessum málum gaum og draga svo úr tjóni á eignum landsmanna sem framast er unnt. Þá fór aðalfundur Liftrygg- ingafélagsins Andvöku einnig fram s.l, mánudag. Á liðnu ári voru gefin út 444 líftrygginga- skírteini á samtals 8,6 milljónir króna og eru þá í gildi hjá And- vöku 8.545 líftryggingar að upp- hæð 91,9 milljónir kr. Dánartala hjá Andvöku héfur verið svo lág, að vonir eru til lækkunar á end- urtryggingariðgjöldum. Kemur það aftur hinum tryggðu til góða, þar sem slíkt bætist að lokum sem bónus við iíftrygg- inguna_ og Kún verður hærri við útborgun en til var stofnað. Bæði á aðalfundunum og í kvöldverðarboði að þeim lokn- um var þess minnzt, að Jón Ólafsson framkvæmdastjóri læt- ur á þessu ári af stÖrfum eftir langan og farsælan starfsferil við tryggingastörf, Þökkuðu fundar- menn honurn trausta og ágæta forustu tryggingarmála, en hann hefur veitt Andvöku forstöðu frá byrjun hér á landi' og auk þess stjórnað Samvinnutryggingum um árabil. Hafa bæði féiögin vaxið mjög undir hans stjórn, orðið fjárhagslega traust og far- sæl. ERLEND Framhald af 6. síðu. Bandaríkin í broddi fylkingar ætti að gera hvað sem gera þyrfti til að tryggja uppreisn- armönnum sigur í Indónesíu. „Hvernig er hægt að sigra kommúnismann, ef þeir eru ekki studdir sem sýna að þeir þora að berjast gegn honum?“ spurði Rhee. Sjálfur kvaðst hann reiðubúinn að senda allan her S-Kóreu til liðs við upp- reisnarmennina í Indónesíu. Enginn tók mark á Rhee, en ummæli sem fornvinur hans John Foster Dulles viðhafði um svipað leyti vöktu gremju í Indónesíu. Dulles sagði frétta- mönnum, þegar kvittur kom upp um að Indónesiustjórn væri að kaupa vopn í Tékkó- slóvakíu, Póllandi og Júgó- slavíu, að Bandaríkjastjórn harmaði það ef kommúnistísk vopn yrðu notuð gegn and- kommúnistiskum öflum í Indó- nesiu. Subandrio, utanríkisráð- herra Indónesíu, krafði banda- ríska sendihen-ann í Jakarta skýringar á þessum ummælum Dullesar og benti honum á að Indónesíustjórn hefði beðið í tvö ár eftir svari Bandaríkja- stjórnar við vopnapöntun. ’JT’ftir ósigur uppreisnarmanna á Súmötru hafa átökin í Indónesíu fengið á sig nýjan svip. Birzt hafa yfir eyríkinu mikla sprengjuflugvélar, smíð- aðar í Bandaríkjunum en án allra einkenna, sem gert hafa loftárásir á hafnar- og oliu- borgir og sökkt þar að minnsta kosti tveim útlendum skipum, öðru í eigu brezks olíufélags. Subandrio utanríkisráðherra segir stjórn sína hafa sannan- ir fyrir því að flugvélarnar séu frá Taivan og þeim fljúgi Bandaríkjamenn og menn úr flugher Sjang Kaiséks. Innrás uppreisnarmanna frá norður- hluta Celebes á smáeyjuna Halmahera, þar Sem er mikil flugstöð frá stríðsárunum, þyk- ir benda til að hinar erlendu hjálparsveitir ætli að koma sér þar upp aðalbækistöð. Indónes- íustjórn hefur krafizt þess að Bandaríkjastjóm taki fyrir á- rásir bandarískra manna á staði í Indónesíu, en Eisenhow- er segist ekkert geta gert í því Verð fjarverandi til 31. júlí. — Staðgengill minn er Gunnar Benjamínsson, Viðtalstími 4—5. Jónas Sveinssæn, læknir. TlÐINDt 1 máli, séu bandarískir flugmenn að verki séu það ævintýra- menn, sem ríkisstjórnin hafi ekkert vald yfir. Þeir sem muna hlutverk bandarískra „ævintýramanna" í Guatemala og víðar segja, að reynandi væri fyrir Eisenhower að ^pyrja Allen Dulles, yfirmann leyniþjónustu Bandaríkja- stjórnar, hvort hann viti nokk- uð hvernig standi á loftárásum Bandaríkjamanna á útflutn- ingshafnir Indónesiumanna. Vndónesar eru hættir að draga dul á reiði sína yfir fram- komu Bandarikjaát jómar. Á laugardaginn hélt Sukamo for- seti ræðu yfir stúdentum í Bandung og vandaði Banda- ríkjamönnum ekki kveðjur. „Höfum við hingað til rætt um íhlutun í uppreisnina, er nú ekki lengur um slíkt að ræða heldur opinskáa árás,“ sagði Sukarno. Hann benti á að í deilunni við Hollendinga um vesturhluta Nýju Gíneu hefðu Bandaríkin verið Hollandi hliðholl. „Við báðum Bandaríkin um vopn, við komum næstum fram eins og betlarar, gengum svo langt að minnstu munaði að við lít- illækkuðum okkur. Mánuðir og ár hafa liðið án þess að beiðni okkar hafi verið virt svars. . . . Við erum ekki jábræður neins erlends ríkis, Við treystum á sjálfa okkur. Þótt ævintýra- menn frá Taivan og Banda- ríkjunum varpi á okkur sprengjum, höldum við áfram að treysta á sjálfa okkur og höldum fast vio óháða utanrík- isstefnu. Við þurfum ekki ann- að en depla augunum til að fá þúsundir sjálfboðaliða til liðs við okkur. Indónesía skal ekki verða önnur Kórea né annað Viet Nam. Verði reynt að kljúfa land okkar, getur þriðja heimsstyrjöldin hlotizt af.“ Subandrio utanríkisráðherra sagði samdægurs í ræðu í Jak- arta, að „stríðsástand" vofði yf- ir, ef erlendir aðilar hættu ekki stuðningi við uppreisnarmenn. Hann kvaðst hafa skýrt How- ard Jones, sendíherra Banda- rikjanna, frá því að Indónesíu- stjórn teldi sig ekki eiga ann- ars kost en kæra til SÞ, ef stjórn Sjang Kaiséks „og aðrir erlendir|taðilar“ gerðu ekki taf- arlaust ráðstafanir til að stöðva íhlutun í innanlandsátökin í Indónesíu. Indónesíustjórji gizkar á að uppreisnarmenn- imir hafi fengið tíu milljóna dollara virði af vopnum er- lendis frá. M. T. Ó. Þórður sjóari Þórður hljóp út á bersvæði og veifaði ákaft til þyrilvængjunnar, en honum til mikilla vonbrigða fleygði flugmaðurinn matnum niður og flaug síðan leiðar sinnar. Þórður starði á eftir flugvélinni og andvarpaði yfir því að hafa misst þetta tækifæri. sem virtust ekki hafa eins mikinn áhuga fyrir matn- um og félagar þeirra, virtu hann forvitnislega fyrir sér þaðan. sem þeir leyndust í trjánum. Þegar þeir nálguðust hann brotnaði grein, og Þórður snéri sér við og stóó augliti til auglitis við þá. Hann veitti þvi ekki eftirtekt að tveir af öpunum, Bæjarpósturiiin Framhald af 9. síðu. og hvimleiðara en þótt skóla- fólk t.d. þéri kennara sína í kurteisisskyni. Margir kann- ast við visu Jóns Bergmanns: „Auður, dramb og falleg föit fyrst af öllu Jærist, og menn, sem liafa mör og kjöt meira en almennt gerist“. Sem betur fer held ég að þér- ingar eins og vísan hljóðar upp á, séu orðið hverfandi litlar; fólk er hætt að bera óttablandná virðingu fyrir mör og kjöti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.