Þjóðviljinn - 10.05.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1958, Blaðsíða 1
Inni í blcsðinu Nótt yfir Napólí, leikdómur, 7. síða. Gengið á staðmmi. á brún bengiflugsins, 6. síða Fyrirvariim urn brottfiir hersins, 6. síða. Laugardagur 10. mai 1958 — 28. árgangnr — 105. tölublað stjémar Alþýðusambands Fundum efnahagsmálanefndar og miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands lauk í fyrrakvöld. í ályktun fundar- ins segir m.a. að í fyrirhuguðum efnahagsráðstöfunum i'íkisstjómarinnar sé „í veigamiklum atriðum vikið frá verðstöðvunarstefnu þeirri sem farin hefur verið“ í tíð núverandi ríkisstjómar, en vegna ýmissa „mikilvægra mála fyrir afkomu og lífskjör íslenzkrar alþýðu í fram- tíðinni, sem úrlausnar krefjast nú, leggur nefndin og stjóm A.S.Í. til að verkalýðshreyfingin vinni ekki á móti eða torveldi framgang tillagnanna“. í>á lét fundurinn einnig í ljós þá von að vinsamlegt samstarf verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjómarinnar um hagsmunamál alþýðunnar geti haldið áfram. Þjóðviljinn fékk í gær frá Al- þýðusambandinu eftirfarandi umíundinn: ,,Fundir efnahagsmálanefndar og miðstjómar Alþýðusambands Islands hófust 29. f. m. og hafa umræður um fyrirhugaðar ráð- stafanir ríkisstjófnarinnar í efnahagsmálunum staðið síðan, unz þeim lauk í fyrrakvöld. Málin voru ítarlega rædd — ráðherrar mættu á sumum fund- anna. Auk þeirra mætti Jónas Haralz hagfræðingur á tveim fundum, og veitti upplýsingar um ýmsa þætti málsins og svar- aði fyrirspurnum. Eftirfarandi ályktun var gerð á fundinum í fyrrakvöld: „Efnahagsmálanefnd og mið- stjóm Alþýðusambands íslands hafa á fundum sínum að undan- förnu kynnt sér og rætt tillögur þær i efnahagsmálum, sem- rík- isstjómin nú hyggst leggja fyr- ir Alþingi. Áður hafði séystak- iega verið rætt við stjórn Al- þýðusambandsins um það at- riði tillagnanna, er varðar 5% grunnkaupshækkunina. Að lokn- um þessum athugunum álykta efnahagsmálanefndin og mið- stjómin eftirfarandi: Með ráðstöfunum þessum er í veigamiklum atriðum vikið frá þeirri verðstöðvunarstefnu, sem farin hefur verið, síðan núver- andi ríkisstjórn tók við völdum, og sem verkalýðssamtökin hafa . stutt, og-vildu stýðja áfram. Ljóst er, að afleiðingar þess- ara ráðstafana verða meiri verð- r< # i I fyrradag var dy»a*nithve'!- hettum stolið úr læstri geyir.shi fyrir norðan Arrarhraun. Þessar livellhettur eru injiig hættulegar, einkuni ef þær verða fyrir höggi eðía Ienda í eldi, cg geta vald- ið stórslysutn. Þar sem líkur benda ttl, að börn eða unglingar hafi verið hér að verki eru for- eldrar alvarlega áminntir að gefa þvi gætur, hvort biim þeirra liafa hvellhettur undir htindum, og gera lögreghmni þegar að- vart, ef svo reynist. Hvellliett- urnar eru mjó, sívöl mábnhylki íuu 3 sm á lengd. hækkanir, en átt hafa sér stað síðustu þrjú misseri. Fundurinn álítur, að þar sem ákveðið er að lögfesta nokkra launahækkun, megi telja tryggt, að ekki geti orðið um rýmun kaupmáttar verkalauna að ræða, að minnsta kosti næstu mánuði. Ennfremur telur fundurinn mikils virði, að ákveðið er að setja löggjöf um lífeyrissjóð togarasjómanna og gerðar nokkr- ar breytingar á skattalögunum láglaunafólki í hag. Að þessu athuguðu, og jafn- framt vegiia annarra mikilvægra mála fyrir afkomu og lífskjör ís- lenzkrar- alþýðu í framtíðinni, sem úrlausnar krefjast nú, legg- ur nefndin og stjórn ASÍ til, að verkalýðshreyfingin vinni ekki á móti eða torveldi framgang tillagnanna.“ Minnkað bilið milli kaups karla og' kveima Auk þessarar ályktunar voru eftirfarandi tiliögur samþykktar: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að sérsköttun hjóna verður riú lögfest og kaup kvenna og annarra þeirra, sem lægst eru launaðir, hækkar sam- kvæmt frumvarpi ríkisstjóm- arinnar um allt að 7%. Er þannig stuðlað að því að minnka bilið milli karla- og kvennakaups, og væntir verka- lýðshreyfingin góðrar samvinnu við ríkisvaldið um aðgerðir til íulls launajafnaðar kar!a. og kvenna.“ Flutningsmenn þessarar .U’dögu voru: Sigríður Hannesdótt’r. Jó- hrcí Egilsdóttir. Guðrún Fions- dólt’r o« Sigurrós Sveinsdóttir. V eot'r vins-amlegt ramstaifs , FtiRclur efnahagsmálanefndar <yj miðstjórnar A. S. í, h'aldinn 8 maí 1958, lýsir ánægju rinni yfir 'að ’ögféstur hefur verið réttur tíma- og vjkukaupsmanria ti) óskodra launa í allt að 14 daga í veikinda- og slysaforföll- um og til eins mánaðar uppsagn- arfrests íiá störfum. Fundurinn fagnar einnig, að tryggður er á Alþingi framgangur frumvarps .um Hfeyrissjóð togarasjómanna. Framkvæmd þessara mála er á- vöxtur af samstarfi verkalýðs- hreyfingarinnar við núverandi ríkisstjórn og svo er einnig um ýms önnur hagsmunamál alþýðu- stéttanna, svo sem yerulega hækku'p á kaupi fiskimanna, lækkun tekjuskatts á láglauna- fólki, þingsályktun um hækkun elli- og örorkulífeyris, og aukið fé til íbúðahúsabygginga á s.l. ári. Fundurinn lætur í ljös þá von, að framhald megi verða á vin- samlegu samstarfi verkalýðs- hreyfingarinnar og núverandi ríkisstjórnar um framgang hags- munamála alþýðunnar, og þeirra mikilvægu málefna, sem nú bíða úrlausnar." Flutningsmenn þessarar tillögu voru Eðvarð Sigurðsson, Eggert Framhald á 11. síðu. Ríkisstjórnin á fundi um land- helgismálið Fundur ríkisstjórnarinnar um landhel gismári ð hefst ár- degis í dag og er búizt við stöðugum fundum í dag og á morgun og er álitið að þá verði teknar lokaákvarðanir um framkvæmdir í málinu. Lögregluþjónn á bifhjóli f # I Var að eltast við réttindalausan ökuíant er haíði tekið bifreið traustataki Laust. fyrir klukkan 2 e.h. í gær var'ö alvarlegt um- feröarslys á Skúlagötu, er lögreglumaöur á biflijóli lenti aftan á vörubifreiö og stórslasaðist. Botvinnik vann á ný heimsmeistara- titilinn í skák Sovézki .síórmeistaíjrin Bo't- vinnik hefur unnið aftur heims- meistaratitilinn í skák. 23. um- ferðin í skákeinvígi hans og Smisloffs lauk í Moskvu í gær með jafntefli. Þar með hefur Botvinnik hlotið 12% vinning, eða meira en helming af -24 mögulegum. Smisloff hlaut 10% vinning. Þar sem úrslit eru þeg- ar ljós, verður 24. umferðin ekki téfld. Hannsókn málsins var ekki að fullu lókið í gærkvöldi, en samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar vildi slysið til með þessum hætti: Laust fyrir kl. 2 e.h. í gær var að venju mikil umferð á Skúlagötunni. Var þá fólks- bifreiðinni R-6720 ekið á feikna hraða austur götuna og fór hún fram úr öllum bifreiðiun, er voi'u að fara þá leið. Bera sjónarvottar að bifreiðinni hafi verið ekið á 70 til 90 km hraða. Á móts við Skúlaskála, vöru- geymslu Eimskipafélags Is- lands, ók fólksbifreiðin fram úr vörubifreið og sendiferða- bifreið. I þeim svifum bar þar að lögreglumann á bifhjóli, er kom vestan götuna. Mun hann hafá séð, hve fólksbifreiðinni var ekið ofsalega, og ætlað að veita hénni eftirför, því að aft- an við vörubifréiðina sneri hann við á götunni og ók til baka. Hafði hann sýrenuna. í gangi. Heyrði bifi’eiðarstjórinn á vörubifreiðinni til hans og vék úr vegi. Þegar lögi'eglu- maðurinn var í þann veginn að aka fram úr sendiferðabif- reiðinni, beygði hún skyndilega til liægri upp Vitastíg. Kveðst ökumaður hennar ekki hafa heyrt í sýrenunni. Lögreglu- þjóninn sveigði þá líka til hægri, en missti um leið vald- ið á bifhjólinu og lenti aftan- undir vörubifreið, er stóð við Skúlagötuna sunnanmegin um það bil 7 metrum frá homi Vitastígs. Lögreglumaðurinri stórslas- aðist við áreksturinn. Var hann þegar i stað fluttur á Slysavarðstofuna og síðan á Landakotsspí tala. Af ökumanninum á R-6720 er það að segja, að í gærkvöldi var hann ófundinn, hafði falið sig fyrir lögregluimi. Mun það hafa verið piltur um tvítngt, er búið var að svipta ökuleyfi og hafði tekið bifreiðina í heimildarleysi. Verkföll vofa enn yfir í Bretlandi Verkamálaráðherra Bretlands CcCloud átti fund með fulltrúum járnbrautarstarfsmanna í gær og formanni samgöngumála- nefndarinnar. Lítill árangur mun hafa orðið af viðræðunum, en þeim verður lialdið áfram í næstu viku. Jánibrautarverka- menn krefjast 4 pi'ósent kaup- hækkunar. Pflimlin reynir stjómarmyndun Coty forseti Frakklands hefur falið Pflimfin úr MRP flokkn- um að reyná að mynda stjóm. f gær tilkynnti Pflimfin, að hann myndi ekki geta sagt um það fyrr en í dag, hvort hon- rnn myndi takast stjórnarmynd- unin. Mollet, leiðtogi sósíaldemó- krata hefur heitið Pflimfin stuðningi á þingi, enda þótt hann vilji ekki eiga aðild að stjóm hans. Pinau, leiðtogi hægrl manna hefur eert slíkt hið sama. Smisloff og Botvinnik berjast hér um heimsmeistaratitilinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.