Þjóðviljinn - 10.05.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.05.1958, Blaðsíða 12
Dámurinn afhjúpar afglöp islenzku dómsmálasfjórnarinnar i málinu Hæstiréttur Noregs kvað í gær upp dóm í Mykle-mál- inu svonefnda, og hratt dómi undirréttar í Osló frá því i haust, sem var á þá lund a'ó' bók Mykles „Söngurinn um roðasteininn“ skyldi gerð upptæk og sömuleiðis á- góði af sölu hennar. Eins og menn muna, rauk íslenzka dómsmálastjórn- in upp til handa og fóta er fréttist um úrskurð undir- réttarins í Osló, og hóf fávíslega herferð gegn bók Mykles. Byrjaði hún með frumhlaupi Sigurjóns Sigurðs- scnar lögreglustjóra, sem braut prentfrelsisíögin og stjórnarskrána með því aö gefa út tilkynningu um að útgáfa bckarinnar yröi stö'övuö. Dómur hæstaréttar Nor- egs sýnir vel hversu íslenzka dómsmálastjórnin hefur hlaupið á sig í máli þessu. Ðómur hæstaréttar Noregs opinberar rækilega afglöp ís- lenzku dómsmálastjórna rinnar, sem hefur orðið sér til mikillar Tólf af fimmtán dómurum hasstaréttar Noregs voru sam- máia um dómsniðurstöðuna, en þr’.r á rnóti. Dómur hæstaréttar þýðir það, að nú má hefja að nýju sölu á bókinni í Noregi. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Noregi og víðar. Norskir rithöfundar mótmæltu úrskurði undirréttarins þar sem hanii var ótviræð skerðing á prentfrelsinu. 1 niðurstöðum hæstaréttar- dómsins segir m.a. að dæma verði verk Agnars Mykle sem eina heild, en ekki einskorða sig við einstaka kafla þess. Bókmenntafræðingar hafa lýst yfir því, að „Söngurinn um roðasteininn" hafi bókmennta- Jegt gildi, og kaflar þeir, semlráðuneytið birti seinna út af deilt hafi verið um, væru nauð- synlegir vegna hinnar listrænu heildar. „Söngurinn um roðasteininn“ kom út fyrir 18 mánuðum í Noregi og varð brátt metsölu- þók, bæði þar í landi og viðar, t.d. Danmörku. Afglöp íslenzku dómsmálastjórnarinnar Þegar dómur undirréttarins í Osló féll s.l. haust var það vitað að verið var að þýða bók- ina á íslenzku. Ýmsir siðferði- legir öfugsnúðar ætluðu að springa af vandlætingu og Kristján Albertsson skrifaði öfgafulla fúkyrðagrein í Morg- unblaðið, þar sem hann fullyrð- Ir að bókin sé 'klámrit, og krefst þess að hún sé bönnuð. Það stóð heldur ekki á und- irtektunum hjá yfirvöldunum. Sigurjón Sigurðsson, gamall nazisti og núverandi lögreglu- stjóri í Reykjavík, auglýsti fá- kunnáttu sína í íslenzkum lög- um með því að senda öllum prentsmiðjunum bréf, þar sem segir að ákvörðun hafi verið tekin um að stöðva útgáfu bók- arinnar „Sönginn um roða- steininn“. Þetta gerði lögreglu- stjóri með vitund tveggja álíka lögfróðra starfsmanna dóms- málaráðuneytisins, Gústafs A. Jónassonar og iBaldurs Möll- er. Samkvæmt prehtfrelsislögun- um má alls e'kki stöðva útgáfu bóka á íslandi og ekki gera þær upptækar nema eftir úr- skurði rannsóknardómarans. 1 stjórnarskránni segir líka: „Ritslcoðun og aðrar' tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða“. 1 tilkynningu sem dómsmála- þessu frumhlaupi lögreglu- stjóra, er fullkomlega staðfest að hann hafi farið út fyrir vald sitt, en reynt að afsaka athæfið, vegna þess að staifs- menn ráðuneytisins áttu hlut að því. mömnuiNN ILaugardagur 10. maí 1958 — 23. árgangur — 105. tölublaö Mixon varaforseti USA var grýttur í höfuðborg Perú Ætlaði að halda ræðu á stúdentafundi en var heils- að með grjóti, appelsínuherki og fúleggjum Óvildin til Bandaríkjanna vegna yfirgangsstefnu Tþeirra í Suður-Ameríku bráust út í gær í Lima, höfuð- borg Peru. Nixon varaforseti Bandaríkjanna, sem nú er á yfirreið' mn Suður-Ameríkuríkin var grýttur ásamt föruneyti sínu er hann hugðist halda ræðu á fundi. Varð varaforsetinn að' gefast upp við’ að flytja ræð’una og flýja af staðnum. Eisenhower forseti Bandaríkjanna hef- ur sent Nixon heillaóskaskeyti og óskað' honum til ham- ingju með' það hugrekki sem hann hafi sýnt. AGNAR MYKLE skammar með því að innleiða ritskoðun hér á landi í sam- bandi við bók Mykle. Það var í San Marco-háskól- anum í Lima, sem Nixon ætl- aði að halda rteðuna, er hann var þangað kominn til að heim- sækja skólann. Þúsundir stúd- enta voru mættir á fundin- um. Hann reyndi hvað eftir annað að taka til máls en rödd hans kafnaði í ókvæðisorð- um stúdenta, sem auk þess köstuðu að honum og fylgdar- liði hans grjóti, apþelsínuberki , og fúleggjum. Svó magnað varð Hver hreppir Láka í dag? Skopblað heirra Kiljans og Tómasar? Láki, skopblað það er Halldór Kiljan og Tómas Guðmundsson skrifuðu saihan verður selt hæstbjöö- anda á bókauppboði Sigurðar Benediktssonar í dag. aðkastið að steinn straukst við háls varaforsetans og annar steinn hæfði beint í andlit eins lífvarðar hans og varð hann óvígur. Nixon gafst þá upp við að flytja ræðu sína, og forðaði sér af staðnum. Stúdentar rifu einnig 4 tætlur fána Bandaríkjanna, sem hafði verið lagður við minnismerki eitt í borginni á- samt blómsveig frá Nixon. Nixon vafafórseti hefur und- anfarið verið á ferðaiagi uni Suður-Ameríku og var m.a. við- staddur er Frodizi hinn ný- kjörni forseti Argentínu vann embættiseið sinn. Var Nixon „Láki“ var raunar hvorki stórt blað né langlífs, af honum komu aðeins út 2 tölublöð, og það munu ekki ýkjamörg eintök hafa varðveitzt til þessa dags. Rit- lstjóri Láka var Pétur Jakobsson, 04 lög við kvæði Jonasar Skilafrestur er nú útrunninn í samkeppni Afmælis- sjóðs útvarpsins um lög viö kvæöi Jónasar Hallgrímsson- ar. Alls bárust 64 lög. Kveainadell d 111 Félagskonur eru minntar á bazarinn n.k. sunnudag 11. maí í Tjarnargötu 20, kl. 3. Þórunn Magnúsdóttir, Kamp Knox G. 9, Aðalheiður Þórarinsdóttir, Heiðvangi, Steinunn Árnadóttir, Miklubraut 62 og Sigríður Frið- riksdóttir Njálsgötu 7, taka á móti raunum. — KAFFI og heimatilbúnar kökur verða til sölu á staðnum allan eftirmið- daginn. Vonum við að velunn- arar deildarinnar líti inn, fái gott kaffi og kökur og styrki okkur um leið í fjáröflun okk- ar til að geta boðið heim kvennasendinefnd frá Sovét- ríkjunum í liaust. Elcki er vitað hversu tón- skáldin eru mörg, því að nöfn þeirra fylgja í lokuðum ein- kennisumslögum, en lögin send inn undir dulnefnum. Flest lög- in éru einsöngslög með píanó- undirleik, en mörg eru einnig fyrir blandaðan kór og fyrir karlakór og nokkur hljómsveit- arverk. Dómnefndarmennirnir, dr. Páll ísólfsson, Guðmundur Jónsson óperusörgvari, Fritz Weisshappel píanóleikari og Guðmundur Matthíasson tón- listarkennari eru nú að fara yfir lögin og er gert ráð fyrir að það taki nokkurn tíma, vegna þess hve þátttakan er mikil. Ríkisútvarpið bauð til þess- arar keppni í vetur fyrir ára- Brezkir sjón- varpsmeim vænt- anlegir hingað Brezka útvarpið BBC hefur tilkynnt Ríkisútvarpinu að það sendi hingað nú í maí, eins og áður liafði verið ráðgert, fiokk sjónvarpsmanna til þess að taka upp ýmislegt efni hér. Stjórnandi flokksins er Murray Brown, og verða þeir hér vænt- anlega dagana 11. til 16. maí. mót á vegum Afmælissjóðs síns og eru verðlaunin alls 11.500.00 kr. Tónskáldunum var frjálst að velja sjálf texta við lögin, en útvarpið benti þó sérstaklega á nokkur kvæði og kvæða- flokka, sem það taldi heppilegt að fá lög við. Verðlaunin verða veitt í tvennu lagi, fyrir kvæða- flokka og fyrir einstölc kvæði, en tónskáldin gátu sjálf valið það form, sem þau nota. Otvarpið mun síðar flytja helztu lögin, sem fram koma. 140 fórust í járn- braotarslysi í Rio 140 manns fórust og um 300 slösuðust í járnbrautarslysi í einni útborg Rio de Janeiro í fyrrakvöld. Tvær rafknúnar lestir fóru inn á sa.ma sporið vegna rangra merkja og rák- ust saman á fullrj ferð, Rigning var og stomnur fieg- ar slysið varð, og hindraði það mjög björgunarstarfið. Mikill fjöldi lækna og hjúkrun- arliðs var kvaddur á vettvang og urðu læknar að aflima margt fólk, sem var fast í flaki lestanna. Hundruð manna gáfu sig fram til blóðgjafa handa hinu slasaða fólki. en ólyginn almannarómur segir þá Kiljan og Tómas Guðmunds- sbn háfa verið aðal-blaðamenn þeirrar útgáfU;, Alls eru á bókauppboðinu í dag 157 númeri svp um margt er áð velja Þar eru m. a. bæk- ur Jóns Aðils: Gullöld íslend- inga, íslenzkt þjóðerni, Oddur lÖgmaður, Skúli Magnússon og Dágrenning, allar í fögru skinn- .bandi.' . ' Þarna er ,ein 122ja ára gömul Viðeyjarútgáfa: Tólf postula- sögur„ Þama eru ýmsar bækur eftir Þorstein, Matthías, Einar Benediktsson, Grör.dal, Kvaran Kilian o. fl. í’á eru blöð 6g timarit: Unga fsland I.—IXX., Óðinn 1912—1936 og Sumargjöf I.—II. Eintak er af Ieelandic Illum- N I X O N sérlegur fulltrúi Eisenhowers við það tækifæri. Nixon fékk mjög kaldar íkveðjur frá Arg- entínumönnum, sem gerðu oft itiáfed Manuséhiþts; svo og minniháttar aðsúg að honum. Bókaskrá Fiskésafnsms Rímna- Á ieið hans var viða komið fyr- Ög leikritasáftiarár finna þarna eiíthvað við sitt heefi. Bækurnar eru til. sýnis frá kl. 10—1 í dag í Sjá’.fstæðishúsinu, en uppboðið hei'st kl. 2 stundvís- iega. f nndtr9 I ga©®* Örstuttir deildafundir voru á þingi í gær. í efri deild voru tvö frumvörp, um skólakostnað og sýsluvegasjóði, komin frá neðri deild, til fyrstu umræðu og var háðum. vísað til 2. imiræðu og nefnda. í neðri deild var til fyrstu umræðu frumvarpið um varnir gegn útbreiðslu jurta- sjúkdóma, sem lýst var hér í biaðihu í gær, og var því vtsað til' 2 umræðu og landbúnaðar- Framhald á 10. síðu. ir spjöldum, þar serm a stóð: Nixon go home. í Uraguay fékk liánn mjög svipaðar móttökur. Nixon hafði ætlað sér að heimsækja' Éíqád- or, en á slðustu Stundu vár til- kynnt að hann hefði hætt við förina. Er talið víst að ástæð- an sé sú, að hann vilji ekki hætta á að fá svipaðar við- tökur í höfuðborginni Quito og ihann fékk í Lima í gær, - Eisenihower hefur sent Nixon skeyti, og óskað honum til hamingju með frammistöðuna í Lima. Telur forsetinn að Nixon -'hafi sýnt mfkið hugrekki og að studentar muni sjá eftir. því, sem þeir liafi gert. Sú skoðun mun hins vegar vera ríkjandi meðal stúdenta í Suður-Ame- ríku, að tími sé til kominn að Bandarkjamenn fari að sjá eft- ir yfirgangi sínum þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.